Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. janúar 1989 Tíminn 5 Séra Gísli Jónasson í Breiðholtsprestakalli segir fjárhagsstöðu margra kirkna slæma: Breiðholtskirkja á nauðungaruppboði Nýlega var Breidholtskirkja auglýst á nauðungaruppboði vegna vangreidds skipulagsgjalds upp á tæpar 250 þúsund krónur. Séra Gísli Jónasson segir þetta endurspegla slæma fjárhagsstöðu sóknar- innar, en Breiðholtssókn skuldar nú um 25 milljónir og þarf að leggja út í framkvæmdir fyrir álíka stóra upphæð til að geta lokið við kirkjubygginguna. Fleiri sóknir búa við álíka slæma fjárhagsstöðu, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem kirkja fer á nauðungaruppboð. „Þetta sýnir bara í hvers konar úlfakreppu söfnuðirnir eru. Ólafur Ragnar Grímsson þóttist reyndar sjá að söfnuðimir væru svo ríkir að óhætt væri að taka til sín hluta af sóknargjöldunum, sem er bara bein skattlagning á kirkjunni. Sóknar- gjaldið er í eðli sínu ekki ríkisfram- lag heldur meðlimagjald safnaðar- búa í sókninni. Söfnuðir sem hafa staðið í bygg- ingarframkvæmdum standa margir hverjir mjög illa. Menn komast hreinlega ekki yfir að borga á réttum tíma og þess vegna var auglýst uppboð á kirkjunni," sagði séra Gísli Jónasson sóknarprestur í Breiðholtssókn. Gísli sagði að niðurskurður á tekjustofnum kirkjunnar, sem ákveðinn var í fjárlögum fyrir árið 1990, kæmi eins og hnífur í bakið á kirkjunni. „Þegar menn ráðast í byggingarframkvæmdir gera menn áætlanir langt fram í tímann og þá er auðvitað gert ráð fyrir þeim tekjum sem lögbundnar eru. Þegar tekjurn- ar eru síðan skornar niður fyrirvara- laust setur það okkur í úlfakreppu." Búið er að greiða skuldina sem olli því að kirkjan var auglýst á uppboði. Það mun hins vegar hafa komið alvarlega til tals í sóknar- nefnd Breiðholtskirkju að láta kirkj- una hreinlega fara á uppboð svo menn gerðu sér grein hversu alvarleg stað kirkjunnar væri. Gísli sagði fjárhagsstöðu kirkju- sóknanna vera mjög mismunandi. Kirkjur sem hafa staðið í byggingar- framkvæmdum standa margar hverj- ar mjög ilia. Gísli sagði að kirkjan hefði enga lánasjóði sem gagn væri að og sóknirnar þyrftu því að reiða sig á skammtímalán og víxla. Kirkj- ur eru ekki veðhæfar og því þurfa sóknarnefndarmenn að gefa veð fyr- ir lánum í eignum sínum. Þetta skýrir meðal annars af hverju það tekur mörg ár, jafnvel áratugi, að byggja eina kirkju. Gísli sagði að til að geta lokið algerlega við Breiðholtskirkju þyrfti að framkvæma fyrir 20-30 milljónir. Inni í þeirri upphæð er bygging safnaðarheimilis, frágangur á kirkju- skipi, frágangur á lóð og kaup á nýju kirkjuorgeli. Kirkjan skuldar nú þegar í kringum 25 milljónir þannig að ljóst er að ekki verður ráðist í miklar framkvæmdir á næstunni. Gísli sagði ennfremur að allt safn- aðarstaf liði fyrir þessa slæmu fjár- hagsstöðu. -EÓ Tólf lög keppa um að fá að fara til ___________Júgóslavíu:___________ Endurheimtum við 16. sætið? í kvöld fá sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrstu sex lögin sem keppa munu um hvaða lag keppir fyrir fslands hönd í Evrópu söngvakeppninni í Júgóslavíu fimmta maí næstkom- andi. Eftir viku verða sex lög til viðbótar sýnd í sjónvarpinu. Sex af þessum tólf lögum munu síðan keppa til úrslita tíunda febrúar þegar vinningslagið verður valið. Lögin ogflytjendurnireru: Austur eða vestur/ Eyjólfur Kristjánsson, Mánaskin/ Ari Jónsson, Eitt lag enn/ Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson, Dagdraumar/ Ingi Gunnar Jóhannsson, Ég er að leita þín/ Eyjólfur Kristjánsson, Sú ást er heit/ Björgvin Halldórsson, Ég læt mig dreyma/ Ellen Kristjánsdóttir, Eitt lítið lag/ Helga Möller og Ágúst Ragnarsson, Gott er að lifa/ Berg- þóra Árnadóttir, Til þín/ Björgvin Halldórsson, Eilífan dag ekki er til nein ást/ Ruth Reginalds, Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteins- dóttir. Tíminn fékk í gær að fylgjast með upptökum á laginu „Dagdraumar" sem Ingi Gunnar Jóhannsson flytur. Lagið lét vel í eyrum enda æfðir tónlistarmenn sem standa að baki því. Ekki má þó segja frá hver samdi lagið, það verður leyndarmál þar til búið er að velja vinningslagið. Egill Eðvarðsson, sem stjómar upptökum á lögunum, var spurður hvernig honum litist á lögin sem keppa í ár. „Þetta eru ljómandi skemmtileg Iög. Ég held að það séu fleiri lög núna sem eiga góða möguleika á að sigra en oft áður. Undanfarið hafa tvö til þrjú lög bitist um sigursætið, en þau eru fleiri núna.“ Hvaða lag heldur þú að muni sigra? „Ég hef nú aldrei getið upp á rétta laginu, en ég er búinn að vera við þetta frá upphafi. Ég get að eðlileg- um ástæðum ekki upplýst hvaða lag mér finnst best.“ Nú hefur okkur ekki gengið sér- lega vel í aðalkeppninni. Eru ís- lenskir tónlistarmenn ekki orðnir hálfþreyttir á keppninni? „Nei, það held ég ekki. Ég man ekki eftir skemmtilegri stemmningu í kring um þetta en núna. Við erum með úrvals hljóðfæraleikara í hljóm- sveit sem spilar undir við öll lögin. Lögin eru flutt live, sem kallað er, þ.e. lag og söngur er tekin upp í sjónvarpssal en ekki í hljóðveri út í bæ. Við höfum aldrei gert þetta svona áður í keppninni. Þetta hefur heppnast mjög vel,“ sagði Egill. Það er 60 manna hópur í sjón- varpssal sem velur lögin sex sem keppa til úrslita 10. febrúar. í úr- slitunum mun fólk alls staðar af landinu velja sigurlagið. Kvnnir í keppninni er Edda Andrésdóttir.-EÓ bíla árekstur varð skammt neðan Tímamynd Pjetur Blindbilur var á Hellisheiði, í Kollafírði og við Gljúfrastein í gær. Harður fjögurra við Litlu kaffístofuna síðdegis í gær og voru þrír fluttir á slysadcild. Fjöldi árekstra og útafakstra í nágrenni Reykjavíkur: Mikill barningur í norðanáttinni Þrír árekstrar þar sem fjórir og fleiri bílar áttu hlut að máli urðu á Hellisheiði í gærdag. Þá urður fjöl- margir ökumenn að skilja bíla sína eftir á heiðinni og var vart tölu á þá komið. Mikil hálka var á vegum í grennd við Reykjavík í gær og gekk á með hvössum hryðjum, og voru miklar annir hjá lögreglumönnum frá Reykjavík og Selfossi við að aðstoða ökumenn, sem lent höfðu í óhöppum eða festu bíla sína. { einum árekstrinum, þar sem fjórir bílar skullu saman, skammt neðan við Litlu kaffistofuna, þurfti að flytja þrennt á slysadeild, en meiðsli þeirra munu ekki hafa verið alvarleg. Þá urðu tveir, fimm og fjögra bíla árekstrar með skömmu millibili við vetrarbrautina á Hellis- heiði síðdegis. en meiðsli urðu ekki á fólki. Tjón á bílum var hins vegar mikið. Hjá lögreglunni í Reykjavík feng- ust þær upplýsingar að í Kollafirði og við Gljúfrastein hafi verið mjög mikil hálka og hvassar hryðjur og talið nær ófært fyrir litla bíla. Tveir bílar fuku út af, annar á Varmármel- um og hinn við Lágafell. Fólk lenti í erfiðleikum við Gljúfrastein, en þar hafði skafið í mikinn skafl og komust ekki nema vel búnir bílar þar yfir. Nokkrir höfðu hins vegar reynt að komastyfirensátuþáfastir. -ABÓ Laxveiðibátar enn á veiðum Við könnunarflug í gær sá áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar tvo laxveiðibáta að veiðum í almenn- ingnum utan fiskveiðilögsagna I gær sáust tveir laxveiðibátar að laxveiðum utan fískveiðilögsagna, aust-norð-austur af landinu. Tímamynd: Tómas íslands, Færeyja og Grænlands, aust-norð austur af Langanesi. Nöfn bátanna eru Seagull og Minna, sá fyrrnefndi sást einnig í könnunarflugi 17. þessa mánaðar. Minna er skráður í Póllandi og fullyrti skipstjórinn er hann kom til hafnar í Færeyjum fyrir skömmu að báturinn væri í eigu pólsku stjórnarinnar. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.