Tíminn - 09.02.1990, Side 14

Tíminn - 09.02.1990, Side 14
14 Tíminn Föstudagur 9. febrúar 1990 i nnr Sunnlendingar Jón Helgason Unnur Stefánsdóttir Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími verður haldinn að Brautarholti, Skeiðahreppi, mánudaginn 12. febrúar kl. 21.00. I Þjórsárveri, Villingaholtshreppi, miðvikudaginn 14. febrúar kl. 21.00. Landverðir Náttúruverndarráö auglýsir örfáar stööur land- varða á friölýstum svæðum, sumarið 1990, lausar til umsóknar. Námskeið í náttúruvernd - land- varðanámskeið, veitir að öðru jöfnu forgang til landvörslustarfa á vegum Náttúruverndarráðs. Skriflegar umsóknir skulu berast Náttúruverndar- ráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 20. febrúar 1990. Öskudagur - Grímuböll 30 gerðir af grimubúningum. T.d. Batman, Superman, Zorro, Ninja, Sjóræningja, Hróa, Trúða, Hjúkrunar, Strápils, Fanga, Indíána, Kúreka, Kokka, Sveppa, Músa. Hattar: Kúlu, Töfra, Pípu, Bast, Mexikana, Indíána. Einnig: Fjaðrir, bogar, byssur, sverð, gleraugu, andlítslitir o.fl. o.fl. Pantið tímanlega fyrir öskudaginn. Póstsendum. Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 8. S. 14806. VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN Félagsfundur verður haldinn í Bíóborg (áður Austurbæjarbíó) mánudaginn 12. febrúar kl. 16.00. Fundarefni: Afgreiðsla á kjarasamningi. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og koma beint úr vinnu. Félagsmenn eru beðnir að sýna félagsskírteini við innganginn. Stjórn Dagsbrúnar. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Ólafs Inga Þórðarsonar mjólkurfræöings Borgarbraut 45, Borgarnesi verður gerð frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ kl. 11. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða önnur líknarfélög. Guðbjörg Ásmundsdóttir HólmfríðurSólveigÓlafsdóttir Guðjón Ólafsson Jóna Sólveig Ólafsdóttir Þórður Ólafsson Jón Róbert Rósant Sigurgeir Sigmundsson Gréta María Dagbjartsdóttir Ásmundur Ólafsson Brynja Ólafsdóttir EinarÓlafsson Ólafur Ingi Ólafsson Ragnheiður Ólafsdóttir Guðmundur Ólafsson barnabörn og Ósk Ólafsdóttir Þorleifur Ingólfsson Svanhildur Skúladóttir Ingibjörg Sólveig Bragadóttir Gyrðir Elíasson Rannveig Sigurjónsdóttir barnabarnabörn. IIIIIIIHIIIIII MINNING IIIIIIIIIIIIIIIM .Illlllllllll Eyjólfur Guðnason Fæddur 4. janúar 1931 Dáinn 29. janúar 1990 Nú er hann Eyjólfur í Bryðjuholti dáinn. Mig langar að minnast hans með fáeinum orðum. Ég kom í Bryðjuholt í janúar 1984 til verknámsdvalar frá Bænda- skólanum á Hvanneyri. Ég dvaldist þar í þrjá mánuði og var það einn besti skóli sem ég hef verið í á lífsleiðinni. Það var ekki bara það að ég lærði nærri allt sem ég kann varðandi búskap heldur var mér það einnig dýrmætur skóli að kynnast Eyjólfi og Helgu. Það var ákaflega gaman að vera hjá þeim og gott að II VIÐSKIPTALÍFIÐ 1111 SAM- FLUG í lok janúar 1990 keypti Air France, franska ríkisflugfélagið, Un- ion dc Transport Aeriens (UTA), stærsta franska flugfélagið í eigu einkaaðila, á 664 milljónir dollara. Air France og UTA hafa hvort um sig átt um þriðjung í Air Inter sem 1989 flaug með 15,7 milljónir far- þega á flugleiðum innan Frakklands. Air France er nú fjórða stærsta flugfélag heims, á eftir Aeroflot og tveimur bandarískum flugfélögum, American og United. Þessi kaup Air France á UTA eru hin síðustu af mörgum hliðstæðum. í desember 1989 tilkynntu British Airways og hollenska flugfélagið KLM að hvort þeirra um sig mundi kaupa 20% af hlutafé belgíska flugfélagsins Sabena World Airlines. Síðsumars 1989 gerðu Air France og Lufthansa með sér samning um sam- vinnu við farmiðasölu, þjálfun starfsfólks og þjónustu flugvéla í flughöfnum. SAS, skandinavíska flugfélagið, keypti 1988 25% af hlutafé British Midland, bresku flugfélagi. British Airways keypti British Caledonian, helsta keppi- naut sinn á Bretlandi, á 458 milljónir dollara. Fáfnir ERMAR- SUNDS- GÖNGIN Gerð ganganna undir Ermarsund, milli Bretlands og Frakklands, geng- ur nokkurn veginn eftir áætlun. Göngin eru orðin 31,2 mílur á lengd og lengjast um nær 1,5 metra á klukkustund. Frakkar eru 14 vikur á undan áætlun en Bretar nokkuð á eftir. Kostnaður hefur hins vegar farið mjög fram úr áætlun. Fram til ársloka 1989 varð hann 11,8 millj- arðar dollarar. Vænst var að á því stigi yrði hann 8 milljarðar dollara. Forstöðumenn Eurotunnel, fyrir- tækis sem að gerð ganganna stendur, áttu í janúar 1990 fund með 22 bönkum sem fram komu fyrir hönd 186 lánardrottna þess. Féllust bank- arnir á aukalegt lán til gangagerðar- innar upp á 660 milljónir dollara. Síðar á árinu þarfnast Eurotunnel umframfjár upp á 2,5 milljarða doll- ara sem væntanlega verður aflað með 1,9 milljarða dollara lántöku í apríl og útboði aukins hlutafjár upp á 600 milljónir dollara í haust. Þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á hönnun ganganna. Verða þau nú miðuð við að hámarks- hraði lesta, sem um þau fara, verði 80 mílur á klst. en ekki 100 mílur eins og fyrirhugað var. Eftir er að grafa 61,9 mílur, þann- ig að þriðjungur verksins er að baki. Stígandi vera nálægt þeim. Þau voru einstak- lega samrýmd hjón og það þurfti ekki langan tíma til að sjá hversu vænt þeim þótti hvort um annað. Ég var einstaklega heppin, borgarbam- ið, að lenda hjá þeim hjónum í Bryðjuholti. Éyjólfur var alltaf tilbúinn til svara og virtist hafa gaman af að fræða mig um hitt og þetta varðandi búskapinn og hann hafði frá mörgu að segja. í Bryðjuholti er svo mikill myndarbú- skapur að orð fer af. Það er ekki lítils virði fyrir ungt fólk sem er hneigt fyrir búskap að kynnast svona góðu búi, reglusemi í einu og öllu, góðum afurðum og hvernig hægt er að hafa allt hreinlegt og snyrtilegt í kringum sig. Það er svolítið erfitt að tala um þau Eyjólf og Helgu í sitt hvoru lagi því þau voru svo samhent í öllu. Þau ákváðu allt í sameiningu og unnu saman að öllu af mikilli ánægju. Ég hef rekið á fjall með fjölskyldunni í Bryðjuholti nokkur undanfarin ár. Það vantaði mikið í fyrrasumar þeg- ar Eyjólfur var ekki með. Hann var svo hress og kátur og sagði okkur alls kyns sögur, bæði úr fjallferðum og úr daglega lífinu. Hann var líka fróður um kennileiti og allt sem fyrir augu bar. Þessar ferðir hafa verið mér mikið tilhlökkunarefni og þær hafa líka skilið mikið eftir sig. Eftir að ég og maðurinn minn tókum við búrekstri sjálf höfum við oft leitað ráða hjá þeim Eyjólfi og Helgu og það hefur alltaf reynst jafnvel. Við höfum líka oft beðið þau að lána okkur hross í smala- mennsku og að taka hross í haga- göngu og Eyjólfur var alltaf fljótur til svars, það var alveg sjálfsagt. Eyjólfur hafði mjög svo sérstaka skapgerð, hann var léttur í lund og hlýr í viðmóti. Það hefur ábyggilega hjálpað honum í veikindunum að vera svona skapi farinn. Hann var einstaklega sterkur og var laus við biturleika. Það hlýtur að vera öllum hollt að kynnast slíkum manni sem Eyjólfur var. Megi minning hans lifa. Elsku Helga og fjölskylda, við vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Elísabet og fjölskylda PRENTLIST

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.