Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 1
Hefur boðað f rjálslyndi og f ramfarir í sjö tugi ára Megn óánægja innan verkalýðshreyfingarinnar með tilhneigingu til verðhækkana og sérstaklega litlar vaxtalækkanir hiá bönkunum: Stef na verðlagsmál vinnufríði í hættu? Svo virðist sem bráðnauðsynlegt hafi verið að koma á fót verðlagseftirliti verkalýðsfélaganna, því þar hefur verið mikið annríki síðustu daga. í flestum tilfellum hafa fyrirhugaðar verðhækkanir verið teknar til baka eftir að þær hafa komið til kasta verðlagseftirlitsins. Hins vegar ríkir nú mikill óánægja meðal forkólfa verkalýðshreyf ing- arinnar með vaxtaákvarðanir bankanna og segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls á Hornafirði, að þær séu beinlínis brot á samkomu- lagi sem gert var í tengslum við kjarasamningana. Slíkt segir hann að ekki sé hægt að líða og það verði ekki liðið. • Blaðsíða 3 Z.Æ: mm í*'>|*iiím' Dómur kveðinn upp í Sakadómi í gær. Jón Óttar er erlendis en lögmaður hans, Þórunn Guðmundsdóttir, hlýðir á dómsorðin. Danskt ástarlíf kostar Jón Óttar peningana eða ...: Dæmdur í stórsekt eða í varðhald fyrir klám Jón Óttar Ragnarsson, fyrrverandi sjónvarps- stjóri á Stöð 2, var í gær dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur í 40 daga varðhald eða 200.000 króna sekt vegna sýningar Stöðvar 2 á dönsku myndunum „í nautsmerkinu" og „ítvíburamerk- inu". Auk þess ber Jóni að greiða allan máls- kostnað. Þótti dóminum sýnt að um klámmyndir væri að ræða og að sýning þeirra væri brot á hegningarlögum og útvarpslögum. %Blaösíða5 i I !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.