Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. mars 1990 Tíminn 9 HRÓIHÖTTUR leikrit um þann fræga kappa Hrói höttur (Eiríkur Smári Sigurðsson) og Marion (Svafa Arnardóttir) í lcikritinu um Hróa hött og kappa hans - bæði menn og konur. Leikfélag Hafnarfjarðar, Bæjarbíói Hrói höttur Höfundur handrits: Guðjón Sigvalda- son Leikstjóri: sami Aðstoðarleikstjóri: Erla Asgeirsd. Lýsing: Egill Ingibergsson, Stefán Sveinbjörnsson Búningar: Alda Sigurðardóttir Leikmynd: Kristin Reynisdóttir, Guð- jón Sigvaldason, Egill Ingibergs. Tónlist: Jóhann Moravék Leikfélag Hafnarfjarðar frum- sýndi um helgina barnaleikrit um þann gamalkunna kappa Hróa hött. Höfundur handrits, Guðjón Sig- valdason, ber ekki út af sögunni svo að neinu nemi. í upphafi leiks er Hrói nýorðinn útlagi í Nottingham- skíri. Hann hittir á flóttanum útlag- ann Litla-Jón í Skíriskógi. Hrói er að koma frá keppni í bogfimi sem orðið hefur honum til ófarnaðar þrátt fyrir sigur, enda gerst svo djarfur að gefa verðlaunin, gullör- ina, þjónustustúlku sýslumannsfrú- arinnar í Nottinghamskíri, ekki frúnni sjálfri svo sem ætlast var til og siðvenja var um verðlaunahafann við sama tækifæri. Litli-Jón býður honum að slást í hóp með sér og félögum sínum eftir að þeir Hrói hafa barist með stöfum sem frægt varð og allir þekkja sem komnir cru til vits og ára. Útlagarnir hafa til þessa ekki átt sér annað markmið en að hafa í sig á, og þá með þeim hætti sem þeim er tiltækur, og að skemmta sér að auki - við íþróttir og ástir - en er Hrói verður foringi þeirra sakir fimi sinnar og fífldirfsku setur hann hópnum að berjast gegn ranglæti, ræna frá ríkum til að gefa fátækum, en ræna þó einkum sýslumannshjón- in í Nottingham. Þetta er boðskapur sem allir krakkar skilja, jafnt nú sem í tíð foreldra þeirra, afa og ömmu, og svo lengi sem sagan af Hróa hetti og köppum hans hefur verið til. Eink- um þegar um svo skemmtilegan uppivöðslusegg sem Hróa er að ræða og svo óyndislegt fólk sem sýslumannshjónin í Nottingham, frúin heimtufrek, grenjar og öskrar þegar hún fær ekki vilja sínum framgengt - en það hefur hún alltaf fengið fram til þess að Hrói kom til sögunnar. Auk þess er frúin illgjörn og skirrist ekki við að beita áhrifum sínum til að koma hverjum þeim sem ekki lætur að vilja hennar í fangelsi. Bóndi hennar er með ein- dæmum ágjarn og hinn versti nirfill þótt ekki sé hann eins einsýnn í fangelsismálum. f sýningu Leikfélags Hafnarfjarð- ar er áherslan fremur á gamansemi en alvöru sem féll vel í kramið hjá hinum ungu leikhúsgestum. t>ó hefði mátt skerpa þátt alvörunnar og skapa þar með meiri spennu, s.s. þegar Litli-Jón er settur í fangelsið og á að hengjast, krakkarnir hefðu vel þolað það. Hrói kemst að lokum í þá aðstöðu að ræna sýslumanns- hjónin aleigunni, en af góðsemí sinni tekur hann aðeins helminginn. Þar með sannfærist sýslumaður um að Hrói sé góður maður og allt fellur í ljúfa löð á sviðinu. Helst til losara- lega að verki verið og hefði mátt hnykkja betur á hvað af þessu fólki varð. Leikmyndin er einföld og skemmtileg og henni svo haganlega fyrir komið að aldrei er dauður punktur. Sviðsmyndin er á aðra hliðina skógurinn en sé henni snúið við birtist kastali sýslumannshjón- anna. í gegnum salinn, þvert á sætaraðirnar, liggur gata af tréplönk- um til rjóðurs Hróa og félaga og meðan sviðsmyndinni er snúið eru þar á reiki útsendarar sýslumanns í grátbroslegri leit að Hróa. Sömu- leiðis er talsvert lagt í búningana og þá sérstaklega sýslumannshjónanna. Leikarar stóðu sig eins og aðstæð- ur gáfu framast tilefni til. Mest mæddi á þeim sýslumannshjónum, leikin af Hildi Hinriksdóttur og Hall- dóri Magnússyni. Og á Eiríki Smára Sigurðssyni í hlutverki Hróa sjálfs. Ennfremur voru í fyrirferðarmiklum hlutverkum þau Björgvin Friðriks- son sem Litli-Jón, Helgi Hinriksson sem Tóki munkur (og kokkur þeirra félaga) og Svafa Arnardóttir sem þjónustustúlkan Marion er gullörina hlaut. Nokkrir söngvar eru í leikritinu og á því sviði er leikhópurinn ekki sterkur. Söngtextinn komst ekki nógu vel til skila, það vantaði kraft. Sérstaklega þótti mér vanta kraft í lokasönginn - hefði jafnvel mátt bæta við öðrum gítarleikara. Sex ára gömlum syni mínum fannst Hrói frábær, Litli-Jón skemmtilegur, Tóki munkur ofsa- lega fyndinn (sérstaklega í atriðinu er þeir Hrói áttust við á gjárbarmin- um) og Marion mikil bardagakona og góð í að rota með skál. Mér þótti forvitnilegt að sjá þessa gamalkunnu sögu um sígild réttlætismál búa sig upp í takt við tímann; fyrirferð sýslumannsfrúarinnar hefur vafa- laust aldrei verið meiri og Miriam, sú sem á hjarta hetjunnar, er fylli- lega jafnoki karlanna í ræningja- hópnum þegar hún beitir sér í þágu réttlætisins - slær fangelsisvörð í rot til að bjarga Litla-Jóni úr fangelsinu og er jafnvíg í skylmingum sem bardaga með stöfum. í tengslum við uppsetningu leik- ritsins efndi leikhópurinn til teikni- myndasamkeppni meðal grunn- skólanema um hver teiknaði Hróa og kappa hans af mestri leikni. Verðlaunamyndin var síðan notuð á auglýsingaveggspjald sýningarinnar. Alls bárust 1100 teikningar og hefur allt anddyri og fordyri Bæjarbíós verið þakið myndum frá gólfi og upp úr, hin líflegasta sýn. Sjón er sögu ríkari. María Anna Þorsteinsdóttir ■IIIIHIIIIBIIi TÓNLIST IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM Operusýningu vel fagnað Kraftaverkastofnunin íslenska óperan er nú á sínu 11. starfsári; fyrsta sýning hennar var konsertupp- færsla á I Pagliacci í Háskólabíói í mars 1979 og nú var sú sýning endurtekin með fullum leiktjöldum í eigin húsnæði. Þessi sýning er 19. verkefni íslensku óperunnar á þess- um rúmlega 10 árum, en fýrsta sýning hennar í Gamla bíói var Sígaunabaróninn í janúar 1982. I Pagliacci eftir Leoncavallo er stutt ópera og oftast flutt með ann- arri stutt-óperu, Cavalleria Rustic- ana eftir Mascagni. Sá kostur var þó ekki tekinn nú heldur fylgdi söng- verkið Carmina burana (kvæði frá klaustrinu Beuren) eftir Carl Orff, sem einnig hefur heyrst hér áður, fyrst í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Róberts Abraham. En nú var meira í lagt en áður, búningar, ljós og ballettdans. Eins og venjulega fylgir þessari sýningu íslensku óperunnar vegleg tónleikaskrá með lærðum rit- gerðum fróðra manna um verkin, höfundana, hljómplötur, flytjendur o.fl., 50 bls. alls. Þar er einnig ágrip af texta Carmina burana sem af einhverjum mér óskiljanlegum ástæðum var ekki varpað upp á skerma textavélar óperunnar. Satt að segja spillti gremja yfir þessari sérvisku talsvert gleði minni yfir sýningunni. Um þennan latínuskáld- skap, sem ekki var sýndur, segir Reynir Axelsson m.a. í fróðlegri grein í skránni: „Texta verksins tók Orff úr frægu kvæðahandriti frá fyrri hluta 13. aldar sem geymt var og hugsanlega ritað í Benediktínaklaustrinu Bene- diktbeuren í Loisachtal í Bæjara- landi. Handritið var uppgötvað í byrjun 19. aldar og hafði þá aldrei verið skráð sem eign klaustursins, sennilega vegna þess að það hafði verið geymt í læstum skáp með öðrum libris prohibitis eða forboðn- um bókum, þar á meðal ritum mótmælenda. Það inniheldur fjölda kvæða. Höfundar þeirra voru far- andskáld miðalda, svokallaðir clerici vacantes. Nöfn flestra skáldanna eru óþekkt og sum ganga undir felu- nafni; eitt hið frægasta kallaðist Archipoeta eða erkiskáld. I frægu skriftakvæði, sem Orff notar hluta úr í kaflanum Estuans interius, játar erkiskáldið á sig þrjár syndir: hann hallast að ást, spilum og víni. Þetta þrennt er líka helsta yrkisefni flökkuskáldanna." Tónlist Carls Orff er mjög mögn- uð í einfaldleik sínum sem Reynir Axelsson gerir sömuleiðis grein fyrir í skránni. Hugvitsamlegir búningar Nicolais Dragan, leikstjórn Terence Etheridge og beiting ljósa og ein- faldrar sviðsmyndar gera sýninguna mjög áhrifamikla og hrífandi - en hversu miklu áhrifameiri hefði hún ekki orðið ef áhorfendur hefðu vitað um hvað var verið að fjalla? Kór óperunnar er magnaður sem fyrr og þama syngja þrír einsöngvarar, Mi- chael Jón Clarke baritón, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Þorgeir J. Andrésson tenór; söngur hins síðast- nefnda var viss hápunktur í þessum flutningi. Þama voru einnig sex ballettdansarar; þessi listgrein er viðkvæmust allra listgreina og má lítið út af bregða til að hún tapi áhrifamætti sínum. Af bar innfluttur kraftur, austurríski dansarinn Hany Hadaya, sem auk tilþrifa í beygjum og sveigjum, hlaupum og stökkum, sýndi hvaða árangri má ná með líkamsrækt. Ásdís Magnúsdóttir dansaði líka sóló með góðum árangri. Eins og Gunnar Gunnarsson og Thor Vilhjálmsson sömdu frægar bækur upp úr átakanlegum dóms- málum á Rauðasandi og í Þingeyjar- sýslu, samdi Leoncavallo texta I Pagiacci upp úr slíku máli sem upp kom í Calabríu, en faðir hans, þorpsdómarinn, hafði dæmt í, svo sem lýst er í ritgerð Þorvaldar Gylfa- sonar í skránni: „Óperan segir frá trúðnum Canio sem myrðir unga eiginkonu sína og elskhuga hennar í afbrýðisæði fyrir fullu fjölleikahúsi. Textinn er sér- stæður í óperubókmenntunum að því leyti að hann er í tvennu lagi; það er leikrit í leikritinu, og þau renna bæði saman í eitt. I Pagliacci var forkunnar vel tekið á frumsýn- ingunni í Mílanó 1892 undir stjórn Toscaninis. Óperan fór sigurför um heiminn undir eins; hún var sýnd í Vín sama ár og í London og New York árið eftir.“ Kunnugir segja að á sýningum Borgarleikhússins sé allt á fleygi- ferð, sviðið snúist svo áhorfendur sundli og tæknibrellur séu í hávegum hafðar. Og þeir hjá Þjóðleikhúsinu telja sig tæplega geta skapað list nema þar séu höfð endaskipti á öllum hlutum. En fslenska óperan státar af engu slíku; þar er allt eins óhöndugt og helst má verða, nema hljómsveitargryfjan mun vera nokk- uð góð. En samt tekst hver sýningin annarri betur. Vegna þess að áhrifa- máttur sýningar og listræn tilþrif hafa með annað að gera en hringsvið og þess háttar - raunar eyðilagði Þjóðleikhúsið sýningu, sem hefði getað verið merkileg, með hringsvið- inu. Það var leikritið Wozzeck eftir Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Háskólabíói 22. febrúar lék Selma Guðmundsdóttir einleik í píanókonsert Arams Khatsatúríans (1903-1978). Khatsatúrían var Arm- eni, eins og nafnið bendir til, en er þó sagður hafa elskað Jósef Stál og Lenín meira en Armeníu, sem ekki mun algengt með þeirrar þjóðar mönnum. Þess vegna telja Armenar Khatsatúrían tæpleg til sinna skálda og alls ekki til stórskálda sinns: þar eiga þeir annan 20. aldar mann sem Komitasj hét og þeir telja sinn Bach þótt aldursmunur sé nokkur. Mér þótti þetta heldur áheyrilegur konsert, en sessunaut mínum, sem spilar Schumann í tómstundum, þótti hann leiðinlegur. Hins vegar vorum við sammála um að Selma spilaði afar glæsilega, raunar af meira öryggi og þrótti en menn eiga að venjast af íslenskum spilurum. Og á þessu er a.m.k. ein skýring, Georg Búchner, sem að uppbygg- ingu er ekkert ólíkt „Kiljanskvöldi“ sem Leikfélagið var með fyrir mörg- um árum og notaði ljós til að setja upp smásenur hingað og þangað á sviðinu. f Wozzeck var nýju sviði snúið eftir hvern smáþátt fyrir augu áhorfenda sem sátu í myrkri í heila mínútu hverju sinni, og allir orðnir dauðleiðir eftir skamma stund. Svona getur tæknin, sem er af hinu góða í sjálfu sér, orðið til bölvunar í höndum þeirra sem kunna ekki með hana að fara. Kúnstin í Gamla bíói er að láta ekki hið grunna svið hefta sýninguna og þetta hefur verið leyst með ýms- um hætti í gegnum tíðina. Að vísu er sýningin nú allfjölmenn, en þó reyndi líklega minna á hugkvæmni leikstjóra en oft áður. Þó komu söngvarar úr ýmsum áttum, úr salnum, niður stiga af svölunum auk hefðbundinna inngöngudyra til vinstri og hægri. Og aldrei verður þess vart að sviðið sé sérstaklega þröngt. Garðar Cortes leikur Canio, trúð- inn afbrýðisama, af miklum þrótti og Ólöf Harðardóttir söng og lék auk þeirrar að Selma er einfaldlega snjall og öruggur píanisti, hún hefur flutt þennan konsert nokkrum sinn- um áður, bæði í Noregi og á hljóm- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar úti á landi, þannig að tónleikarnir nú voru ekki sú „ganga eftir planka“ sem iðulegt er um íslenska ein- leikara. Svona fara þeir að í Banda- ríkjunum; þar eru söngleikir fyrst sýndir í Fíladelfíu, þá í Bostin og loks á Broadway í New York, ef vel hefur tekist til. Tónleikaskráin segir frá því að Selma hafi stigið sín fyrstu spor við píanóið vestur á ísafirði. Að vísu mun hún hafa flust ung til Reykja- víkur, þar sem Ásgeir Beinteinsson og síðar Árni Kristjánsson leið- beindu henni, en allt um það telst hún líklega til þessa furðulega skara píanista sem Ragnar H. Ragnars hratt út á listabrautina; þessi stað- reynd að „reyna að segja okkur eiginkonu hans Neddu með glæsi- brag. Minni nafngreind hlutverk voru í höndum Keith Reed (Tonio), Sigurðar Björnssonar (Peppe) og Simonar Keenlyside (Silvio). Ragn- ar Davíðsson og Þorgeir Andrésson syngja þorpsbúa og leikhúsgesti ásamt kór fslensku óperunnar. í stuttu máli var þetta afbragðs skemmtileg sýning. Hljómsveitar- stjóri var Robin Stapleton, leikstjóri Basil Coleman, Ieikmynd eftir Drag- an og búningar eftir Vassiliev, lýs- ingu annaðist Jóhann B. Pálmason en konsertmeistari var Zbigniew Dubik. Eins og sést af þessari upp- talningu er leitað fanga út fyrir landsteinana í allríkum mæli. Af 7 einsöngvurum eru 3 útlendir, af 50 manna hljómsveit eru 17 útlendir og af nafngreindum „arkitektum“ sýn- inganna tveggja eru allir útlendir nema ljósameistari og sýningarstjóri (Kristín S. Kristjánsdóttir). Áhorfendur tóku sýningunni for- kunnar vel og klöppuðu vel og lengi og þeir sem lengst eru komnir stöpp- uðu og hrópuðu. Ég mæli með þessari sýningu við lesendurTímans. Sig. St. eitthvað" um kennslu- og skólamál? Stjórnandi á tónleikunum var Skotinn James Lockhart, sem raunar starfar nú í V-Þýskalandi, en spilar m.a. undir með Margaret Price þeg- ar hún heldur tónleika. Okkur líkaði stjórn hans mjög vel, hófsöm en fagmannleg, enda árangur prýðileg- ur. Á undan Khatsaturian-konsert- inum var flutt fantasían Kamarin- skaja eftir Mikhail Glinka (1804- 1857), fantasía um tvö rússnesk þjóðlög. Þarna mátti heyra marga fagra strófu í trénu, sem kallað er, enda er þar valinn maður í hverju rúmi sem kunnugt er. En síðust á efnisskránni var C-dúr sinfónía Schuberts sem kölluð er „hin stóra“ og tónleikaskrá skýrir í löngu máli að sé ýmist númer 8 eða 9. Þetta er sannarlega yndisleg tónlist, sálfegr- andi og mannbætandi og var ákaf- lega fallega spiluð hjá hljómsveit- inni. Sig.St. Glæsileg spilamennska

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.