Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 1. mars 1990 Tíminn 17 Guðmundur G. Þórarinsson Ólafur Þ. Þórðarson Austur-Barðstrendingar athugið Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Reykhólum föstudaginn 2. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Strandamenn athugið Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Siglfirðingar Munið hádegisverðarfundinn á Hótel Höfn föstudaginn 2. mars. Framsóknarmenn Siglufirði. Framsóknarfólk Sauðárkróki AlmennurfunduraðSuðurgötu3,fimmtudaginn 1. marsn.k. kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar fyrir árið 1990. önnur mál. Framsóknarfélag Sauðárkróks. Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 4. mars n.k. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Viðtaistími L.F.K. Guðrún Jóhannsdóttir, varaformaður Landssambands Framsóknarkvenna, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Nóatúni 21, þriðjudaginn 6. mars n.k. kl. 15.17. Allir velkomnir. L.F.K. Guðrún Jóh. JónHelgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Vestur-Skaftafellssýsla Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður á eftirtöldum stöðum: 1. Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarhreppi, fimmtud. 1. mars kl. 21.00. 2. ( Brydebúð, Vík, föstud. 2. mars kl. 21.00. Sovétríkin, perestrojka og breytingarnar í Austur-Evrópu Fimmtudaginn 1. mars, kl. 20:30, mun Vadim V. Vasiliev, siðameistari sendiráðs Sovétríkj- anna, flytja erindi á fslensku um þróun og framtíð perestrojkunnar í Sovétríkjunum. Einnig mun hann svara fyrirspurnum. Kristján H. Kristjánsson mun sýna litskyggn- ur sem hann hefur tekið í Sovétríkjunum. Fundurinn verður haldinn á efri hæð veitinga- hússins Punktur og Pasta að Amtmannsstíg 1, Reykjavík. Allir velkomnir. Félag ungra framsoknarmanna Vadim V. Vasiliev í Reykjavík (FUF) Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Þau eru 180 ára til samans, og eru alveg bráðhress að sjá: Söngvarinn Andy Williams t.v. og Gavin MacLeod fyrir ofan hann og svo hin glæsilega Mitzi Gaynor, sem áratugum saman hefur leikið í léttum dans- og söngvamyndum Joanne Woodward Gene Hackman Sean Connery Robert Wagner ■ ■ Clint Eastwood Ray Charles Það er erfítt að trúa því, en þau eiga öll sextugsafmæli í ár 60 kerti á afmælis- tertuna! Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta fræga fólk sem hér sjást myndir af eru öll að verða sextíu ára á þessu ári. Þau hafa staðið sig vel í baráttunni við Elli kerlingu og eru ekkert að leyna aldri sínum, eins og sumir hafa reynt. En nú á síðustu tímum upplýsingaflæði og tölvutækni þýðir h'tið að reyna slíkt laumuspil. Meðal þeirra sem fá 60 kerti á afmælistertuna á þessu ári eru m.a. Sean Connery (25. ágúst) og Clint Eastwood (31. maí) , Gene Hackman (varð sextugur 30. jan.sl.) og Robert Wagner, sem átti afmæli 10. febrúar. Þá er það hún Joanne Woodward, sem verð- ur 60 ára 27. febrúar, Gavin Mac- Leod 28. febr., Mitzi Gaynor 4. sept., Ray Charles 23. sept., og Andy Williams 3. desember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.