Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 1. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT ÚTLÖND MOSKVA - Sovéska þingið afnam eina leif Stalíntímans með því að samþykkja frum- varp sem leyfir einkanot af landi undir ræktun og húsbygg- ingar. Mikhaíl Gorbatsjof for- seti Sovétríkjanna vonar að þessi breyting verði til þess að stórauka landbúnaðarfram- leiðsluna í Sovétríkjunum, en nú verða Sovétmenn að eyða dýrmætum gjaldeyri í mikil kornkaup. Hagfræðingar segja að þessar aðgerðir dugi samt ekki. NÝJA DELHI - Kongress- flokkurinn, flokkur fyrrum for- sætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, virðist ætla að bíða gífurlegt afhroð í héraðskosn- ingum í Bihar, en þar hafa um 100 mans verið drepnir í átök- um tengdum kosningunum. GENF - Sovétmenn eru reiðubúnir að undirrita samn- ing um fækkun langdrægra kjarnaflauga svo fremi sem Bandaríkjamenn haldi ekki áfram með stjörnustríðsáætl- un sína. Sovétmenn segja að ef Bandaríkjamenn haldi áfram með geimtilraunir sýnar tengd- ar stjörnustríðsáætluninni, þá muni þeir brjóta ákvæði samn- ings um kjarnorkuvarnarflaug- ar. NEW YORK - George Bush forseti Bandaríkjanna hringdi í Mikhaíl Gorbatsjof forseta Sovétríkjanna og spjallaði við hann um atburði í Austur-Evrópu og í Níkaragva. Forsetinn segist ætla að hafa oftar beint samband við Gor- batsjof. „Þetta var aott samtal. ... Við ákváðum að viðræður sem þessar væru mjög gagn- legar," sagði Bush eftir síma- snakkið. LUSAKA -Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins sagði að ekki kæmi til greina að Afríska þjóðarráðið hæfi strax viðræður við suðurafrlsk stjórnvöld til að styðja F.W. de Klerk forseta í baráttunni gegn harðlínumönnum sem líta á umbótastefnu hans hornauga. OSWIECIM - Moshe Arens utanríkisráðherra ísrael heim- sótti útrýmingarbúðirnar í Auschwitz og sinnti ekki kalli landa sinna sem vildu hann heim til að sinna neyðarástandi sem ríkir í Likudbandalaginu vegna klofnings flokksmanna í afstöðunni til friðarviðræðna við Palestínumenn. HOUSTON - Bandaríska geimskutland Atlantis komst loks á loft með leynilegan far- angur eftir að för hennar hafði verið frestað fimm sinnum. Kontraliðar bíða enn vopnaðir í búðum sínum í Hondúras þrátt fyrir að Sandínistar hafi verið lagðir að velli í kosningunum á sunnudag. Sandínistastjórn- in í Níkaragva hefur nú fyrírskipað einhliða vopnahlé til að liðka fyrir afvopnun Kontraliðar. Violeta Chamorro leiðtogi stjórnarandstöðunnar og verðandi forseti landsins hefur hvatt Kontra til að leggja niður vopn. Ef þeir þrjóskast við gæti lýðræðisþróuninni í Níkaragva orðið fyrir bí. Violeta Chamorro hvetur Kontra til að leggja niðr vopn: Sandínistar lýsa yfir vopnahléi í Níkaragva Ríkisstjórn Sandínista, sem brátt mun láta af völdum í Níkaragva eftir ósigur þeirra í kosningunum á sunnudaginn, hafa lýst yfir vopnahléi í landinu. Stjórnarherinn hefur á undanförnum vikum barist við skæruliða Kontraliða sem enn þrjóskast við í vopnaðri baráttu gegn Sandínistum þó að tryggt hefði verið að frjálsar kosningar færu fram í landinu. - Forseti lýðveldisins hefur ákveð- ið að fyrirskipa frá og með deginum í dag, að stöðva hernaðaraðgerðir stjórnarhersins með það að leiðarl- jósi að andbyltingarsveitirnar verði afvopnaðar nú þegar, sagði í yfirlýs- ingu frá Daníel Ortega fráfarandi forseta Níkaragva. Ríkisstjórn Níkaragva hvatti einnig Bandaríkjamenn að láta af stuðningi sínum við skæruliða Mannskæð aur- skriða í Perú Aurskriða sem féll á frumskógar- þorp í Perú gróf að líkindum um hundrað manns og hafa björgunar- menn náð að grafa 21 lík úr skrið- unni. Beittu þeir hestum og skóflum til að ná fólkinu undan skriðunni, en talið er að flestir þeir sem enn eru í skriðunni muni hvíla þar hinstu hvílu þar sem skriðan er þykk og þétt í sér. - Staðurinn hreinlega hvarf, eins og hann hafi verið þurrkaður af ásjónu jarðar, sagði Dr. Manuel Perez eftir að hafa tekið þátt í björgunartilraununum við þorpið San Miguel de Rio Mayo. Aurskriðan féll á þorpið meðan flestir íbúarnir sváfu svefni hinna réttlátu. Níutíu hús í þorpinu eyði- lögðust, en alls bjuggu um 400 manns í því. Aurskriðan kemur í kjölfar mik- illa rigninga sem verið hafa á þessum slóðum. Er talið að hún hafi fallið þar sem skógi hefur verið eytt í hæðunum ofan við þorpið og jarð- vegurinn því laus í sér. Kontra sem barist hafa gegn Sandín- istastjórninni í átta ár með dyggum stuðningi Bandaríkjamanna. Einnig voru yfirvöld í Hondúras hvött til þess að uppræta herbúðir Kontraliða í Hondúras. Sandínistar hafa reyndar sett það að skilyrði fyrir því að afsala sér völdum til stjórnarandstöðunnar sem sigraði í kosningunum á sunnu- daginn, að Kontraliðar verði afvopn- aðir. Violeta Chamorro nýkjörinn forseti Níkaragva tók í sama streng og Sandínistar og hvatti Kontraliða til að leggja niður vopn. - Ástæður borgarastyrjaldarinnar í Níkaragva eru ekki lengur til staðar. Það er ekki nein ástæða fyrir áframhaldandi stríðs. Því ættu þeir er hófu vopnaða baráttu að leggja niður vopnin og halda friðsamlega heim til Níkaragva ásamt fjölskyld- um sæinum og vinna fyrir endurupp- byggingu föðurlandsins, sagði Chamorro í ávarpi sínu. Kontraliðar hafa um það bil 12 þúsund menn undir vopnum í Hond- úras, en þaðan hafa þeir gert árásir á herlið Sandínista í Níkaragva allt frá því Sandínistar komust til valda í júlímánuði 1979. í borgarstyrjöld þeirri er ríkt hefur í Nfkaragva þennan áratug hafa um 30 þúsund manns fallið og efnahagur Níkaragva lagst í rúst. Forsetar fimm Mið-Ameríkuríkja sömdu um það í ágústmánuði síðast- liðnum að Kontraliðar yrðu afvopn- aðir gegn því að Sandínistar héldu frjálsar og lýðræðislegar kosningar í Níkaragva. Hins vegar gátu Kontrar þráast við að leggja niður vopn þar sem Bandaríkjamenn hafa sent Kontraliðum vistir þrátt fyrir sam- komulagið. Hins vegar hafa Sandín- istar staðið við sinn hluta samkomu- lagsins, enn sem komið er. George Bush forseti Bandaríkj- anna hefur lýst því yfir að Banda- ríkjastjórn muni brátt aflétta við- skiptabanni á Níkaragva og heitið efnahagsaðstoð til að byggja upp landið. Hins vegar hefur hann ekki skorið úr um það hvort Bandaríkja- menn láti af stuðningi sínum við Kontraliða. Kontraliðarnir sjálfir hyggjast hins vegar þráast við að leggja niður vopnin. Oscar Sovalbarro einn leið- togi skæruliðanna sagði á mánudag- inn að Kontraliðar myndu ekki leggja niður vopn fyrr en Chamorro væru búin að taka við forsetaem- bættinu og að stjórnarher Sandínista . hefði verið leystur upp. Þessi andstaða gæti orðið til þess að sú lýðræðisþróun sem tryggð var með kosningunum um helgina verði fyrir bí og Sandínistar noti tregðu Kontraliða sem ástæðu þess að láta ekki af völdum, eins og þeir reyndar hafa hótað. Óttast Sandínistar að ef Chamorro fái öll völd yfir hernum, þá muni Kontraliðar sem snúa til Níkaragva koma fram hefndum á Sandínistum. Borgarstjórinn í Washington dreginn fyrir rétt vegna eiturlyfjaneyslu: Barry neitar ákærum Borgarstjórinn í Washington Marion Barry neitaði öllum sakar- giftum er honum var birt ákæra í átta liðum vegna eiturlyfjamisferl- is. Thomas Jackson héraðsdómari í Washington hefur ákveðið að réttarhöldin yfir Barry muni hefj- ast 4.júní. Barry sem er 53 ára að aldri og hefur verið borgarstjóri í Washing- ton undanfarin 12 ár mun eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi verði hann sekur fundinn um alla liði ákæruna. Að auki gæti hann hlotið sekt upp á 1,25 milljónir Bandaríkjadala. Barry kom gagngert til Washing- ton til að vera viðstaddur birtingu ákærunnar, en hann er nú í með- ferð í Suður-Karólínu vegna áfeng- is- og eiturlyfjamisnotkunar. Barry segir að meðferðin sé einungis vegna ofnotkunar áfengis. Barry heldur því fram að ákæran sé tilbúin pólitísk ofsókn, en Alrík- islögreglan lagði gildru fyrir borg- arstjórann til að ná honum glóð- volgum við að reykja „krakk“. Barry hefur áður verið sakaður um að nota eiturlyf, en hann hefur ætíð neitað því. Hluti ákærunnar er að Barry hafi logið fyrir rétti, aðrir að hann hafi sannanlega not- að kókaín á árunum 1988 og 1989. Þrátt fyrir að Barry hafi verið handtekinn og ákærður fyrir eitur- lyfjaneyslu hyggst hann halda framboði sínu til borgarstjórakosn- inga til streitu. Orðrómur var uppi um að blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson myndi bjóða sig fram til borgarstjóra í Washington þar sem Barry, sem einnig er blökkumaður, væru úr leik. Hins vegar skar Jackson úr um það í fyrradag. Hann ætlar ekki að bjóða sig fram til borgarstjóra höfuðborgar Bandartkjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.