Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 1. mars 1990 AÐ UTAN Kínverskir valdamenn eiga svefnlausar nætur Félagamir í Austur-Evrópu eru orðnir svikarar. Það var rétt ákvörðun að bæla niður harðri hendi „uppreisnina“ í Peking. Þessar umsagnir er að finna í leyniskjali miöstjórnar kínverska Kommúnistaflokksins. Öllum ætti að vera í fersku minni þegar Kínverjar bældu niður harðri hendi friðsam- legar mótmælaaðgerðir í júní- byrjun í fyrrasumar. Þá biöskraði öllum hinum vest- ræna heimi að fylgjast með blóðugum aðgerðum kín- verska hersins gegn óvopnuðu fólki á Torgi hins himneska friðar. Og ekki dró það úr andstyggðinni að fá frétta- myndir af eftirleiknum, þegar sakfellt fólk var leitt til af- töku. En öldungamir á valdastólum í Kina era harðákveðnir að slaka hvergi á stjóminni. Þeim líst illa á þróunina i Austur-Evrópu og segja Kína nú hið eina sanna vígi marx- ismans. Þeir segja minnstu tilslak- anir við borgaralegt fijálslyndi bara leiða til upplausnar og falls komm- únismans og þess vegna ætli þeir að beijast með kjafti og klóm gegn allri linkind. Því hyggjast þeir draga lærdóma af þróuninni í Sovétrikjunum og Aust- ur- Evrópu og er ekki svefnsamt þessa dagana af áhyggjum. Frá þessum áhyggjum og þeim ráðum sem kínverskir kommúnistar ætla að beita til að ekki fari eins í þeirra herbúðum segir í Der Spiegel ný- lega. Ceauscu bað Kínverja þrísvar um hjálp síðustu dagana Þegar logar leika um Evrópu getur Kína ekki slökkt þá. Þetta vora í eina tíð viðvöranarorð hins vísa forsætisráðherra Kína, Chou En-lai til félaga sinna í Rúmeníu og Al- baníu og þar með rændi hann þá voninni um bróðurlega aðstoð úr austurátt. Samt sem áður bað hinn grimmlyndi stórbokki Nicolae Ce- ausescu Kínveija um hjálp þegar þjóð hans reis upp gegn alræði hans. Þrisvar hringdi hann til valdhaf- anna í Peking á síðustu valdadögum sínum og fór þess á leit að honum yrði send flugvél til flótta. Reyndar fór flugvélin í loftið en varð að snúa við á miðri leið þar sem rúmenski einræðisherrann hafði þegar verið tekinn höndum. Blað i Hong Kong segir að Deng Xiaoping, sá sem öllu stjómar í Kína bak við tjöldin, hafi fengið æðiskast. Æðsti maður öryggis- mála, Qiao Shi, sem hafði heimsótt Rúmeníu einum mánuði fyrr, hefði gefið honum rangar upplýsingar um ástandið. Hann hafi trúað yfir- lýsingum Ceausescus um að „Rúm- enía væri ósökkvandi orrastuskip sósíalismans". Borgarstjóri Peking, Chen Xitong sagði ásakandi 26. desember 1989 að Ceausescu hefði orðið fómar- lamb stjómarbyltingar og innfiuttr- ar „gagnbyltingar", en á þeim sama tíma hrúguðust upp í sendiráði Rúmeníu í Peking hamingjuóskir vegna falls harðstjórans. Sendiherr- ann hafði hraðar hendur og sendi bréfabunkann strax til Búkarest, áð- ur en kínversku leyniþjónustunni mætti takast að skrá niður nöfn bréfritara. „Einn hundur var drep- inn, enn lifa þrír“ Það lá beint við að bera saman at- burðina í Rúmeníu og þá sem áttu sér stað á Torgi hins himneska frið- ar í júníbyijun sl. „Af hverju var leiðtogunum ekki steypt af stóli hjá okkur og þeir teknir af lífi, þegar þeir frömdu álíka fjöldamorð á þjóð sinni?“ spurði stúdent við háskól- ann í Peking. „Einræðisherrar eiga dauðann vís- an!“ hljómaði í 20 mínútur stans- laust af segulbandi í matsal háskól- ans þar til ritari flokksins reif það úr sambandi. „Einn hundur var drep- inn, enn lifa þrír“ stóð á skrípa- mynd á háskólalóðinni, þar sem líka var tekið fram hveijir bæra ábyrgð á atburðunum á Torgi hins himneska friðar og ættu því að hljóta sömu örlög og Ceausescu. Þeir era Deng Xiaoping, 85 ára, Li Peng forsætisráðherra, 61 árs, og sá sem gaf skipunina um að beita her- valdi til að bæla mótmælin niður, Yang Shangkun, 82 ára. Þessir þrír áttu með sér fund ásamt öðram jafnöldram úr forsætis- nefndinni, til að reyna að tileinka sér einhvem lærdóm af hlutskipti Rúmena. Einu sinni hafði Maó Tse- tung, faðir kínversku byltingarinn- ar, orðið fyrir áfalli vegna þess sem gerðist í Ungverjalandi 1956, og komst þá að þeirri niðurstöðu að það yrði að gefa almenningi ofurlít- ið lausari tauminn. Hann gaf út til- skipun um skoðanafrelsi skv. ein- kennisorðinu „Látið 100 blóm blómstra", sem hann reyndar var fljótur að grafa í gleymsku. Ungveijar verði Kín- verjum víti til vamaðar I árslok 1989 barst félögunum um- burðarbréf miðstjómar flokksins. Skjalið minnti aftur á Ungveija- land. Þar hefði flokkurinn sjálfiir, án þrýstings frá almenningi, skaðað sósíalismann,, þar sem aftur á móti völdum hans hefði verið hnekkt með ofbeldi í Rúmeníu, og þar hefði herinn verið að verki. Deng dregur þá ályktun að „Nú er orðið ljóst hversu hratt róttækar breyting- ar geta átt sér stað“. Hvers vegna „hversu hratt“? Þar sem bræðraflokkamir „létu það lengi viðgangast að borgaralegt fijálslyndi fékk að starfa að sinni óhæfu“. Og nú kom fullyrðing Dengs: „Austur-Evrópa hefur stokkið stórt skref aftur á bak“. Hann segist stöðugt hafa varað evrópsku félagana við þessu, „en því miður gátum við ekki vakið þá til meðvitundar. Afleiðingin er sú að nú hefur þeim sjálfum verið velt frá völdum.“ Hann aftur á móti sjálfur — þökk sé hörkunni sem sýnd var á Torgi hins himneska friðar — sé enn við valdataumana. Með tilliti til atburð- anna í Austur-Evrópu álítur hann sönnur færðar á að „stefha okkar, að bæla niður byltinguna, var full- komlega rétt. Hugsið ykkur einu sinni: Ef við hefðum ekki þá gengið svona ákveðið til verks, væri þá staða okkar eitthvað betri?“ I öðra lagi sé „ekki hægt að bera saman stöðu Austur-Evrópu og okkar“, vegna þess að ríkin þar séu „í alvarlegu umsátursástandi af hálfu vestrænna rikja“. ....þessi Gorbatsjov frá Sovétríkjunum...“ Að lokum: „í ofanálag kemur þessi Gorbatsjov frá Sovétríkjun- um. Stefna hans hefur aukið á erfið- leika austur-evrópsku ríkjanna". Deng minnti þá sem bréfið læsu á að einn þeirra, efriahagsskipuleggj- andinn Yao Yilin, hefði sagt við fé- laga Honecker, að hann mætti alls ekki hörfa því að „heimferð sé eng- in undankomuleið“. Því miður hafi Honecker ekki hlýtt ráðum hans. Þjóðveijamir hefðu ekki fyrr sýnt undanlátssemi en allt var komið i upplausn og Kommúnistaflokkur- inn hefði með það sama spilað allan höfuðstól sinn út úr höndunum. Deng gerir sér trúlega grein fyrir því að byltingin í Austur-Evrópu gegn flokkskommúnismanum gef- ur félögunum í hinni fjarlægu Pek- ing skakka hcimsmynd. „Þegar sumir heyrðu þessar fréttir, gátu þeir ekki komið niður neinum bita og áttu svefnlausar nætur. Áhyggjur þeirra virðast ekki ástæðulausar.“ En Peking er ekki Pankow. „Kína er stórt land, yfirráðasvæði okkar geysistórt og við eigum margt fólk. Pólitískur skilningur var sá sami í Rúmeníu og Kína og Nicolae Ceausescu áleit sig eiga hauka í homi í Kína þegar hans úrslitastund rann upp. Myndin erfrá opinbem heim- sókn Ceausescu-hjónanna til Peking 1971 og það er sjálfur Maó Tse-tung sem tók á móti þeim, auk Chou En-lai forsæt- isráðherra og Lin Biao. Þess vegna getur viðskiptabann og herkví ekki haft afgerandi áhrif á okkur." Hins vegar eigi sósíalism- inn enn framtíð fyrir sér ef Kínveij- ar haldi fast við hann. „Einu sönnu marxist- amir nú í Kína“ Yao varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður áætlana stærði sig af því við franskan gest að valdhafamir í Kina séu nú „einustu sönnu marx- istamir sem enn era við lýði“. Það stafi af því að þeir kínversku séu „afleiðing byltingarþróunar, ekki framapots skrifræðisþræla“. Sumir öldunganna sem vilja lengja veldi sitt, hafa m.a.s. þróað þá hug- mynd að miðpunktur heimsbylting- arinnar hafi nú færst til Austur- landa, nánar tiltekið Kína. Neyðaráætlun Dengs hljómar svo: Engin miskunn verði sýnd borgara- legum frjálslyndum öflum og ekk- ert tillit tekið til þeirra innan flokks- ins sem vilja sýna einhveija uppgjöf. 23. desember kom öll for- sætisnefndin saman, auk háttsettra embættismanna og þar var ákveðið að reka alla ótrausta starfsmenn þar til allar lykilstöður verði aftur komnar „í hendur marxista“. Þar var líka ákveðið að ná öraggum tökum á hemum, það lærðu þeir af atburðunum í Rúmeníu, og kæfa í fæðingu alla óánægju í landinu, sér- hveija tilhneigingu til verkfalls, íjarveru frá kennslu eða mótmæla- aðgerða. Ceausescu borínn lofi en gagnrýndurfyrir skort á efnahagsumbót- um Daginn eftir og þar næsta dag var leynilegu bréfunum dreift til allra embættismanna þar sem hinn lög- málstrúi Ceausescu var borinn lofi en hlaut líka nokkra gagnrýni. Hann hefði ekki gert efnahagsum- bætur í landi sínu, öfugt við Deng. En efnahagskreppa sem ógnar kerfinu er nú á þröskuldinum í Kína Samkvæmt orðum miðstjómarinn- ar hefur á siðustu mánuðum fimmta hver verksmiðja hætt framleiðslu, fimm milljónir verkamanna misst vinnuna, verðhækkunum er aðeins hægt að halda í skefjum með gtfur- legum niðurgreiðslum. Ungur forystumaður í flokknum, stjórnarnefndaráheyrnarfulltrúinn Ding Guangen, 59 ára, sem hafði heimsótt Pólland og Rúmeníu fyrir þrem áram, kemur nú til skjalanna. Hann tekur nú verkalýðsfélögin upp á arma sína til að koma félög- unum þar í skilning um að þeir verði að setja hagsmuni rikisins of- ar sínum eigin. Hans verkeftii er líka að bólusetja ungt fólk í flokkn- um gegn fijálslyndi. „Sá sem byijar að sýna undanlátssemi endar í blindgötu.“ Endurhæfing hersins Þessi ráð eiga að duga gegn frið- samlegum breytingum, ungversku leiðinni. Til að hindra framgang rúmensku aðferðarinnar, blóðugrar byltingar, ákvað fundur æðstu manna að hjálpa öllum liðsforingj- um til að ná áttum með meiri menntun í pólitískum ffæðum en líka lengri herskyldu. Það hafa nefiiilega nú þegar verið stofnuð „gagnbyltingarsamtök" í þrem hersveitum, ein var kölluð „hermannasál“, önnur „hermanna- ráð“. Foringi hennar, staðgengill yfirforingja, var skotinn til bana að því sagt er. Herinn fær nóg að gera. Nú era yf- irmenn að kynna sér ástandið við landamæri Sovétríkjanna til að komast að raun um hvort kínversk- ur herafli þar, um 200.000 manns, er nægjanlegur. Utanrikisráðuneytið í Peking til- kynnti sendiráðum sínum, með til- liti til „uppgjafarendurskoðunar- stefhu og hnignunar“ í Sovétrikjunum, leiðbeiningar um umgengni við sovéska stjómarer- indraka, þar skuli Klnveijar hvorki vera ffáhrindandi né vingjamlegir". Gorbatsjov svikari ogóþokki Og aðalritari miðstjómarinnar, Ji- ang Zemin, kallaði Sovétleiðtogann svikara við kommúnismann — hann eigi sökina á „hinu slæma ástandi“ í Austur-Evrópu. „Bölvað- ur svikari", hnykkti gamli forsætis- nefhdarmaðurinn Wang Zhen, 81 árs, á í viðræðum við Chen borgar- stjóra. „Ég sá fyrir löngu að hann er óþokki.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.