Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 1. mars 1990 Tímimi MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddurólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóðhagsgildi landbúnaðar Björn á Löngumýri er að vísu aldraður að árum, en ungur í anda eins og greinar hans í Tímanum um landbúnaðarmál bera vitni um. í þeim segir hann skoðanir sínar skýrt og greinilega. LFm þær þarf enginn að villast. Hvort sem menn aðhyllast í öllu skoðanir Björns um skipulagsmál og framkvæmda- atriði ýmiss konar eru hugleiðingar hans um þau efni athyglisverðar. Kosturinn við málflutning Björns á Löngumýri er heildarsýnin um umræðuefnið og skýr frásagnarhátt- ur. Birni tekst ágætlega að sýna fram á þjóðhagslegt gildi landbúnaðarins og ekki síður haldleysi talna- meðferðar málsvara milliliðanna, eins og þá kenn- ingu sem vinsæl er í fjölmiðlum, að „ríkið greiði ráðherralaun með hverjum bónda.“ Um þetta segir Björn: „Lítum nú nánar á þetta og tökum mjólkurbónda. Mjólkurlítrinn er seldur á 66 kr. Ríkið greiðir lítrann niður um 26 kr. Heildarkostnaður er kr. 92. Af því fær bóndinn 48 kr., ca. 2 kr. af því fara til að borga flutning að vinnslustöð, eftir eru 46 kr. eða rétt 50%. Ríkið fær tæpar 10 kr. í virðisaukaskatt af hverjum lítra. Ríkið hefur því greitt ca. 16 kr. með hverjum mjólkurlítra sem seldur er. Nú er spurningin: Er þessi 16 kr. niðurgreiðsla gerð fyrir bændur eða neytendur? 46 kr. af kostnaði við hvern lítra fara í kostnað við flutning, umbúðir, verslunarálagningu og virðisaukaskatt, hinn hlutann, kr. 46, fær bóndinn í sínar hendur, af því fara 50% eða kr. 23 í kostnað við búreksturinn, þ.e. áburð, fóðurbæti, viðhald véla, vinnulaun o.fl.“ Og Björn Pálsson heldur áfram. „Þrír fjórðu hlutar af þeim 92 kr. sem mjólkin kostar fara annað en til bóndans, eða 69 kr. Pessar 69 krónur eru síðan skattlagðar af ríkinu. Bílstjór- inn, kaupmaðurinn og fólkið í mjólkurstöðinni borgar skatta. Ríkið reytir skatta af öllum og öllu. Við skulum reikna með að ríkið fái 25% af ca. 69 kr. eða kr. 17, þar af dragast þrír fjórðu hlutar af niðurgreiðslunni eða kr. 12, eftir eru því kr. 5, sem ríkið greiðir á hvern lítra sem bóndinn framleiðir.“ Loks segir greinarhöfundur: „Hluti af mjólkinni fer í vinnslu. Fullur virðisauka- skattur er lagður á flestar þær mjólkurafurðir, en smjör og smjörvi er greitt niður. Líklegt er að útkoman verði svipuð á þessum vinnsluvörum gagn- vart ríkissjóði. Það mundi litlu breyta fyrir bændur þó að ríkið hætti niðurgreiðslu á mjólk ef virðisauka- skattur væri felldur niður. Samkvæmt þessu hefur ríkið hagnað af mjólkurbændum og því fólki sem við mjólkurframleiðslu vinnur.“ Með þessum orðum er Björn Pálsson ekki einasta að bera til baka fánýti eins dæmis af mörgum í áróðri milliliðanna gegn landbúnaði og bændum. Hann er einnig að sýna fram á gildi frumframleiðslu almennt fyrir allt hagkerfið og þjóðarbúskapinn. Hvað það snertir veldur landbúnaður fyllilega sínum hlut. Heildarsýn Björns á Löngumýri er ólíkt vitlegri hagspeki en smásmygli margra viðskiptafræðinga, eins og uppeldi þeirra er háttað. GARRI Að leika sér í þjóðskránni f gærmorgun var sögð saga á rás 2 af tíu ára bami, sem hefði fengið tilboð um áskrift að tímaríti senda í pósti, en móðir bamsins kvartaði undan þessu. Hún taldi sig ekki í stakk búna til að gerast umsvifa- laust áskrífandi að tímaríti, þótt útgefendum hefði þóknast að senda bami hennar tilboð um áskrift. í þessu tilfelli vildi bamið gerast kaupandi að blaðinu. Hér er aðeins um eina sögu að ræða af þeim gegndarlausa ágangi, sem fólk verður fyrír af alls konar kaupahéðnum. Aðferðin er sú að fá afrit af tilteknum hluta þjóðskrár og senda síðan áskriftarmiða út samkvæmt slíkum lista. í þessu tilfeUi var um böra að ræða, sem fædd era 1980. Er þjóðtkrám gatopin? Þjóðskrá er ekki endilega opin- bert plagg, sem hver og einn getur gengið í með það fyrir augum að stunda sölumennsku. Það hefur þó færst í vöxt, að þjóðskráin sé notuð í viðskiptaskyni, og það í þeim mæli, að setja verður fastar reglur um notkun þjóðskrárínnar, svo ágangi kaupahéðna linni. Nöfn og heimilisföng fólks era varla gögn sem hver og einn getur nýtt sér í auðgunarskyni. Ekki er svo efnt til happdrættis að ekki sullist inn um bréfalúgur fólks ókjör af happ- drættismiðum og þá venjulega umslag á hvera fjölskyldumeðlim. Þetta er aðeins hægt samkvæmt listum sem þjóðskráin lætur af hendi. Þessi siður hefur tíðkast um sinn og auðvitað hafa fjölmargir aðilar svona gögn undir höndum nú þegar. Póstsendingum myndi því ekki linna þótt þjóðskráin hætti þeirrí greiðasemi að útvega félög- um og samtökum nafnalista sína, svo þau geti sótt að fólki með miðasendingum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þessum fyrírgangi verður að linna með því að loka fyrir almannanot af þjóð- skránni nú þegar í von um að þær skrár sem nú eru í gangi út í bæ, verði með tímanum það vitlausar, að hætt verði að nota þær. Gamlir listar Fjölmargir aðilar hafa snúið sér til þjóðskrárinnar og fengið nöfn sín tekin út af útsendum listum hennar. Það ættu að vera óþarfa umsvif. Sú gamla regla að gerast áskrifandi verður að gilda áfram, svo ekki komi til þess að hver og einn verði áskrifandi að happdrætt- um og upplýsingum í gróðaskyni fyrir sendanda vegna þess að þjóð- skráin liggur á lausu. Frjálsleg meðferð á henni á ekki að koma í staðinn fyrir sjálfsákvörðunarrétt einstaklings. Eðlilegt er að fólk fái póst, svo sem frá opinberum aðil- um og einstaklingum, sem þurfa að koma frá sér boðum til einstakl- inga. Ekki þarf að kalla þjóðskrána til í siíkum tilfellum. Þá er öllum kunnugt um, að gengið er hart eftir því að fólk tilkynni breytingar á heimilisfangi. Samt búa stofnanir yfir svo göml- um listum að heimilisföng era röng árum og áratugum saman, sem aðeins upplýsir viðtakanda um, að útsend boð á sýningar o.s.frv. eru í raun ekki til viðtakanda, heldur byggð á gömlum Ustum. Þess vegna gæti viðtakandi veríð dauður án þess að það skipti máli fyrir send- anda. Þannig vita fæstir, sem not- ast við þessa lista sína, að ómæld notkun þeirra og póstbréfaflóð því samfara er í mörgum tilfeUum ekki annað en upplýsing um afskipta- leysi og hundingjahátt. Bisness og happdrætti Við erum oft að guma af þvi, að við séum hið opna þjóðfélag. Við eram svo galopin, að hingað tU höfum við ekki getað hýst hættu- lega menn. Hluti þessa opna þjóð- félags er þjóðskráin, sem nú er höfð uppi á torgum. Eflaust finnst mörgum hinn mesti óþarfi að loka fyrir almannanot bisnessmanna og happdrættishetja af henni. En þjóðskráin er að hluta einkamál. Það er auðvitað skylt að skrá sig, einnig að skrá breytingar á heim- ilisfangi, en þeirri skráningu fylgir engin yfirlýsing einstaklinga um að hverjum og einum sé heimUt að nota nafn og númer að vUd. Augljóst er að sú mikla tækni, sem nú er tekin við af lindarpenn- anum og ritvélinni gerír hverjum sem viU Ideift að leika sér í þjóð- skránni. Böra sem fædd era 1980 er hægt að prenta út úr henni á örskömmum tíma. Hið sama gUdir um þjóðskrána í heUd. Þessi tækni er ekki tU að hafa að leik. Þaraa er verið að véla um persónur og heimUi þeirra, enda sýna dæmin að svo er; fuUar bréfalúgur í hverju húsi með nöfnum allra fjölskyldu- meðlima á bréfum frá einhverrí félagsstofnun, sem er að selja happdrætti. Þessari árás á friðhelgi heimilanna verðuraðlinna. Garrí. VÍTT OG BREITT Andlýðræðisleg síbylja Ríkisstyrkt flokksblöð eiga eng- an rétt á sér og þeirra tími er liðinn og þau vill enginn kaupa eða lesa. „Litlu flokksblöðin" túlka einvörð- ungu skoðanir forystu síns flokks og annað er ekki í þeim. Þess vegna eru þau óáreiðanleg og óles- andi. Fullyrðingar eins og þær sem hér er slett fram eru algengar meðal fjölmiðlabullara og eru þær tuggð- ar upp aftur og aftur og verða að lokum að sannleika í huga almenn- ings. Aðferðin er vel þekkt meðal áróðursmeistara og var beitt af hvað mestri hind af stjórnmála- garpi sem þekktur var af endemum í stöðu áróðursráðherra fyrir mið- bik aldarinnar. Stöð 2 gerði einhvers konar úttekt á stöðu „litlu flokksblað- anna“ í fyrrakvöld. Þar komu fram nokkur sannleikskorn eins og að Sjálfstæðisflokkurinn tekur við nær fjórðungi hærri ríkisstyrk til út- gáfustarfsemi en sá flokkur sem næst kemur og einstaka viðmæl- andi talaði af einhverju viti um blaðaútgáfu en það fólk hafði að- eins stuttan stans á skjánum. Þeim mun lengur voru þeir látnir þvaðra sem einhvern tíma gerðu örstuttan stans í blaðamennsku, eða öllu heldur í ritstjórastóli. Þeir vita allt um hvernig blöð eiga að vera, hvað fólk vill lesa og hvernig útgáfan ber sig best. Verst að sú vitneskja var víðs fjarri þegar þeir voru að ritstýra. Síðboriðvit Fyrrum ritstjóri hrakfallanna sem gefin voru út undir heitinu NT sagði tröllasögur af upplagi og vinsældum blaðs síns og hvemig honum tókst að hraðminnka það við góðan orðstír sjálfs sín. í bókhaldsgögnum NT finnst ekkert það sem skotið getur veik- ustu stoðum undir frásögn grínist- ans á Stöð 2 um stórbrotið hlutverk sitt í ritstjórastóli misskilningsins mikla, NT. í fréttaljósi Stöðvar 2 um flokks- blöðin óðu uppi illa grundaðar fullyrðingar sem enginn þurfti að gera nánari grein fyrir, en farið er með sem sannleika. Flokksblöðin eru ekki marktæk vegna þess að þau túlka aðeins flokkssjónarmið. Morgunblaðið er gott blað vegna þess að það er ekki flokksblað!!!!! Hvað Tímanum viðvíkur hlýtur maður að segja eins og er, að í blaðinu eru sett fram margs kyns sjónarmið í fréttum og greinaskrif- um og yfirleitt öllu efni blaðsins. í Tímann skrifa menn úr öllum flokkum og fjalla um málefni frá mörgum sjónarmiðum. Um helgar eru viðamikil viðtöl við ýmsa framámenn í þjóðfélag- inu og er síst talað oftar eða nánar við framsóknarmenn en fólk í öðr- um stjómmálaflokkum. Tíminn er öllum opinn til skoðanaskipta og hefur verið lengi. Hvem fjandann em menn sem kenna sig við fjölmiðlun að tala um þegar þeir fullyrða hver í kapp við annan eins og þeir séu útskryppi sjálfs Göbbelsar, að Tíminn sé ekkert annað en þröngsýnt flokksblað og eigi allt sitt undir ríkisstyrk? ÓpóNtísk stjómmál! Hins vegar fær Morgunblaðið hæstu einkunn fyrir hlutleysi í sömu síbyljunni. Látið er eins og að Moggi og Sjálfstæðisflokkurinn séu alveg óskyld fyrirbæri og að allir séu gráðugir í að lesa Morgun- blaðið vegna þess að það sé svo sjálfstætt og ópólitískt. Það er sama þótt sömu menn séu langtímum saman formenn Sjálf- stæðisflokksins og formenn Árvak- urs. Þama em engin pólitísk tengsl á milli samkvæmt skilgreiningu bjálfa á blöðum og flokksblöðum. Þá er dæmi um að formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur jafnframt verið aðalritstjóri Mogga. En svoleiðis kemur stjórnmálum náttúrlega ekkert við, eða hvað? Kannski best að sættast á það að Sjálfstæðisflokkurinn sé ópólitísk- ur og því brýtur það ekki í bága við loflegt hlutleysi dagblaðs að styðja hann og styrkja með ráðum og dáð og vera í málsvari fyrir stefnu hans hvenær sem þörf er á. Ef rétt er farið með þær upplags- tölur „litlu blaðanna" sem gefnar voru upp í títtnefndum stöðvartvö- þætti em þau öll stórblöð, jafnvel Alþýðublaðið, sé miðað við þann hundraðshluta þjóðarinnar sem þau ná til. Það svarar til 4 milljóna upplags í USA, svo aðeins eitt dæmi sé tekið. Áróðurinn og lygaþvælan gegn þeim blöðum á íslandi sem berjast í bökkum er andstæð öllu velsæmi og í hæsta máta ólýðræðisleg. Hvað er t.d. svona ljótt við að styðja tiltekna stjómmálaflokka? Er það óþekkt úti í hinum frjálsa heimi að blöð styðji flokka? Vill fjölmiðlafólk ekki aðeins kynna sér það atriði áður en það fer að kveða upp úr um fáfræði sína um íslensk blöð. Hér er aðeins tæpt á fáu einu um óhróðurinn sem ávallt gengur um blöð og blaðamennsku á íslandi og allir sjá hverjum er í hag. En ósköp væri gott ef Tíminn fengi þótt ekki væri nema helming- inn af útgáfustyrk þeim sem Fram- sóknarflokknum er úthlutað af Al- þingi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.