Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 6. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Leiðtog- ar bandarískra Gyðinga sök- uðu Helmut Kohl kanslar Vest- ur-Þýskalands og aðra leið- toga Vesturlanda um að leiða hjá sér hin bitru örlög Gyðinga í Evrópu á nasistatímanum og þeirra hörmungasem Þjóðverj- ar kölluðu yfir Evrópu á þeim tíma í asanum við að sameina Þýskaland. H ARARE - Leiðtogi blökku- mannasamtakanna PAC hafn- aði áskorun Nelsons Mandela um viðræður við hvíta menn í Suður-Afríku og sagði að til- raunir Mandela til að sameina blökkumenn í Suður-Afríku væri tímasóun. BONN - Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands náði ekki samkomulagi í ríkisstjórn sinni um afstöðuna til Póllands. Kohl vill halda til streitu landa- mærum Þýskalalands og Pól- lands frá því fyrir strið, en ekki eru allir meðlimir stjórnarinnar honum sammála. Pólvenar fengu í sinn hlut vænarsneioar Þýskalands eftir stríðið. WASHINGTON - Stjórn völd í Bandaríkjunum hvöttu írana um að taka upp beinar viðræður um skilyrðislausa lausn vestrænna gísla í Líban- on. Tóku Bandaríkjamenn skýrt fram að engar leynilegar viðræður færu nú fram, né myndu fara fram um lausn bandarískra gísla. PRAG - Utanríkisráðherra Varsjárbandalagsins munu hittast að máli í Prag rétt áður en kosningar í Austur-Þýska- landi fara fram. WASHINGTON - Réttar- höld yfir John Pointdexter fyrr- um öryggisráðgjafa Ronalds Reagans og yfirmanns Oliver Norths eru nú að hefjast, en dómstólar reyna nú að finna hlutlausan kviðdóm til að dæma í málinu. Pointdexter er sakaður um glæpsamlegt at- hæfi í tengslum við svokallað iran-Kontramál. MANAGVA - Borgarastyrj- öld og öngþveiti mun ríkja í Níkaragva ef komandi ríkis- stiórn Chamorros mun reyna að leysa upp her og lögreglu Sandínista í landinu. DALLAS - Vísindamenn segja að svokölluð drápsbý- fluga sé nú á leið yfir landa- mæri Texas. Illllllil ÚTLÖND IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM ..............Illlllllll................... Róttækir umbótasinnar unnu góða sigra í kosningum til þinga sovétlýðveldanna Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Boris Jeltsin leiðtogi hinna róttæku sigraði með miklum yfirburðum í sínu kjördæmi. Kosið til þinga og sveitarstjorna sovetlyðveldanna Russlands. Hvita-Russlands og Ukrainu: Róttækir umbótasinnar vinna ótvíræðan sigur Róttækir umbótasinnar sigruðu glæsilega í kosningum til þinga Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu á sunnudag- inn, auk þess sem hlutur umbótasinna ■ sveitarstjórnum virðist ætla að verða stór. Rán og gripdeildir í kjölfar valdaráns í heimalandinu Ciskei: Her Suður-Afríku sendur til Ciskei Ríkisstjórn Suður-Afríku sendi herlið inn í heimaland Ciskei ætt- bálksins í Suður-Afríku til að stöðva átök og gripdeildir sem urðu í kjölfar þess að hinum óvinsæla forseta heimalandsins Lennox Sebe var steypt af stól. -Forgangsverkefnið er að koma á lögum og reglu að nýju, síðan mun- um við huga að því hvort við viður- kennum nýja ríkisstjórn Ciskei, sagði Pik Botha í Höfðaborg í gær. Mannfjöldi er styður valdarán hins fámenna varnarliðs Ciskei hafði ráðist að verslunum sem tengdust Sebe forseta og hans nánustu. Heimildarmenn í höfuðborginni Bisho töldu menn að á milli fimmtíu og sextíu verksmiðjur og hundruð verslana stæðu í Ijósum logum víðs vegar um Ciskei. Pik Botha sagði að afstaða ríkis- stjórnar Suður-Afríku til nýrrar ríkisstjórnar í Ciskei myndi ráðast af því hvort almenningur, lögregla og opinberir starfsmen styddu stjórn- ina. Sagði hann gögn leyniþjónust- unnar benda til að svo væri. Hins vegar skýrði Botha einnig frá því að Sebe hefði haft samband við ríkisstjórn Suður-Afríku og tilkynnt að hann hygðist brátt koma heim ður viðskiptaför sem hann er í Hong Kong og taka við völdunum að nýju. Hafði Sebe farið fram á það við Suður-Afríkistjórn að hún berði uppreisnina niður, en því hefði ekki verið sinnt. íbúar í Ceskei segja að verksmiðj- ur þær sem kveikt hafði verið í væru flestar í eigu kaupsýslumanna í Tæv- an og í ísrael, en þeir hafa byggt verksmiðjur í heimalandinu vegna þess hve skattar eru lágir og vinnuafl ódýrt. Ciskei er eitt tíu svokallaðra heimalanda sem ríkisstjórn Suður- Afríku hefur komið á fót í anda aðskilnaðarstefnu sinnar. Þar ríkja ríkisstjórnir blökkumanna sem í raun eiga allt sitt undir Suður-Afr- íku, enda geta löndin ekki staðið á eigin fótum sem efnahagslega sjálfstæð, heldur fá þau styrki frí ríkisstjórn Suður-Afríku. Hefur mikill órói verið í heima- löndunum frá því Nelson Mandela leiðtoga Afríska þjóðarráðsins var sleppt úr haldi í síðasta mánuði. Afríska þjóðarráðið viðurkennir ekki heimalöndin heldur berst fyrir einni Suður-Afríku þar sem hver maður hefur eitt atkvæði. Það var Oupa Gquso liðsforingi í varnarliði Ceskei sem leiddi valda- rán varnarliðsins og hefur hann kom- ið á fót fjögurra manna herforingja- stjórn. Sagðist hann ætla að sækja eftir því að sameinast Suður-Afríku að nýju. Eru kosningaúrslitin mjög í anda kosningaúrslitanna í Eystrasaltsríkj- unum þegar fulltrúar Þjóðfylking- anna unni glæsta sigra. Boris Jeltsin hinn róttæki umbót- asinni og nokkrir fyrrum pólitískir fangar eru á meðal þeirra sem munu taka sæti á þingum þessara þriggja sovétlýðvelda. Þrátt fyrir góðan árangur umbóta- sinna var ekki skorið úr um nema um 20% þingsæta, því samkvæmt kosningareglum í Sovétríkjunum þarf einn einstakur frambjóðandi að hljóta helming atkvæða til að ná kjöri. Því verða kjósendur í mörgum kjördæmum að ganga til kjörborðs- ins að nýju eftir tvær vikur, en þá mun vera kosið á milli þeirra tveggja Skæruliðahreyfingin UNITA í Angóla fór í gær fram á vopnahlé í landinu og viðurkenndu skæruliðar í fyrsta sinn að þeir færu halloka fyrir herjum marxistastjórnarinnar. Hörð borgarastyrjöid hefur geisað í Ang- óla undanfarin 15 ár. Hefur löngum nokkurt jafnræði verið á með skæru- liðum hinnar hægrisinnuðu Unita- hreyfingar sem notið hefur dyggs stuðnings ríkisstjórna Suður-Afríku og Bandaríkjanna, og herja marx- istastjórnarinnar í Angóla sem notið hafa stuðnings 40 þúsund hermanna frá Kúbu. Það var Jónas Savimbi leiðtogi Unita sem skýrði frá því á útvarps- ávarpi á útvarpsstöð skæruliða að Unitahreyfingin myndi samþykkja vopnahlésskilmála þá sem Mobutu Sese Seko forseti Zaire hefur lagt fram. Hins vegar setur Savimbi það skilyrða að stjórnarherinn hverfi frá þeim landssvæðum sem hann hefur náð af skæruliðum í bardögum undanfarna tvo mánuði. Er það bærinn Mavinga hvað mikilvægast- frambjóðenda sem flest atkvæði hlutu í kosningunum á sunnudaginn. Kjósendur í þessum þremur sovétlýðveldum fengu nú í fyrsta sinni að velja á milli frambjóðenda frá öðrum stjómmálasamtökum en kommúnistaflokknum. í síðustu sveitarstjórnarkosningum fengu þau óháðir kjósendur að bjóða sig fram. Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovét- ríkjanna sagði á sunnudaginn að kosningarnar væri mælistika fyrir fyrir perestrojku. Sigur Boris Jeltsins vann einstak- lega góðan kosningasigur. Hann hlaut um 80% atkvæða þó hann etti kappi við ellefu aðra frambjóðendur í borginni Sverdlovsk í Rússlandi. ur, en sá bær hefur ætíð verið á valdi skæruliða Unita og gegnt lykilhlut- verki í baráttu þeirra. - Ég er reiðubúinn til að undirrita vopnahlé ef hersveitir ríkisstjórnar- innar munu kalla herlið sitt til fyrr stöðva sinna, sagði Jónas Savimbi og bætti við að stjómarherinn hefði Mavinga á haldi sínu. Savimbi mun hafa særst í loftárásum stjórnarhers- ins á höfuðstöðvar Unita í Jamba 24.febrúar. Savimbi leggur til að í kjölfar vopnahlés verði mynduð ný sam- steypustjórn í Angóla sem undirbúi frjálsar kosingar. Leggur hann til að Joaquim Pinto de Andrade, leiðtogi nýstofnaðrar stjórnmálahreyfingar í Angóla sem hvorki styður ríkisstjórn Jose Eduardos dos Santos forseta Angóla né Unitahreyfingu Savimbis, verði leiðtogi nýrrar ríkisstjórnar. Dos Santos hefur nýlega boðið vopnahlé og að fleiri aðilar taki sæti í ríkisstjórn hans, þar með taldir fulltrúar Uita, en Savimbi hefur ekki vilja taka slíkt í mál. Angóla: UNITA vill vopnahlé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.