Tíminn - 16.03.1990, Page 14
14 Tíminn
Föstudagur 16. mars 1990
Félagsmálaskóli
Framsóknarflokksins
GÍBSur Péturss. Þórður Ingvi Helgi Péturss. Egill Hciðar
Jón Helgaeon Bolli Héðinaaon
Áalaug Biynjólfsd.
Jón Krifltjánflfl.
Sigurður Geirdal Halldór Áflgrimfls. Sigrún Magnúsd. Guðm. Bjarnason
Hermann Sveinbjörngs. Steingrímur Hermannss.
Ásta R. Jóhannesdóttir
Dagskrá:
Mánudagur 19. mars
Kl. 20:00 Sctning
Gissur Pétur8son, form. SUF
Kl. 20:15 Stjórnsýslan - uppbygging
Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnsýslufr.
Kl. 21:30 Fjölmiðlar og stjórnmál
Helgi Pétursson, fjölmiðlafræðingur
Miðvikudagur 21. mars
Kl. 20:00 Félagsstörf • fundarsköp
Egill Heiðar Gíslason, fulltrúi
Kl. 21:30 Landbúnaður ■ framtíð
Jón Helgason, alþingismaður
Fimmtudagur 22. mars
Kl. 20:00 Efnahagsmál - hagstjórnartœkni
Bolli Héðinsson, efnahagsráðgj. ríkisstj.
Kl. 21:30 Menntakerfið - vakandi eða sofandi
Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri
Mánudagur 26. mars
Kl. 20:00 Umhvcrfísmál • málefni framtíðar
Hermann Sveinbjörnss.on
aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra
Kl. 21:30 Alþjóðastjórnmál - þróun
Ásta R. Jóhannesdóttir,
form. utanríkismálan. Framsóknarflokksins
Miðvikudagur 28. mars
Kl. 20:00 Framsóknarflokkurinn • innra starf
Sigurður Geirdal,
framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins
Kl. 21:30 Stjórn fískveiða • framtíð sjávarútvegs
Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra
Fimmtudagur 29. mars
Kl. 20:00 Heilbrigðiskerfíð óbreytanlegt?
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
Kl. 21:30 Sveitarstjórnamál - nánasta umhverfið
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi
Sunnudagur 1. apríl
Kl. 14:00 Skoðunarferð um Alþingi
starf þess og uppbygging
Jón Kristjánsson, alþingismaður
Kl. 16:00 Stjórnmál framtíðarinnar
ísland framtíðarinnar
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
Kl. 18:00 Afhending skírteina - skólaslit
Skróning þátttakenda fer fram í síma 91-24480 hjá
Agli Heiðari eða Þórunni Guðmundardóttur.
Námskeiðsstaður: Nóatún 21, Reykjavík
Fegurðardrottningar, fegurðarstjórí og lögreglulið í stuði.
Þrítugur
söngleikur
endurreistur
I jámum. Þórír Jónsson í gervi Stefáns veitingamanns ræðir málin við
strokufangann Skarphéðinn Nielsen (Bjama Áskelsson).
Rjúkandi ráð í Logalandi,
Reykholtsdal. Ærslasöngleik-
ur eftir Jón Múla, Stefán Jóns-
son og Jónas Ámason í nýj-
um búningi. Leikstjóri: Flosi
Ólafsson.
Mikil gróska hefur löngum verið í
leikstarfseminni í Reykholtsdal og
má segja að þar hafí áratugum saman
verið regla að færa upp leiksýningu
árlega. Nú dregur að næstu frumsýn-
ingu.
Verkið sem tekið verður til flutnings
í ár er ærslasöngleikurinn Rjúkandi
ráð en höfúnda þess verks hefúr
hingað til aðeins verið getið undir
dulnefninu Pír Ó. Man.
Nú er það upplýst að höfúndar
Rjúkandi ráðs eru þríeykið Stefán
Jónsson, rithöfúndur og fv. alþingis-
maður, Jónas Amason, rithöfúndur
og fv. alþingismaður, og Jón Múli
Ámason sem er höfundur söngva og
tónlistar.
Fmmsýning á Rjúkandi ráði er ráð-
gerð í Logalandi laugardaginn 17.
mars.
Leikstjóri er Flosi Ólafsson og hef-
ur hann fært verkið í nýjan hátíðar-
búning af tilefni þess að í ár em liðin
þijátíu ár síðan verkið var fyrst frum-
sýnt en það var í Framsóknarhúsinu
haustið 1959.
Þar var verkið sýnt við fádæma vin-
sældir veturinn 59-60 og má til gam-
ans geta þess að aðalhlutverkin í
þeirri uppfærslu vom í höndum
Kristins Hallssonar, Erlings Gísla-
sonar, Sigurðar Ólafssonar og Stein-
unnar Bjamadóttur, svo nokkrir séu
nefndir. Þar kom Svanhildur Jakobs-
dóttir fram í fyrsta skipti, hljómsveit-
arstjóri var Magnús Ingimarsson og
leikstjóri Flosi Ölafsson.
Nú hefur rykið verið dustað af þess-
um þrítuga ærslasöngleik, hann færð-
ur í búning við hæfi og bætt í hann
skírskotun til dagsins í dag svo hann
svari kröfum samtímans og æfa
Reykdælingar af kappi undir leik-
stjóm Flosa.
Hljómsveitarstjóri er Guðmundur
Norðdal.
Rjúkandi ráð er ærslasöngleikur og
gæti svo sem allt eins kallast revía
þar sem í söngleiknum er tekið á
ýmsu sem efst er á baugi í dag, svo
sem fegurðarsamkeppnum, atferli ut-
angarðs- og reikunarmanna, atgervi
lögreglumanna og umsvifúm vík-
ingasveitarinnar og ffamtaki þeirra
sem hagnast á því að allt brenni til
kaldra kola.
Kvenleg fegurð skipar veglegan
sess í verkinu, svo og ástin sem er
sterkasta aflið, jafnvel sterkari en
hnefinn, sem brýtur manni braut.
Hlutverk lögreglunnar í verkinu er
það helst að verja fegurðardísimar,
hafa hendur í hári strokufanga og
gæta þess að atkvæðakassinn lendi
ekki í höndunum á lögreglunni í
Borgamesi og týnist þar.
Segja má því að verkið eigi brýnt er-
indi til þjóðarinnar.
Jónas Ámason, rithöfúndur og
söngvari á Kópareykjum, mun í þess-
ari uppfærslu á Rjúkandi ráði flytja
milliþáttahugleiðingu — intermezzo
— svo og Ragna Bjamadóttir ópem-
söngkona.
Hlutverk era í höndum þeirra sem af
miklum krafti hafa haldið uppi öfl-
ugri leiklistarstarfsemi í Reykholts-
dal um langt skeið að ógleymdum
fjölmörgum nýjum andlitum.
Leikendur era: Armann Bjamason,
Bima Jónasdóttir, Bjami Áskelsson,
Þórir Jónsson, Þorvaldur Jónsson,
Magnús Magnússon, Guðbjörg Þor-
steinsdóttir, Steinunn Garðarsdóttir,
Gunnar Bjamason, Hreftia Sigmars-
dóttir, Sjöfn Vilhjálmsdóttir, Embla
Guðmundsdóttir, Gíslína Jensdóttir
og Þorsteinn Pétursson.
Aðspurður segir leikstjórinn að
þetta sé dæmigerður ærslaleikur,
púra della, klassísk að vísu, og öðra
ffemur til þess ætluð að koma fólki í
gott skap með hækkandi sól. í verk-
inu sé að vísu tekið á ýmsum samfé-
lagsvandamálum dagsins í dag en
vonandi „skilji það ekkert eftir“
nema kátínuna eina.
Verkið verður eins og áður segir
ffumsýnt í Logalandi í Reykholtsdal
17. mars nk. Önnur sýning verður á
þriðjudag 20. mars og þriðja sýnúig
laugardaginn 24. mars.