Tíminn - 24.04.1990, Page 2
2 Tíminn
Þriöjudagur 24. apríl 1990
Framkvæmdalán Húsnæðisstofnunar til félagslegra íbúðabygginga í ár:
Lánað til 802 íbúða
af 1.511 umsóttum
Vilji landsmanna til að byggja allt að tvöfalt
fleiri íbúðir árlega heldur en sem nemur fjölgun
íslendinga virðist benda til mikillar „bygginga-
gleði“ - ekki síst þar sem íbúðarhúsnæði í
landinu svarar nú þegar til nær 50 fermetra á
mann að jafnaði.
Lánsumsóknir annars vegar og
samþykkt lán hins vegar skiptast
þannig milli íbúðaflokka:
Húsnæðisstofnun bárust umsóknir
um framkvæmdalán til byggingar
1.511 félagslegum íbúðum á þessu
ári frá 80 framkvæmdaaðilum. Að
þeirra mati er hér þörf fyrir byggingu
6.150 félagslegra íbúða næstu þrjú
árin, samkvæmt frétt frá Húsnæðis-
stofnun. Það þýðir 2.050 félagslegar
íbúðir á ári fyrir utan á annað
þúsund íbúðir (t.d. 1.182 á s.l. ári)
sem lánað er til úr almenna húsnæð-
iskerfinu og þar með um 3.100 til
3.200 íbúðir árlega. Sá fjöldi íbúða
ætti t.d. að rúma í kringum 9 þúsund
manns. Á síðasta ári fjölgaði lands-
mönnum hins vegar aðeins um 1.700
manns.
Húsnæðisstofnun virðist líka hafa
þótt rúmt áætlað í umsóknum.
Stofnunin hefur samþykkt um helm-
ing umsóknanna og ákveðið fram-
kvæmdalán til byggingar eða kaupa
á 802 félagslegum íbúðum á þessu
ári til 68 framkvæmdaaðila. Þar af
verða 487 íbúðir á höfuðborgarsvæð-
inu en 315 íbúðir í örum landshlut-
um. Áætlaðar lánveitingar eru 4.100
m.kr. (rúmlega 5,1 m.kr. á íbúð),
hvar af 1.500 m.kr. verða greiddar
út í ár en afgangurinn á næsta ári,
samkvæmt frétt frá Húsnæðisstofn-
Umsóknir Lán
Verkamannabúst. . 547 351
Leig.íb. sv.fél. 191 142
Fél. kaupleigufb. 343 156
Alm. kaupleiguíb. 430 153
Samtals: 1.511 802
Umsóknir Lán
Höfuðborgarsvæði 868 487
Suðurnes 102 40
Vesturland 53 20
Vestfirðir 60 19
Nl.vestra 38 20
Nl. eystra 167 111
Austurland 142 54
Suðurland 81 51
Samkvæmt þessu hefur Húsnæðis-
stofnun samþykkt hlutfallslega flest-
ar umróknir sveitarfélaga um leigu-
íbúðir, en hins vegar hlutfallslega
fæstar úr flokki almennra kaupleigu-
íbúða, eða aðeins rúmlega þriðjung
umsókna.
„Niðurskurður" lánsumsókna er
einnig mismunandi eftir kjördæm-
um.
Skipting umsókna og lánveitinga
á milli kjördæma er þannig:
Hlutfallslega hafa því flestar um-
sóknir verið samþykktar á Nl. eystra
en fæstar hins vegar á Austurlandi.
Við veitingu þessara framkvæmda-
lána hafði stofnunin fjölda atriða að
leiðarljósi. M.a. var höfð hliðsjón
af:
Hvort fyrri lánveitingar hefðu ver-
ið notaðar.
Hvort sveitarstjórnir hafi að
undanförnu hafnað forkaupsrétti á
félagslegum íbúðum sem hafa komið
til innlausnar.
Og hvort félagslegar íbúðir hafi
verið seldar einstaklingum með tekj-
ur vfir gildandi tekjumörkum.
I nýrri skýrslu Byggðastofnunar
er áætlað að byggja þurfi um 1.450
íbúðir árlega næstu fimm árin. Og
miðað við álíka fólksflótta af lands-
byggðinni og síðustu þrjú ár þyrfti
að byggja um 1.250 af þeim íbúðum
á höfuðborgarsvæðinu en aðeins um
200 íbúðir í öðrum landshlutum.
Byggðastofnun bætti síðan fleiri
forsendum en fólksfjölda inn í
dæmið, svo sem áætluðum fólks-
flutningum milli staða á landsbyggð-
inni, nýbyggingum í stað gamalla
íbúða og fleira. Þörfin jókst þá í
1.850 nýjar íbúðir árlega, þar af um
570 íbúðir utan höfuðborgarsvæðis-
ins.
Á fjórum árum, 1987-1990, hefur
Húsnæðisstofnun veitt fram-
kvæmdalán til að byggja eða kaupa
2.479 félagslegar íbúðir, þar af 1.403
á höfuðborgarsvæðinu og 1.079 í
öðrum landshlutum. -HEI
„Bömin skapa heiminn11:
Verðlauna-
afhending
í hugmynda-
samkeppni
Opnunarhátíð sérstaks átaks í
barnamenningu á vegum mennta-
málaráðuneytisins sem nefnist
„Börnin skapa heiminn" var
haldin í Borgarleikhúsinu á
sunnudag, Degi jarðar, að við-
stöddu fjölmenni, þar á meðal
forseta íslands, Vigdísi Finn-
bogadóttur og mcnntamálaráð-
herra Svavari Gestssyni. Á hátfð-
inni voru afhent verðlaun í hug-
myndasamkeppni Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkurumdæmis með-
al 7. bekkjar nema í Grunnskól-
um Reykjavíkur um tillögur að
bættu umhverfi. Fræðslustjórinn
í Reykjavík, Áslaug Brynjólfs-
dóttir, afhenti verðlaunin en
verðlaunahafar voru eftirfarandi.
Viðurkenningar fyrir samstarfs-
verkefni hlutu:
1. verðlaun: Macintosh Plus
tölvu frá Radióbúðinni hlaut 7.
bekkur Tjamarskóla. Kennari:
María Héðinsdóttir.
II. verðlaun: Þrjú Panasonic
hljóðupptökutæki frá Japis hlaut
7. bekkur Hlíðarskóla. Kennari:
Árni Pétursson.
III. verðlaun: Reikinvélar, 9 mis-
munandi stk. frá Casio hlutu
tveir 7. bekkir Álftamýrarskóla.
Líffræðikennari: Fanney Gunn-
arsdóttir
Verðlaun fyrir ritgerðir hlutu:
I. verðlaun: „íslandshandbók-
ina“ frá Erni og Örlygi hlaut
Eyrún Ýr Þorleifsdóttir, 7. bekk
Foldaskóla.
íslenskukennari: Ragnar Ingi
Aðaisteinsson.
II. verðlaun: „fslenskur söguatl-
as“ frá Almenna bókafélaginu
hlutu þær Heiður Huld Hreiðars-
dóttir og Áslaug Rán Einarsdótt-
ir, 7. bekk Foldaskóla. fslensku-
kennari: Ragnar Ingi Aðalsteins-
son.
III. verðlaun: „Fuglar í náttúru
fslands" frá Máli og menningu
hlaut íris Tosti, 7. bekk Folda-
skóla.
ísl.kennari: Ragnar Ingi Aðal-
steinsson.
BYGGINGARVISITALA
MAÍMÁNADAR 169.3
Margrét Helga Jóhannsdóttir er hér í hlutverki Sigrúnar Ástrósar.
Tímamynd Pjetur
„Sigrún Astrós“ frumsýnd
Leikritið Sigrún Ástróseftirenska
skáldið Willy Russell verður frum-
sýnt á litla sviði Borgarleikhússins
26. apríl næst komandi. Þrándur
Thoroddsen þýddi verkið, en Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir fer með
eina hlutverkið. Hanna María Karls-
dóttir er leikstjóri.
í Sigrúnu Ástrós fjallar Willy
Russell á sinn einstæða og hnyttna
hátt um æviferil konu, sem í upphafi
leiks er komin nokkuð á fimmtugs-
aldur. Hún lítur um öxl á líf sitt,
segir frá manni sínum, börnum,
vinkonumogdraumumsínum. Hlut-
verk Sigrúnar Ástrósar er krefjandi
og stórt, sami leikarinn er á sviðinu
allan sýningartímann og þarf að
leika „allan skalann", ef svo má
segja. Verkið hefur farið sigurför
um heiminn síðustu misserin og
mynd sem byggð er á leikritinu nýtur
nú þegar mikilia vinsælda.
Willy Russell fæddist 1947 í Liver-
pool. Hann naut lítillar skólagöngu,
en einsetti sér ungur að verða leik-
ritaskáld. Hann hefur þegar samið
nokkur velþekkt verk eins og „Edu-
cating Rita“ og „Blood Brothers".
Steinþór Sigurðsson hannaði leik-
mynd og lýsing er í umsjón Ögmund-
ar Þórs Jóhannessonar.
-EÓ
Byggingarvísitalan hækkar marg-
falt á við aðrar verðvísitölur þennan
mánuðinn - fyrst og fremst af völd-
um 6% verðhækkunar á steypu og
sementi en í öðru lagi vegna taxta-
hækkunar á vinnu iðnaðarmanna.
Um 1,1% hækkun byggingarkostn-
aðar er því alíslensk að þessu sinni.
Byggingarvísitalan, sem gildir í
maí, reiknaðist 169,3 stig (541 m.v.
eldri grunn), sem er 1,1% hækkun
frá vísitölu aprílmánaðar. Verð-
aS;:
hækkun steypu og sements valda um
tveim þriðju hlutum þessarar hækk-
unar. Byggingarkostnaður hefur
hækkað um tæp 22% á síðustu 12
mánuðum.
Launavísitalan sem einnig er
reiknuð af Hagstofunni hækkaði
hins vegar ekkert að þessu sinni og
framfærsluvísitalan um aðeins 0,3%.
Samkvæmt þessu mun lánskjaravísi-
tala hækka um. tæplega 0,5% í næsta
mánuði. -HEI
500 án vinnu í meira en hálft ár
í lok mars höfðu vinnufúsir íslend-
ingar þurft að ganga atvinnulausir
álíka marga daga (212.000) eins og
allt árið 1988. Jafnframt hefur lang-
tíma atvinnuleysi aukist stórlega. í
febrúarlok voru nær 490 manns á
atvinnuleysisskrá sem ekki höfðu
haft vinnu í hálft ár eða lendur. Og
hætt er við að þeim hafi lítið fækkað
síðan, því nær ekkert hefur dregið
úr atvinnuleysi milli febrúar og mars.
Langtíma atvinnulausir eru nú meira
en þrefalt fleiri en fyrir sléttu ári.
Skráð atvinnuleysi í mars (62.450
dagar) svaraði til þess að 2.900
manns hafi verið án vinnu allan
marsmánuð, eða 1 af hverjum 43
landsmönnum á vinnumarkaði.
Karlar án starfs eru alls álíka margir
og konur. Reykjavík og Akureyri
eru einu staðirnir þar sem karlar án
starfa eru miklu fleiri en konur.
Á heildina litið fækkaði atvinnu-
lausum ekki frá febrúar til niars.
Þeim fjölgaði um 120 á höfuðborgar-
svæðinu en fækkaði hins vegar um
rúmlega 200 manns í öðrum lands-
hlutum, þar af mest á Suðurlandi.
Tugir manna gengu því enn atvinnu-
lausir í mörgum útgerðarbæjum á
landinu í marsmánuði, sem víða er
þó hávertíðartími ársins.
Hlutfallslega eru atvinnulausir
flestir á Norðurlandi eystra, um
4,5% af mannafla, eða um 540
manns, þar af lang flestir á Akureyri
(330) og á Húsavík (137), þar sem
þeim fjölgaði á skrá frá febrúar.
Hlutfallið er litlu lægra (4,3% af
mannafla) á Norðurlandi vestra. Þar
voru t.d. um 60 án vinnu á Sauðár-
króki, rúmlega 50 á Siglufirði og yfir
30 á Blönduósi.
Atvinnuleysi var einnig mikið á
Austurlandi (3,8% af mannafla).
Mest á Seyðifirði (76) og 42 á
Vopnafirði, en hálfur annar til hálfur
þriðji tugur manna á fjölda annarra
staða.
Atvinnuleysi á Vesturlandi er nær
eingöngu á Akranesi (155 þ.a. 133
konur) og í Borgarnesi (41), en sára
lítið á öðrum stöðum. Á báðum
þessum stöðum fjölgaði á atvinnu-
leysisskrá frá þvf í febrúar.
Á Suðurnesjum er atvinnulausa
nær alla að finna í Keflavík og
Njarðvík.
Á Selfossi voru 72 án starfa í
mars, 47 á Hvolsvelli og 37 á Hellu.
Athygli vekur að um tveir tugir
manna voru án starfa í stærsta út-
gerðarbænum, Þorlákshöfn og sami
fjöldi í Vestmannaeyjum. Á Stokks-
eyri og Eyrarbakka höfðu nær allir
sem voru án vinnu í febrúar fengið
starf í mars.
Vestfirðir eru hins vegar að vanda
sá staður þar sem nær allir fá vinnu
sem geta. Aðeins 18 eru á skrá í
kjördæminu öllu.
Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæð-
inu svaraði til 1.235 manns án starfa
allan mánuðinn hvar af um 870 voru
í Reykjavík, rúmlega 180 Kópavogi
og 100 í Hafnarfirði. -HEI