Tíminn - 27.04.1990, Side 7

Tíminn - 27.04.1990, Side 7
Föstudagur 27. apríl 1990 Tíminn 7 IIIIIHIHIIIlllll AÐUTAN .................................................................. ....................................................................................................................................................................Illllll..............1111............... Það er ekki bara ofbeldi og óvissa sem tröllríður öllu lífi Suð- ur-Afríkumanna, þar eru líka að verki ill myrkraöfl. Gömul trú á mátt galdra hefur verið vakin til lífsins á ný og fyrir hana er goldið með sívaxandi fjölda fólks sem slátrað er til að sjá viðbjóðslegum viðskiptum með líkamsleifar manna fyrir nægum varningi. Mannfórnir Merki þessarar endurvöktu galdradýrkunar má sjá alls staðar. Nýlega var haldin fjöldaganga í einu heimalandi svartra og í farar- broddi var ung stúlka, sem hélt á lofti hauskúpu manns. Göngu- menn héldu því fram að hauskúpan væri af manni sem hefði verið fórnað til að fá fyrirgreiðslu emb- ættismanna á staðnum. Og í sveita- héruðum Natal fannst hvítur ein- setumaður, kominn til ára sinna, sem höggvinn hafði verið niður og sum líffærin fjarlægð, sem er ör- uggt einkenni helgisiðadráps. I órólegum útborgum svartra umhverfis Durban, þar sem barátta meðal svartra er komin á það stig að nálgast borgarastyrjöld, bera ungir menn töframixtúrur á líkama sinn, sem sumar hverjar eru blandaðar mannlegum líkamsleif- um. Þessi áburður á að gera þá ósigrandi. Peir sem falla í orrustu eru teknir burt í snatri, svo að lík þeirra sjái ekki óvinunum fyrir kraftmiklum meðulum. Töfrar til að forðast álög og lækna sjúkdóma tilheyra daglega lífinu Muti, notkun töfragripa og með- ala sem gengið hefur í arf kynslóð fram af kynslóð til að forðast álög og lækna sjúkdóma, er hluti af daglega lífinu hjá mörgum svörtum Svartar galdrakerlingar eru nú haldreipi íbúa Soweto sem æ oftar leita til gamalla siða í átrúnaði eftir því sem pólitísk óvissa eykst. íbúum Suður-Afríku, jafnvel þeim sem sækja kirkju reglubundið. Þeir sem stunda muti, töframenn sem lesa úr beinum sem viðskipta- vinir þeirra kasta frá sér til sjúk- dómsgreiningar, og grasalæknar eru sagðir helga sig því göfuga verkefni að annast heilsufar og vellíðan viðskiptavina sinna og samfélagsins. Verkfallsmenn bera iðulega töfragripi, sem lagaðir eru úr grös- um og líkamspörtum fugla og dýra, til verndar gegn lögreglunni. Sömuleiðis bera svartir pólitískir óróaseggir þá við réttarhöld. Svæsnari galdrar teknir upp á upplausnartímum En nú eru svartir Suður-Afríku- menn teknir til við enn ógeðslegri svartagaldurssiði. „Nú eru blóma- tímar galdrakarla og -kerlinga í Suður- Afríku," er haft eftir aðal- ritara félagsskapar þeirra sem lækna vilja fólk í Suður-Afríku eftir gömlum aðferðum. Trúendur vona að muti gefi þeim stórlega aukinn kraft, og leggi bölvun á óvini þeirra. Orku- meiri töfragripir, sem töfralæknar útvega, eru m.a. líkamspartar manna, og eru kynfæri í almestum metum. „Pað er svo mikil upplausn núna í landinu að fólk er skelfingu lostið og hleypur ti! í þeim tilgangi að tryggja stöðu sína sem best,“ segir fyrrnefndur talsmaður samtakanna um gamlar lækningar. „Fólk sem hefur einhvern metn- að til að bera fer á fund galdra- manna til að tryggja sér að það geti haft frumkvæðið sjálft á þessum umbreytingatímum, með því að afmá andstæðinga sína. Jafnvel þó að engar mannlegar líkamsleifar séu í töfragripunum sem notaðir eru, skapa galdrar tortryggni og kippa fótunum undan öryggi.“ 220.000 galdralæknar Hann heldur því fram að í sam- tökum hans séu 220.000 töfralækn- ar í Suður-Afríku, Namibíu og Malawi. Hann segir að svo kald- hæðnislega vilji til að þeir galdra- læknar sem ekki noti svartagaldur njóti líka góðs af núverandi tísku- bylgju. „Ef galdrarnir mínir lenda í útistöðum við galdra sterkari manns, kunna þeir að endurkastast og drepa mig. Ég verð þess vegna að fara til galdralæknis til að fá vernd. Galdralæknarnir gegna sama hiutverki og Rauði krossinn í stríði. Peir taka ekki afstöðu en meðhöndla eins alla sem biðja um vernd." Fyrr í þessum mánuði mátti glögglega sjá hætturnar samfara galdradýrkun, þegar hún átti þátt í að hrinda af stað byltingu í heima- landinu Venda. Herliðið á staðn- um rak stjórnina frá völdum, en sumir ráðherranna voru grunaðir um að styðjast við helgisiðadráp til að halda völdunum. J>ví var líka haldið fram að kaupmenn sem högnuðust undir verndarvæng stjórnarinnar hefðu einnig tekið þátt í slíkum drápum. Galdradýrkunin eykur á ofbeldið Sagt er að galdradýrkun eigi sinn þátt í ofbeldinu, einkum í Natal. Þeir bardagamenn sem trúa því að þeir séu ósigranlegir með hjálp töfragripa, taka óhjákvæmilega meiri áhættu en ella, sem síðan leiðir til meira ofbeldis. Gelding hefur líka átt sér stað. Þar hafa fylgismenn bæði Zulu Inkatha hreyfingarinnar og Afr- íska þjóðarráðsins átt um sárt að binda. Forseti samtaka töfralækna, sem hefur stundað starfið í yfir 30 ár, segir að fólki sem stundi galdra fjölgi óhæfilega hratt. „Þetta eru viðskipti og fólk lifir á því, en galdradýrkunin býður einfaldlega heim ofbeldi. Það þarf ekki líffæri manna til að iðka galdra, þar sem til eru ákveðin álög og jurtir sem setja ill öfl í gang. En þegar hvatt er til ofbeldis, eins og í Natal, eða ef einhver reynir að verða mjög valdamikill í viðskiptum, gefa lík- amsleifar manna mjög mikinn kraft í blönduna." „Aukning á galdradýrkun á tímum pólitískrar óvissu og átaka skiljanleg“ Sérfræðingar líta á endurreisn galdradýrkunar sem fyrirsjáanlega afleiðingu upplausnar. Sérfræðing- ur við Witwatersrand háskólann í Jóhannesborg, sem fylgist með þróun ofbeldis í landinu, segir að öll aukning á galdradýrkun sé skiljanleg á tímum pólitískrar óvissu og átaka, þar sem almenn- ingi finnst hann annað hvort van- máttugur eða vilji grípa til hefndar- aðgerða. Helsti hvíti suður-afríski sér- fræðingurinn um hefðbundinn afr- ískan átrúnað, yfirmaður sálfræði- deildar frjálsa háskólans í Amster- dam, segir það nokkuð vel vitað að fólk, sem hvorki hefur efnahags- legt eða stjórnmálalegt vald, leiti til andlegra vídda til að staðfesta hversu einstakt það sé. „Vestrænt þjóðfélag er svo af- skaplega hrokafullt. Ósjálfrátt ger- um við ráð fyrir því að fólk sækist eftir að taka upp vestræna lifnaðar- hætti. Hvað varðar nytjavarning hafa svertingjar í Suður-Afríku ekkert samviskubit af því að nota hann. En þeir vilja ekki týna niður sínum eigin andlegu víddum. Jafn- vel galdradýrkun, neikvæð notkun muti, hefur félagslegan sess, að því leyti að hún tekur fyrir vandamál einstaklinga og gerir þau skiljan- leg,“ segir hann. LESENDUR SKRIFA Suður-Afríka: Galdradýrkun endurvakin í Suður-Afríku eru óróatímar og þó að til siðs sé að skella allri skuldinni á hvíta menn þar og kynþáttaaðskiln- aðarstefnuna, apartheid, er hitt engu að síður staðreynd að þar eru stöðug blóðug átök milli svartra af mismunandi ættbálkum og vegna ólíkra pólitískra skoðana. í The Sunday Times er nýlega sagt frá því að galdradýrkun færist í vöxt í Suður-Afríku og sé það skiljanleg afleiðing pólitískrar óvissu og átaka. Sjálfsagt að kjósa Framsókn Síðastliðið haust hafði ég viðdvöl í fallegu sveitaþorpi á Vestfjörðum. Hafði ég hug á því að kaupa mér húsnæði við þennan fallega fjörð þar sem fegurð landsbyggðarinnar hafði ávallt heillað mig. En fjárhagslega var ég ekki tilbúinn til þess. Þetta fallega þorp og nálægar sveitir blómstruðu af íslenskri fegurð. Samt var fólkið að flytjast burtu og veruleg fækkun hafði orðið á fólki á nokkr- um árum. En íbúar þessarar sveitar fluttust til stærri byggðarkjamanna - ísa- fjarðar eða þá alla leið suður til Reykjavíkur. Bændasynir hættu bú- skap og fóru í háskóla suður í Reykjavík. Þetta er sorgarsaga sem rifjaðist upp fyrir mér í fermingarveislu um daginn þar sem ég sat eins og margir aðrir íslendingar um páskana, át góðan veislukost og hlustaði á póli- tík og söng ekki einn sálm með sjálfum mér. Þar var þá gömul bóndakona sem hreyfði við mínum íslensku þjóðartaugum er hún flutti mál sitt. Hún talaði nefnilega um mannfjöldann í höfuðborginni. Ungir menn með skjalatöskur gengju sprenglærðir um götur höfuð- borgarinnar, sætu í háskóla og ræddu um ýmis fræði og vísindi. Gömlu konunni fannst þeir vera án afsökunar, vegna þess að þeir væru hálærðir. Samt sakaði hún þá laumu- lega og hæðnislega um heimsku, því þeir virtist ekki gera sér grein fyrir því hvaðan mjólkin kæmi sem þeir helltu í kaffið sitt eða sunnudags- steikin sem þeir fengu hjá mömmu. Hún náði til mín þessi gamla bónda- kona. Hún var ekki einungis trú Framsóknarflokknum sínum, heldur miklu fremur raunsæ og skynsöm og trú landinu sínu sem fæddi hana. Þau hugsuðu vel um hvort annað. Ég hef aldrei kosið Framsóknar- flokkinn fyrr. En ég skal kjósa Framsóknarflokkinn í þessum kosn- ingum. Svo rækilega opnaði þessi gamla bóndakona augu mín. fslensk móðurmold hefur alið mig á landsins gæðum meðan ég hef rembst við að leysa torráðnar gátur innan veggja háskólans í Reykjavík. Meðan ég hef vanrækt landið mitt, sveitina mína, mold ættjarðar minnar, hefur landið hugsað vel um mig og ekki vanrækt mig. Ég held ég verði ævinlega þakklát- ur þessari gömlu bóndakonu fyrir orð hennar í fermingarveislunni. Þau gáfu mér meira en langar ræður prófessora í háskólanum. Vonandi fær sveitin mín notið krafta minna meðan líf mitt og heilsa endist. Einar Ingvi Magnússon

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.