Tíminn - 10.05.1990, Síða 2

Tíminn - 10.05.1990, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 10.' mdí 1990 „Vorboðinn ljúfi“ fyrir mörgum - svartbaks- og svartfuglseggin að koma. Engin ástæða til að neita sér um þau vegna salmonelluótta: SALMONELLA ER EKKI í EGGJUM „Ég held ég geti sagt það með fullri vissu að það eru sáralitlar - næstum engar lík- ur á að það sé salmonella í eggjunum. Eggin eru þó vit- anlega búin að fara gegnum sama op og skíturinn úr fugl- inum. Sé fuglinn smitaður gæti eitthvað leynst utan á eggjunum. Því ættu þeir sem tína egg að þvo þau vel og sjóða en bera þau ekki hrá upp að munninum. Ef þessa er gætt á ekki að vera nokkur minnsta hætta,“ segir Páll Hersteinsson veiðistjóri. Brátt gengur í garð sá tími er fólk fer að tína egg svartbaks, svartfugls, kríu og fleiri villifugla. Nokkuð hef- ur borið á ótta fólks við að neyta eggjanna vegna salmonellusmits í svartbaki og mávum og sumir jafn- vel gert því skóna að þeir yrðu að gera svo vel að vera án þessa vor- boða vegna sýkingarhættunnar. Það mun vera ástæðulaus ótti, sé hrein- lætis gætt. Pétur, kaupmaður í Kjötbúri Péturs við Laugaveg, hefur haft svartbaks- og svartfuglsegg á boðstólum í verslun sinni á vorin um árabil. Hann sagði í gær að þau væru rétt að byrja að berast en búast mætti við þeim af fullum krafti á allra næstu dögum. Pétur fær eggin send frá stöðum allt i kringum landið. Hann sagðist bú- ast við góðri „uppskeru" nú, þar sem vel voraði allt í kringum landið. Hann bjóst við góðu framboði af svartbakseggjum nú, gagnstætt því sem var í fyrra, en þá gerði hret æ ofan í æ þannig að lítið var hægt að tína fyrr en svo seint að eggin voru farin að stropa. Vegna ótta við salmonellusýkingu hefur því verið haldið fram að eggjataka yrði með minna móti í vor og vargfugli því fjölga meira en góðu hófi gegni. Veiðistjóri sagði að Ástæðulaust er að óttast svartbaksegg ef þau eru rétt meðhöndluð. eggjatínsla hefði sáralítil áhrif á við- komu fuglastofna því fúglinn verpti aftur. Eggjatínslu væri yfirleitt hætt um miðjan júní en þá væri fúglinn enn tilbúinn til að verpa. Til að tínsla hefði áhrif á stofnstærð þyrfti trúlega að tína vel yfir 90% af öllum eggjum hverrar fúglategundar. —sá Viðamikil rannsókn á salmonellusýkingu og útbreiðslu hennar. Páll Hersteinsson veiðistjóri: Landeyjasmitið í fyrra greinilega ekki regla „Við ætlum að reyna að fá vísbendingar um hvort salmonellusýk- ing er bundin við einstakar tegundir fugla, hvort hún er bundin við landshluta og hvort árstíðasveiflur eru á sýkingu. Sé það svo, skiptir mjög miklu máli á hvaða tíma árs sýni eru tekin þegar at- hugaður er mismunur milli staða,“ segir Páll Hersteinsson veiði- stjóri. Nú stendur yfir athugun á út- landi á vegum veiðistjóra og rann- breiðslu salmonellu í villifugli á ís- sóknastöðvarinnar að Keldum. At- GLOBUS Á LEIÐ UM LANDIÐ Vélasýningar á Norðurlandi. Sýnum: • ZETOR 7745 • FÍAT 80-90 DT. • ELHO rúllupökkunarvél • WELGER rúllubindivél • OLEO MAC heyskera og • ALÖ ámoksturstæki. Sýningarstaöir: Söluskálinn, Hvammstanga, fimmtud. 10/5 kl. 13-17. Vélsmiðja Húnvetninga, Blönduósi, föstud. 11/5 kl. 13-17. Bílaverkstæðið Pardus, Hofsósi, laugard. 12/5 kl. 13-17. Vélaverkstæðið Dragi, Akureyri, sunnud. 13/5. Bílaverkstæði Dalvíkur, Dalvík, mánud. 14/5 kl. 13-17. Járnvöruverslun K.Þ., Húsavík, þriðjud. 15/5 kl. 13-17. Bændur! kynnið ykkur það nýjasta í landbúnaðarvélum og fáið upplýsingar hjá sérfræðingum véladeildar. Globusa Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 hugaðar eru íjórar tegundir stór- máva og hrafn. Rannsóknin hófst í byrjun janúar sl. og búist er við bráðabirgðaniðurstöðum seinni hluta ársins en að sögn Páls Her- steinssonar veiðistjóra stendur verk- ið enn yfir og því of snemmt að draga ályktanir að marki. „Ég get þó sagt það að hátt hlutfall salmonellu- Árskógströnd Framleiðsla á ruslagámum Um þessar mundir er verið að af- henda fyrstu ruslagámana sem framleiddir eru hjá Bfla- og vélaverk- stæði Hjalta Sigfussonar hf. á Ár- skógsströnd. Efríið í gámana er unnið hjá fýrírtæki í Odense í Dan- mörku, en síðan flutt hingað til lands sett saman, gmnnað og sprautað. Samvinna þessara tveggja fýrir- tækja er að tilstuðlan Iðnþróunarfé- lags Eyjaflarðar, og í undirbúningi er að finna erienda samstarfsaðila fyrir fleiri fýrirtæki í náinni framtíð. Að sögn SigfúsarÞorsteinssonar fram- kvæmdastjóra var ráðist í framleiðslu gámanna í tilraunaskyni og vora þeir seldir sveitarfélögum við Eyjafjörð fyr- irfram. „Verkefni vantaði á verkstæðið yfir vetrartímann og einnig vildu menn kanna hvort framleiðsla sem þessi væri ekki samkeppnisfær við tilbúna inn- flutta gáma. Með þessu flytjum við inn atvinnu, og okkur sýnist tilraunin hafa tekist það vel að það verður öragglega framhald á þessu. Gámamir era íylli- lega samkeppnisfærir hvað gæði varðar og verðið cr lægra ef eitthvað er. Það helgast m.a. af því að flutningskostnað- ur verður miklu lægri ef gámamir era fluttir inn í ciningum, frekar en samsett- ir. Auk þess má nefúa að tilbúnir gámar verða oft fyrir skemmdum á leiðinni til landsins." Sigfús segir að Arskógs- strendingar hafi möguleika á að flytja inn tilbúna gáma fra samstarfsaðilanum í Danmörku. Búið er að ganga fra fjór- um gámum, þremur 12 rúmmetra og einum 20 rúmmetra. Unnt er að fá 5 stærðir af gámum, en tíminn verður að leiða í ljós hvaða gerðir henta best. Auk framleiðslunnar mun verkstæðið annast viðhald og viðgerðir á gámum, og hugsanlegt er að fyrirtækið snúi sér einnig að framleiðslu á gámavögnum og öðrum búnaði tengdum gámunum. Full ástæða er til að ætla að markaður fyrir gámana sé nægur næstu árin. Þró- unin í gámaframleiðslu er ör og notkun- armögleikar miklir. Vaxandi umræður um umhverfismál og fegrun gera það að verkum að markaður fyrir raslagáma og annan búnað tengdan hreinsun og fegrun heíúr vaxið mjög. hiá-akureyri. smits í fuglum i Landeyjum í fyrra, þar sem folöld drápust, var óvenju- legt. Það kemur í ljós nú að þar var ekki um reglu heldur undantekningu að ræða,“ sagði Páll Rannsóknin fer þannig fram að landinu er skipt nið- ur í hólf og skotmenn eru fengnir til að veiða ákveðinn lágmarksQölda af hverri fuglategund í hverju hólfi eða landshluta. Hræin eru síðan send til Rannsóknastöðvarinnar að Keldum þar sem sýni eru tekin, tegund, kyn og aldur fúglsins er skráð og salm- onellubakteríumar ræktaðar og greindar. Jafnviðamikil rannsókn á út- breiðslu salmonellu hefur ekki farið fyrr fram hér á landi en fyrir rúmum áratug voru tekin sýni úr mávum á Reykjavíkursvæðinu en ekki athug- að sérstaklega hvaða tegundir væri um að ræða. Hins vegar reyndust milli 15 og 20% fuglanna smitaðir þá. Ómar Ragnarsson, fréttamaður á Stöð 2: Aldrei rætt um greiðslu Óraar Ragnarsson, fréttamað- ur Stöðvar 2, hafði samband við Tiraann i gær og vildi taka það fram að Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra hefði aldrei verið boðin borgun fyrir afnot af myndum þeim er hann kann að taka í opinberri heim- sókn til Egyptalands. Haft var eftir Ómari i DV í fyrradag að Steingrími yrði greitt fyrir myndirnar. Ómar vildi taka það fram aö það væri háttur Stöðvar 2 og reyndar flestra fjölmiðla að bjóða borg- un fyrir myndefni, þá skipti ekki máli hvort ætti í hlut for- sætisráðherra eða maðurinn af götunni. „Þaö var ekki samið um neitt slíkt við Steingrím og við lánuðum honum tökuvélina skuldbindingalaust Ég skil ekki hvað mönnum gengur til. Það er verið að reyna að gera úr þessu eitthvað hneyksli, en það er al- vanalegt að menn hafl uti allar klær til að ná i myndefni þegar fjölniiðiliinn á ekki fulitrúa á staðnura. Mín hugmynd með því að lána honum véUna var að til yrðu einhverjar heimildir um þetta ferðaiag,“ sagði Ómar Ragnars- son.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.