Tíminn - 10.05.1990, Side 3

Tíminn - 10.05.1990, Side 3
. Firamtudagur, tO.. maí, 1990 Tíminn ,3 Bjartara framundan á Ólafsvík, þar sem rækjuvertíð er að hefjast: Góðar horfur með atvinnu í sumar Dalvík: Ægir Þórdarson, Hellissandi: Rækjubátar frá Ólafsvík fara að byrja rækjuveiðar inn- an skamms en þeir hafa stundað netaveiðar og hefur afli verið tregur eins og hjá öðrum Breiðafjarðarbátum í vetur. í Ólafsvík eru tvær rækjuverksmiðjur, önnur hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og hin hjá Stakkholti hf. sem gerir út 3 báta á rækju í sumar. Vinna hefur verið með minnsta móti í Stakkholti í vetur en hefur aukist nokkuð upp á síðkastið. Að sögn Vilhelms Árnasonar verkstjóra er gert ráð fyrir mjög mikilli vinnu í sumar. Bæði verður unnið í Rækju- vinnslunni og í frystingu. Stakkholt hf. hefur á undanförnum árum ein- göngu verkað þorsk í salt en í fyrra var ákveðið að fara út í frystingu í samstarfi við breskt fyrirtæki sem kaupir allan fisk af Stakkholti. Þetta fyrirtæki heitir Peter Kinnaer Ltd. Vilhelm Arnason, verkstjóri Stakkholts, á von á mikilli vinnu í sumar, bæði f rækjuvinnslu og fiskfrystingu. Timamynd Ægir og kaupir það fiskinn flakaðan, snyrtan, pakkaðan og frystan með roði í 15 Ibs. umbúðum. Afskurður- inn er síðan hakkaður í marning. Síðan er fiskurinn fluttur út til Deila vegna bankaleyndar um 150 milljónir og skuldir 7 viðskiptavina Útvegsbankans milli íslandsbanka og ríkisins: Lokadóms Banka- eftirlits beðið „Deilan snýst annars vegar um framsetningu reikninga og reikningsskil en hins vegar um stöðu stórra skuldunauta Útvegsbankans sem ekki var vitað um áður, m.a. vegna bankaleyndar," segir Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri. „Bankaeftirlitið á von á að fá þetta mál til umfjöllunar og úrskurðar en gögn hafa ekki borist enn svo að mér er ókunnugt um umfang þess enn,“ sagði Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftirlitsins. Bretlands þar sem Peter Kinnaer Ltd. dreifir honum vítt og breitt um Bretlandseyjar. Nokkrir Bretar hafa unnið af og til í Stakkholti í vetur við eftirlit með gæðum og framleiðslu vörunnar. 25 trillur munu leggja upp hjá fyrirtækinu, aðallega færafisk, en hann hentar mjög vel í þær umbúðir sem notaðar eru. í Ólafsvík eru nú um 40 trillur en reiknað er með að þær verði um 60 talsins þegar best lætur í sumar. Stærri bátarnir eru ýmist á netum, línu eða dragnót og hafa tveir þeirra þegar hafið rækjuveiðar. Alls bárust á land í Ólafsvík frá áramótum til aprílloka 6.833 tonn af bolfiski. 24 bátar lögðu upp þar að staðaldri í vetur. Trillur og bátar sem lönduðu af og til í vetur eru ekki með í aflatölum. Aflahæstu bátar í Ólafsvík á þessu tímabili eru: Steinunn 371 tonn Garðar II 365 tonn Sveinbjörn Jakobsson 350 tonn Lómur 349 tonn Jökull 335 tonn Gunnar Bjarnason 321 tonn Ólafur Bjarnason 305 tonn Aðrir bátar voru með minna en 300 tonn. Útvarpsstöð í burðarliðnum Hópur áhugamanna á Dalvík er nú að leggja síðustu hönd á undirbúning stofnunar útvarpsstöðvar fyrir Dalvík og nágrenni. Fyrirhugað er að stöðin sendi út hluta úr degi en sendir hennar verði að öðru leyti nýttur fyrir útsendingar Bylgjunnar. Júlíus Júlíusson, einn forsvars- rabbþættir og efni úr bænum. Þá manna stöðvarinnar, segir að stefnt munu fyrirtæki, einstaklingar og fé- sé að því að stöðin fari í loftið snemmsumars. Búið er að fá hús- næði fyrir stöðina í Sólgörðum við Hafnarbraut, og verið er að ganga frá staðsetningu 100 vatta sendis. Sendirinn er stærsti kostnaðarliður- inn auk húsaleigu en gert er ráð fyrir að stöðin verði rekin í sjálfboða- vinnu. Til að fjármagna uppsetningu stöðvarinnar hefur verið leitað til einstaklinga og fyrirtækja um fjár- framlög. Undirskriftalistar liggja frammi í verslunum, þar sem menn geta skráð sig fyrir framlagi, og sagði Júlíus að undirtektir hefðu farið fram úr björtustu vonum. Þá er hugsanlegt að Bylgjan styrki þá félaga eitthvað, því fyrirhugað er að Bylgjan nýti sendi stöðvarinnar á Dalvík meðan útsendingar hennar liggja niðri. Útsendingar Bylgjunnar nást illa á Dalvík og nágrenni og því yrði mikil þjónustubót að samvinn- unni. Dagskrá „Útvarps Dalvíkur“ verður að öllum líkindum mest- megnis tónlist og léttmeti, en einnig lagasamtök geta keypt þætti og fjall- að þar um hugðarefni sín. Gert er ráð fyrir að útsendingar stöðvarinnar náist á Dalvík, Svarfaðardal, Hrís- ey, Grenivík og Árskógsströnd. Út- sendingartíminn verður til að byrja með 2-4 klukkustundir á kvöldin, en lengri um helgar. Júlíus segir að mikill áhugi sé fyrir stöðinni á Dalvík og mikið sé spurt. Því virðist sem staðbundin útvarpsstöð verði kær- kominn gestur í síbyljuflóðinu. hiá-akureyri. Forlög sameinast Mál og menning hefur keypt meirihluta í bókaútgáfunni Forlagið. Forlagið verður þó rekið áfram sem sjálfstæður útgáfuaðili, en dreifing- ar- og sölukerfi bókaforlaganna verða sameinuð. Starfsfólk Forlags- ins verður hið sama og áður og mun Jóhann Páll Valdimarsson veita því forstöðu líkt og verið hefur undan- farin sex ár. -EÓ AMAZDIM AMAZONE dreifarinn er með tveim dreifiskífum, sem þú getur treyst til að gefa jafna og örugga áburðardreifingu. Vinnslubreidd er stillanleg á 9,10,12 og 15 m. Einnig hægt að dreifa aðeins til annarrar hliðarinn- ar, t.d. meðfram skurðum og girðingu. Auðveldur í áfyllingu vegna þess hve lágbyggður dreifarinn er. Bútæknideildarprófaður sumarið 1988, sem stað- festi þessa eiginleika. Sú deila sem hér um ræðir er milli eignarhaldsfélaga Verslunarbank- ans, Iðnaðarbankans og Alþýðu- bankans annars vegar og hins vegar viðskiptaráðherra fyrir hönd ríkisins og snýst um kaup bankanna þriggja á Útvegsbankanum hf. og útistand- andi lán Útvegsbankans til sjö fyrir- tækja sem sum eru farin á hausinn, önnur ekki. Endurskoðendur fs- landsbanka telja að sum þeirra sem enn lifa standi það höllum fæti að útlán til þeirra séu svo gott sem töpuð. íslandsbankamenn vilja því afskrifa eða taka til hliðar fé vegna hugsanlegs taps af stórum skuldu- nautum sem ekki eru gjaldþrota og enn eru í rekstri. Umsamið kaupverð fyrir Útvegs- bankann var 1450 milljónir króna. Það var eins konar grunnverð sem frá skyldi draga ákveðna liði, m.a. vegna fjárfestinga bankans og út- lána. Athuga átti sérstaklega fimm- tíu lánþega Útvegsbankans. Að auki átti að taka tillit til taps eða hagnaðar bankans fyrstu sjö mánuði ársins 1989. Þegar lokauppgjör færi fram, var reiknað með því af hálfu ríkisins að endanlegt verð bankans yrði rúmur milljarður króna. íslands- bankamenn telja að raunverulegur ágreiningur standi nú um u.þ.b. 240 milljón kr. töpuð útlán til 7 aðila. Mikill ágreiningur hefur verið um þetta mat endurskoðenda íslands- banka og fram hafa farið viðræður milli fulltrúa eignarhaldsfélaganna og viðskiptaráðuneytisins. Þær hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu. Þess vegna hefur verið gripið til ákvæðis í samningnum um að hlíta endanlegum úrskurði Bankaeftirlits- ins. „Það er ekki rétt að verið sé að prútta bankann niður um einar 600 milljónir eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Frá upphafi var reiknað með því að bankinn kostaði milli 10 og 11 hundruð milljónir í raun, þegar búið væri að draga frá ýmsa leiðréttingarþætti sem menn vissu um,“ sagði Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneyt- is. Björn sagði að nú væru að vísu komin upp mál einstakra viðskipta- vina bankans sem ekki var vitað um áður. Þegar samið var;um hlutabréf Útvegsbankans var nýverið búið að breyta honum í hlutafélag og ríkið að taka á sig umtalsverðar kröfur gamla Útvegsbankans á svokölluð- um biðreikningi og vart búist við fleiri uppákomum að marki. í reikningsskilum Útvegsbankans hf. um það leyti sem Alþýðubank- inn, Verslunarbankinn og Iðnaðar- bankinn voru að kaupa bankann var sett ákvæði í kaupsamning aðila um ákveðna fjárhæð í afskriftarsjóði. Ákvæði var einnig sett um að endur- skoðendur skyldu meta útlán fimm- tíu stærstu lánþega bankans auk þess að meta sérstaklega öll vanskil og traustleika skuldunautanna. Þetta var gert að ósk kaupenda vegna þess að ekki var tækifæri til þess þá vegna bankaleyndar. í kaupsamningnum segir að gera skuli Útvegsbankann upp 31. júlí 1989 og nota sömu reikningsskilaað- ferðir og notaðar voru við ársupp- gjör 1988. í júlí voru hins vegar gerðar breytingar á skilaaðferðunum sem meðal annars lúta að mati á hlutabréfaeign. Endurskoðendur ráðuneytisins töldu jafnframt að þar sem sérstakt tillit hefði þegar verið tekið til vafasamra lánþega, mætti lækka svokallað almennt varúðar- frávik vegna útlána úr 1% í 0,5%. Endurskoðendur ríkisins telja að svo mikið hafi verið fært í sérstakar svokallaðar afskriftir þar sem hvert einstakt fyrirtæki er metið að ekki sé þörf á að hafa þessa varúðarhlutfalls- tölu eða afskrift hærri en 0,5%. Hér telja íslandsbankamenn að um 60 milljónir sé að tefla. -sá HAMARKSGREIÐSLUR vegna sérfræði- læknishjálpar Frá 1. maí 1990 til ársloka skulu hámarksgreiðslur sjúkratryggðra, annarra en elli- og örorkulífeyrisþega, vegna sérfræðilæknishjálpar, röntgengreininga og rann- sókna, miðast við kr. 8.000.00. Gegn framvísun kvittana fyrir greiðslum þessum hjá skrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggvagötu 28, Reykjavík, fá sjúkratryggðir skírteini, sem undanþiggja þá frekari greiðslum til áramóta. Kvittanirnar skulu auk nafns útgefanda bera með sér tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag, nafn og kennitölu hins sjúkratryggða. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.