Tíminn - 10.05.1990, Side 4

Tíminn - 10.05.1990, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 10. maí 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Vamarmálaráð- herra Sovétríkjanna, Dmitri Yasov, gagnrýndi í gær harkalega þjóðemissinna í Lithaugalandi í ræðu, sem hann hélt á Rauða torginu. Hann stóð næstur Gorbatsjof, þegar hann flutti ræðu í tilefni þess, að 45 ár voru í gær liðin frá ósigri Þýskalandi nasista i seinni heimsstyrjöld. Yasov sagði, að von væri umbóta I sovéska hemum. Hann sagði, að stjórnvöld yrðu að vera á verði gagnvart hótun- um frá her landsins og sjá til þess, að róttækum umbótum yrði ekki kollvarpað. MOSKVA - Sovéski herinn hélt hersýningar í gær í Eystrasaltslöndunum í tilefni frelsunar þeirra undan Þjóð- verjum i seinna stríði. Þessar hersýningar vom haldnar í óþökk flestra stjórnenda þessara landa. Sovésku her- sveitirnar horfðust víða í augu við mannfjölda, sem hafði blendnar tilfinningar til „frels- unari' Rauða hersins. NÍKÓSÍA - Stjómvöld í íran tilkynntu í gær, að þau hefðu komist að samkomulagi við Bandaríkjamenn um ýmis ágreiningsefni varðandi fjár- mál, sem urðu til í íslömsku byltingunni 1978. Útvarpið í Teheran hafði eftir sendinefnd (rana, sem ræðir þessi mál við Bandaríkjamenn, að (ranir hafi samþykkt að borga Bandaríkjamönnum 105 mill- Ijónir dala vegna ýmissa krafna, sem Bandaríkjamenn hafa sett fram. WASHINGTON - Stjórn Bandarikjanna vill vara bandamenn sína við að búast ekki við of miklu I afvopnunar- viðræðum við Sovétmenn, sem hefjast eiga 30. maí næstkomandi. Diplómatar og embættismenn stjómarinnar segja, að Bandaríkjastjóm vilji ekki að ráðstefnan verði sögð hafa mistekist, þótt nýr samn- ingur verði ekki undirritaður. KANANASKIS, KANANDA - Varnarmálaráðherrar Nato- ríkjanna hittust í gær til að ræða endurmat á þörfmni fyrir kjamorkuvopn í Evrópu í Ijósi bættar sambúðar austurs og vesturs. Rætt verður um ný flugskeyti Bandaríkjamanna á fundinum, en ekki verður rætt um væntanlega staðsetningu þeirra. PARÍS - Forseti Suður-Afr- íku, F.W. Klerk kom til Frakk- lands í gær til að kynna Frök- um áætlanir sínar um hvemig megi afnema aðskilnaðar- stefnuna í landi hans. Frakkar tóku á móti forsetanum með lítilli viðhöfn og vildu með því forðast að sýna De Klerk of mikinn stuðning. De Klerk mun ferðast um Evrópu ( 18 daga og kynna hugmyndir sínar. Hann mun koma til átta annarra ríkja Efnahags- bandalagsins og auk þess heimsækja Sviss. JERÚSALEM - Verka- mannaflokkkur Israels klofn- aði í gær í afstöðu sinni til málefna Palestínumanna. PARÍS - Franskir kommún- istar hafa nú líf frönsku ríkis- stjómarinar í hendi sér. Hægri menn hafa borið fram van- trausttillögu á stjómina og ef komúnistar styðja hana fellur stjómin. Franskir kommúnist- ar boðuðu til skyndifundar í gærtil að ræða um, hvort þeir ættu að styðja hægri menn eða ekki. Frá því í desember síöastliðnum hafa 5300 Víetnamar leitað hælis í Vestur-Þýskalandi. Flestir Víet- namanna eru verkamenn frá Austur-Þýskalandi, sem komm- únísk stjómvöld fluttu inn vegna vinnuaflsskorts í landinu. Vinnu- aflsskorturinn stafaði m.a. af flótta Austur-Þjóðverja til Vestur- Þýskalands í leit að betri lífskjör- um, en nú eru Víetnamamir famir að feta í fótspor flóttamanna. Samkvæmt samningi við stjóm- völd í Víetnam frá 1980 eiga 60 000 Víetnamar að starfa í A- Þýskalandi. Þegar samningurinn var gerður, bjuggu bæði ríkin við kommúnisma, en víetnömsk stjómvöld hafa nú beð- ið ný stjómvöld í Austur-Berlín að halda áfram að virða samninginn. Þau vilja hins vegar gjaman losna við erlenda verkamenn, þar sem þau glíma nú við nýtt vandamál, sem er atvinnuleysi. Atvinnuleysi í Austur- Þýskalandi þrefaldaðist í síðasta mánuði, en það var svo til óþekkt áð- ur en efnahagsumbætur hófust í des- ember. Búist er við að fjórðungur vinnandi manna missi vinnu við gjaldeyrissamruna Vestur- og Aust- ur- Þjóðverja 2.júlí, þegar gömlum verksmiðjum verður lokað og fækk- að verður í embættismannakerfinu. Víetnam, sem er eitt fátækasta land jarðar, hefur lengi reitt sig á stuðning Sovétríkjanna og bandalagsríkja Víetnamskir flóttamenn við Brandenburgarhliðið. þeirra og hafa ráðamenn þeirra fylgst áhyggjufullir með þeim stjómmála- breytingum, sem nú eiga sér stað í Austur-Evrópu. í gær lagði utanríkis- ráðherra Víetnama, Nguyen Co Thach, í 10 daga ferðalag um Evrópu með það að markmiði að reyna að ijúfa efnahagslegu einangmn lands síns. Bandaríkjamenn og margar aðr- ar vestrænar þjóðir settu Víetnam í viðskiptabann, þegar þeir réðust inn í Kambódíu 1978, en Víetnamar segj- ast t’ ' hafa kvatt heim hersveitir sín- ar. Þeir vilja gjaman hvetja vestræn fyrirtæki og ríkisstjómir til að fjár- festa í landi sínu. Thach mun íyrst fara til Bonn og hitta utanríkisráð- herra V- Þjóðverja, en þaðan heldur hann til Belgíu og Ítalíu. Hins vegar ráðgerir hann ekki að fara til Austur- Berlínar. 5300 Víetnamar hafa flúið A-Þýskaland Segja Ungverjar sig úr Varsjárbandalaginu? Fulltrúar stærsta stjómarandstöðu- flokks Ungverjalands bám í gær fram þá ósk, að komandi ríkisstjóm lands- ins endumýjaði ákvörðun Ungverja ffá árinu 1956 um að segja sig úr Var- sjárbandalaginu. A sínum tíma varð þessi ákvörðun Ungverja til þess, að Sovétmenn sendu hersveitir til landsins, sem bældu niður frelsisbarátttu þeirra. Leiðtogi stærsta flokks á þingi, Jozs- ep Antall, reynir nú að mynda lýð- ræðisstjóm í Ungveijalandi. Hann hefúr áður sagst vilja treysta sjálf- stæði Ungverjalands án þess að raska valdajafnvæginu í Evrópu með úr- sögn úr Varsjárbandalaginu. Fulltrú- ar a.m.k. eins væntanlegs stjómar- flokks hafa lýst yfir stuðningi við úrsögn úr Varsjárbandalaginu. Áður en tillagan verður lögð fyrir þing Ungverja, þar sem reynt verður á þingstyrk hennar, verður fjallað um hana í utanríkismálanefnd. Umbætur í Albaníu Albanía, sem lengi hefúr verið vígi rétttrúaðra Stalínista, virðist nú stíga fyrstu skref sín í átt til umbóta. í gær birti ríkisstjóm landsins um- bótaætlun á sviði mannréttinda. Af- létt var banni við „trúaráróöri", dauðarefsing var afnumin fyrir flest brot og Albönum leyfist nú að sækja um vegabréfsáritun til ann- arra landa. Þessar ráðstafanir em þó smávægilegar miðað við þær um- bætur, sem átt hafa sér stað í lönd- um Austur-Evrópu. Albanska ríkis- stjómin hefúr þó Iýst yfir vilja sínum til að minnka þá einangrun, sem landið er f á flestum sviðum. Sprengja drepur tvo í Punjab og slasar 30 Að minnsta kosti tveir menn létu líf- ið og þijátíu menn slösuðust, þegar tvær tímasprengjur sprungu í Punjab í gær. Sprengjunum hafði verið komið fyrir í tveimur langferðabifreiðum í helgri borg Shíka, Amritsar í Norður-Ind- landi. Flestir farþeganna vom Hindú- ar. Lögregla grunar herskáa aðskilnað- arsinna meðal Shíka um að standa að þessum og öðrum sprengingum í Punj- ab að undanfomu, en þeir beijast fyrir sjálfstæðu riki Shíka í Punjab. Síðustu sex vikur hafa a.m.k. 65 menn dáið i þremur sprengingum í Punjab, en meira en 1000 hafa dáið í herferð Shika allt árið. 1800 létu lífíð í fyrra. 25. maí verður öll olía búin: Thatcher ræðir við Prunskiene Forsætisráðherra Lithauga, Kazimi- era Pmnskiene, hitti starfssystur sína Margaret Thatcher í London í gær. Hún sagði eftir fund þeirra, að Thatc- her hefði sýnt sjálfstæðisbaráttu Lit- hauga mikinn skilning. „Við skildum hvora aðra fúllkom- lega. Ég er mjög, mjög ánægð“, sagði Pmnskiene eftir viðræðumar við Thatcher. Hún sagði, að Thatcher styddi Lithauga, en vildi ekki skýra í smáatriðum, í hveiju sá stuðningur væri fólgin. Hún sagði þó, að þær Thatcher hefðu verið sammála um, hvaða stefnu sjálfstæðismál Lithauga ættu að taka; ágreiningsefni við Sov- étmenn þyrfti að leysa með viðræð- um, sem ekki stefndu í hættu þeim árangri, sem náðst hefði með bættri sambúð austurs og vesturs. Á blaðamannafúndi sagði Pmnski- ene, að olíubirgðir Lithauga entust ekki nema fram að 25. maí næstkom- andi og að þá yrði alvarleg kreppa í landinu. Lithaugar vildu semja við Sovétmenn um hvað sem væri, en ekki kæmi til greina að afturkalla sjálfstæðisyfilýsingu Lithauga frá 11. mars. Pmnskiene vill greinilega líkjast Thatcher, því að við komu sína frá Washington á þriðjudag kallaði hún sig „Thatcher Lithauga“. Frá London fer hún til Parísar í dag. Thatcher Prunskiene - Líkjast þær?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.