Tíminn - 10.05.1990, Síða 7

Tíminn - 10.05.1990, Síða 7
Fimmtudagur 10. maí 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: A að stjórna Islandi frá Reykjavík eða Brussel? Þegar landhelgissamningur við Breta var undimtaður 1976 gerðu íslendingar sér yfirleitt von um að þorskastríðinu væri lokið með viðurkenningu Breta á 200 mílna auðlindalögsögu ís- lands. Þó brá það nokkrum skugga á lokaviðræðumar að utanríkisráð- herra Breta sagði að hér eftir myndu Bretar og Islendingar ekki ræðast meira við um þessi mál því Efnahagsbandalag Evrópu myndi taka við af þeim og ræða um fisk- veiðiréttindi innan lögsögu íslands. Islendingar tóku þessu ekki illa því að þeir treystu Efnahagsbandalag- inu til að sýna sanngimi eins það hafði gert þegar samið við það um fríverslun 1972. Þá sýndi bandalag- ið góðan skilning á sérstöðu íslands og fengu íslendingar mun betri samning en t.d. Norðmenn sem höfðu samið við bandalagið skömmu áður. Sá galli var á ffíverslunarsamn- ingnum að honum fylgdi hin svo- kallaða bókun 6, en samkvæmt henni gat Efhahagsbandalagið ffest- að gildistöku niðurfalls tolla á viss- um sjávarafurðum ef óljóst orðuðu skilyrði yrði ekki fullnægt af íslend- ingum. íslendingar töldu að með Os- lóarsamningnum hefði verið full- nægt ákvæðum bókunar 6. Það olli Islendingum því nokkrum vonbrigðum þegar viðræður hófust milli þeirra og fulltrúa Efnahags- bandalagsins, að þeir lögðu áherslu á að tollalækkun sú, sem fólst í bókun 6, yrði ekki til ffambúðar nema samningar tækjust um að Efnahags- bandalagið eða þátttökuríki þess fengju veiðiréttindi innan fiskveiði- lögsögu íslands þegar tímabundin fiskveiðiréttindi sem Bretar fengu samkvæmt Oslóarsamningi Breta og íslendinga féllu úr gildi. Viðræður Islendinga við fulltrúa Efhahagsbandalagsins hófust sum- arið 1976. Þær strönduðu strax á því skilyrði Efhahagsbandalagsins að íslendingar veittu því eða þátttöku- ríkjum þess veiðiréttindi innan fisk- veiðilögsögu íslands. Ég átti sæti á einum fyrsta fundinum, þar sem Matthías Bjamason hafði orð fyrir Islendingum sem sjávarútvegsráð- herra. Ég minnist enn skýrra og af- dráttarlausra svara hans sem ég man að vísu ekki lengur orðrétt en efnis- lega vom þau á þá leið að Islending- ar gætu aldrei fallist á að tengja sam- an fiskveiðiréttindi og viðskiptaffíð- indi. Veiði Efhahagsbandalagsríkja innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi kæmi þvi ekki til greina. Þetta vom eðlileg svör af hálfu Matthíasar sem var nýbúinn að und- irrita samning við Breta um viður- kenningu þeirra á 200 mílna fisk- veiðilögsögu íslands. Slíkt hefði þýtt að Islendingar hefðu strax gefist upp eftir að vera búnir að sigra í þorskastríðinu. Að vissu leyti minn- ir þetta svar Matthíasar á afstöðu Litháa nú, sem segjast ekki láta Rússa þvinga sig til að afturkalla sjálfstæðisyfirlýsinguna. Af svipuð- um ástæðum getum við ekki látið Efnahagsbandalagið þvinga okkur til að glata því sem vannst í þorska- stríðinu. Síðan hefúr þetta haldist óbreytt. Efnahagsbandalagið hefúr boðið viss viðskiptaffíðindi gegn því að öðlast fiskveiðiréttindi innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu. Islend- ingar hafa hingað til hafhað slíkum afarkostum. I raun krefst Efnahagsbandalagið miklu meira en fiskveiðiréttinda inn- an íslenskrar fiskveiðilögsögu. Það krefst einnig frjálsra fjánnagnsrétt- inda og frjálsra búseturéttinda og sameiginlegs vinnumarkaðar. Þessa er krafist af þeim sem ganga í Efna- hagsbandalagið. Þetta er þó ekki allt. Þess er jafn- ffamt krafist að rekist lög aðildarrík- is og Efhahagsbandalagsins á, séu það lög bandalagsins sem eiga að gilda. Aðildarríkið verður með öðr- um orðum að afsala fúllveldi sínu, þar sem lög Efhahagsbandalagsins em stöðugt að breytast á þann veg að yfirþjóðlegt vald þess færist í auk- ana. Gæti þetta í raun þýtt að smá- ríki, sem slíkt þarf að þola, gæti lið- ið undir lok. Fijálsir fjármagnsflutn- ingar og búseturéttindi gætu þýtt að útlendingar fengju fúll yfirráð yfir islenskum fiskimiðum, einkum þó ef tekin yrði upp sú regla að selja kvót- ann hæstbjóðanda. Innganga í Efhahagsbandalagið myndi því í raun og vem þýða að stjóm landsins myndi færast frá Reykjavík til Brússel. Spumingin um það hvort við eigum að ganga í Efhahagsbandalagið er þá í raun spuming um það hvort stjóma eigi íslandi frá Reykjavík eða Briissel. Staða Islendinga í slíku bandalagi er allt önnur og miklu veikari en þjóða sem em margfalt stærri. Smá- þjóðir myndu troðast undir og þurrk- ast út í slíkum félagsskap. Það er út í hött að bera okkur saman við Dani eða Norðmenn í þessu sambandi því að þeir em margfalt fjölmennari og fjárhagslega sterkari en við. Danir hafa enn ekki haft annað upp úr að- ild að bandalaginu en að atvinnu- leysi er þar miklu meira en hér á landi. Spumingin sem Islendingar verða að svara þegar spurt er um hvort þeir eigi að ganga í Efnahagsbandalagið er einfaldlega þessi: Hvort cr betra að íslandi sé stjómað frá Reykjavík eða Briissel? Þessari spumingu ætti hverjum þeim sem er og vill vera ís- lendingur að reynast auðvelt að svara. Aróður þeirra, sem vilja að ísland gangi í Efnahagsbandalagið, virðist meðal annars byggjast á þeim mis- skilningi að þeir líta á Vestur- Evr- ópu eins og hún sé allur heúnurinn. Þeir gæta þess ekki að utan Efha- hagsbandalagsins em sum bestu við- skiptalönd okkar nú, eins og Banda- ríkin og Japan, og mörg önnur sem í framtíðinni eiga eftir að verða mikil- væg viðskiptalönd okkar, eins og Austur-Evrópa þegar hún hefúr los- að sig við ok kommúnismans. Þeir gleyma því að íslenskur fiskur er gæðavara sem mun njóta vaxandi eftirspumar eftir því sem fiskneysla eykst í heiminum. Islenskir fiskút- flytjendur njóta nú hækkandi verð- lags í mörgum Efhahagsbandalag- slöndum. Ekki síst fá þeir þar betra verð fyrir saltfisk, þrátt fyrir tolla. ís- lendingar þurfa ekki að afsala sér yf- irráðum yfir fiskveiðilögsögunni í einhveiju hræðslukasti út af því að fiskmarkaðir séu að tapast. Vestur- Evrópa mun hafa þörf fyrir íslensk- an fisk og kaupa hann háu verði þrátt fyrir tolla sem munu fyrst og fremst bitna á neytendum þar, sem vegna tollsins verða að kaupa fiskinn á hærra verði en ella. Halldór Þórðarson, Laugalandi: HVERT ÆTLUM VIÐ? Svo óhönduglega tókst til að nið- urlag greinar Halldórs Þórðarsonar á Laugalandi féll niður, en greinin birtist í Tímanum sl. fostudag. Rétt er greinin svona: Við Islendingar erum aðilar að mörgum sáttmálum. Gamli sáttmáli er þeirra elstur. Til hans var vandað — en ekki hélt hann nema stuttan tima. Einn maður fékkjarlsnafnbót en almenningur tapaði — og því meira sem bókfellið gulnaði lengur. Einn þeirra sátt mála sem ísland á aðild að er bann gegn þrælahaldi — þó ekki algjöru. Skv. þessum samn- ingi mega allir þjóðhöfðingjar eiga þræla — kaupa þá og selja. Margir fleiri samningar okkar eru áhuga- verir. T.d. er Hæstiréttur íslands ekki lengur æðsti dómstóll í málum Islendinga. Utanstefnur eru hafnar að nýju. Skv. þeim dómstóli getur verið vítalaust að brjóta íslensk lög og utan hefúr verið stefht mannrétt- indabroti eins og því að takmarka rétt til að láta hund skíta á annarra manna tröppum — og þannig utan enda. Við bönnum iðnrekendum að flytja inn þræla en við erum aðilar samnings sem bannar tálmanir á innglutningi vamings sem er ffam- leiddur af þrælum, jafhvel á bams- aldri. Við „eigum“ óskabam þjóð- arinnar. Nú skráir það skip sín fjarri íslandi — til að losna við reglur um mannsæmandi laun og aðbúnað þeirra sem þar eiga að vinna fyrir kjaftfylli af hrísgijónum á dag. Með þessari skráningu losnum við líka við allt öryggiseftirlit. Við saumuðum fatnað og skótau — og gafst vel. Þetta er liðin tíð, við get- um ekki keppt við lönd sem nota þræla, það heitir á fínu máli „ódýrt vinnuafl" og „laðar að sér erlent fjármagn“. Alafoss heitir verst rekna fyrirtæki á Islandi. Stjóm þess er í höndum lærifoður allra hagffæðinga í landinu auk stjómar- formanns Flugleiða, forstjóra SIS og ffamkvæmdastjóra stærsta út- gerðarfélags á Islandi. Hráefhi fær Alafoss að mestu gefins. I þetta fyr- irtæki er ausið 1000 milljónum á ári og sér þess engan stað. Og þó, stjómendur telja sig sjá bjarma í austri, þeir em að koma sér upp vinnustofú í Kína til að pijóna úr ís- lenskri ull. Kinverskar kerlingar munu ekki þurftarffekar og til margra hluta nytsamlegar — ekki síður en aðrar sem keyptar em þar austur ffá fyrir gjaldeyri sem ennþá er aflað af Islendingum. Við lokuð- um landhelginni svo við einir sæt- um að þessari auðlind. Nú em uppi kröfúr um eignarrétt ólíklegustu manna á fiskinum í sjónum. Frá mér séð er fáránlegt að halda því ffam að við Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin, Steingrimur eða Gylfi eig- um að fá greiðslu fyrir leyfi ffá þeim sem enn draga fisk úr sjó. Það em ekki mörg ár síðan menn nefndu fyrst leyfisgjald af óveidd- um fiski — nú er þetta orðin hávær krafa studd af æðstu hagfræðikenn- umm þjóðarinnar. Sömu ffæðingar Þar værum við betur staddir en hjá EB sem stefnir að því að loka sínum hring, svo auð- veldara verði að ræna arði af iðju þeirra sem minnst hafa fjárráðin. Óðastir í þessu innlim- unarmáli eru þeir sem hæst heimta frelsi fyrir lönd Austur- Evrópu. segja sjálfsagt að selja útlendingum veiðiréttin, beint eða gegnum leppa. Við lokuðum landhelginni en nú bjóðumst við til að opna hlið- ið fyrir 30 silfúrpeninga. Fyrst lög- leyfðum við fjármagnseigendum rán á eignum ffumatvinnuveganna, svo þegar Seðlabankinn og fjár- magnseigendur em búnir að hreinsa til bjóðum við EBE þetta allt saman. Ahrifamenn í flestum stjómmálaflokkum boða hiklaust aðild að EBE, þar er fyrst talinn til gæða ffjáls flutningur fjármagns, óheftur innflutningur á ódýra vinnuafli, ffjáls innfiutningur land- búnaðarvara og yfirleitt fijáls að- gangur að öllum auðlindum lands og sjávar — með eða án leppa. Samningsstaða verkamanna gagn- vart Aluswiss virtist ekki sterk, skv. því sem lesið varð út úr blöðum um daginn. Þar er bara lokað ef því lík- ar ekki við alla hluti og þá fær það sitt ffam. Til að auka pressuna frá stóriðjunni vantar okkur endilega annað álver til að kaupa orku á broti af því verði sem ffystihús og aðrir verða að borga. Það heita ekki útflutningsbætur á máli útvarps- og sjónvarpsnianna. Varla styrkist staða ASÍ þegar hér verður orðið fullt af atvinnuleysingjum, íslend- ingum vegna þess að við flytjum hráefnið út og sveltandi útlending- um frá atvinnuleysissvæðum Evr- ópu. Ekki gilda hér lög ef þau stangast á við Rómarsáttmálann. Danir áforma að byggja geysistóra brú og buðu verkið út aðeins í Dan- mörku, m.a. til að slá á stórfellt at- vinnuleysi sem fylgdi aðild þeirra að EBE. Það kom svo á daginn að þeir máttu það ekki. Franskt fyrir- tæki kærði og Rómarsáttmálinn er æðri dönskum lögum. Frelsin fjög- ur em uppfylling æðstu drauma ólíklegustu manna. A síðasta aðal- fúndi Stéttarsambands bænda flutti ég eftirfarandi tillögu: „Aðalfúndur Stéttarsambands bænda 1989 lýsir yfir andstöður við aðild íslands að EBE og öllu valdaafsali íslensku þjóðarinnar hveiju nafni sem það nefhist.“ Þessari tillögu var eins og öðmm vísað til nefndar. Hún fór til 10 manna nefndar undir forystu varaformanns Stéttarsambandsins — og þaðan kom hún ekki. Ég veit ekki um aðra tillögu sem hefur ver- ið tekin svona úr umferð þau 10 ár sem ég hef mætt þar. Jakob Jakobs- son fiskifræðingur mun hafa sagt að ekki væri þörf fyrir Hafrann- sóknastofnun eftir eftir að ísland gengi í EB og varla verður þörf fyr- ir Stéttarsamband bænda eftir að við verðum þar aðilar. Hvað segja má um Verkamannasambandið og Sjómannasambandið þegar þar verður komið sögu veit ég ekki, þá verður „hugsjón stóra óskabams- ins“ alls ráðandi til sjós og lands. Sem betur fer er heimurinn ekki bara EB, Ameríka öll, Mið- og Austur-Evrópa, Japan og fieiri lönd em líka til. Japanir hafa stóran og góðan markað og em vinveittari Islend- ingum en Efnahagsbandalagið fyrr og síðar. En fjarlægðin er mikil og sfyður að því að senda aðeins full- unna gæðavöm sem við getum vel framleitt. Þar væmm við betur staddir en hjá EB sem stefnir að því að loka sínum hring, svo auðveld- ara verði að ræna arði af iðju þeirra sem minnst hafa fjárráðin. Oðastir í þessu innlimunarmáli em þeir sem hæst heimta frelsi fyrir lönd Aust- ur- Evrópu. Það er ekki vonum fyrr að við spyijum leiðtoga okkar eins og Pét- ur postuli forðum, þegar hann mætti meistara sínum á leið inn í Rómaborg: Quo vadis, domine? Að morgni langa frjádags 1990. Lesendur og höfúndur em beðnir velvirðinga á þeim leiðu mist«kum sem hér áttu sér stað.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.