Tíminn - 10.05.1990, Page 20

Tíminn - 10.05.1990, Page 20
AUGLÝSINOASÍMAR: 680001 —686300 ~| Wá SAMVINNUBANKANS SIÍÐURLANDSSRAUT 18, SÍMi: 68SS68 PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Tíniinn FIMMTUDAGUR 10. MAl 1990 Loftmengun frá álverinu lítil í niðurstöðum athugunar á loftmengun á Hvaleyrarholti kemur fram, að flesta daga þess tímabils, sem mælingar stóðu yfir, var mengun lítii eða undir 5 míkrógrömmum í rúmmetra lofts. Það var heilbrigðisráð Hafnarfjarðar, sem lét framkvæma mælingarnar, en þær hófust 25. október 1989 og stóðu til 1. apríl sl. Mælistöðin er í um tveggja km fjarlægð frá álverinu og var brennisteinstvíildi mælt Meðalgildi tímabilsins var 2,5 míkrógrömm í rúmmetra lofts, sem er tryggilega undir viðmiðun- armörkum mengunarvamarreglu- gerðar. Hæsta sólarhringsgildi var 12,6 míkróg./rúmm. sem er langt undir mörkum Alþjóðaheilbrigð- ismálastofhunarinn- ar, en íslensk mörk eru þar ekki til. Samanburður við veðurathuganir benda til þess, að umferð og at- vinnustarfsemi á höfuðborgar- svæðinu valdi vel mælanlegri mengun einstaka daga og eiga tvö hæstu sólarhringsgildin að öllum líkindum rætur að rekja til slíkrar mengunar. í 13 sólarhringa af 18, þegar mengun mældist yfir 5 míkróg./rúmm. var vindur að mestu norðan- og austanstæður, þ.e. ffá höfúðborgarsvæðinu, en í 5 sólarhringa suðvestanstæður, þ.e. frá Straumsvík. í tilkynningu frá heilbrigðiseftir- liti Hafnarfjarðar segir, að mæli- tímabilið sé marktækt hvað varðar tíðni vindátta frá Straumsvík. Slíkar áttir eru sjaldgæfar og blöndunarskilyrði í þeim góð. „Það virðist skýring þess, að mengun af völdum brennisteins- tvíildis frá álverinu reynist ekki meiri en raun ber vitni, þó útblást- ur efuisins ffá verksmiðjunni sé verulegur," segir í tilkynningunni. Mælingum þessum verður haldið áffam út þetta ár og er það tekið ffam, að hugsanlegt sé, að niður- stöður fyrir vor- og sumarmánuði verði eitthvað frábrugðnar, þó svo að ólíklegt sé að meginniðurstöð- ur breytist. —ABÓ Háskólakennari gleymir að semja próf og mæta á prófstað, þar sem 12 nemendur biðu að afloknum stífum próflestri: Nemandi hné í ómegin er til- kynnt var um frestun prófs Síðastliðinn þriðjudag klukkan níu hugðust tólf nemendur í íslensku við Háskóla íslands þreyta próf í nám- skeiði, sem heitir „aðferðir í bókmennt- um“. Ekki varð af því vegna þess að kennarinn, Matthías Viðar Sæmunds- son, lektor, haíði ekkert próf samið og var nemcndum tilkynnt, að prófið yrði að öllum líkindum fellt niður. Nemend- unum, sem höiðu lokið löngum og erf- iðum próflestri, brá að sjálfsögðu í brún og einum þeirra varð svo mikið um, að hann féll í öngvit. Að sögn Þórðar Kristinssonar próf- stjóra í Háskóla Islands haíði kennar- inn, sem átti að sjá um að semja prófið, talið, að prófið ætti að vera síðar í mán- uðinum og því engu prófi skilað inn. Hér væri því um misskilning að ræða. Þórður sagði, að prófið hefði síðan far- ið ffam í gær. Hann sagði, að enginn eftirmáli yrði vegna þessa máls annar en sá, að viðkomandi kennari yrði áminntur um að lesa vel öll gögn, sem hann fengi í hendur um prófdag. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Tíminn hef- ur aflað sér, var ítrekað reynt að hafa upp á Matthíasi, en þrátt fyrir mikla leit tókst það ekki. EfTir því sem næst verður komist, er þetta einsdæmi í sögu Háskóla Islands, enda eiga þjóðsögur og skrýtlur af við- utan prófessorum sér takmarkaða stoð í veruleikanum. Mál þetta hafði m.a. þau áhrif, að fýrirvaralaust var ákveðið að stytta próftimann um helming og auka vægi vetrareinkunnar upp í 50%. Ekki náðist í Matthías Viðar í gær. - ÁG Emstrurnar friðaðar Búfé verður ekki rekið eða flutt á af- réttarsvæðið á Emstrum, sem er landssvæðið austan við Markarfljót norðan Þórsmerkur. Landgræðsla rikisins og sveitar- stjóm Hvolhrepps hafa gert sam- komulag um ffiðun svæðisins, en þar er gróður viðkvæmur og þolir illa beit. Emstmr em að margra áliti nátt- úmperla. Land er þar víða ógróið og því hefúr Landgræðslan og landbún- aðarráðuneytið lagt áherslu á að ffiða svæðið. —sá M-hátíð í Borgarnesi Hinn sérstæði Bjöllukór Stykkis- hólms kemur fram á M-hátíð Vestur- lands í íþróttamiðstöðinni í Borgar- nesi á laugardaginn kemur. Auk hans koma ffam tveir söngkórar, stórsveit, fimleikaflokkur o.fl. Hátíðin hefst kl. 14. Henni lýkur um miðnættið. —sá Bilun í kjarnaofni í Dounreay: SIGLINGAMÁLASTOFNUN KREFST UPPLÝSINGA Morðið við Stóragerði í Reykjavík: Fariö fram á framlengingu gæsluvarðhalds Rannsóknarlögregla ríkisins hefur farið fram á, að gæsluvarð- haldi tvítugrar stúlku, sem verið hefur í varðhaldi vegna morðsins í Stóragerði, verði framlengt til 23 mai. Gæsluvarðhaldsúrskurð- ur, sem kveðinn var upp yfir stúlkunni og öðmm manni 2. maí, rann út í gær, en ekki hefur verið farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum. Hins vegar situr hann enn inni, þar sem hann hafði ekki afplánað dóm, sem fallið hafði yfir hon- um. Sakadómur hefur tekið sér frest þar til í dag til að úrskurða í máli stúlkunnar. Siglingamálastofriun ríkisins hef- ur óskað eftir því við utanríkis- ráðuneytið, að það komi á fram- færi við bresk stjómvöld kröfu um upplýsingar vegna bilunarinnar, sem varð í kjamorkuverinu í Do- unreay í Skotlandi 26. apríl síð- astliðinn. Fréttir um bilunina eru óljósar, en ekkert hefur komið ffam, sem bendir til, að geislavirk efríi hafi boríst í hafið. Krafa Siglingamálastofhunar byggir á því, að bæði ísland og Bretland em aðilar að sáttmála, sem kenndur er við París og fjallar um vamir gegn mengun sjávar. Aðildarlönd hans hafa heitið því að tilkynna tafarlaust til aðildarlanda samningsins, ef geislavirk efni komast í sjó. Enn sem komið er, hefúr ekkert komið fram, sem bendir til, að geisla- virk efhi hafi komist í sjó. Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri segir, að stofnunin vilji engu að síður fá upplýsingar um það sem gerðist í Dounreay. Hann sagðist ekki eiga vona á, að þama hefði átt sér stað al- varlegt mengunarslys. Samkvæmt fréttum í breskum fjöl- miðlum lak bráðinn natríummálmur út í kælikerfi ofnsins. Þegar natríum kemst í samband við sjó verður ofsa- fengin efnabreyting og til verður vít- issóti og vetni. Þynntur vítissóti er ekki hættulegur og því er ekki talið, að um vemlega hættu sé að ræða. Fréttir um að bilun hefði átt sér stað í einum kjamaofni versins, bámst til breskra fjölmiðla í byrjun þessarar viku. Það eina, sem bresk yfirvöld hafa sagt um málið, er að leki hafi komið að kælibúnaði og því hafi ver- ið slökkt á kjamaofhinum. Fullyrt er, að lekinn sé „smávægilegur" og að engin geislavirk efni hafi sloppið út. Yfirvöld kjamorkumála i Bretlandi em alræmd fýrir að halda upplýsing- um leyndum eða gefa rangar upplýs- ingar um mál sem snerta kjamorku- iðnaðinn. Menn taka því fréttum frá þeim með mátulegri varúð. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.