Tíminn - 11.05.1990, Side 4

Tíminn - 11.05.1990, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 11. maí 1990 FRÉTTAYFIRLIT KAÍRÓ - Leiðtogar Araba- rfkja hafa ákveðið að hittast í Bagdad 28. maí næstkom- andi til að lýsa yfir reiði sinni vegna fjöldainnflutnings sov- éskra Gyðinga til ísraels. Val fundarstaðarins þykir benda til þess, að leiðtogarnir styðji hernaðaruppbyggingu Saddams Husseins forseta íraks, en hún hefur sætt gagnrýni á Vesturlöndum. NÍKÓSÍA - Fulltrúarfrá (ran og frá Efnahagsbandalaginu munu hittast f Dyflinni í næstu viku. Þeir munu ræða samskipti Evrópu og Irans, sem fara nú batnandi. Morð- hótanir við Salman Rushdie vegna bókar hans „Kölska- vers“ höfðu slæm áhrif á samskipti Irana við Evrópu- þjóðir, en sérstaklega við Breta. GENF - Ríki þriðja heims- ins gagnrýndu í gær Banda- ríkjamenn fyrir að vera á móti auknum fjárframlögum til bjargar ósónlaginu og sögðust ekki vilja taka þátt f öðrum mengunarvarnar- áætlunum nema ráðamenn í Washington skipti um skoð- un. BONN - Ráðamenn í Vest- ur-Þýskalandi hafa mætt andstöðu við áætlanir sínar um sameiningu Þýskalands. Til að reyna að hraða sam- einingunni hvöttu þau í gær stjórnvöld í Austur-Berlín til að hraða efnahagsumbótum og lofuðu Moskvustjórn fjár- hagsaðstoð. Helmut Kohl sagði, að ekki yrði hægt að sameina gjaldmiðla land- anna, nema Austur-Þjóð- verjar hæfu strax róttækar umbætur í efnahagskerfi sínu. BÚKAREST - Forsætis- ráðherra Rúmena Petre Ro- man ávítaði í gær þá sem vilja fresta væntanlegum for- setakosningum 20. maí. Hann sagði, að andstæðing- ar lon lliecu forseta Rúmen- íu væru and- lýðræðissinnar. KAÍRÓ - Hosni Mubarak forseti Egypta sagði, að 18 mánaða samningaviðræður við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefðu leitt til samkomulags. PEKING - Kínverjar segj- ast hafa leyst meira en 200 fanga úr haldi. Þeir voru handteknir f tengslum við mótmæli stúdenta á Torgi hins himneska friðar í fyrra. Fréttaskýrendur telja, að ætlun stjórnvalda sé að draga úr spennu í landinu fyrir eins árs afmæli blóð- baðsins. NÝJA DELHI - Fyrrum for- sætisráðherra Indlands Raj- iv Gandhi og fylgismenn hans hófu f gær 12 tíma föstu til að draga athygli að óeiningu meðal Indverja, sem leitt gæti til þess, að Indland klofnaði í smærri ríki. KATMANDÚ - Útgöngu- banni var í gær aflétt í Nepal vegna bætts ástands að sögn stjórnvalda. Háskóla- kennarar ákváðu að kenna ekki og krefjast þess að fá „akademískt" frelsi. útlönd Ný Evrópa: Havel vill breyta hernaðarbandalögum Forseti Tékka Vaclav Havel hvatti í gær til þess, að gömlu hemaðarbandalögin endurskoðuðu hemaðarhlutverk sín og snéru sér að því, að mynda nýtt öryggiskerfi handa sameinaðri Evrópu framtíðarinnar. Þetta kom fram í ræðu, sem Havel hélt á þingi Evrópuráðsins í Strass- burg. Hann sagði, að nýtt öryggis- kerfi gæti t.d. heitið „Helsinki örygg- iskerfið" og hann lagði til, að á ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem fulltrúar 35 þjóða munu halda seinna á árinu, verði gerð drög að nýju Helsinki samkomulagi að fyr- irmynd Helsinki samkomulagsins ffá 1975. I því samkomulagi verði ákvæði um öryggi í Evrópu auk ákvæða um mannréttindi. I nýjum Helsinki öryggissáttmála gætu verið bindandi ákvæði um öryggi milli þjóða en ekki aðeins leiðbeiningar og meðmæli. Havel sagði ennfiemur, að Nató og Varsjárbandalagið væru tákn kalda stnðsins. Þessi bandalög gætu eflt stjórmálahlutverk sín, en ættu að hætta hemaðarafskiptum. Þau hefðu hlutverki að gegna við afvopnun en ekki við hervæðingu. Nató væri vel í stakk búið til þess að taka þátt í myndun nýs öryggiskerfis Evrópu, þar sem það væri lýðræðislegt og öfl- ugt, en um Varsjárbandalagið sagði Havel, að það myndi líklega Ieysast upp, eftir að hafa hjálpað til við að af- vopna og sameina Evrópu. Það bandalag hefði orðið til vegna út- þenslustefnu Stalínismans og ætti sér ekki lengur tilverurétt. Þessum orðum fognuðu þingfulltrúar ákaft. Havel er fyrstur tékkneskra leiðtoga til að ávarpa Evrópuráðið í 40 ára sögu þess. Tékkum var ásamt Austur- Þjóðverjum veitt gestaaðild að ráðinu daginn fyrir ræðu Havels, en þjóðim- ar tuttugu og þijár, sem standa að Evrópuráðinu, hafa aðeins hleypt lýð- ræðisþjóðum inn í sínar raðir. Havel sagðist telja, að Evrópuráðið væri góð stofnun, sem stuðlað gæti að ein- ingu í Evrópu og sagði, að kosning- amar í næsta mánuði í Tékkóslóvakíu myndu fullnægja öllum skilyrðum um lýðræðislegar kosningar. Havel á íslandi. Kosningar í Júgóslavíu: Þjóðernissinnaðir Króatar vinna sigur Þjóðemissinnar unnu stórsigur í kosningum í Króatíu samkvæmt kosningtölum, sem birtar vom í gær. Þeir fengu hreinan meirihluta og bundu þar með enda á 45 ára valda- tíma kommúnista. Króatía er eitt af sex sambandsríkjum Júgóslavíu, en áður höfðu Slóvenar kosið sér nýtt þing og myndað stjóm án þáttöku kommúnista. Þessi tvö ríki em efn- uðustu rikin í sambandsríkinu Júgó- slavíu. Fulltrúar þjóðemissinna í þessum ríkjum telja, að íbúar þeirra leggi of mikið af mörkum til þarfa ríkisins og margir vilja aðskilnað frá sam- bandsríkinu. Slæmt efnahagsástand í Júgóslavía hefur leitt af sér átök þjóðarbrota og stuðlað að vaxandi þjóðemis- hyggju. Fréttaskýrendur telja, að vemleg hætta sé á, að Júgóslavía liðist í sundur vegna átaka þjóð- anna, sem byggja landið. Lykilatrið- ið í því sambandi segja þeir vera, hvort nýrri stjóm í Króatíu tekst að ná samkomulagi við stjóm Serbíu um lausari tengsl rikjanna. Serbía er stærsta riki landsins og þar er mikill stuðningur við miðstýringu, en Serbar og Króatar hafa lengi verið forystuþjóðir í sambandríkinu Júgó- slavíu. Forystumaður króatiskra þjóðemissinna Franjo Tudjmen hef- ur mildast nokkuð í afstöðu sinni til aðskilnaðar. Aður heimtaði hann aðskilnað, en nú talar hann frernur um að endurskoða leikreglumar í samskiptum ríkjanna. Nýtt þing Króata kemur líklega saman í lok mánaðarins eða í byijun júní. Þeir eiga aðeins að hlusta á Gyðinga: ísrael segir BNA hliðholl Aröbum Stjóm ísraels er ákaflega ósátt við, að Bar.daríkjamenn muni hugsanlega styðja tillögu hjá Sameinuðu þjóðun- um, sem beint sé gegn henni, en Bandaríkjamenn hafa jafhan beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu til að fella slíkar tillögur. Israelsk stjómvöld búast við að 100.000 sovéskir gyðingar flytjist til landsins á þessu ári, en að 750 000 komi á næstu 5 til 6 ámm. Margir leiðtogar Arabaríkja óttast að þessum nýju landnemum verði ætlað að setj- ast að á umdeildum landsvæðum. Þau orð Yitzhak Shamirs í janúar, að „vegna hinna mörgu landnema, þarf ísrael að vera stórt“, hafa ekki orðið til að draga úr þeim ótta. Samband stjóma ísraels og Banda- rikjanna hefur versnað mikið að und- anfomu, vegna tillagna Shamirs um ný landnám gyðinga og vegna þess að Shamir hefúr hafnað tillögum ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna um viðræður við Palestínumenn. Shamir vinnur nú að að því, að mynda hægrisinnaða ríkisstjóm með aðstoð öfgasinnaðra trúarofstækis- flokka, sem líkleg er til að að hafna tillögum Bakers og auka enn frekar landnám á herteknum landsvæðum ísraels. Margir embættismenn í ísrael óttast, að þetta stefni í hættu fjárhags- stuðningi Bandaríkjastjómar og skapi gjá á milli gyðinga í Bandaríkj- unum og ísrael, sem hafa stutt Israela með tugum milljóna dala árlega. Jöklar til Athafnamenn í Alaska eru famir aö selja jöklana sína. Jökulísinn er seldur í stórum molum til forvitinna útlendinga einkum til Japana. Auk þess er hann seldur sem hráefni í vodka og í sérstakt, jökulsjampó". Þeir sem selja jökulís vonast til að geta selt hann fólki, sem er um- hugað um hreint drykkjarvatn, en ís í jöklum getur verið aldagamall og úrkoman, sem myndaði hann getur hafa fallið löngu fyrir daga nútímaiðnvæðingar og mengunar. Jökulís hefur aðra áhugaverða eigin- leika. Is sem hefur myndast við mik- inn þrýsting lokar inni i sér loftbólur, sem springa og mynda glamur, þegar ísinn bráðnar við eðlilegan loftþrýst- ing, t.d. í hanastélsglösum. Auk þess hefur isinn á sér bláleita áferð, sem greinir hann frá ís úr kæliklefiim. Stjómvöld, sem sjá um úthlutun leyfa til auðlindanýtingar í Alaska, hafa veitt 11 fyrirtækjum heimild til að safha 5000 tonnum af ís á viku í Prins Albert-sundi og í Alaskaflóa. Enn sem komið er, hafa ísffamleið- endur nýtt miklu minna magn, jafhvel aðeins 2000 tonn á ári, en tonn af ís svarar til tenings, sem er um 3 metrar á hvem veg. Umhverfisyfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum af þeim spjöllum, sem námavinnsla af þessu tagi gæti valdið. Þeir staðir, sem henta íssöfhurum best em líka eflirsóttir af ferðamönnum og forstöðumönnum þjóðgarða þykir ís- námið vera til lítils framdráttar bættu umhverfi. Einn þeirra kallar ísnámið sóun og bendir á, að ísmola sé auðvelt að framleiða i ísskáp. Isffamleiðendur segja hins vegar, að í Alaska sé til nógur ís handa öllum. Einn þeirra Timothy Dimond, sem selt um hefur um 1200 tonn af ís síðustu tvö árin, segir, að ísinn bráðni hvort sem er á jöklunum og ístaka þeirra sé i svo smáum stíl, að það taki því ekki að hafa af honum áhyggjur. ísinn hefur hingað til aðallega verið solu seldur til Japans. Mark Wilson for- stjóri fyrirtækisins Wetco í Anchorage segir, að sala fyrirtækisins á jökulís hafi hafist af tilviljun árið 1987 á sölu- sýningu í Tókíó. Þar hafi fyrirtæki hans ætlað að kynna drykkjarvatn á flöskum frá Alaska. Japanimir urðu sem dáleiddir af brakhljóðunum, sem ísmolamir gáfu ffá sér og kölluðu það „hvísl aldanna“. Wetco selur nú vatn og is frá Alaska fyrir um 500 milljón- ir króna á ári. Fyrirtækið einbeitir sér nú að sölu á vörum unnum úr jökul- vatni; vatni á flöskum, vodka úr jökul- vatni og fyrirtækið selur jökulvatn til fyrirtækis í Kalifomíu, sem útbýr sér- stakt ,jökulsjampó“. Atvinnulíf í Alaska er mjög einhæft. Tekjur fylkisins em fýrst og ffemst af olíuiðnaði, en yfirvöld vonast til að geta haft tekjur af íssölunni. ístakar borga nú aðeins um 5000 kr fýrir leyfi til ísnáms. Sem vænta má, em istakar á móti allri skattlagningu og segja, að hún muni stöðva allan ísútflutning.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.