Tíminn - 11.05.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 11.05.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur 11. maí 1990 Tfminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofun Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 íslenskur iðnaður Oskandi væri að Félagi íslenskra iðnrekenda heppnaðist að gera kjörorðið „Kaupum íslenskt“ að grundvallarreglu í hugum íslenskra neytenda. Því miður verður þó að láta í ljós efasemdir um að sú alvara fylgi þessum orðum sem vera þarf til þess að gera þau að lífsreglu á íslenskum heimilum. Islenskir iðnrekendur hafa á síðustu árum verið að breyta atvinnustefnu sinni á þann hátt að leggja enga megináherslu á að iðnaður sé rekinn á íslandi, ef því þarf að fylgja sú kvöð að vikið sé ífá alþjóðahyggju auðhringanna og hugsjóninni um landamæralausa kaupsýslu af hvaða tagi sem er, þ. á m. hömlulausu íjárstreymi út og inn og opnum vinnumarkaði. Núverandi stefna íslenskra iðnrekenda er að þeir skuli af hugrekki og garpskap brautryðjandans búa sig undir landvinninga í hinum alþjóðlega viðskipta- heimi, saíha kröftum, en umfram allt fjármagni til þess að koma sér fyrir með fyrirtæki sín og hvers kyns athafnir þar sem ágóðavonin er mest sam- kvæmt lögmálum ljárrentunnar og kenningum staðl- aðrar rekstrarhagfræði nýkapitalismans. Þessi iðnað- arstefna felur að sjálfsögðu ekki í sér neina viðleitni í þá átt að framleiðslu- og samkeppnisiðnaður sé endilega rekinn á íslandi. Öðru nær. Hins vegar er í þessari stefnu fólgin krafa um að gera íslenskum iðnrekendum kleift að flytja fé sitt þangað sem arðs- vonin er mest. Nú má vera að þetta sé hyggileg krafa einstakra fésterkra iðnrekenda, en á ekkert skylt við það að byggja upp íslenskan iðnað. Það er ekki ís- lenskur iðnaður, þótt kapitalistar með íslenskt ríkis- fang reisi verksmiðju í Portúgal til þess að notfæra sér fátæktina í því landi, eða öðrum fátæktarlöndum eftir atvikum, til þess að græða á henni. íslenskur iðnaður er sá einn sem starfar á íslandi og veitir ís- lensku fólki vinnu í sínu eigin landi. Stefnubreyting iðnrekenda að því er varðar áhersl- ur í starfsemi þeirra og athöfhum hlýtur að vekja ugg um ffamfíð íslensks iðnaðar. Síendurtekin krafa úr röðum iðnrekenda um að íslendingar búi sig undir að gerast aðilar að Evrópubandalaginu er ekki ein- göngu varhugaverð frá pólitísku sjónarmiði heldur út ffá almennum hagsmimum iðnaðarins sjálfs og þeirra sem við hann vinna. Nú skal það viðurkennt að íslenskur iðnaður hlaut að taka stakkaskiptum ffá því sem var á tímum hafta og hárra vemdartolla. Hins vegar er það hnignunar- merki á íslenskri iðnaðarforystu að gefast upp á sinni fyrri stefhu að búa lífvænlegum, atvinnuskapandi og þjóðnauðsynlegum iðnaði viðunandi rekstrar- og vaxtarskilyrði. I þeim efhum var og er hægt að krefja stjómvöld um fjármála- og efhahagsráðstafanir sem iðnaðinum ber og varðar auk þess heildarhagsmuni þjóðarbús og atvinnuuppbyggingar, það sem snýr að iðnaðarmönnum og iðnverkafólki. Víst er það gott ráð að hvetja íslenska neytendur til að kaupa íslenskar vörur með hrífandi slagorðum, en aðeins virk iðnaðarstefna af hálfu stjómvalda og vilji iðnrekenda til að starfa á íslandi en ekki Portú- gal, ráða því hvort til sé íslenskur iðnaður eða ekki. Ólafur Ragnar Gnmsson, fjár- málaráðherra hefur nú enn einu sinní fengið borgarstjórann í Reykjavík upp á háa C-ið. Hrekk- ur fjármálaráðherra að þessu sinnl er sá að ieggja <ii að tekju- stofnakerfí sveitarféiaganna veröi breytt á þá iund að þeim tekjum, sem Reykjavíkurborg hefur af aðstöðugjöldum, verði skipt á milli allra sveitarféiaga í Jandinu. ilér er á ferðinni hugmynd sem raunar hefur nokkrum sinnura áðnr skotið npp koltinum en ekki hlolið brautargengi. bað sem er nýtt í niálinu er að sjátfur íjár- málaráðherrann hreyfír hug* myndinni. Garri er þeirrar skoð- unar að tilgangur fjármálaráð- herrans með því að viðra þessa hugmynd nú hafi að stærstum hluta mótast af þvi að hann vildi ergja borgarstjórann, en sjáifum er honum eftaust jaínljóst og öðr- um aðilum þessa ríkisstjórnar- samstarfs aó slík brcyíing cr ekki á dagskrá. Allt er þetta mer Það er bins vegar fróðlegt að skoða víðbrögð Davíðs borgar- stjóra sera tjáir sig i mátgagni sínu Morgunblaðinu i gær. Borgar- stjórinn leggst í pólifískar yfírlýs- ingar um ríkisstjórnina eins og búast mátti við af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem nú er að fara í kosningar sem tvfifaldur leiðtogi sjálfstæöismanna, annars vegar sjátfstæðismanna í Reykja- vík og hins vegar sem Iciðtogi sjálfstæðísmanna á landinu öllu. Af aikunnu litiliæti þakkar Day- íð Oddsson borgarstjóri sér þá staðreynd að Reykjavík er mið- stöó versluoar og þjónusfu í land- inu og segir í Mogganum í gær að borgin liafi sömu tekju- og gjalda- stofna og önnur sveitarfélög. Reykjavík, hins vegar, hafi „búió I haginn fyrir þróttmikið atvinnu- Jíf‘ cins og borgarstjórinn orðar það. Eflaust teiur borgarstjórinn það litlu eða cngu máii skipta í þessu sambandi að Reykjavík er, jafnframt þvi að vera miðsföð versluoar-og þjóuustu, böfnðborg landsins. Það er með slBvri rök- seindafærslo sem borgarstjórinn hefur á góóum stunduni borið Reykjavík saman við smærri og fátækari byggðariög á lands- byggðinni til þess að sýna hve vel hann stjórnar. Þótt hugmvnd íjármálaráðherra sé e.t.v. tímaskekkja i Ijósi þess að nýlokið er breyfingum á iögum um verkaskiptingu rikis- og sveil- arfétaga og Jöínuoarsjóður sveit- arfclaga nmn nó hvort sem er að verulegu teyti taka við því hlut- verld sem ráðherrann vill að að- stöóugjöid Reykvíkinga gegni, þá hefur nú verió vakið máls á efni sem þarft cr að huga að. Það eru þeir kjötkatlar sem borgaryfir- völd í Reykjavík sitja að. Aö kunna að fara með digran sjóö Lærðar greinar hafa verið skrif- aöar, m.a. í Tímanum, tim hversu miklar fekjur borgin hefur af ijölda fyrirtækja sem staðsett eru í Rcykjavík vegna þess að borgin er höfuðborg landsins og því mið- sföð versiunar og þjónustu og stjórnsýslu. Obufyrirtæki, allar heitdsölurnar, Sambandið, Sölu- fyrirtæki sjávarntvegsins, o.s. frv. o.s.frv. Altf ern þetta fyrirfæki sem greiða til borgarinnar mitlj- ónir á mitljónir ofan og víst að for- ystumenn smærri sveitarfélaga myndi svinia ef sfikar upphæðir kæmu í kassann hjá þeim. Móðg- unin við heilbrigða skynsemi verður því mikil þegar borgar- stjórinn ber sér á brjóst og talar eins og aó Jjármát titilla sveííarfé- taga úti á tandi lúii sömu Jögmát- um og fjármál sjálfrar höfoðborg- arinnar. Stikur samanburður gæti einungis komið frá manni sem þakkar sér sjálfum að höfuðborg- in Reykjavík sé miðstöð verslunar og þjónustu í landinu. Það sem skiptir máli er hins veg- ar það að borgarsjóður, með altar sinar gutlkistur, hefur jafnframt ákveðnar skutdbimlingar, bæði gagnvart Reykvikingum sjálfum ng gagnvart tandinu ötlu sem sjóð- ur höfuðborgar landsins. Á því sviði hefur verið illa baldið um hinn digra sjóð. Garri hyggst ekki tíunda meðferð þeirra Jjármuna að öðru leyti en þvi að minna á að uro saincigintegan sjóð er að ræða. í fyrsta tagi sameiginlegan sjóð borgarbúa ogí öðru lagisameigin- legan sjóð höfuðborgar landsins. Það er ekki htutverk fjárhalds- manna þcssa sjóðs að sitja í gutl- hrúginni miðri og ausa yfír sig gullpeningunum sjálfum sér til dýrðar eða umgangast þessa fjár- muni sem sitt persónulega aflafé. Garri VÍTT OG BREII I Að kunna og kunna ekki Eins og alþjóð veit eru það Qögur fyrirbæri á Islandi sem eru ótelj- andi, eyjamar á Breiðafirði, vötnin á Amarvatnsheiði, hólamir í Vatns- dal og námsbrautimar í Háskólan- um. Meðal þeirra er ein svo mögn- uð að komist ruglingur í fræðin mega nemendur vart meðvitund halda og falla í öngvit ef uppstytta verður í samspili kennara og nem- enda í greininni. Sama er uppi á teningnum þegar lærðir vísinda- menn á Haití fara með sitt vúúdúú og hafa fróðir eybyggjar sem vita lengra nefi sínu á báðum stöðum sér til ágætis nokkuð. Námsefnið í Háskóla Islands sem er svona magnað nefnist „aðferðir í bókmenntum,“ og átti að prófa í því íyrr í vikunni. Samkvæmt Timafrétt í gær mætti viðkomandi bók- menntaprófessor ekki í prófið og hafði reyndar ekki samið neitt bók- menntalegt púsluspil til að leyfa tólf upprennandi bókmenntafræð- ingum að spreyta sig á. Þá steinleið yfir einn þeirra og þegar hann rankaði við sér aftur frétti neminn, að salómónsdómur hafi verið kveðinn upp og að vægi vetrareinkunnar í „aðferðum í bók- menntum“ hafi verið aukinn upp í 50%, og allir fóru glaðir heim til sín með háskólapróf upp á vasann um staðgóða þekkingu á „aðferðum í bókmenntum". Og þetta er alveg sönn saga, krakkar góðir. Próflausir verðleikar í öðru forlátablaði var uppsláttur um prófleysi. Pressan birti glæsi- lega myndskreytta samantekt um dúxa úr skóla lífsins, eins og það er kallað. Þar eru týndar til nokkrar standpersónur sem hlotið hafa ým- iss konar ffama og hafa til að bera hæfileika og verðleika, sem ein- hvem veginn nýtast án þess að hafa hlotið eldskim í einhverri af ótelj- ÖHtÁNA SIG A tRiLNDUM andi námsbrautum þeirrar kerfis- stoíhunar sem starfrækt er undir einkunarorðunum „vísindin efla alla dáð.“ Þama er getið um fólk sem haslað hefur sér völl í athafhalífi, stjóm- málum og menningarmálum, jafn- vel bókmenntum. I ljós kemur að menn hafa sett síman umtalsverð bókmenntaverk án þess að hafa nokkm sinni haft hugmynd um vís- indagreinina „aðferðir í bókmennt- um“ eða öðrum ffæðurn sem stund- uð em með góðum árangri á ísiandi og Haití. En þess ber vel að gæta, að gera verður skýran greinarmun á því að hafa vit á bókmenntum og að kunna að brjóta upp slík verk og greina og fá prófgráður, sem verða í askana látnar, en að dudda próflaus við að semja bókmenntir. Meiraprófiö góða — Það er margt bréfið — stendur í bók eins prófleysingjans, og þótti þeim sem þetta er lagt í munn papp- írinn sem um var fjallað heldur taf- engilegur. Það er margt próflð, er líka hægt að segja og gildir líkleg- ast litlu með hvers konar hætti bréf með uppáskrift um kunnáttu í „að- ferðum í bókmenntum“ er fengið. Og prófið er margt. í Pressugrein- inni um prófleysi er rithöfundurinn og ritstjórinn Indriði G. Þorsteins- son tekinn sem dæmi um mann sem plumar sig án prófa. Þetta er alls ekki rétt. Indriði hefur bílpróf, meira að segja meirapróf. Sú prófgráða fleytti honum í vinnu sem nýttist til að skrifa frægar bæk- ur, sem góðar kvikmyndir hafa ver- ið gerðar eftir. Akstur á vegum, úr sveitinni í kaupstaðinn, og þaðan í borgina með viðkomu á mörgum bæjum eru þeir háskólar sem nýtast til góðra verka sé mönnum ekki yf- irliðagjamt. Vafalaust mundi meiraprófsbíl- stjórinn kolfalla á prófi í „aðferðum í bókmenntum" og aldrei mundi hann fá bréf stimplað upp á auka- vægi vetrareinkunnar sem veitir hækkun um launaflokka auk ann- arra réttinda í þjóðfélagi háskóla- prófanna. Hans kunnátta cr ekki önnur en sú að skrifa betri texta en flestir núlifandi Islendingar og koma hug sínum til skila í bókum og greinum með þeim hætti að vel er eftir tekið. Aðrir geta svo bútað þær hugsmíðar niður og hlotið til þeirra verka prófessorsembætti og prófgráður. í háskóla fer margt fram gagnlegt og menningarbætandi og nýtur allt þjóðfélagið góðs af. En ofmat á prófum og hjáffæðum margs konar sem tekist hefur að planta inn í æðra menntakerfið er kannski ekki alltaf til þess menntunarauka sem há- skólakennsla gefur væntingar um. Verst er ef fólk heldur að það komi menntað út úr svoleiðis hakkavél- um og tekur til við að loka heilu starfsgreinunum fyrir öllum öðrum. í Pressusamantekt kemur líka fram að aðstoðarkona menntamálaráð- herra er lítt menntuð og að hann Þorvaldur í Síld og fiski kann bara alls ekki neitt. Þau hafa ekki einu sinni meirapróf á bíl. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.