Tíminn - 11.05.1990, Page 7

Tíminn - 11.05.1990, Page 7
Föstudagur 11. maí 1990 Tíminn 7 Jens í Kaldalóni: FÓLKK) 0G FÉNAÐURINN „Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði í byrjun síðasta árs (1989) til að gera tillögur um hvemig megi minnka umferð búflár á vegum leggur til að lausaganga stórgripa verði bönn- uð. Nefndin telur hins vegar þýðingarlaust að setja slíkt bann á lausagöngu sauðfjár þar eð útilokað sé að framfýlgja því.“ Svona hljóða hin heilögu orð þess- ara vitringa sem landbúnaðarráð- herra sá sig tilneyddan að skipa í byijun ársins 1989 til að geratillög- ur um hvemig útrýma mætti þeim andskotagangi af þjóðvegum lands- ins sem skepnur teljast og öllum þeim þar til kvalar verða sem enga skepnu sjá vilja, til þess þar áfram megi um vegina þjóta á þeim tak- markalitla hraða sem oft jaðrar við að vera í því formi og þjösnahætti að líklegast væri til að fyrirfara sjálfúm sér og farartæki sínu eða að koma þá öðmm fyrir kattamef ef svo skyldi henda að fyrir yrðu. Þá er talað um bílar séu stór- skemmdir eða ónýtir eftir umferða- róhöpp „einkum þegar hross eiga í hlut“ — en keyra hrossin á bílana eða hlaupa þau á bílana? Er það ekki hins vegar þveröfúgt, að hin bráðskynsama mannskepna keyrir á hrossin með öllum sínum tætings- lega andskotagangi í allri umferð- inni, eða em það hrossin í Reykja- vík sem valda þar öllum slysunum og hörmungum sem af þeim leiða? Sú kenning að rikið eigi vegina og þess vegna eigi skepnur ekki að spranga þar um götur og torg er sú fávíslegasta og aumkvunarlegasta fiflakenning að engu tali tekur, bara þó ekki væri tekið tillit til annars en að maðurinn sé sú vitsmunavera að óhætt væri að treysta til þess að vera trúað fyrir því farartæki sem bíllinn er og getur framleitt þann ofsahraða sem engum lifandi manni er fært að komast framhjá, ef þessi svo mikla vitsmunavera, sem maðurinn telur sig vera, hefúr ekki þá dómgreind og aðgæslu til að bera að geta stjómað þessu tæki sínu á þeim nótum að eitthvert vit sé í og sé því orðinn einn hinn hættulegasti slysavaldur sem ekkert á við jafúast, nema ef til vill hroða- legustu náttúmhamfarir. Landið er þá orðið einn afdráttar- lausasti eigna- og umráðavettvang- ur sem þeim einum er leyfður til umráða sem asnast áfram á 120- 150 kílómetra hraða yfír hásumar- leyfistímanna og hvergi megi lif- andi skepna sjást eða í námunda vera, því að þó nefndin sú ama nefni girðingar er þar um algeran flflaskap að ræða, því það geta allar skepnur úr girðingum sloppið, hvað vel sem að er gert, og hrossa- og kúaeigendur þá í sökinni ef „sannað þykir að þeir hafí ekki lokað hest- inn inni í girðingu", já og auðvitað kýmar ekki síður því til stórgripa hafa þær verið taldar hingað til. Svo er talað um í nefúdarálitinu, þessu ffæga, „að ef hross valdi slysi“. En er það ekki teljandi á fingrum sér hve mörgum slysum hestar hafi valdið? Veldur hestur því slysi ef bíll keyrir á hann? Veldur vegurinn slysinu ef ég eða þú keyrir út af honum, fer margar veltur og maður drepur sig eða slasar? Veldur því ekki oftast, og ég vil segja langoft- ast, hver maðurinn er sem bílnum stjómar, líkt og skipstjórinn reynir að komast framhjá bátnum sem hann mætir án þess að keyra á hann? Við teljum okkur vera skyni gædd- ar vemr mannfólkið, verðum við þá ekki að gera okkur grein fyrir því að við emm á þvi tæki, bílnum, sem við getum auðveldlega valdið sjálf- um okkur og ekki síður öðrum stór- slysum og jafúvel dauða, og ekki síður hinu að við emm að umgang- ast þær skepnur úti í náttúmnni sem við á stundum verðum að hafa vit fyrir en ekki að skipa með lögum að þær verði afmáðar úr riki náttúr- unnar af því að við viljum kannski þenjast um á ofsahraða án nokkurs tillits til þess hvað á vegi okkar verður, en að dæma mig eða þig til þeirrar eilífðarkvalar, hversu mikla landfláka sem við eigum til að beita á kúnum okkar eða hrossum, að koma þeim svo fyrir kattamef að aldrei sjáist kippa sér upp á veg- spotta þessa lands, er svo með ólík- indum í fábjánaskap öllum að það er til stórskammar að þurfa að tala um það. En svo er eftir rúsínan i pylsuend- anum á nefúdarálitinu því ama. Sem sé: „Nefndin telur þýðingar- laust að leggja til bann við lausa- göngu sauðfjár því útilokað sé að framfylgja þvi. Lagt er til að skipuð verði önnur nefúd sem geri tillögur um hvort, hvar og hvenær hægt verði að koma á slíku banni á sauð- fé.“ Já, þama hafið þið það. En hvaða vitsmunaverur skildu þeir svo finna í næstu nefnd sem upp kynnu að finna þá dæmalausu lausn sem fyrri nefúdin gafst upp við að finna og dæmdi sig þar með úr þeim háskal- eik sem þar í var fyrir þá lagt, nema þá einu og sönnu að útrýma í eitt skifti fyrir öll að þessi andskotans ófognuður sem sauðkindin er svo nefúd á vegum þessa Iands, og reyndar kannski á landinu öllu, væri fyrir fólki að þvælast, þá sjald- an það hefði tíma eða getu til að spranga í einsemd sinni út um allar byggðir og ból án þess að þurfa að eltast við að hóa rolluskjátum sveitavargsins út af þeim alfaraleið- um sem það eitt hefði einkarétt á. Nú vita allir sem til þekkja og eitt- hvað vilja vita að girðingar á landi hér em oftast svo rústaðar niður eft- ir snjóa vetrarins að komið er langt fram á sumar þegar svo væri búið að endurreisa þær til öruggrar vörslu að skepnum héldu, og væri þá oftast eina úrræðið að loka skepnur í húsum inni, en flestum fmnst nú veturinn vera nógu langur þótt ekki þurfi að bæta sumrinu við til að Ioka þær inni í húsum. En þegar ráðherra búnaðarmála lands- ins okkar er kominn á það van- þroskaskeið að til sig sjái knúinn að skipa nefúdir til þess hér og nú að svipta bændur þessa lands alda- gömlum hefðarrétti til umráða eigna sinna með því að banna þeim með lögum að nýta til beitar bú- smala sínum lönd sín og lendur sem uppistaða allt ftá Iandnámsöld hef- ur ftam á þennan dag verið þeim til nytja og undirstaða atvinnu þeirra, þá er eitthvað orðið alvarlegt í dóm- En spyrja má: Urðu ákeyrslurnar allar í Reykjavík í vetur um að kenna stórgripum á vegum borgarinnar, þegar 130 bílar í einni lotu lentu svo að segja í einni kös af því einu að smáél leið yfir borgina í nokkra klukkutíma? Jens f Kaldalóni. greind og hugarfari slíkra manna eða ístöðuleysi slíkra manna sé virkilega með þeim eindæmum að með sig láti spila sem aumkvunar- legustu aulabárða og ég vil ekki trúa því fyrr en þá til fúllnustu á reynir að sá ráðherra sem nú þessa stöðu skipar láti slíka fábjána og fólskulega ákvörðun hlaupa með sig í gönur, enda væri honum það á allan máta sist sæmandi því hér er um það andskotalegasta og ómann- eskjulegasta gönuhlaup að ræða sem engan sinn líka á í íslandssög- unni og uppsprottið af því sama hatri sem einkennst hefur í illsku- legri og ómaklegri illkvittni vissra aðila í innilokuðu dómgreindarleysi tilveru sinnar og tómarúms án þess að gera sér minnstu grein fyrir af- leiðingum þess og eftirmálum sem sá einn er ábyrgur fyrir sem til sfyij- alda stofúar til að rakka niður bændur þessa lands. Þá er það ekki heldur síður hitt að þótt Vegagerð ríkisins væri skylt að girð meðfram öllum vegum lands- ins að ekki einungis kostaði það þau ógrynni fjár að engin vitglóra í því væri, sem og ekki síður að engri stofúun væri stætt á því að fram- kvæma það geigvænlega mikla verk svo að ekki yrði nákvæmlega sama vandræðavitleysan út úr öllu saman. Tökum bara til dæmis að telja veturinn í vetur og fyrravetur þar sem ekki var hægt að sleppa nokkurri skepnu út úr húsi fyrr en um miðjan júní og ekki var búið að gera við girðingar um ræktarlönd bænda fyrr en með slætti. En svo þar að auki er ekki nokkur minnsta þörf á allri þessari eindæma vit- leysu og slíkur nefúdarkostnaður sem þessi á ekki nokkum rétt á sér, nema síður sé, og algjörasti flfla- gangur að sóa í það peningum, enda væri þeim betur varið til að laga fyrir þá lélega vegaspotta sem nóg er til af. En spyija má: Urðu ákeyrslumar allar í Reykjavík í vetur um að kenna stórgripum á vegum borgar- innar, þegar 130 bílar í einni lotu lentu svo að segja í einni kös af því einu að smáél leið yfir borgina í nokkra klukkutíma? Hvað haldið þið þá að margir mættu hafa farið aftan á hvem annan héma á Isafirði og öðmm snjóaplássum, því ekki hefúr blessuð sólin skinið of skært á þá vegferð sem fyrir okkur hefúr Iegið um að fara á þessum vetri. Nei sko, þeir sem mest um þessi mál geipa í offorsi og yfírgangi, þeir gera sér ekki grein fyrir afleið- ingum gerða sinna og þótt aðstöðu hefðu til þess að afmá óheillaverk sín þá er manndómurinn svo langt frá því að rísa upp við dogg hvað þá heldur úr sér rétta og ganga upprétt- ur til þeirra verka að afmá þau óheillaspor sem gengin yrðu, en glottu heldur í öllu sínu yfirlæti yfir því veldi sem við þeim blasti, að deila og drottna yfir þeim lítil- magna sem hnepptur yrði í þá óend- anlegu ánauð þeim til handa búna sem í striði standi til að lifa sem ffjálsir menn í því formi sem bænd- ur notið hafa frá örófi alda — að mega láta búsmala sinn nýta þá jörð til lífs og nytja — svo sem óheft hefúr tíðkast allt ffá landnámsöld. Við þekkjum þetta mál, Norður- Isfirðingar, sem fyrir tæpum tveim- ur árum urðum þeirrar kveðju að- njótandi ffá hinni voldugu héraðs- nefúd með naumum meirihluta þó, sem þeim skal mjög svo þakkað sem á móti voru, þá samþykkt sem þeir gerðu um bann við lausagöngu hrossa hér í sýslu og rétt átti eftir að ýta úr vör með alvæpni í lögreglu- veldi til að samansmala nokkrum hrossaskjátum sem bændur áttu sér til gagns og gamans og mátti þar ekki miklu muna að eitt hið argasta óheillaspor sem um hefði getið í ís- landssögunni allri ef hefði orðið. En sem betur fór bar þó skynsemin alla þá andskotans vitleysu ofúrliði. En keyrinu er þó óspart hægt að sveifla yfir þá sem hlut eiga að máli. BÓKMENNTIR Goðorö FRÁ GOÐORÐUM TIL RÍKJA Þróun goöavalds á 12. og 13. ökl Höf: Jón Vióar Slaurösson 10. bindi Sagnfræöirannsökna, Studia Historica, Sagnfræöistofnun H.l. Ritstiófi: Bersteinn Jónsson Utg: Bókaútgáfa Monnlngarsjóös Reykjavík 1989 Það er ekki of oft sem ffæðilegar bækur á borð við bók Jóns Viðars Sigurðssonar rekur að fjörum landsmanna. Fyrst og ffemst er um að ræða færðilega bók um þróun þá sem varð, eða er talin hafa orðið, ffá skipulagi goðorða til ríkja á ís- landi á tólftu og þrettándu öld og er þá orðið ríki notað um landffæðileg yfirráð goða með tvö eða fleiri goð- orð. Þessi bók kemur út hér sem tí- unda bindi Studia historica hjá Sagnffæðistofúun Háskóla Islands. Fyrir almennan lesanda er hér enn einni ffæðilegri úttektinni komið á ffamfæri í þessari ritröð og er tilvist hennar afar ánægjuleg. Hér er ekki á ferðinni heildarúttekt á sögu goðaveldisins ffá upphafi til enda. Verkefúi Jóns Viðars er að- eins að fjalla um valdasamruna ís- lenskra höfðingja á þessum tíma. Fyrsta stig valdasamrunans og fyrsta rikjamyndunin telur Jón Við- ar að hafi átt sér stað á 11. öld. Þá komust Haukdælir og Ásbimingar yfir tvö goðorð að frátöldum þeim sem þeir réðu þegar yfir. Auk þess- ara tveggja ætta telur Jón Viðar að Austfirðingar og Svínfellingar hafi einnig orðið til að mynda ríki á ell- eftu öld. Fjórða og síðasta stig valdasam- runans telur Jón Viðar hafa átt sér upphaf um 1220. Telur hann að flest ríkjanna hafa þá myndast og einnig þá hafi verið farið að gæta verulega erlendra áhrifa norska konungsvaldsins. Aö selja frumburöarréttinn I umfjöllun Jóns Viðars er grátlegt að horfa upp á íslenska höfðingja framselja ffumburðarrétt sinn í hendur norska konungsvaldinu. Til- gangur þeirra virðist þó vera, sam- kvæmt Jóni Viðari, að efla eigið ríkjasamband og freista þess að ná Iandsyfirráðum. Bendir höfúndur á þá staðrevnd að all margir höfðingj- ar eru á þessum tíma orðnir hirð- menn konungs í Noregi og því fam- ir að þjóna hagsmunum hans í ríkari mæli en eðlilegt getur talist. Það grátlega er að tilgangur þeirra virð- ist hafa verið að efla eigin stöðu hér heima og gerast stærri menn í við- skiptum við aðrar þjóðir. Er það að mínu mati umhugsunar- vert einmitt núna þegar við eigum orðið fjölda starfsmanna og erind- reka i samræðum vegna Efúahags- bandalags Evrópu og Evrópu- bandalagsins. Þetta er umhugsunarvert og set ég það hér á blað þótt það sé alls ekki hluti af hugleiðingum Jóns Viðars í bók þessari. I heild er ég ekki tilbúinn að mæta röksemdarfærslu höfundar á ffæði- legan hátt, enda þarf nokkuð til af heimildasöfnun og grúski. Af lestri hennar að dæma er röksemdar- færslan þó sannferðug og hvert stig þróunarinnar virðist eiga sér rætur í því sem á undan er gengið. Rétt er þó að hafa í huga þann vamagla sem höfúndur rekur sjálfúr á nokkr- um stöðum í taxtanum. Það er sú staðreynd að fátt eitt er vitað um raunverulega þróun valdasamruna á einstökum stigum á þessum tfma. Það eina sem er nokkum veginn í hendi, er sú staða mála sem var fyr- ir samrunaskeiðið og sú staða sem upp var komin um það leyti er við misstum sjálfstæði okkar í hendur norsku konungsvaldi með gamla sáttmála. Veikleiki bókarinnar er því sá að taka ekki meira mið af ís- lendingasögunum og öllum þeim vandamálum sem þar þarf að leysa til að hægt sé að skrifa sögu goð- orðanna. Á þetta bendir höfúndur sjálfúr og ítrekar að ekki hafi verið ætiunin að skrifa sögu goðakerfis- ins í heild sinni. Afmörkun sú sem þannig kemur ffam er hins vegar styrkur bókarinnar. Kristján Biörnsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.