Tíminn - 11.05.1990, Síða 8

Tíminn - 11.05.1990, Síða 8
8 Tíminn Föstudagur 11. maí 1990 Hraóbt HamarkS Smásölu- og bílaverslun minnkaði um 300.000 kr. á meðalfjölskyldu frá 1987 til 1989 V „Sparaö“ í flestu nema mat og gjöf um Um 76,4 miiljaröa kr. velta smásöluverslana í landinu á síöasta árí svaraöi til þess að landsmenn hafi „eytt“ 9,2 milljöröum króna (11%) minna í búðum heldur en „kaupáríð mikla“ 1987 — þ.e. þegar tekiö er miö af hækkun vöruverðs og fólksflölgun síðan. Samdrátturínn er sennilega aö stórum hluta vegna rýmun á kaupmætti launa á þessu tímabili. Til viðbótar samdrætti í smásöluverslun dróst sala á bílum og bflavörum (flokkað sem heildverslun) saman um jafhvirði nær 10 milljarða á sama tíma. Þessar upphæðir svara til um 75.000 kr. „spamaðar“ á hvem landsmann — um 300.000 kr. á 4ra manna fjöl- skyldu — hvar af rúmur helmingurinn er vegna minni bílavöruversl- unar. Helmingi fœrri skór En hvað er það sem fólk sparar helst við sig (auk bílakaupa) þegar krónumar í buddunni rýma? Langsamlega harðast heíur aura- leysi aimennings komið niður á skóbúðum. Skósala á síðasta ári var að raunverði aðeins rúmur helm- ingur þess er hún var 1987. Sala sérverslana með húsgögn, búsáhöld og heimilistæki hefúr sömuleiðis minnkað um þriðjung (3,7 millj- arða), sala fata-, vefnaðarvöru- og snyrtivömbúða minnkað um fjórð- ung (1,9 milljarða) og sala bóka- búða um nær 20%. Þá hefúr þjóðin eytt um 1.100 millj.kr. (12%) minna í sjoppum í fyrra heldur en í góðærinu 1987, sem margir telja líklega hollan spamað. Lítið sparað í matarkaupum Landsmenn virðast á hinn bóginn fremur lítið — ef nokkuð — hafa sparað í matarinnkaupum. Velta matvömbúða (kjöt, mjólk, brauð og nýlenduvörur) var að raungildi nær sú sama 1987 og 1989. í blandaðri verslun (markaðir og kaupfélög) varð um 1,9 milljarða samdráttur (8%). En ekki kemur fram í þeim tölum sem hér er unnið upp úr hvort það var vegna minnkandi sölu mat- væla eða einhverra annarra vöm- tegunda. Þessir tveir flokkar versl- ana, matvömbúðir og blönduð verslun, höfðu í fyrra meira en helminginn, eða um 53%, af allri smásöluverslun í landinu og höfðu því aukið hlutdeild sína úr 49,5% árið 1987. Apótekin seldu hins vegar nokkm meira í fyrra heldur en tveim ámm áður. Aðeins einn annar flokkur verslana náði aukinni veltu; spor- tvöm, leikfanga- og gjafavömbúðir. Um 90-95 þús. kr. á mánuði? Um 302.000 kr. koma í hlut hvers Islendings ef heildarveltu smásölu- verslana á síðasta ári væri skipt jafnt niður á þá. Það svarar til 1.208 þús.kr. að meðaltali á 4ra manna fjölskyldu — sem í raun er um 145.000 kr. lægri upphæð heldur en „kaupárið mikla“, 1987. Ef öll smásöluverslunin væri greidd úr buddu einstaklinga/heim- ila væm mánaðarinnkaup „4ra manna fjölskyldunnar" 100.700 kr. En frá þeirri upphæð má líklega draga einar 3-4 þús.kr. af sölu apó- tekanna sem að meirihluta er greidd af rikissjóði. Einhver hluti af smá- sölu ritfanga, húsgagna, blóma og fleira er sömuleiðis borgaður af fyr- irtækjum og stofnunum en ekki af „heimilispeningum". Og algengt mun að fýrirtæki kaupi matvæli fyrir báta og lítil mötuneyti í smá- söluverslunum svo nokkuð sé nefnt. Samanburður á milli tímabila getur verið jafhmarktækir fyrir því. „4ra manna fjölskyldan“ 1989 Tegund versl.: Kr.á mánuði: Fiskbúðir 800 Kjöt/brauð/nýlenduv. 24.900 Markaðir/kaupfélög 28.300 Sjoppur 10.300 Húsg/búsáh/heimilist. 10.300 Fatnaður/vefnaðarv. 7.300 Skóbúðir 900 Sport/gjafav/leikf.b. 5.300 Bóka/ritfangab. 3.500 Ur/ljósmyndav/o.fl. 1.800 Blómabúðir 1.800 Snyrtivörubúðir 700 Apótek 4.800 Samtals: Kr. 100.700? Þótt enginn hagi kannski innkaup- um sínum nákvæmlega eins og þessi „meðalfjölskylda“ felst engu að síður töluverður fróðleikur um innkaupavenjur landsmanna í þess- um lista. „Éta meirihlutann af kaupinu sínu“ Það er t.d. athyglisvert að um 64% allrar smásöluverslunar í landinu eru í matvöruverslunum, stórmörk- uðum/kaupfélögum og sjoppum — þ.e. að stærstum hluta vörur til að éta, drekka og þrifa sig með. Enda sagði kaupmaður einn í samtali við Tímann: „Islendingar éta meirihlut- ann af kaupinu sínu“. Að þjóðin skuli, þrátt fyrir „kreppu“ og minnkandi sígarettureykingar, eyða stærri fjárhæðum (nærri 8 milljörð- um kr.) í sjoppum landsins heldur en í öllum skó- fata- og vefnaðar- vörubúðum samanlagt segir nokkra sögu um „sætindaþörfina“. Sam- drátturinn síðan 1987 er líka mun meiri i fatabúðunum heldur en sjoppunum, þrátt fyrir það að sala t.d. gosdrykkja og sælgætis í mat- vöruverslunum og mörkuðum hafi líklega aukist að mun á þessum ár- um. Hvar hefur fólk sparað? „4ra manna fjölskyldan minnkaði innkaup í húsgagna- heimilistækja- og búsáhaldabúðum um nær 60.000 kr. (úr 182 niður i 123 þús. kr.) á þessum tveim árum. Innkaup i bóka/ritfangaverslunum um rúmar 10.000 kr. Innkaup í skó- og fata- verslunum um tæpar 36.000 kr. og eyddi rúmlega 17 þús. kr. minna í sjoppunum. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.