Tíminn - 11.05.1990, Page 11
10 Tíminn
Föstudagur 11. maí 1990 Föstudagur 11. maí 1990
Tíminn 11
Flóamarkaðsstemmning við Faxagarð á miðvikudagskvöldi:
Effir
Agnar B.
Óskarsson
Gamlar Lödur
þjóna nýju
hlutverki í
Rússlandi
Sérstök stemmning ríkti á Faxagarði i
Reykjavíkurhöfii á miðvikudagskvöld, en
þá voru skipverjar á ísbrjótnum Otto
Schmidt að undirbúa að skipa um borð
íjölda gamalla Lada bifreiða sem þeir
höfðu keypt hér á landi og mátt hafa mun-
að sinn fífil fegri. Þeim hafði auðsjáanlega
ekki tekist að verða sér úti um nógu marg-
ar bifreiðar, því þeir stoppuðu forvitna
vegfarendur sem leið áttu um höfnina til
að athuga hvort þeir ættu notaðan bíl, sem
fengist á góðu verði. Kaupmennimir
höfðu einkanlega áhuga á Ladabifreiðum
sem von er. Ef einhver hafði slíkan bíl að
bjóða var hafist handa við að prútta um
verðið.
Keyptu á þriðja
tug bifreiða
Á þriðja tug bíla, hefðbundnar Lödur
og Lada Sport, einn Benz og einn Peugot
stóðu i þrefaldri snyrtilegri röð á hafnar-
bakkanum tilbúnir til uppskipunar, þegar
ljósmyndara Tímans bar að. Eftir því sem
næst verður komist er hluti bílanna rifinn á
meðan siglt er til heimahafnar og vara-
hlutimir seldir þegar heim er komið, en
varahlutir em af skomum skammti í Sov-
étríkjunum og því mjög eftirsóttir. Þeir
sem em í bestu ásigkomulagi fá að halda
sér.
Slagurinn hófst á miðvikudagsmorgun,
er áhöfnin fór um bæinn í leit að bílunum
hjá bílapartasölum og einstaklingum. Bíl-
amir vom í misjöfhu ásigkomulagi, allt frá
því að vera í góðu standi, vel ökufærir og
ágætlega útlítandi, niður í að vera hauga-
matur á íslenskan mælikvarða, vélarvana
og ryðgaðir.
Opinbert verð á nýrri Lödu í Sovétríkj-
unum kostar eftir því sem Tíminn kemst
næst um 12 þúsund rúblur en það sam-
svarar til rúmlega einnar milljón króna.
Þar fyrir utan er venjulega um þriggja ára
bið eftir afgreiðslu bílsins, en á svarta-
markaðnum er hægt að fá slíkan bíl af-
greiddan fyrr. Verð varahluta í bílana þar
ytra er í samræmi við þetta auk þess sem
erfitt er að verða sér úti um þá. Tímanum
Hvort sem vélin í þessum bíl, sem einn úr áhöfn Otto Schmidt er aö skoða, er heil eða ekki eru margir hlutir nýtanlegir úr bílnum.
er kunnugt um að verð á framrúðu í Lada
bifreið á svartamarkaðinum í Moskvu, er
1000 dollarar eða tæpar 60 þúsund krónur.
Mánaðarlaun almennings eru um 200 til
250 rúblur. Skráð gengi rúblunnar í gær
var um 101 króna og eru því mánaðarlaun-
in um 20 til 25 þúsund krónur.
Fengu ekki nóg
Um tíuleytið á miðvikudagskvöld
voru menn að koma með bíla sína niður á
Faxagarð og rússnesku kaupendumir
tóku bílunum opnum örmum. Um þetta
leyti var á þriðja tug bíla á bryggjunni en
kaupmennimir höfðu greinilega ekki
fengið nóg, því þeir stoppuðu vegfarend-
ur sem leið áttu um og spurðu þá hvort
þeir ættu Lada bíl sem viðkomandi vildi
selja á góðu verði. Ef svo var, var tekið til
við að prútta um verð bílsins.
Segja má að sannkölluð flóamarkaðs-
stemmning hafi ríkt á Faxagarði umrætt
kvöld, þar sem tekist var á um þúsund-
krónumar. Ekki var um háar upphæðir að
ræða á íslenskan mælikvarða, því algeng-
asta verð fyrir bílinn var á bilinu 6 til 7
þúsund, en dæmi var um að bíll hafi ver-
ið seldur á 10 þúsund krónur. Þess ber
hins vegar að geta að þegar bílamir hafa
verið rifhir niður, kemur verðgildi vara-
hlutanna sem úr þeim fást til með að
dekka kostnaðinn og gott betur. Þá fylgdu
ýmsir aukahlutir með nokkmm bílanna,
svo sem skíðabogar, grjótgrindur og
aukadekk.
Faxagarður líktist einna helst flóamarkaði þegar áhöfnin á Otto Schmidt var að safna að
sér notuðum og úr sér gengnum Lada bflum á miðvikudagskvöld. Bflamir mega muna
sinn fífil fegri, enda ekki útlitið sem sóst er eftir heldur innihaldið. Tímamyndir Pjetur
Fólk trúöi ekki
eigin eyrum
Einn starfsmanna Tímans var á staðn-
um meðan hamagangurinn var sem mestur
og sagðist hann hafa getað lesið út úr and-
litum fólks undrun þess og forvimi yfir því
hvað kaupmennimir ætluðu að gera við
bílana. „Það trúði ekki eigin eyrum þegar
þeim var sagt að bílamir ættu að fara til
Rússlands, þar sem nota ætti þá í vara-
hluti,“ sagði viðmælandinn.
Þegar kaupmennimir vom að meta
gæði bílanna gengu þeir í kringum þá,
bönkuðu hér og þar í bílinn, spörkuðu í
dekkin og skoðuðu ofan í vélarhúsið.
Það má ljóst vera að miðað við það
verð sem þeir kaupa bílana á hér, gefa
kaupin þeim talsvert í aðra hönd þegar til
Sovétríkjaima kemur, enda er mjög mikill
skortur á varahlutum þar ytra eins og áður
sagði. Þó að bílamir líti kannski ekki sem
best út eftir að hafa þjónað íslenskum eig-
endum sínum dyggilega um áraskeið, þá er
margt vel nýtanlegt úr þeim fyrir þá sem
vantar varahluti, s.s. vélarhlutir, gírkassi,
drif, dekk, rúður, hurðir og aðrir hlutir á
ytra byrði bílsins sem em heilir.
Hjá hafharstjóra fengust þær upplýs-
ingar að hér væri ekki um einstakt tilfelli
að ræða, þó svo að fjöldi bílanna hafi ver-
ið óvenjumikill núna, sem ef til vill bæri
þess vitni að mikill skortur væri á vara-
hlutum í Sovétríkjunum. Áhöfhin á Otto
Schmidt hefur áður keypt bíla sem þessa
þegar þeir hafa haft viðkomu hér á landi,
svo og önnur sovésk skip sem hingað
koma. Áhafnimar kaupa ekki eingöngu
bílana í heilu lagi, heldur hafa þær einnig
haft með sér um borð ýmsa varahluti, sem
torfengnir em ytra.
Tíminn hafði tal af einum seljendanna
sem kom af forvitninni einni saman á
hafharbakkann. Þegar einn úr áhöfhinni
vatt sér að honum og spurði hvort hann
ætti gamla Lödu sem hann vildi selja brá
honum heldur betur í brún. Hann tók kaup-
manninn á orðinu, enda átti hann gamla
Lödu í heimkeyrslunni. Hann ásamt þrem-
ur úr áhöfhinni óku því næst heim til selj-
andans og sagði hann að þremenningamir
hefðu horft á eftir hverri Lödu sem til sást
á leiðinni frá höfhinni og upp í Breiðholt.
Þegar þangað var komið skoðuðu kaup-
endumir Löduna vel og vandlega. Síðan
var tekið til við að semja um verðið og að
lokum urðu þeir ásáttir um að taka bílinn
fyrir 10 þúsund krónur. Að svo búnu var
haldið af stað niður á höfh með bílinn og
honum komið fyrir í röðinni hjá hinum.