Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 9
GP.fit ibtn .Pl !UpBb;tBpL't5-! Laugardagur 19. maí 1990 iTi I i h Tíminn 9 Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins raeöir stefnumál, niðurstööur kannana og spár um stórsigur íhaldsins í Reykjavík: Blátt áfram flokksræði? Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður, skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjómarkosn- ingum. Hún er í helgarviðtali að þessu sinni til að ræða m.a. um borgarmálin og þau mál sem Framsóknarflokkurinn í Reykjavík set- ur á oddinn á komandi kjörtímabili. —Fyrir hvað stendur Framsóknarflokk- urinn í borgarstjóm Reykjavíkur? „Flokkurinn stendur í borgarstjóm fyrir það sama og annars staðar á landinu svo og í landsmálum, að vera traustur samhentur flokkur sem hefur einmitt samvinnu að leið- arljósi. Mér sýnist á öllu umhverfí borgar- málanna núna að það veiti ekki af slíku afli. Oft var þörf en nú er algjör nauðsyn. Fram- sóknarflokkurinn er jú gamall flokkur og við skömmumst okkar ekkert fyrir það. Hann fylgist vel með og hefur sýnt og sann- að að til hans er leitað til að vera forystuafl og jafnframt vogarafl á þessum tímum. Við höfum einmitt sýnt það og staðið fyrir þessum hugsjónum okkar í borgar- stjóm Reykjavíkur. Ég held að enginn flokkur, eða fulltrúar hans, hafi unnið eins vel saman og við. Við höfum nú ekki nema einn bogarfulltrúa, en það er öruggiega eng- inn varaborgarfulltrúi sem hefur unnið eins vel og Alfreð Þorsteinsson. Það sýnir vel að við höfum unnið eftir anda samvinnunnar. Við höfum skipt með okkur verkum. Alfreð hefur verið í veigamiklum nefndum fyrir flokkinn, t.d. skipulagsnefnd þar sem hann hefur staðið sig afbragðs vel og flutt margar tillögur í borgarstjóm til úrbóta, þegar það hafa verið mál sem snerta hans störf. Það hefur hins vegar gerst hjá Alþýðu- flokknum, svo ég taki hann sem dæmi, að varaborgarfulltrúinn Bryndís Schram hefur ekkert komið við sögu. Hún átti að vera leiðandi afl í síðustu kosningum til að fá meira fylgi í borgarstjóm. Hún hefur hins vegar ekki flutt eina einustu tillögu. Það sýnir í hnotskum að ekki er nóg að draga ffam sjónvarpsstjömur kosningar eftir kosningar sem síðan koma ekki með neinar tillögur. Er þá ekki betra að treysta á það afl sem fólk þekkir.“ —Em einhver mál sem Framsóknar- flokkurinn hefur sérstaklega fram að færa fyrir þessar kosningar? „Við höfum sett ffam 10 atriði sem við leggjum höfuðáherslu á, á komandi kjör- tímabili. Þó ég nefni ekki nema nokkur þeirra hér þá em þetta allt mikilvæg mál sem þarft er að taka á. Ég lagði ffam í borgarstjóm tillögu fyrir um sex vikum þar sem horft er mjög til ffamtíðar og tillagan gæti orðið gífurleg lyffistöng fyrir Reykjavík og jafnvel landið allt ef hún yrði að vemleika. Hún felst í því að koma hér á umskipunar- og ffíverslunar- höfh. Það er ekki bara höfnin sem slík sem fengist með þessu heldur gætum við orðið vörudreifíngarmiðstöð í N- Atlantshafi, miðstöð milli austurs og vesturs. Og það í eiginlegir merkingu, því við vitum að mark- aðir í Austur-Evrópu og Rússlandi em að opnast, auk þess sem með nýrri tækni er tal- ið að hægkvæmt verði að sigla N-Ishafs- leiðina með vaming. Með því yrði siglinga- leiðin milli Asíulanda og Evrópu og austurstrandar Bandarikjanna mun styttri en hún er í dag. Auk þyrfti að umskipa vam- ingnum einhverstaðar á leiðinni og þar væri Island miðpunkturinn. Ég tel að ef af þessu verði yrði þá gætum við í orðsins fýllstu merkingu farið að tala um nýsköpun í iðn- aði, þar sem með þessu fáum við ýmsan vaming er við gætum nýtt okkur til að full- vinna betur. Þá yrði einnig gífurleg aukning í bankastarfsemi og upplýsingaiðnaði, sem er einmitt á því sviði sem lítil en vel mennt- uð þjóð eins og við getur tekið að sér. Það er talið að London sé að verða fullmettuð á sviði upplýsingamiðlunar, þannig að þörfin fyrir annan stað er fyrir hendi. Þá er Island hvorki á sama tímabelti og Evrópa eða Ameríka, þannig að tímamis- munurinn skapar möguleika á margvísleg- um viðskiptum. Mér kunnugt um að í N- Noregi og víðar er fólk að sækjast eftir fríverslunaraðstöðu. Hins vegar held ég að við Reykvíkingar höfum ákveðið forskot að því leiti að við unnum okkur mikinn sess með leiðtogafundinum þar sem við sýndum að við hefðum skipulagshæfileika. Þessari tillögu var mjög vel tekið og menn fundu það að verið var að hugsa til framtíðarinnar. Nú er búið að fela hafhar- stjóra að afla sé upplýsinga um málið þann- ig að það er komið í fullan gang. Þetta finnst mér vera stærsta málið því þó við höfum lengst af búið við atvinnuöryggi þá er hér atvinnuleysi núna og meira þarf til að styrkja undirstöðumar. Við gerum kröfu til Reykjavíkur að vera borg félagslegrar þjón- ustu og standa sig vel. Þess vegna verður undirstaðan að vera góð. Annað mál sem maður hefur upplifað, sem varaborgarfulltrúi í fjögur ár og síðan borgarfulltnii nú síðustu fjögur ár, er hvem- ig valdakerfi borgarinnar er og hvað það er algjör nauðsyn að við setjum hér á siðaregl- ur. Við höfum kallað það siðareglur, þar sem undir þær er hægt að setja alla, bæði borgarfulltrúa og embættismenn borgarinn- ar. Ég bendi á að siðareglur eru hjá arki- tektafelaginu, læknafélaginu og fleiri starfs- stéttum sem engum finnst óeðlilegt. Valdapíramídinn í borginni er byggður upp af gamalli hefð sjálfstæðismanna. A þessu fjögurra ára tímabil sem vinstri menn fengu þó að stjóma gerðu þeir þá skyssu að breyta ekki uppbyggingunni en það hefði þurft að gera fýrst og fremst. Ég kalla þetta vemdaðan vinnustað sem borgarstjóri er á. Vemdaður vinnustaður, vegna þess að embættismennimir standa allir að baki hans og hann getur stjómað á allt annan hátt en t.d. ráðherra getur gert. I raun er allt stjómkerfið byggt upp fýrir odd- vita Sjálfstæðisflokksins. Vegna þessa er al- veg nauðsyn að setja siðareglur þar sem ekki er hægt að borgarstjóri, hver sem hann er, geti ákveðið það einn og sér að kaupa sér tvær biffeiðar án þess að þurfa að bera ákvörðunina undir borgarráð. Það er öllum þarft að endurskoðun fari fram. Ég er ekki að benda á að embættismennimir séu verri eða að stjómmálamennimir séu verri hér en gerist og gengur, heldur er vandann að finna í uppbyggingu kerfisins. Hvað starfsmenn byggingafulltrúa varðar sem hanna og teikna hús fýrir einstaklinga þá er það óeðli- legt að þeir hafi síðan eftirlit með sjálfum sér sem eftirlitsmenn. Um þetta viljum við setja reglur til að koma í veg fýrir að þetta geti gerst. Þetta á ekki síður við um tillögu sem kom ffá borgarendurskoðanda og ég tók síðan upp, þar sem hún haföi ekki fengist samþykkt ár eftir ár, en það var að gert yrði skipurit yfir fjármálasvið borgarinnar. Hjá einhverju stærsta fýrirtæki landsins væri eðlilegt að fýrir hendi væri slíkt skipurit sem sýndi að hitt og þetta gangi eftir ákveðnum boðleiðum. Það hefur hins vegar ekki fengist fram enn. Auðvitað er miklu betra fýrir íhaldið að hafa ekkert skipurit, því þá þarf ekki að fara eftir neinum boð- leiðum. Auðvitað er betra að hægt sé á fimm mínútum að kaupa Hótel Borg, Sól- heimakot eða hvað það nú er sem mönnum dettur í hug að gera án þess að þurfa að spyija kóng eða prest.“ — Ef marka má skoðanakannanir þá hafa sjálfstæðismenn jafnmarga fulltrúa ef ekki fleiri inni. Hvemig ætlið þið að mæta þessu aukna valdi sem þið standið ffammi fýrir eftir kosningar? „Við erum ekki ennþá farin að standa frammi fýrir því og enn er vika til kosninga. Ég hef það mikla trú á Reykvíkingum til að halda að þessi spá gangi nú ekki eftir. Ef slíkt mun gerast sem skoðanakannanir benda til, þá er það svo ógnvænlegt að mað- ur getur ekki hugsað þá hugsun til enda. Það væri mikill missir fýrir Framsóknarflokkinn ef hann hefði ekki ítök í stjóm stærsta sveit- arfélags landsins. Ég má ekki hugsa þá hugsun til enda ef ég horfi í burt frá eigin persónu að flokkurinn minn verði áhrifalaus í Reykjavíkurborg. Það væri ekki bara slæint fýrir okkur Reykvíkinga heldur slæmt fýrir ffamsóknarmenn um allt Iand. Ég tel að rödd flokksins þurfi nauðsynlega að heyrast hér, þar sem hún hefur sannað sig. I þessu sambandi vil ég minna á að það hafa komið slík tímabil í Reykjavík að við höfirni verið sterkasta andstöðuafl íhaldsins. Ég var að lesa grein eftir ungan mann á lista sjálfstæðismanna, Svein Andra, sem skrifaði grein í Morgunblaðið. Hann var að tala uin 18 manna borgarmálaráð sjálfstæð- ismanna, sem samansett er af borgarfulltrú- unum níu og níu varamönnum. Þá datt mér í hug sagan um átján bama föður úr álfheim- um. Það er ekki nema von að borgarstjóri skilji ekki veruleikann, þar sem hann kemur úr allt öðmm heimi. Ég held að það sannist mjög vel að hann komi úr öðmm hcimi. Ég er búin að minnast á bílakaupin. Það er hans vemleiki að eiga flottustu og fínustu bílana á Islandi. Það er greinilega ekki hans um- hverfi að hafa böm í grunnskólum Reykja- víkur. Allt í einu rann upp fyrir mér ný sýn. Hvers vegna það þýðir lítið að benda á stað- reyndir í Reykjavíkurborg er vegna þess að mennimir em bara ekkert af þessum heimi. Það þýddi heldur ekkert að hýða 18 bama föðurinn úr álfheimum. Hann var sami um- skiptingur eftir sem áður. Það getur verið ágætt að byggja hér borg fýrir fína kónga sem geta nýtt sér veitingahúsin, en það er ekki það sem almenningur er að hugsa um.“ —Nú er kjörorð sjálfstæðismanna „blátt áfram“. Telurðu að þeir eigi við í ljósi skoð- anakannana að ffamundan sé blátt áfram einveldi í Reykjavík? „Ja, ætli þeir séu ekki að stefha að blátt áfram flokksræði. Þeim líður vel í sínum valdapíramída en þyrftu nauðsynlega að hoppa niður úr honum til að skoða hvað raunvemlega fer fram fýrir neðan. Mér finnst nú Sjálfstæðisflokkurinn vera allt annað en blátt áfram.“ —Hugtakið „borg óttans“ hefur oft kom- ið fram í málflutningi framsóknarmanna. Við hvað er átt? „Þetta hefur komið fram hjá okkur í tvennum skilningi. í fýrsta lagi þá er hér um vaxandi vandamál að ræða, sem er fikni- efnaneysla ungs fólks, en ekkert hefur verið tekið á. Oft hafa verið stofnaðar nefndir til að taka á minna vandamáli en þessu. Því teljum við algjöra nauðsyn að komið verði á fót nefnd sem við getum kallað hjálparsveit. Við viljum að æskulýðssamtök, foreldrar, skólar, kirkjan og aðrir bindist samtökum til að leita leiða til úrlausnar vandanum, því við framsóknarmenn teljum að maður á mann aðferðin sé best í þessu eins og öðru. Miklu frekar en að við séum að koma hér á sérsveitum með hunda eða byggja musteri. Við viljum skoða leiðir til úrbóta til að við þurfum ekki að senda unglingana á betrun- arhæli eða að vera að siga á þau lögreglu. Þessu tengt er ótti margra við að fara niður í bæ að kvöldlagi. A fundi sem ég var á um daginn stóð upp enskur maður sem rekur verslun í miðbænum, en hann rak áður verslun í grennd við Soho í London. Hann sagði að ástandið í miðborg Reykjavíkur væri ekki betra heldur en það hafi verið þar og spurði hvort við ætluðum ekkert að fara að huga að málunum. Hin hliðin á borg óttans kemur til af veldi Sjálfstæðisflokksins og við höfum orðið áþreifanlega vör við á ýmsum svið- um. Fólk þorir ekki að segja hug sinn. Ég minni á fræga setningu sem einn góður embættismaður sagði í borgarráði fýrir nokkrum árum þegar við vorum við fjár- hagsáætlanagerð. „Ég kaus samkomulag.“ Ég tel að það sama hafi gerst uppi í Grafar- vogi. Fyrir viku síðan kom loksins fram í borgarráði bréf stjómar íbúasamtakanna í Grafarvogi frá því í haust. Með bréfinu mót- mælir stjóm íbúasamtakanna öll sem ein fýrirhugaðri sorpböggunarstöð. Síðan er það Davíð sem skelli sér uppeftir án þess að sýna okkur bréfið og semur þannig við stjómina að hún kaus greinilega samkomu- lag. Þegar verið var að safna undirskriftum í Grafarvogi á dögunum gcgn stöðinni vom menn hræddir og reynt var að stöðva undir- skriftasöfnunina og rífa listana. Venjulcgt fólk trúir þessu kannski ekki, en fólk heldur að ef það segi eitthvað gegn Davíð, þá fái það t.d. ekki verkamannabústaði. Það er jú eingöngu alllaf talað um eina persónu. Það kom maður til mín um daginn og sagðist ætla að kjósa Framsóknarflokkinn að þessu sinni, en bað mig að neffia það ekki við nokkum mann því þá ætti hann á hættu að missa vinnuna. Það er ekki eitt dæmi, þau eru hundrað." —Er með borg óttans ekki verið að snúa út úr því sem jafnan er kölluð skilvirk stjómun meirihlutans í borgarstjóm? Fjár- hagsstaða borgarinnar er góð, er hægt að mæla á móti því að meirihlutinn hefur hald- ið vel á fjármálunum? „Ég get engan vegin tekið undir að hér sé skilvirk stjóm eða góð fjármálastjóm. Það er hægt að skapa ákveðnar ímyndir og gera það með því að gera ákveðið á fimm mínút- um, að kaupa hótel, veitingastað eða jörð. Ég fæ ekki séð að hægt sé að kalla það skil- virka stjómun þegar vilji eins manns eða mjög fárra ræður. Hvað siglir í kjölfarið? Þetta er stjómunarstíll sem þekkist ekki og ég held að fæstir vilji í raun. Hvað fjármál borgarinnar varðar þá er hún aðvitað stöndug og yfir því getur maður verið ánægður. En fjármálastjómunin er þannig að ár eftir ár innheimtast meiri tekj- ur en fjárhagsáætlun gerir ráð fýrir enda er þetta gert með ráðnum hug. Þessum um- framtekjum er ráðstafað án afskipta kjör- inna fulltrúa af embættismannaklíkunni. Kalla menn það góða fjármálstjóm þegar ráðist er í byggingar eins og ráðhús, með fmmgögnin ein í höndunum og standa síðan uppi með hönnunarkostnað langt umfram það sem þurft hefði. Ráðhúsið var tekið undan Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar og skipuð er sérstök verkefnisstjóm til þess að þurfa ekki að fara með ákvarðanimar' í gegn um hið kjöma kerfi. Hver fær það, auðvitað Borg- arverkfræðingsembættið. Þarkomum við að einum stórum punkti í fjármálum borgar- innar, sem er embætti gatnamálastjóra. Það heyrir undir borgarverkfræðing, en þar fer allt eftirlitslaust fram. Ég segi það enn og aftur: Eftirlitslaust! Það cru ótal ráð og nefndir í borginni sem fjalla um alla skap- aða hluti, en við hinir kjömu fulltrúar fjöll- um ekkert um það sem fram fer hjá því embætti, nema við fja'rlagagerð einu sinni á ári. Þó fara tæpir tveir milljarðar eða fimmta hver króna af fjárhagsáætlun borgarinnar í þennan málaflokk“. Agnar Óskarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.