Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 14
26 Tíminn j-f TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmíðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. PRENTSMIÐJAN - Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 Marmaralegsteinar með steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti með sömu útfærslum. Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16. 4„i/. f: Marmaraiðjan ^ Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi Sími 91-79955. RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfidrykkjur Upplýsingar í síma 29670 + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, töður okkar, tengdaföður, afa og langafa Kristjáns Teitssonar fyrrum bónda í Riftúni, ölfusi Skólagerði 61, Kópavogi. Sigríður Einarsdóttir og börn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför Þórarins Kristjánssonar Holti Arnbjörg Kristjánsdóttir Vilborg Kristjánsdóttir Ásmundur Kristjánsson Þórhalla Kristjánsdóttir Hólmfríður Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Árni Kristjánsson Guðrún Kristjánsdóttir ÞórirSigurðsson Guðbjörg Kristjánsdóttir Þórunn Aðalsteinsdóttir + Innilegustu þakkir og hugheilar óskir, meiri og betri en nokkur orð fá tjáð, sendum við öllum þeim fjölmörgu, nær og fjær, sem heiðruðu minningu ástkærrar eiginkonu minnar Sigríðar Höllu Sigurðardóttur og veittu okkur fjölskyldunni ómetanlegan styrk og huggun við andlát hennar og útför. Friðbjörn Gunnlaugsson. Laugardagur 19. maí 1990 Kór Langholtskirkju Kór Langholtskirkju í söngferó um Norðurland Kór Langholtskirkju mun halda fimm tónlcika á Norðurlandi í næstu viku. Fyrstu tónleikamir verða í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudagskvöldið 22. maí kl. 21:00, síðan í Skjólbrckku í Mývatnssvcit miðvikudagskvöldið 23. maí kl. 21:00, í Akureyrarkirkju að kvöldi uppstigningar- dags kl. 20:30, i Dalvíkurkirkju föstu- dagskvöldið 25. maí kl. 21:00 og að lok- um í Grímsey laugardaginn 26. maí kl. 14:00. Efhisskrá tónlcikanna vcrður mjög fjöl- breytt. >ar verður bæði íslensk tónlist og crlend, kirkjuleg og vcraldlcg og fjórir kórfclagar syngja einsöng. Milli 60 og 70 manns syngja í Kór Lang- holtskirkju. Stjómandi kórsins er Jón Stefánsson. Húsmæórafélag Reykjavíkur Fólagið verður með spilakvöld þriðju- daginn 22. mai í fciagsheimilinu Baldurs- götu 9. „Þá komum við allar og spilum saman,“ segir í fréttatilkynningu frá fé- laginu. » FUGLASKOÐUN á höfuðborg- arsvæðinu Náltúrafræðistofa Kópavogs tilkynnir fúglaáhugamönnum, að reyndir fögla- skoðaðar vcrða staddir í vcsturbæ Kópa- vogs á mótum Urðarbrautar og Sunnu- brautar cftirtalda daga í maímánuði: Laugard. 19. maí kl. 15:30-17:30 Sunnud. 20. maí kl. 16:00-18:00 Laugard. 26. maí kl. 09:00-12:00 Sunnud. 27. maí kl. 10:00-13:00 Hér gcfst fólki kostur á að líta iðandi fuglalíf á Kópavogslciru og fjöm. Hafið með ykkur sjónauka, fúglabók og skriftæri. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjar- apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapó- tek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Ar- bæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavíkurapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaverslanirnar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnarnesi og Blómavali Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrif- stofu og barnadeild Landakotsspítala. 60 ára afmæli Austurbæjarskóla: Útihátíð í porti skólans í tilefni 60 ára afmælis Austurbæjarskóla vcrður haldin útihátíð í porti skólans í dag, laugardaginn 19. maí. Kl. 12:30 verður safnast saman við stytt- una af Leift heppna á Skólavörðuholtinu. Gengið verður fylktu liði um hverfið með Lúðrasveit Vcrkalýðsins i broddi fylking- ar. Gangan endar i porti Austurbæjarskól- ans. Þar verður slcgið upp útihátíð í „kami- val“-stíl. Lciktæki verða á staðnum. Einn- ig geta krakkar látið farða sig. Foreldrafé- lagið sér um veitingar og verður grillað, sungið og dansað. í tilefni afmælisins hef- ur foreldrafélag skólans látið útbúa boli sem seldir verða á staðnum. Allir hverfísbúar og velunnarar skólans em boðnir velkomnir á þcssa afmælishá- tíð skólans. SAUÐBURÐUR: Opið fjárhús í Fjárborg Sunnudaginn 20. maí gefst almcnningi kostur á að heimsækja fjárhúsin við Fjár- borg, en þar stendur nú sauðburður sem hæst. Tilefni fararinnar cr opnun nýja Húsdýra- garðsins í Laugardal. Famar vcrða þrjár rútufcrðir frá Hús- dýragarðinum mcð klukkustundarfrcsti. Lagt af stað í þá fyrstu kl. 14:00 og kom- ið til baka klukkustund síðar. N0RRÆNA HÚSIÐ: Fyrirlestur uni Finnland í stríði og „Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld" Laugardaginn 19. maí kl. 16:00 vcrður þriðji fyrirlcsturinn í röð fyrirlestra um siðari heimsstyrjöldina. Þá talar sendi- hcrra Finnlands, Hakan Brenders um Finnland og siðari heimsstyrjöldina. Hann fjallar m.a. um stjómmálaástandið í Finnlandi og utanríkisstcfnu Finna á styrjaldarárunum. Scndiherrann flytur mál sitt á sænsku. Laugardagskvöld kl. 21:00 og sunnu- dag kl. 16:00 vcrður söngdagskráin „Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld..", lög og ljóð í striði flutt. Það cm leikaramir Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Hciðrún Backman, Egill Ólafsson og Jóhann Sig- urðarson sem hafa tckið saman dagskrána og cm textamir sóttir m.a. til Steins Stcin- arrs, Gunnars M. Magnúss, Elíasar Mar o.fl. Aðgöngumiðar cm scldir við innganginn. Ingunn Jensdóttir sýnir í EDEN Ingunn Jensdóttir heldur um þessar mundir sýningu á vatnslitamyndum í Eden, Hveragerði. Þetta er fjórða einka- sýning hennar. Frá Húnvetningafélaginu í Reykjavík Félagsvist í dag, laugard. 19. maí kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifúnni 17. Þetta er síðasta félagsvist á laugardegi í bili. Næst verður spilað miðvikudaginn 23. maí kl. 20:30 á sama stað. Parakcppni. Allir vel- komnir. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðhcimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudaginn 20. maí. Kl. 14:00 er fijálst spil og tafl og kl. 20:00 er dansað. Ferðafélag íslands: Afmælisgangan Reykja- vík—Hvítárnes 3. ferð. Leiðin yfir Mosfellsheiði KI. 10:30: Gengið frá Krókatjöm (ofan Miðdals) um gamla þjóðveginn (til Þing- valla) að Vilborgarkeldu. Um 19 km lcið. Kl. 13:00: Hópurinn sameinast morgun- göngunni. Gengið af nýja Þingvallavegin- um að Sæluhústótt, síðan um Þrívörðu- hrygg að Vilborgarkeldu. Aðeins 7-8 km leið. Brottför frá Umfcrðarmiðstöðinni, austanmcgin. Farmiðar við bíl (800 kr.) frítt f. böm m. fúllorðnum. Afrnælisgangan cr í tilefni 60 ára afmæl- is Hvítámesskála, clsta sæluhúss Ferðafé- lagsins, en þangað vcrður gengið í 12 áföngum. Þátttakendur fram að þcssu em 227. Ferðagetraun í hvcrri fcrð og happ- drætti. Kvöldganga á þriðjudagskvöldið kl. 20:00. Nánar auglýst síðar. Göngudagur F.í. vcrður sunnud. 27. maí kl. 13:00 í Hciðmörk. Ferðafélag íslands. Fermingarbörn í Þorlákskirkju 20. maí kl. 13:30 Ásgeir Ingi Ásgcirss. Norðurbyggð 8 Aðalstcinn Jóhannsson Básahrauni 24 Bryndís Klara Guðbrandsdóttir Lyngbcrgi 25 Bjöm Þór Gunnarsson Básahrauni 31 Daði Frcyr Kristjánsson Klébergi 10 Hafdis Bára Stcinarsdóttir Skálholtsbraut 3 Hans Wium Magnússon Setbergi 18 Kristín Magnúsdóttir Sctbergi 9 Maria Osk Sigurðardóttir Selvogsbraut 37 Sandra Björk Bjamadóttir Skálholtsbraut 7 Fermingarbörn í Þorlákskirkju 3. júní kl. 13:30 Ágúst Þór Siguijónsson, Selvogsbraut 29 Ágúst Öm Grétarsson, Lyngbergi 2 Guðbjörg Heimisdóttir, Lyngbcrgi 5 Guðjón Helgi Guðjónsson, Hjallabraut 13 Ingigerður Gísladóttir, Setbergi 31 Jón Óskar Erlcndsson, Egilsbraut 4 Sigurrós Hallgrímsdóttir, Setbergi 7 Sigurbjöm Ingvi Þórðarson, Lýsubergi 8 Teitur Guðmundsson, Hcinabergi 20 Þorbjöm Jónsson, Klébergi 4 Fermingarbörn í Kotstrandar- kirkju uppstigningardag, 24. maí kl. 13:30 Daði Ratússon, Bræðrabóli, Öltúsi Erlendur Eyvindsson, Hátúni, Ölfusi Hlyn- ur Gcir Hjartarson, Akurgcrði, Ölfúsi Óli Bjarkar Magnússon, Hciðarbrún 65, Hveragerði Sæunn Hrand Bjömsdóttir, Árbæ III, Ölfúsi Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14:00. Miðvikudag 23. maí er morgunandakt kl. 07:30. Orgcl- leikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson ;,Lata stelpan" í Geröubergi 1 tilefni af sýningu alþjóðlcgu bama- bókasamtakanna IBBY á bamabókum frá Tékkóslóvakíu i mcnningarmiðstöðinni Gerðubergi, stendur mcnningarmiðstöðin tyrir leiklcstri á tékkncsku bamabókinni „Lötu stelpunni" laugardaginn 19. mai og sunnudaginn 20. maí Id. 15:00 og 16:00 báða dagana. Lcikarar í sýningunni cra þær Anna Sig- riður Einarsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. MINNING Laufey Kristjánsdóttir Fædd 26. nóvember 1921 Dáin 6. maí 1990 Hinsta kveðja frá barnabörnum. Sem Ijóssins leifturbjarmi svo Ijósl hún kosti bar, því varsem brígði biríu, er burí hún kölluð var. Hún vönd að virðing sinni slóð vörð um skylduiið, og vonglöð allt til enda hún átti hjartafrið. Er látum hugann liða um liðna œvitíð, þin minnumst, elsku amma, sem œtið varst svo blíð, þú vafðir okkur örmum, þín ást var sönn og heit. Svo bljúg þú blessun sáðir i bamsins hjaríareit. Þér lét svo létt að gefa, þin lund bar merki hans, sem vöm er veiku bami á vegi kœrleikans. Þú áttir auð sem varir, sem ávöxt ríkan bar, og trú án orða tjáðir. Þig tárvot kveðjum hér. J.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.