Tíminn - 19.05.1990, Page 10

Tíminn - 19.05.1990, Page 10
10 Tíminn Laugardagur 19. maí 1990 VETTVANGUR! Guðrún Jónsdóttir: Félagið sem ekki er til Þaö sagði við mig kona um daginn að nú væru aliir hættir að fara í sparifötunum ofan í miðbæ, enda má til sanns vegar færa að fýrir þá sem hafa látið sér annt um velferð og viðgang miðbæjar Reykjavíkur hafa undanfarin ár verið heldur dapur- leg. Hvert óhappið eftir annað, verslunin flyst í Kringluna, hús- in eldast, láta á sjá og kalla á viðhald, fasteignagjöldin eru að sliga fólk, umferðin og bílastæðamálin eru óþægileg og svo eru það ýmsar misheppnaðar nýbyggingar sem einhvem veg- inn falla ekki að umhverfinu og trufla okkur sem um götur göngum, jafnvel svo að við vitum ekki nema best sé að forða sérburt Þann 23. april sl. auglýsti borgar- stjóri að haldinn yrði stofnfundur nýs félags, Þróunarfélags miðbæjar Reykjavíkur, á Hótel Borg. í tillög- um um hlutverk félagsins, sem borgarstjóri lagði fram á fundinum, kemur fram að félaginu er m.a. ætl- að það hlutverk að samræma hug- myndir og tillögur hagsmuna- og framkvæmdaaðila um uppbygg- ingu mannvirkja og nauðsynlega þjónustu í miðbænum og stuðla að framkvæmd þeirra. Starfssvið félagsins á samkvæmt tillögunni að vera miðbær Reykja- víkur eins og hann er skilgreindur í hvcrfaskipulagi útgefnu af Borgar- skipulagi Reykjavíkur í apríl 1990, sjá kort. Félagsaðilar geta þeir orðið sem eiga fasteignir á félagssvæðinu, þeir sem stunda þar rekstur eða búa þar. Samkvæmt tillögunni eiga fimm menn sæti í stjóm félagsins. Þrír eru kosnir á aðalfundi, hinir tveir eru til- nefndir af annars vegar forsætisráð- herra og hins vegar af borgarstjóra. I þessum tillögum er gengið út frá þrem grundvallarsjónarmiðum. 1. Þröngri afmörkun á félagssvæð- inu, sjá kort. 2. Þröngt afmörkuðum hagsmuna- hópi hvað snertir félagsaðild. 3. Áform um niðurrif og nýbygg- ingar sem lausn á vanda miðbæjar- ins. Öll þessi atriði tel ég að þurfi að endurskoða. I fyrsta lagi er sú afmörkun, sem gengið er út frá í tillögunni, óskýr og ekki rétt hugsuð. Dæmi um þetta er t.d. að hótel við Skúlagötu mundi lenda utan fé'.agsmarkanna. Verslun- arsvæði miðbæjarins og íbúðasvæð- in í kring, höfnin og athafnasvæðin eru allt ein heild, þar sem einn þáttur er öðrum háöur. Því verður ekki t.d. Laugavegurinn skilinn frá íbúða- svæðinu við Grettisgötu. Án íbúða- svæðanna væru verslunar- og at- hafnasvæðin í miðbænum illa sett. Því hljóta allar aðgerðir á svæðinu að taka mið af hagsmunum svæðis- ins í heild sem íbúa-, atvinnu- og verslunarsvæðis. Eðlilegt væri að líta á svæðið norðan Hringbrautar og vestan Snorrabrautar eða jafnvel vestan Lönguhlíðar og svo ströndina á tvo vegu sem afmörkun félags- svæðisins. Þá næðist m.a. svæðið í kringum Hlemm inn í myndina. I samræmi við það sem að framan er sagt verður aðild íbúasamtaka að stjóm félagsins að vera tryggð. Því verður að koma fram í lögum félagsins að íbúasamtök á svæðinu eigi rétt á að tilnefna menn í stjóm þess. í tillögunni er sem sjá má talað um uppbyggingu og uppbyggingar- áform og þar með niðurrif í stað þess að tala um viðhald og endurbætur og þess að nýbyggingar og endurbætur taki mið af þeirri byggð og umhverfi sem fyrir er og hlúi að því. Við þurfum að viðurkenna þennan borgarhluta og bera virðingu fyrir honum. Skynja hversu dýrmætur hann er okkur vegna sögu hans og uppmna og þess sjarma sem hann býr yfir. Hann er vanræktur en hér er víða hægt að framkalla fegurð sem ekki verður sköpuð annars staðar. Borgaryfirvöld virðast hins vegar vera svo fátæk í hugsun að halda að vandi miðbæjarins verði leystur með niðurrifi og nýbyggingum. Þetta er mesti misskilningur, þvert á móti er ein öflugasta leiðin til að endurreisa miðbæinn fólgin í því að varðveita gömlu byggðina eftir fremsta megni og finna henni hlutverk við hæfi. Endurbætur á útivistarsvæðum mið- bæjarins eru einnig mikið hags- munamál sem sinna verður af alúð. Að ógleymdum umferðarmálunum. Akvörðun um uppbyggingu Kringlunnar, sem tekin var af núver- andi stjóm borgarinnar á sínum tíma, útilokaði að hér í miðbænum risi þess konar verslun, a.m.k. í ná- inni framtíð. I þessu sambandi má minna á að verslunarkönnun sem gerð var af Borgarskipulagi árið 1981 i samvinnu við Kaupmanna- samtökin sýndi að verslunarhúsnæði í borginni var þá þegar að nálgast mettunarmörk og nýr stórmarkaður mætti ekki risa nema öðrum yrði lokað. Við verðum því að leggja áherslu á annars konar verslun hér í miðbæn- um, t.d. sérhæfða smásöluverslun af ýmsu tagi og ýmiss konar nýsköpun í atvinnurekstri. Við verðum að leggja áherslu á miðbæinn sem mið- punkt stjómsýslu, ferðamannabæ, miðstöð menningar og síðast en ekki síst gott og eftirsóknarvert íbúða- svæði. Á þessum grundvelli er hægt að keppa við hvaða Kringlur sem er. Þær geta aldrei boðið upp á neitt svipað því sem hægt er að bjóða upp á í miðbænum ef rétt er á málum haldið. Sjónarmið þau sem hér hafa verið rakin í stuttu máli komu fram á fúnd- inum á Hótel Borg. Einnig vom lagðar fram breytingatillögur að til- lögu að samþykkt fyrir þróunarfé- lajgið. I framhaldi af því var fúndi frestað og samþykkt að setja á laggimar 3ja manna nefnd til að vinna áfram í málinu. Í henni eiga sæti fyrir hönd borgarinnar Hjörleifur B. Kvaran, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og und- irrituð. Nefndin hefur ekki enn verið kölluð saman, en neíhdarskipanin vekur vonir um að þau sjónarmið, sem ég hef hér gert lítillega grein fyrir, eigi sér öflugan stuðning og hljómgmnn. Enda gaf þessi fjöl- menni fundur það berlega til kynna. Vonandi verður hægt að opna augu fúndarmanna íyrir þeim verðmætum sem hér er að finna og leiðir til þess að færa sér þau í nyt okkur öllum til gleði og ánægju. Hér er raunar um þjóðareign að ræða sem okkur ber skylda til að standa vörð um. Þá getum við aftur farið í spariföt- unum ofan í bæ. Eftirmáli: Þegar ég var að Ijúka við að skrifa þessar línur sá ég í leiðara Morgunblaðsins að búið væri að stofna Þróunarfélagið og í auglýs- ingu sem birtist í blöðunum daginn eftir er sagt að menn geti skráð sig sem stofnfélaga í Þróunarfélagið á ýmsum stöðum í bænum dagana 17. maí til 16. júní. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir sem nefndar- manni í undirbúningsnefndinni. Hvemig er hægt að skrá sig í félag sem ekki er til og engar reglur hafa verið samþykktar um? Það skyldi þó aldrei vera að við stæðum hér ffammi fyrir enn einu dæminu um offikið sem viðgengst í henni Reykjavík. Oddi á Rangárvöllum Undanfarið hef ég rætt nokkuð við menn í og utan Rangárvallasýslu um þá hugmynd að efld yrði starfsemi í Odda á Rangárvöllum. Er skemmst ffá að segja að mönnum hefúr litist vel á að hefja hið foma ffæðasetur til vegs og virðingar. Mönnum hefur virst sem Oddastaður gæti á ný orðið í þjóðleið og meiri umsýslustaður en verið hefur. Þá hafa menn tekið undir þá uppástungu að Oddi yrði með tíð og tíma miðstöð fræða og fræðslu á sviði náttúruvísinda og sögu. Hyggilegast er að fara sér að engu óðslega og gera áætlanir um fram- gang málsins hægt og sígandi næstu ár og áratugi. Þá er líklegra að vel takist til. Mest er um vert að taka rétta stefnu að vel ígrunduðu máli og velja nýju menntasetri í Odda verk- efni sem ekki er enn sinnt sem skyldi hér á landi. Þannig yrði Oddi ekki einungis lyftistöng Rangárvallasýslu heldur öllu landinu. Uppástunga mín um hlutverk menntascturs á kirkjustaðnum Odda á Rangárvöllum fram yfir störf sókn- arprests og búsýslu á jörðinni er nokkurs konar uppkast til íhugunar og umræðu. Hlutverkið er þrískipt. Fyrsta verkefnið er almennings- ffæðsla og rannsóknir á fjölbreyti- legri náttúm og sögu sveitarinnar frá upphafi. Saga lands og þjóðar í þús- .und ár er samtvinnuð á þessum slóð- um og vissulega lærdómsrík. Hugsa mætti sér unglingastarf að sumarlagi, t.d. námskeið, útivist og hesta- mennsku. Annað verkefnið er rannsóknir á norðurljósum og segulsviði jarðar, ffæðilegar rannsóknir á lofthjúpi jarðar og annarra hnatta sólkerfisins, ennffemur stjamfræði og geimvís- indi. Hin spennandi spuming um líf í alheimi verður sífellt raunhæfara verkefni fyrir vísindin. Þriðja verkefnið er saga mann- kyns, einkum með tilliti til veðurfars- breytinga á jörðinni allt ffá forsögu- legum tíma. Hér teldust með rannsóknir og fræðsla um umhverfi mannsins og lífríkisins í heild. Saga fomþjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er mjög lærdómsrík í þessu tilliti og því miður of lítið kunn hér á landi. Að lokum ber þess að gæta að end- urreisn Oddastaðar yrði farsælust í kappsfúllri samvinnu áhugamanna, forráðamanna í sýslunni og annarra heimamanna, stjómvalda í höfuð- staðnum, biskups Islands og háskól- anna. Lesandi er vinsamlegast beð- inn að íhuga hugmynd þessa og leggja til málanna. Þór Jakobsson Séð heim að Odda sem hug- myndir eru um að efla til fomrar ffægðar. ’a/r fi •*

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.