Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 19. maí 1990 Ulfhildur Rognvaldsdottir, bæjarfuHtrúi á Akureyri: Atvinnumál eru í brenni- deplinum Atvinnumál og umhverfismál eru í öndvegi á stefnuskrá fram- sóknarmanna á Akureyri. Einnig eru ofarlega á baugi félagsmál, skólamál og breyting á starfsháttum bæjarstjómar auk fjölda ann- arra málaflokka. Framsóknarflokkurinn á 2 fulltrúa í sitjandi bæj- arstjóm á Akureyri, og eru þeir í minnihluta. Úifhildur Rögnvalds- dóttir bæjarfulltrúi skipar efsta sæti framsóknarmanna á Akureyrí. í stuttu spjalli við Tímann hafði Úlfhildur eftirfarandi að segja um stefnuskrá og hugðarefni framsóknarmanna á Akureyrí. Við frambjóðendur B-listans bjóð- um okkur fram undir merki Fram- sóknarflokksins og hann hefur að leiðarljósi: samvinnu, jafnrétti og fé- lagshyggju og undir þeim kjörorðum viljum við að bæjarstjóm Akureyrar starfi. I þessum bæjarstjómarkosn- ingum em atvinnumálin í brennidepli og það er ekki að undra því við höf- um gengið í gegnum mjög erfitt at- vinnuástand undanfarið og raunar meira atvinnuleysi en hefur verið á Akureyri síðan skráning atvinnu- lausra hófst. Fyrir fjómm ámm var líka atvinnuleysi og þótti mörgum að þá væri mælirinn fullur, en það var samt þrisvar sinnum minna en það er í dag. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í bæjarstjóm fóm þá á flot með kosningaloforð og ætluðu að bæta atvinnuástandið, en þeir virðast ekki hafa átt þær lausnir sem gátu breytt þessu ástandi. Við leggjum áherslu á að bæta atvinnuástandið og viljum gera það með því að auka framlög til framkvæmdasjóðs bæjar- ins svo hann geti lagt fé til atvinnu- uppbyggingar þegar atvinnuástand er jafn erfitt og nú er. Við gagnrýnum atvinnumálanefnd og Iðnþróunarfé- lag Eyjafjarðar fyrir að hafa ekki ver- ið nógu virk á kjörtímabilinu. Þessir aðilar þurfa að vera miklu virkari. Þeir þurfa að fylgjast mun betur með atvinnulífmu og grípa inn í áður en allt er komið í óefni. Við teljum að það þurfi að vera til staðar aðstoð við einstaklinga og fyrirtæki um ný at- vinnutækifæri sem skapað geta arð. Við viljum ekki selja hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa því bær- inn á að beita áhrifum sínum þar til að gera rannsóknir á frekari úr- vinnslu sjávarafurða. Einnig er brýnt að Akureyrarbær beiti sér fyrir því við opinbera aðila að fá fleiri þjón- ustustofnanir á vegum ríkisins, bæði nýjar og útibú. í því sambandi má nefna Fjórðungssjúkrahúsið, því hér er hægt að hafa mun víðtækari þjón- ustu á heilbrigðissviðinu. Akureyri á framtíð fyrir sér sem ferðamannabær og við viljum sfyðja þá aðila sem starfa að ferðamannaþjónustu. Við viljum skapa atvinnuvegunum hér í bænum bestu skilyrði frá hendi bæj- arins og styðja við þau fyrirtæki sem hér eru. Stuðningur við Háskólann er mikilvægur því hann mun auka hér atvinnu þegar til lengri tíma er litið. Við erum fylgjandi því að álver rísi við Eyjafjörð, því hér yrði gífúrleg byggðaröskun ef álveri yrði valinn staður í nágrenni höfuðborgarsvæðis- ins. Hins vegar höfum við fyrirvara varðandi mengunarvamir, því við bú- um hér í landbúnaðarhéraði og vilj- um að svo verði áfram. Þess vegna leggjum við áherslu á að gerðar vcrði ítrustu kröfúr til mengunarvama. Við getum ekki að óathuguðu máli hafn- að nokkrum hlut sem okkur býðst til að auka hér atvinnu. I stefnuskrá okkar er rík áhersla lögð á umhverfismál og mengunar- vamir, því þar era mörg verkefni sem hafa setið á hakanum og þarf að ganga í. Miðbærinn þarf að fá and- Iitslyftingu og það þarf að huga að strandlengjunni hér við bæinn. Frá- rennslismálum þarf að koma í betra horf og hætta að hleypa öllu frá- rennsli héma í pollinn. Hvað meng- unarvömum viðkemur þá finnst okk- ur að Akureyrarbær þurfi að ganga á undan í því að flokka sorp og nýta það sem að hægt er að endurvinna. Við eram þjóð sem státum af því að vera mengunarlaus, en hins vegar er ýmislegt sem betur má fara í okkar nánasta umhverfí. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæm í því og vera samstíga í að bæta þá hluti veralega. Hvað félagslega þjónustu varðar er brýnast að auka þjónustu við yngstu og elstu bæjarbúana og halda áfram uppbyggingu í félagslega húsnæðis- kcrfinu. Þá þarf að styðja við bakið á félagasamtökum sem vinna að æsku- lýðs- og íþróttamálum. Þessi félög hafa unnið mikið og gott starf og við viljum styrkja þau og styðja á allan hátt. Þessi félög létta af bænum mjög miklu starfi vegna æskulýðsmála og sjálfsagt að koma til móts við þarflr þeirra. í skólamálum er brýnast að ná samfelldum skóladegi í öllum grann- skólum bæjarins og skapa viðunandi vinnuaðstöðu bæði fyrir nemendur og kennara. Fráfarandi meirihluti státar sig af styrkri Ijármálastjóm, en skuldir bæj- arins hafa aukist frá árinu 1986, úr því að vera 46,46% af tekjum bæjar- Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. sjóðs í það að vera 71,64% þegar síð- ustu reikningar bæjarsjóðs vora lagð- ir fram, þ.a. þama er um veralega skuldaaukningu að ræða. Einnig hef- ur hlutfall tekna bæjarsjóðs sem fer í beinan rekstur stóraukist, úr því að vera 84,02% 1986 í það að vera 91,22% árið 1989, þ.a. það er lítið eftir til nýframkvæmda. Heildar- skuldir bæjarins era nú 4.021 milljón króna sem þýðir að skuld á hvem íbúa er 349 þúsund krónur. Þetta er mjög alvarleg staða, ekki síst hvað varðar hitaveituna sem skuldar um 3,3 milljarða króna. Við framsóknar- menn höfúm barist fyrir því í bæjar- stjóm að hafa lægri fasteignagjöld, bæði vegna þess hve við búum við dýra hitaveitu og eins það að fast- eignamat hefúr hækkað mjög mikið og því ekki verjandi að hækka fast- eignagjöldin eins og gert var. Við viljum taka mið af aðstæðum og á samdráttartímum er ekki óendanlega hægt að seilast ofan í vasa skattborg- aranna. Vinnubrögð meirihlutans á síðasta kjörtímabili vora mjög ólýðræðisleg. Þeir unnu nánast eins og lokaður klúbbur og vildu litla umræðu í bæj- arstióm. Þeir vora búnir að ákveða fyrirfram hvemig málin áttu að vera og í krafti síns meirihluta kýldu þeir þau í gegn nánast án umræðu. Við viljum önnur vinnubrögð, opnari um- ræðu í bæjarstjóm og meira samstarf við bæjarbúa og hagsmunasamtök þeirra svo sem hverfasamtök og for- eldrafélög. Við viljum að málin fái opnari umljöllun áður en ákvarðanir eru teknar. Við eram bjartsýn á framtíð Akur- eyrar. Það hefúr sýnt sig að hér vill fólk búa hafi það atvinnu og þá þjón- ustu sem sjálfsögð þykir í nútímavel- ferðarþjóðfélagi. Við viljum stuðla að því að Akureyri verði staður sem fólk flykkist til vegna sinna kosta, og við viljum af alefli vinna að því að efla hér atvinnulíf og skapa hér rétt- látara samfélag og lýðræðislegri vinnubrögð bæjarstjómar, sagði Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir að lokum. hiá-akureyri. Kosningaundirbúningur er með hefðbundnum hætti en umræðan er seint á ferðinni, segir kosningastjóri Framsóknarflokksins: Býst við að baráttan harðni á lokaspretti Nú er aðeins ein vika til sveitarstjómarkosninganna og kosninga- baráttan er að ná hámarki. Jón Kr. Kristinsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir kosningaundirbúninginn vera með hefðbundnum hætti, en hins vegar hafi umræðan faríð óvenju seint af stað. Jón var spurður hvað honum sýndist um gengi Framsóknarflokksins í kosningunum. „Ég er mjög bjartsýnn á að Fram- sóknarflokkurinn muni bæta við sig fylgi víðast hvar á landinu. Ég er sannfærður um að útkoman úr þess- um kosningum verði betri en þeim síðustu. Þar kemur margt til. Það hef- ur skapast festa í efnahagsmálum og atvinnulífið úti um allt land er að komast í gang eftir að ríkisvaldið greip til aðgerða á ýmsum sviðum því til hjálpar. Ég held að fólk skilji að Framsóknartlokkurinn hefúr unn- ið stórt verk í þessum mikilvægu málum. Jón Kr. Kristinsson. Talsverð endumýjun hefur orðið á framboðslistum Framsóknarflokks- ins. Ungt fólk og konur er í mjög mörgum tilfellum í forystu fýrir flokkinn. í Kópavogi hefur komið nýtt fólk til starfa og þar er 19 ára gamall maður í þriðja sæti. Sama er að segja um Hafnartjörð, svo að ég nefni aðeins tvö bæjarfélög. Konur leiða listana á Akranesi, Keflavík, Akureyri, Reykjavík og víðar,“ sagði Jón. Jón sagði að undirbúningurinn fyrir kosningamar væri með hefðbundn- um hætti. Frambjóðendur flokksins kæmu stefnumálum sínum á fram- færi við kjósendur í rituðu og töluðu máli. Jón sagði hins vegar að umræð- an hefði farið óvenju seint af stað. Það mætti því búast við hörðum lokaspretti. Jón sagðist búast við að kosningaþátttaka úti á landsbyggð- inni yrði svipuð og í síðustu sveitar- stjómarkosningum. Hann sagði að sér kæmi aftur á móti ekki á óvart þó að hún yrði dræmari á höfuðborgar- svæðinu. Undankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefúr verið dræm það sem af er. í gærmorgun vora 1175 búnir að kjósa utankjörstaðar í Reykjavík. Það er allmiklu minna en var á sama tíma fyrir fjórum áram. Svipað er uppi á teningnum annars staðar á landinu. „Ég hvet allt Framsóknarfólk um allt land til að vinna vel síðustu daga fyrir kosningar og tryggja frambióð- endum flokksins góða kosningu. Það er mjög mikilvægt að þau stefnumál, sem Framsóknarflokkurinn hefúr barist fyrir við endurreisn efnahags- og atvinnumála þjóðarinnar, skili sér inn í sveitarstjómimar," sagði Jón að lokum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.