Tíminn - 26.05.1990, Page 2

Tíminn - 26.05.1990, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 26. maí 1990 Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins við kosningar til sveitarstiórna 1990: A tímum erfiðleika hefur Fram- sóknarflokkurinn hvað eftir annað verið kvaddur til forystu í stjóm landsmála. Svo var 1983 og aftur i september 1988. Framsóknar- flokkurinn hefur aldrei skorast undan ábyrgð og undir forystu hans horfa Islendingar nú fram á vœnkandi þjóðarhag. Verðbólgan er nálœgt því að vera sú minnsta frá þvi á stríðsár- unum, vextir hafa lækkað og erf- iðleikum fyrirtækja viðast hvar um landið hefur verið bægt frá. Undirstöðuatvinnugreinunum hefur verið komið á réttan kjöl og nú sjást þess hvarvetna merki að atvinnulíflð er á uppleið á ný. Þar sem jramsóknarmenn hafa verið þátttakendur í sveitarstjórn- um undanfarin ár hefur atvinnu- lífið verið eflt og félagsleg þjón- usta styrkt en jafnframt verið gætt ráðdeildar. Flokkurinn hefur œtíð lagt áherslu á frjálst framtak ein- staklinga og fyrirtækja. A þeim byggist styrkur atvinnulífsins. Framsóknarmenn hafa jafnframt lagt áherslu á að allir njóti félags- legs öryggis og réttlœtis. Það er mikilvægt bæði fyrir sveitarfélögin og Framsóknar- flokkinn, að áhrifa hans njóti sem víðast. Þess vegna ríður á að hann komi sterkur út úr þessum kosningum. Það er ekki sist mikil- vægt að flokkurinn sé öflugur i höfuðborg landsins, Reykjavík. Eins og i öllum öðrum sveitarfé- lögum eigum við framsóknar- menn þar mjög góða málsvara, með Sigrúnu Magnúsdóttur borg- arfulltrúa í broddi Jylkingar. Þar sem annars staðar eru framsókn- armenn reiðubúnir að axla þá ábyrgð sem kjósendur leggja þeim á herðar. Því hefur verið spáð að Sjálfstæðisflokkurinn fái allt að þrettán fulltrúa i borgar- stjórn en Framsóknarflokkurinn engan. Slíkur meirihluti væri eng- um flokki hollur né nokkru sveit- arfélagi. í frjálsu þjóðfélagi er nauðsynlegt að lýðræðið sé virkt. Ég hvet alla framsóknarmenn til þess að vinna vel og tryggja flokknum góða útkomu í sérhverju sveitarfélagi. Ég hvet Reykvíkinga sérstaklega til þess að tryggja kjör fulltrúa Framsóknarflokksins og um leið málefnalega og virka gagnrýni á störf og gerðir meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins i borg- arstjórn. Því betur sem við dug- um, því ríkulegar uppskerum við. Dagur aldraðra B-listi framsóknarmanna í Reykjavík gekkst fyrir fjölmenn- um kaffi- og skemmtifundi eldri borgara í Glæsibæ sl. fimmtu- dag. Þarfluttu m.a. Sigrún Magn- úsdótb'r borgarfulltrúi, Kristján Benediktsson, fv. borgarfulltrúi og Steingrímur Hermannsson formaöur Framsóknarflokksins ávörp. Þá skemmtu þau Elín Sig- urvinsdóttir söngkona við undir- leik Sigfúsar Halldórssonar og Jóhannes Kristjánsson eftir- herma. Nokkrir gesta taka lagið. Frá vinstri: Áslaug Brynjólfsdóttir, Þrá- inn Valdimarsson, Kristján Bene- diktsson, Guðmundur G. Þórar- insson og Steinunn Finnbogadótt- ir. Tímamyndir GE VERÐLAUN VEITT JÚR HUSFRIÐUNARSJOÐI Um síðustu helgi var viðurkenning- um og lánum úthlutað úr Húsfriðun- arsjóði Akureyrar. Leikfélagi Akureyrar voru veittar 200 þúsund krónur til viðbótarviðhalds á Samkomuhúsinu. Eigendum tveggja húsa við Aðal- stræti voru veittir styrkir, samtals að upphæð 500 þúsund krónur, en 13 aðilar sóttu um styrk. Þá var fjórum aðilurn veitt lán úr húsfriðunarsjóði, samtals um 3.4 milljónir króna. Einn- ig hlaut Sverrir Hermannsson húsa- smíðameistari sérstaka viðurkenn- ingu fyrir ffamlag sitt til endurbygg- ingar gamalla húsa á Akureyri. Viðurkenningar og lánveitingar af þessu tagi hafa verið veittar á Akur- eyri um nokkurt skeið. Markmiðið er að stuðla að varðveislu gamalla húsa í bænum, og hvetja fólk til ffekari að- gerða í þeim efhum. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu hjónin Kristín Aðalsteinsdóttir og Hallgrímur Indriðason, en þau hafa endurbyggt og byggt við húsið Aðal- stræti 52. Þá hlaut Stefán Jóhannes- son viðurkenningu fyrir Aðalstræti 30, hús sem hann flutti úr Laxagötu og endurbyggði. hiá-akureyri. Þeir sem þurfa á akstri að halda á kjörstað, í Reykajvík, er bent á að hafa sam- band við Bflþjónustu B- listans í síma 67 92 25 - 67 92 26 og 67 92 27. Upplýsingar um kjörskrá og skiptingu gatna í kjörhverfi verða veittar á kosningaskrifstofu B-listans að Grensásvegi 44 í síma 68 09 62 og 68 09 64

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.