Tíminn - 26.05.1990, Qupperneq 19

Tíminn - 26.05.1990, Qupperneq 19
APflt- iRtn 89 ■njpfiJÝiBpt.iR I nnim i 06 Laugardagur 26. maí 1990 Tíminn 31 ilÞROTTIR PV " p Knattspyrna — Hörpudeild: Stórsigur Fram á Skagamönnum - Framarar hefja Islandsmótið með tveimur stórsigrum Framarar, sem sigruðu IBV í fýrstu umferð fslandsmótsins 4-0 á útivelli, endurtóku þann leik á fímmtudaginn er þeir tóku á móti Skagamönnum á Valbjamarvelli í Laugardal. Aðstæður til knatt- spymuiðkunar á veilinum voru mjög bágbomar, völlurínn var lítt gróinn og miklu af sandi hafði ver- ið ekið í hann. Leikmenn áttu því í miklum erfiðleikum með að fóta sig í sandinum. Framarar sóttu mjög í byijun leiks- ins og ekki leið á löngu áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Það var á 15. mín. að Pétur Ormslev tók hom- spymu frá hægri, Kristinn R. Jónsson fékk boltann við vítateiginn og skaut í stöng, en Guðmundur Steinsson fylgdi á eftir og skoraði, 1-0. Tíu mín. síðar fengu bæði liðin tækifæri til að skora. Fyrst Framarar er Ríkharður Daðason skallaði rétt framhjá eftir aukaspymu Péturs og síðan Skagamenn er Bjarki Pétursson skaut yfir markið, eftir að Jón Sveinsson hafði misst knöttinn klaufalega. Bjarki var aftur á ferðinni 10 mín. síðar, en Birkir varði skot hans úr þröngu færi. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu Skagamenn á sig mikið klaufamark, Baldur Bjamason lék inní vítateig ÍA og upp að enda- mörkum þar sem hann gaf fyrir markið á Guðmund Steinsson, sem skaut í Fleimi Guðmundsson Skaga- mann og í markið, 2-0. Allur vindur var úr Skagamönnum eftir þetta slysalega mark og Framar- ar sóttu mjög allan síðari hálfleik. Strax á 47. mín. varði Gísli Sigurðs- son tvívegis, fyrst ffá Guðmundi og síðan ffá Ríkharði. Tveimur mín. síð- an bjargaði Gísli með úthlaupi, en þá vom fyeir Framarar komnir í gegnum vöm íA. Á 54. mín. skaut Pétur ffam- hjá úr góðu færi, en þrír Framarar vom þá gegn tveimur Skagamönnum í vítateignum. Þriðja mark Fram lá í loftinu og það leit dagsins ljós á 54. mín. Mikil atgangur var þá í vítateig IA, Rikharður náði ekki skoti og renndi því boltanum á Baldur Bjama- son sem skoraði með fostu skoti af stuttu færi, 3-0. Framarar sóttu áffam og óðu í fær- um á næstu mín. Ríkharður skaut ffamhjá eftir undirbúning Viðars á 57. mín. en Skagamenn fengu líka sitt færi í síðari hálfleik. Dæmd var óbein aukaspyma á Fram innan víta- teig og upp úr henni átti Guðbjöm Tryggvason gott skot að marki Fram, en Birkir varði það ömgglega. Ríkharður Daðason fékk síðan enn eitt tækifærið til að skora í leiknum, á 66. mín. eftir fyrirgjöf Antons Mark- ússonar ffá vinstri. Að þessu sinni skaut Ríkharður hátt yfir. Fjórða markið varð síðan staðreynd á 69. mín. Pétur Ormslev lék upp miðjuna, gaf boltann á Kristin R. Jónsson sem skoraði af öryggi, 4-0. Eftir markið jafnaðist leikurinn nokkuð, en Skagamenn náðu ekki að ógna marki Fram. Tíu mín. fyrir leikslok komu þeir in- ná sem varamenn í ffemstu víglínu Fram þeir Amljótur Davíðsson og Jón Erling Ragnarsson. Þeir fengu báðir þokkaleg færi til að bæta við markatöluna. Gísli varði frá Amljóti úr þröngu færi, en Jón Erling „kikks- aði“ fyrir opnu marki. Leikurinn var mjög fjörugur eins og ffam kemur hér að ofan, en skilyrði vom ekki eins og best verður á kosið. Framliðið var mjög sterkt í heild í þessum leik, með Pétur Ormslev sem besta mann, en hjá Skagamönnum var fátt um fina drætti. Gísli í mark- inu stóð þó vel fyrir sínu. Góður dómari leiksins var Ólafur Lámsson. Liðin Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Kristján Jóns- son, Pétur Ormslev, Viðar Þorkels- son, Kristinn R. Jónsson, Jón Sveins- son, Guðmundur Steinsson (varam. á 80. mín. Jón Erling Ragnarsson), Baldur Bjamason, Anton Bjöm Markússon (varam. á 80. mín. Am- ljótur Davíðsson), Ríkharður Daða- son. IA: Gísli Sigurðsson, Jóhannes Guðlaugsson, Heimir Guðmundsson, Alexander Högnason, Sigurður B. Jónsson, Stefán Viðarsson (varam. á 56. mín. Amar B. Gunnlaugsson), Brandur Sigurjónsson, Sigursteinn Gíslason, Bjarki Pétursson, Guð- bjöm Tryggvason (varam. á 70. mín. Guðmundur Matthíasson), Haraldur Ingólfsson. Ahorfendur: 1.256. BL Krístinn R. Jónsson skorar fjórða mark Fram f leiknum gegn Skaga- mönnum á fimmtudag, án þess aö Heimir Guðmundsson komi vömum viö. Jóhannes Guöiaugsson fylgist með gangi máli. Á innfelldu myndinní er annað mark Fram að verða stað- reynd, boltinn er á ieiðinni f netið eftir skot Guðmundur Steinssonar f Heimi Guðmundsson. TímamyndirÁmiBjama. Knattspyma: Islandsmeistarar KA töpuðu öðrum leik sínum í 1. deild í gær á Valsvelli 0- 2. Fyrrum leikmaður þeirra KA- manna, Antony Karl Gregory, skoraði bæði mörk Valsmanna í leiknum. Leik- urinn var lítt spennandi á að horfa, en úrslitin sanngjöm. Öruggt hjá Víkingum Víkingar unnu ömggan sigur á FH- ingum á Víkingsvellinum í gærkvöld 2-0. Hörður Theodórsson skoraði fyrir Víkinga á 30. mín. eftir stórskotahríð þeirra röndóttu i mark Hafhfirðinga. 4- 5 skot höföu hafhað í vamarmönnum og markverði FH áður en boltinn fór í netið. Síðara markið kom á 71. mín. er Hörð- ur skallaði boltann fyrir markið á Gor- an Micic sem skoraði af stuttu færi. Víkingar vom nærri þvi að skora fleiri mörk, en Þorsteinn Bjamason mark- vörður FH bjargaði einu sinni glæsi- lega með úthlaupi. FH-ingar vom næst því að skora á 77. mín. er Andri Marteinsson skaut í stöng úr aukaspymu. BL Heimasigur í Eyjum ÍBV vann 2-0 sigur á Þór á fimmtudags- kvöld. Hlynur Stefánsson og Jón Bragi Am- arsson geröu mörk Eyjarskcggja bæði í síð- ari hálfleik. Staðan í 1. deild - Hörpudeildinni: Fram..................2 2 0 0 8-0 6 KR....................2 2 0 0 5-2 6 Valur.................2 2 0 0 3-0 6 Víkingur..............2 10 13-23 Stjaman...............2 10 13-33 FH ...................2 10 11-23 ÍBV...................2 10-2-43 KA....................2 0 0 2 0-3 0 Þór...................2 0 0 2 0-4 0 ÍA....................2 0 0 2 0-5 0 Úrslit leikja í fyrstu umfcrð 2. deildar, Pepsi-dcildarinnar, í gærkvöld urðu þessi: Brciðablik-Víðir.................0-0 Grindavík-Tindastóll ............1-1 ÍR-Fylkir........................1-2 Leiftur-Selfoss..................1-1 KR-INGAR NYTTU FÆRIN KR-ingar unnu öruggan 3-1 sig- ur á Stjömunni á fimmtudags- kvöld í fýrsta 1. deildaríeiknum sem fram fer í Garðabæ. Leikur- inn var nokkuð harður og fengu sjö leikmenn áminningu í leikn- um, oft fýrír óþarfa brot og geð- Bsku Ragnar Margeirsson lék nú sinn fyrsta heila leik fyrir KR í deildinni og er ekki annað hægt að segja en hann hafði byrjað vel. Tvö mörk skoraði Ragnar í leiknum, en KR- ingar nýttu sér vel þau tækifæri sem þeir fengu; Stjömumenn vom hins- vegar ekki á skotskónum. Ragnar skoraði fyrsta mark KR á 15. mín. Hilmar Bjömsson gaf á Ragnar þar sem hann var á auðum - sjö leikmenn fengu sjó og skot hans fór undir Jón Otta Jónsson í markinu, 0-1. Stjömumenn áttu eitt hættulegt færi í fyrri hálfleik, er Ingólfur Ingólfsson átti skot rétt yfir mark KR úr þröngu færi. Fyrri hálfleikur var að örðu leyti tíðindalít- ill, en hart var barist á miðjunni. Stjömumenn jöfhuðu leikinn á 49. mín. Lárus Guðmundsson fékk sendingu frá Valdimar Kristófers- syni, lék á Stefán Guðmundsson og kom inn að markteig vinstra megin, rétt við endalínu. Skot Lámsar fór í Ólaf Gottskálksson og inn, 1-1. Á 56. mín. björguðu Stjömumenn á síðustu stundu í hom, en upp úr því skoraði Ragnar Margeirsson annað mark sitt og KR með góðu skoti af markteig, 1-2. Stuttu síðan átti Láms áminningu í leiknum hættulegt skot að marki KR en fram- hjá. Þriðja mark KR kom á 71. mín. Pétur Pétursson gaf þá á Bjöm Rafnsson sem skaut í Jón Otta og inn, 1-3. Á 80. mín. var Láms á ferð- inni hinu megin á vellinum, skallaði til Valdimars sem skaut framhjá. Jón Otti varði síðan skot frá Pétri Péturs- syni á lokamínútu leiksins. Stjömumennimir Sveinbjöm Há- konarson, Ami Sveinsson og Ragnar Gíslason fengu allir að sjá gula spjaldið fyrir gróf brot og KR- ing- amir Sigurður Björgvinsson, Hilmar Bjömsson, Þorsteinn Halldórsson og Bjöm Rafnsson sömuleiðis. Sigur KR var sanngjam, en full stór miðað við tækifærin í leiknum. KR- ingar verða ekki auðsigraðir í sumar og Stjömumenn eiga eftir að standa sig vel, svo mikið er vist. Akveðinn dómari leiksins var Gísli Guðmundsson. Liðin Stjaman: Jón Otti Jónsson, Birgir Sigfiísson, Bjami Bcncdiktsson, Svcin- bjöm Hákonarson, Láms Guðmundsson, Ingólfur Ingólfsson, Ami Sveinsson, Ragnar Gíslason, Valdimar Kristófcrs- son, Magnús Bergs, Ami Kvaran (varam. á 63. mín. Hcimir Erlingsson). KR: Ólaf- ur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson, Stefán Guðmundsson, Þormóður Egils- son, Hilmar Bjömsson, Ragnar Margcirs- son, Gunnar Skúlason, Þorsteinn Hall- dórsson, Bjöm Rafitsson (varam. á 88. mín. Sigurður Ómarsson), Amar Amar- son, Pétur Pétursson. Áhorfendur 1.215. BL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.