Tíminn - 08.06.1990, Side 9
8 Tíminn
I
Föstudagur 8. júní 1990
Föstudagur 8. júní 1990
Tíminn 9
.
■
Niðurlag ræðu Guðjóns. B. Ólafssonar forstjóra Sambandsins á 88. aðalfundi í gær:
FORTIDIN HEFUR BUNDIÐ ÞUNGAR
AR A HERÐAR SAMBANDSINS
Hér á eftir fer lokakaflinn í ræðu Guðjóns
B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins, sem
hann flutti á aðalfundi SÍS í gær. Sá kafli
sem hér birtist eru hugleiðingar Guðjóns um
vádamál í efnahag og rekstri Sambandsins
sem og um skipulagsmál, en sá málaflokkur
er áberandi á þessum 88. aðalfundi Sam-
bandsins. Sökum plássleysis er hvorki unnt
að birta í heild ítarlega umíjöllun Guðjóns
um reksturinn á sl. ári og á fyrstu fjórum
mánuðum ársins í ár né umfjöllun hans um
rekstur og afkomu kaupfélaganna. Frásagn-
ir af þessum þáttum birtast annars staðar í
blaðinu.
Undanfarin ár hafa islenskir samvinnu-
menn vissulega mátt reyna sannleiksgildi
hins gamla máltækis að tímamir breytast og
mennimir með.
Þeir dagar sem við lifum nú, em vægast
sagt byltingarkenndir, ekki aðeins innan
samvinnuhreyfingarinnar hér á landi, heldur
einnig víða úti í hinum stóra heimi.
Hvem hefði grunað fyrir einu eða tveimur
árum að lönd Austur-Evrópu segðu skilið
við kommúnismann hvert á fætur öðm og
gerðust lýðræðisþjóðir?
Hvem hefði órað fyrir því, að sú gamla
hugsjón að gera Evrópu að einni viðskipta-
heild yrði að veruleika, eins og nú er að
verða raunin á?
Og hver hefði getað ímyndað sér það fyrir
fáum ámm, að Samvinnutryggingar og
Samvinnubankinn ættu eftir að sameinast
öðrum fyrirtækjum, að KRON yrði breytt úr
kaupfélagi í hlutafélag og að rætt yrði um
það í fullri alvöru, að Sambandið tileinkaði
sér hlutafélagsformið?
Engu að síður er allt þetta staðreyndir.
Allt er í heiminum hverfúlt og sífelldum
umskiptum háð; um það vitnar mannkyns-
sagan. En tímabilin hafa jafhan verið ærið
misjöfn í aldanna rás; stundum er stöðug-
leiki og kyrrstaða svo áratugum skiptir, en
skyndilega dynja svo yfir róttækar breyting-
ar og algjör stakkaskipti verða.
Slika tíma lifúm við nú.
Þegar ör þróun á sér stað, óstöðugleiki rík-
ir og hættur steðja að, er lífsnauðsyn að tapa
ekki áttum. Menn verða að halda ró sinni,
einblína ekki um of á það sem er á fallanda
fæti og verður ekki bjargað, heldur leitast
við að skynja og skilja nútímann og aðlaga
sig breytingum hans. Islensk samvinnusaga
er orðin löng og hefúr verið hluti af sögu
landsins í meira en hundrað ár. Hún hófst i
gamla bændasamfélaginu, þegar vörur voru
pantaðar tvisvar á ári, vor og haust, á lægra
verði en kaupmenn gátu boðið.
Breyttir tímar
Hvílíkur óravegur er ekki frá þeim árum og
til okkar tíma, sem eru dagar stórmarkað-
anna, þegar vöruúrvalið ætlar aldrei að
verða nóg, verslanir þurfa helst að hafa opið
allan sólarhringinn og allt landið er orðið
einn markaður.
Þótt vöxtur og velgengni samvinnuhreyf-
ingarinnar hafi verið ævintýri líkast, hafa
skin og skúrir skipst á alla tíð. Okkur hefúr
þó alltaf tekist að lifa af; við höfúm staðið af
okkur kreppur, verslunaróffelsi og harð-
snúna pólitíska andstöðu.
í Tímabréfxnu 21. október sl. var birt upp-
haf á ræðu Hallgríms Kristinssonar forstjóra
á aðalfúndi Sambandsins 1922. Þau voru
rifjuð upp í tilefni af því að kaup Lands-
bankans á hlutabréfúm Sambandsins í Sam-
vinnubankanum urðu skyndilega að stór-
pólitísku fjölmiðlamáli, en Hallgrímur hóf
ræðu sína þannig:
„Tíu mánuðir eru liðnir siðan við komum
hér saman síðast á aðalfúnd. Yður er kunn-
ugt, að mánuðum saman áður en hann var
haldinn breiddu sumir keppinautar vorir og
mótstöðumenn þann orðróm um landið, að
Sambandið væri að fara á höfúðið. Rak svo
langt, að stjóm þess og forstjóri sáu sig til-
neydd til að fara á fúnd aðallánardrottins
síns, Landsbankans, og biðja haiui um yfir-
lýsingu, sem hnekkti þessum orðrómi. Yfir-
lýsingin var fúslega látin í té og síðan birt í
öllum blöðum landsins.“
Þetta voru orð forstjóra Sambandsins fyrir
68 árum, en þau gætu sem hægast hafa ver-
ið sögð í dag.
Enn er um stórfelldan taprekstur að ræða
hjá Sambandinu á árinu 1989, þrátt fyrir
margvíslegar hertar aðhaldsaðgerðir í
rekstri, auknar tekjur, mixmi útgjöld og sölu
eigna til að grynnka á skuldum.
Vandinn hefur safnast
upp á löngum tíma
Hvemig stendur á þessu? spyija menn og
það er von.
Meginvandi Sambandsins er uppsafhaður
á löngum tíma. Það tókst að dylja þennan
vanda og ýta honum á undan sér, þar til
breyttar aðstæður í efnahagsmálum þjóðar-
innar gerðu það ókleift.
Sambandið er einfaldlega of skuldsett. Það
hefúr of lítið eigið fé, þar sem það hefúr
ekki haft nægan hagnað. Sem dæmi um það
get ég nefnt, að allt árabilið frá 1976 til 1987
hafði Sambandið samtals rúmlega hundrað
milljónir króna í halla. Það var niðurstaðan
úr rekstrinum þetta rúmlega áratugsskeið. Á
sama tímabili tók fyrirtækið á sig töp vegna
utanaðkomandi starfsemi að fjárhæð sem
nálgast 3 milljarða króna á núvirði. Þannig
hefúr Sambandið fjármagnað bæði stuðning
við atvinnulif úti um landið og tilraunir til
uppbyggingar nýrrar atvinnustarfsemi. Sem
dæmi má þar nefna vel yfir hálfan milljarð
króna vegna ffystihúsa á vegum Sambands-
ins, meira en 3/4 úr milljarði vegna gjald-
þrota og greiðslustöðvana kaupfélaga, um
300 milljónir vegna Islandslax, milli 400 og
500 milljónir vegna Álafoss og þannig
mætti lengi telja. Þessi töp voru ekki fjár-
mögnuð úr hagnaði af rekstri eða eigin sjóð-
um heldur með einu dýrasta fjármagni í
vestrænum heimi. Þannig hafa skuldir Sam-
bandsins vaxið umfrarn greiðslugetu rekstr-
ar. Þess vegna er eignasala óhjákvæmileg
og þess vegna er ýtrasta aðhald í rekstri
nauðsynlegt. Og kannski fyrst og ffemst
vegna þessarar stöðu eru samvinnumenn
löngu hættir að geta skilið eðli þess vanda
sem hijáð hefúr Sambandið á undanfömum
árum og þeir eiga erfitt með að skilja hvem-
ig á því stendur að nú þegar birtir til í rekstri
kaupfélaganna skuli vandi ennþá steðja að
Sambandinu. Svarið er einfaldlega þetta:
Frá aðalfundi Sambandsins í gær.
Sambandið hefúr tekið á sig gífúrlegar
byrðar vegna þess að margs konar atvinnu-
rekstur á vegum Sambandsins eða á vegum
kaupfélaganna sem mikið fjármagn hefúr
verið lagt í á undanfomum einum til tveim-
ur áratugum, hefúr af einum eða öðrum
ástæðum ekki gengið eða getað skilað arði.
Sambandið hefúr lagt mikið fé í fasteignir
og eignahluta i félögum og þessar eignir
hafa ekki skilað arði í gegnum árin. Önnur
samvinnufélög með fáum undantekningum,
hafa ekki tekið á sig slíkar byrðar og hafa
þar af leiðandi haft meiri möguleika og
meira svigrúm til að ná árangri með spam-
aðaraðgerðum í rekstri. Auk þess hafa sem
betur fer möig kaupfélögin átt þess kost að
endurskipuleggja sinn fjárhag með aðstoð
opinberra sjóða, en slíku hefúr Sambandið
aldrei átt kost á að neinu marki.
SÍS, félags- og
fjármálastofnun
Sambandinu hefúr með öðrum orðum
löngum verið ætlað það hlutverk að vera
allsheijar félagsmála- og íjármálastofúun
samvinnuhreyfingarinnar á íslandi en á
sama tíma gera viðskiptalegir hagsmunaað-
ilar í vaxandi mæli þá kröfú til Sambandsins
að það veiti hámarksþjónustu fyrir lágmark-
stilkostnað.
Um árabil má segja að samvinnumenn hafi
litið til Sambandsins nánast eins og hinn al-
menni borgari hefúr litið til ríkiskassans —
þaðan eiga greiðslumar að koma en öllum
er illa við að borga skatta.
Nú, þegar á bjátar, virðast ólíkir hagsmun-
ir kristallast hjá þeim aðilum sem hinar
ýmsu deildir Sambandsins þjóna. Þegar á
móti blæs, er hver sjálfúm sér næstur.
Fáir eru þeir sem gera sér grein fyrir þeim
þungu byrðum sem fortíðin hefúr þannig
bundið á herðar Sambandsins. Flestir munu
aftur á móti ætlast til þess af Sambandinu að
það geti að öllu leyti staðist samanburð við
keppinauta í þeim greinum sem Sambandið
starfar í, bæði í verði og þjónustu. Þetta er
sambærilegt við það, finnst mér oft, að tveir
fjallgöngumenn keppi um það hver fyrr
komist á tindinn; annar þarf að bera þunga
byrði en hinn enga. Það er ljóst, að þær
byrðar sem á Sambandinu hvíla hafa ekki
aðeins reynst erfiðar fyrir Sambandið sem
fyrirtæki. Þær hafa líka lagt miklar kröfúr á
starfsmenn Sambandsins sem sifellt eru að
glíma við gamla drauga í sínu starfi og hafa
ekki átt þess kost að njóta jákvæðs árangurs
og viðurkenningar af þrotlausu starfi. Það
hefúr gleymst að gæta þess að þeir þurfa
líka sína hvatningu og tækifæri til þess að
njóta viðurkenningar fyrir vel unnið dags-
verk.
Reksturinn nú
í góðu horfi
Ég fúllyrði hér að flestir þættir í daglegum
rekstri Sambandsins eru í góðu horfl nú;
sumir e.t.v. í því besta sem þeir hafa nokk-
um tímann verið. Þannig erum við ekki
fyrst og fremst að glíma við vandamál í
rekstri, þótt þau séu vissulega fyrir hendi i
sumum deildum. Ég vil þvert á móti segja,
að þær aðgerðir sem við höfúm staðið fyrir
undanfarin tvö ár eða svo eru einmitt núna
að skila verulegum árangri. En sá bati næg-
ir ekki enn, þar sem skuldsetningin er svo
kostnaðarsöm í því efnahagsástandi sem við
búum við nú á dögum.
Hér á eftir verður fjallað um skipulagsmál
Sambandsins undir sérstökum dagskrárlið.
Sigurður Markússon, ffamkvæmdastjóri
Sjávarafúrðadeildar, mun hafa ffamsögu um
það efni og skýra ffá starfi skipulagsnefndar
á vegum ffamkvæmdastjómar sem ég skip-
aði í janúarmánuði sl., i kjölfar umræðna í
Sambandsstjóm seint á sl. ári um þau efhi.
Skipulagsmálin
Sigurður Markússon var formaður þessar-
ar skipulagsnefndar en með honum störfúðu
Olafijr Friðriksson, ffamkvæmdastjóri
Verslunardeildar, og Sigurður Gils Björg-
vinsson, hagffæðingur Sambandsins.
Þeir félagar hafa unnið mikið starf, en
ffamkvæmdastjóm og stjóm Sambandsins
hafa fylgst með því starfí allan tímann.
Nefndin komst fljótlega að þeirri niður-
stöðu að áffamhaldandi rekstur Sambands-
ins í núverandi formi væri tæpast viðunandi
kostur. Við ítarlega skoðun á kostum og
göllum samvinnurekstrar annars vegar og
rekstrar í formi hlutafélags hins vegar,
komst nefndin fljótlega að þeirri niðurstöðu
að hlutafélagaformið hefði maiga afgerandi
yfirburði, ekki síst vegna lagabreytinga sem
gerðar hafa verið hér á landi á undanfömum
árum, hlutafélögunum í hag.
Athugun nefndarinnar snerist því fljótlega
að skoðun á því hvort fysilegt væri að
breyta Sambandinu, annars vegar í eitt al-
menningshlutafélag eða hins vegar í fleiri
hlutafélög sem yrðu þá aðskilin eftir at-
vinnugreinum og aðaldeildum Sambandsins
eins og þær em i dag.
Ég skal skjóta því hér inn í að það var lengi
mín ósk og von að Sambandið gæti haldið
áffam að starfa sem eitt fyrirtæki, ffemur en
mörg aðskilin. Ég hef séð fyrir mér rekstur
Sambandsins í formi hlutafélags með fimm
manna stjóm sem í sitja fúlltrúar allra helstu
starfsgreina og sem beri fúlla ábyrgð á
rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Hags-
munaaðilar gætu þá haft með sér sín hags-
munafélög sem myndu reka sín erindi i
gegnum stjóm og forstjóra Sambandsins, en
ráðgefandi fagstjómir sem ynnu með við-
komandi deildum yrðu sem slíkar lagðar
niður. Þar með fengjum við liprara og léttara
stjómkerfí fyrir fyrirtækið sem væntanlega
tryggði skjótari og ábyrgari ákvarðanir en
tekist hefúr með núverandi fyrirkomulagi.
Þannig skapaðist nýtt tækifæri til að endur-
spegla eiginfjárstöðu Sambandsins í efna-
hagsreikningum kaupfélaganna. Sambandið
sem almenningshlutafélag myndi síðan
bjóða hlutabréf til sölu til allra félagsmanna
samvinnufélaganna og almennings i landinu
og í gegnum slíka hlutabréfaeign myndu
skapast nýir möguleikar til beinna félags-
legra og fjárhagslegra tengsla á milli Sam-
bandsins og hins almenna félagsmanns sem
nú væri orðinn beinn eignaraðili að Sam-
bandinu. Það má e.t.v. orða það þannig að
þetta gæti verið kærkomin leið fyrir sam-
vinnufélögin til að finna aftur eigendur sína.
Ef sú verður hins vegar niðurstaðan að
vegna fjárhagsvanda Sambandsins og við-
varandi rekstrarvanda m.a. á verslunarsvið-
inu, að hinir ýmsu hagsmunaaðilar telji sér
ekki lengúr fært að starfa saman í einu fé-
lagi, þá mun ég sem forstjóri að sjálfsögðu
heils hugar styðja þær hugmyndir sem
stjóm Sambandsins hefúr einhuga lýst
stuðningi við og verða lagðar hér fram í til-
löguformi síðar á fúndinum.
Ýtrustu aögætni þörf
Hér eru miklar breytingar fyrirhugaðar
sem munu krefjast nákvæmrar og faglegrar
útfærslu og ýtmstu aðgætni í samskiptum
við alla okkar umbjóðendur, hvort sem um
er að ræða kaupfélög landsins, viðskipta- og
hagsmunaaðila eða lánastofnanir. Við emm
hér að tala um veigamestu breytingar sem til
umræðu hafa verið fra því að samvinnufé-
lög vom stofnuð á Islandi fyrir meira en
hundrað árum og sú skylda hlýtur að hvíla á
okkur öllum að rasa hér í engu um ráð ffarn.
Vandamálin verður ekki aðeins að leysa
miðað við þarfir dagsins í dag eins og við
skynjum þær nú, heldur ber okkur að hugsa
til ffamtíðar og reyna eflir fremsta megni að
sjá fyrir þær breytingar í þjóðfélagsháttum,
viðskiptaháttum, bæði innanlands og utan,
og fyrirtækjarekstri sem kunna að verða á
næstu árum.
Aðskilin rekstrarfélög eftir starfsgreinum
bjóða vissulega upp á möguleika á skilvirk-
ari stjómun og gera verður ráð fyrir því að
fyrr en hingað til verði gripið til viðeigandi
ráðstafana þegar um hallarekstur verður að
ræða.
Á hinn bóginn verður að benda á að af
þessu mun hljótast nokkuð skattalegt óhag-
ræði, þar sem þau fyrirtæki sem hafa hagn-
að munu boiga skatta þó að önnur fyrirtæki
undir regnhlif eignarhaldsfélagsins séu rek-
in með tapi.
Ég mun að öðm leyti ekki tjá mig um vænt-
anlegar skipulagsbreytingar í þessari ffarn-
söguræðu, en vísa til ítarlegrar skýrslu sem
Sigurður Markússon ffamkvæmdastjóri
mun flytja hér á eftir.
Það er vissulega ljóst eftir þau miklu áföll
sem Sambandið hefúr orðið að taka á sig, að
breytinga er þörf. Möguleikar samvinnu-
manna til jákvæðrar þátttöku í margs konar
atvinnurekstri em sannarlega miklir í ffam-
tiðinni. Til þess að nýta þessa möguleika er
nauðsynlegt að styrkja nú stoðimar og létta
byrðamar eftir föngum áður en haldið er á
brattann á ný. Ég hvet alla samvinnumenn
til að láta engan bilbug á sér finna, heldur
sækja enn á brattann og vera óhræddir við
róttækar breytingar í anda nýrra tíma.
Mannabreytingar
Góðir fundarmenn, máli mínu fer nú senn
að ljúka. Ég vil geta um helstu mannabreyt-
ingar sem urðu í stjómunarstörfúm hjá Sam-
bandinu á sl. ári. Eins og kunnugt er var um
sl. áramót starfsemi Búnaðardeildar, Bíl-
vangs sf. og Jötuns hf. sameinuð i eina deild
sem hlaut nafhið Jötunn og er til húsa með
alla sína starfsemi að Höfðabakka 9 í
Reykjavík. Framkvæmdastjóri Jötuns er
Sigurður Á. Sigurðsson sem áður stjómaði
Iceland Seafood Limited í Hull. Ólafúr
Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri Ice-
land Seafood Limited i hans stað, en Rik-
harð Jónsson tók við starfi ffamkvæmda-
stjóra Útvegsfélags samvinnumanna hf. af
Ólafi Jónssyni. Jón Þór Jóhannsson, ffam-
kvæmdastjóri Búnaðardeildar, kom til starfa
á forstjóraskrifstofú sem fúlltrúi forstjóra.
Kjartan R Kjartansson íét af störfúm sem
ffamkvæmdastjóri Fjárhagsdeildar að eigin
ósk um sl. áramót. Ég vil nota þetta tækifæri
til að flytja Kjartani þakkir fyrir farsæl og
ötul störf fyrir Sambandið um 37 ára skeið.
Ég færi honum og fjölskyldu hans þakkir
fyrir góða viðkynningu og flyt þeim bestu
ffamtíðaróskir. Bjöm Ingimarsson hagffæð-
ingur tók við starfi íjármálastjóra Sam-
bandsins ffá og með 1. janúar 1990. Frá
sama tíma var Fjárhagsdeild sem slík lögð
niður en starfsemi sem þar fór ffam samein-
uð forstjóraskrifstofú.
Þá vil ég færa sérstakar þakkir til félaga
minna í ffamkvæmdastjóm Sambandsins
fyrir vel unnin störf og fyrir góða samvinnu.
Ég þakka starfsmönnum, stjóm og öllum
velunnurum Sambandsins gott starf á liðnu
ári. Sérstakar þakkir fyrir gott samstarf og
ánægjuleg kyimi vil ég flytja formanni
Sambandsstjómar og fjölskyldu hans, en
eins og kunnugt er hefiir Ólafúr Sverrisson
gefið yfirlýsingu um að hann gefi ekki aftur
kost á sér til formanns.
Ykkur, góðir fúndarmenn, þakka ég gott
hljóð.
\
m
|í|||j
’iPH
n |§|g
i- '\::\::S;:
*
i }■;. &|
p- l
i|| |jj
:
1 |HÍ
Épf
H
ilH
1 l||l
Wíi plll
Wi 'WM
mm
: