Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 14. júní 1990 Feneyjar: Barist gegn hnignun borgarinnar - meö umdeildum aðferðum ítalska síkjaborgin fagra Feneyjar hefur staðið höllum fæti lengi og margar leiðir verið íhugaðartil að treysta undirstöður borgar- innar. Það á við bæði í bókstaflegum skilningi og einnig er það borgarlífið sjálft sem þarfnast endumýjunar. Ibúum hefurfækk- að þar um helming á undanfömum 40 ámm. Nú em tvö stórverk- efni í gangi sem ætlað er að bæta hvort tveggja, borgina og lífga upp á hana, en þau mæta andstöðu margra og er eftir að sjá hvemig til tekst. Der Spiegel fjallar um þetta fýrir skömmu. Framandlega ferlíkiö sem á aö bjarga Feneyjum frá flóöunum Dráttarbátur dró stálferlíki yfir gruggugt síkjavatnið. Þetta var framandleg og ógnandi sjón sem bar við viðkvæmar útlínur borgar- innar. Upp af fljótandi pallinum, 32 metra löngum og 23 metra breið- um, sköguðu fogur þung, rauð rör, 20 metra upp í loftið. Á eitt þeirra var letrað stórum hvítum stöfum nafn óffeskjunnar: „Mose“. Mose er reyndar skammstöfun fyrir „Modulo sperimentale elettr- omeccanico", en biblíuskyldum hljómi skammstöfunarinnar er hreinlega ætlað að vísa til hins mikilvæga tilgangs risans. Mose á að bjarga Feneyjum frá flóðunum sem síkjaborgin fræga hefur fengið ákafari og tíðari kynni af á þessari öld en nokkru sinni fyrr í meira en þúsund ára sögu sinni. Það á að koma fyrir 60 svona risa- vöxnum pöllum, sem hver um sig vegur 1100 tonn, við mynni lón- anna þriggja, og festa þá dyggilega með akkerum á hafsbotni. Þegar vatnshæðin er eðlileg hindra þeir hvorki skipaferðir né hin lífsnauð- synlegu skipti á efnafræðilega menguðu lónsvatninu og sjávar- vatni. Það er aðeins þegar vatnsborðið verður hættulega hátt að flotgeym- amir verða fylltir þrýstilofii. Þá reisa vökvastýrðar dælur geysi- miklar stíflur sem halda háflæðinu utan lónsins. Slíkar hreyfanlegar stórstíflur voru líka settar upp í Temsá í London, sem hafa reynst verkefni sínu vaxnar. Hins vegar getur eng- inn sagt með vissu fyrir um hvem- ig tröllaukið Mose-kerfið reynist í ákaflega illa leiknu vistfræðilegu kerfi Feneyja og lónsins þar. Expo 2000 „vígbúi borgina fyrir framtíöina“ Enn meira ógnvekjandi finnst mörgum Feneyingum annars konar stórvá sem steðjar að borginni, sýningin Expo 2000. Gianni De Michaelis, utanríkis- ráðherra Ítalíu, hefur veitt því fýrir- læki stuðning sinn og rekur það áfram af ósveigjanlegum ákafa. Hann vill að þessi risasýning verði í Feneyjum til þess að, að því er hann segir, „borgin vígbúist fyrir framtíðina“. Borgarstjómarkosningar fóru fram í maí og aðalágreiningsefnið í Feneyjum var Expo. Feneyingur- inn De Michelis var efstur á lista sósíalista. Heimspekingurinn Massimo Cacciari var helsti and- stæðingur hans, frambjóðandi vinstrisinnaðra borgarasamtaka sem nefna sig „Brúna“. Hann segir Expo „skipulagt stórslys". Ymsir aðrir málsmetandi ítalir óttast m.a.s. að Expo gangi endan- lega af borginni dauðri. 250 evrópskir menntamenn undir- rituðu áskomn gegn Expo- áætlun- inni. Og merkur listagagnrýnandi ritaði í New York Times umhugs- unarverðar bölbænir: „Eftirkom- endur okkar eiga ekki aðeins eftir að fordæma ítali fyrir Expo-sýn- inguna, heldur alla þá sem fylgdust með hvað var að gerast en höfðust ekkert að til að koma í veg fyrir það.“ Yfirmaður umhverfisvemd- armála hjá EB, sem er ítali, bar líka fram þungar ásakanir. Hann segir ítölsku stjómina reka umsókn Fen- eyja um að fá sýninguna af kappi gegn yfirlýstum vilja íbúa borgar- búa. Hitt sé þó verra að ekki hafi verið lagðar fyrir EB skýrslur um þær umhverfisrannsóknir, sem til- skildar eru í slíkum tilfellum. Sérlög um „björgun Feneyja“ Það er djúp gjá milli skilnings Itala á umhverfisvemd og evr- ópskra lagagreina um sama efni. Einmitt ein eldfim umhverfislaga- grein, sérlög um björgun Feneyja, á að fjármagna hin umdeildu verk- efni þar, ýmist að öllu Ieyti (Mose) eða að hluta (Expo). Eftir umræður sem staðið höfðu árum saman, vom lögin gefin ut 1973 og komið í endanlegt horf 1984. Þau varða endurTeisn lónsins og borgarinnar skv. nýjustu vísindalegum niður- stöðum. Til að annast tæknilega út- færslu á þessu risastóra verkefni setti ítalska rikið á fót samtök þar sem fyrirtæki bæði á vegum ríkis- ins að öllu eða nokkm leyti og einkafyrirtæki eiga samstarf. Þessi samtök nefnast Venezia Nuova. Einn aðili þessara samtaka er Iri, stærsta hlutabréfafyrirtæki rikisins. Fiat er líka með svo og 24 önnur stórfýrirtæki. Alls starfa á vegum þessara aðila mörg hundmð þús- und manns, þ.á m. sérfræðingar í byggingu hafna, raforkuvera og stífla. í fimm ár hafa þessir sérfræðingar unnið að mikilvægum gmndvallar- rannsóknum á lóninu og náttúm- legri uppbyggingu þess, samið vís- indalegar skýrslur og gefið út glansmyndabæklinga. Eitt eintak af Mose var smíðað og tilraun gerð með það í eitt ár í litlum hliðarflóa lónsins. Utkoman var í besta lagi, flóðgáttunum varð lokað án minnstu vandræða. I tilraunimar hefúr verið varið 800 milljörðum líra, tæpum 36 millj- örðum ísl. kr. En enn er óleyst eitt grundvallarágreiningsefnið vegna Mose-áætlunarinnar, þ.e. að jafn- vel þó að vökvastýrðu reisanlegu flóðgáttimar starfi eins og þeim ber, verka þær því aðeins rétt, ef komið verður í veg fýrir mengun lónsins. Mengun lónsins aðalvandamáliö Að til þess komi er þó tæpast að vænta. Á landi, við Mestre- Marg- hera, rétt í bakgarði Feneyja, breið- ir úr sér stærsta efnaverksmiðja Evrópu. Höfnin í Marghera er orð- in þriðja stærsta olíuhöfn Ítalíu og fagnaðarraddir margra fýlgja risa- olíuskipunum á ferð þeirra um lón- ið. Tengsl lónsins við opið haf má aðeins sjaldan og um skamman tíma rjúfa, að öðmm kost myndi síðasti fiskurinn í eitruðu skolpinu frá olíuskipunum kafna. Þess vegna á bara að beita Mose þegar flóð stendur sérlega hátt, þegar flóðhæðin á Markúsartorgi í Feneyjum er meira en 1,20 metrar. Á fýrri helmingi þessa áratugar gerðist það einu sinni til tvisvar á ári, en síðan 1985 hefur það ekki komið fýrir. Miklu dæmigerðari fýrir þá hættu sem borginni stafar nú af hafinu em miðlungsháflóð, 0,80-1,20 m á hæð, sem flæða yfir Feneyjar 20 til 30 sinnum á ári. Þau hafa sérlega óholl áhrif á hinar eldgömlu undir- stöður borgarinnar og múrveggi. Þar sem ekki má loka menguðu lóninu frá opnu hafi jafnoft og mið- háflæðið ógnar, gerði Mose hreint ekkert gagn gegn þessari hættu. „Það er ekki á okkar færi að í hreinsa vatnið,“ segir Pietro Brandini, formælandi samtakanna. Hann segir héraðsyfirvöld bera ábyrgð á því. Innrás poppaðdáenda í fyrra hræðir Voldug samtök hafa líka samein- ast um Expo-verkefnið. Þar em saman komnir fjármálajöfrar Fen- eyja, arkitektar og hóteleigendur og hampa glæsilegustu nöfnum ítalsks iðnaðar, s.s. Fiat, Olivetti, bókaútgáfúsamsteypunnar Monda- dori, lúxushótelkeðjunnar Ciga, og efnaframleiðslurisans Enimont. Ákvörðunin um hvar sýningin fer fram verður ekki tekin á Ítalíu, heldur á allsherjarfúndi Skrifstofú alþjóðlegra sýninga í París. Fari svo að Feneyjar hneppi hnossið í samkeppninni við Toronto og Hannover, verður fjórðungurinn af kostnaðinum við allt húllumhæið greiddur í samræmi við „lögin til bjargar Feneyjum“, m.a. fýrif þann skaða sem Expo-fýlgismenn eins og Enimont hafa valdið á lóninu. Það sætta þeir sig við sem mestan áróður hafa í ffamrni fýrir sýning- unni með þeirri mglingslegu rök-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.