Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 ^árnéicruo^rf^ RÍKISSKIP VT> VERÐBRÉFAVIÐSKIPn NÚTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ LONDON-NEWYORK-STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 íslendingar snemma flestum hærri og spengilegri: Fæóast mun þyngri en Norðurlandabúar íslensk böm voru að meðaitali um 150 grömmum (góðri hálfri mörk) þyngri við fæðingu helduren böm á hinum Norð- urlöndunum árið 1987. Hlutfallslega samsvarar þetta 3-4 kg þyngdarmun á fullorðnum manni. Svo dæmi sé tekið vegur um fjórðungur (24%) íslenskra bama yfir 4.000 gr. (16 merk- ur) við fæðingu en aðeins tæplega 15% danskra barna. Þessar upplýsingar koma fram í norrænni tölfræði um heil- brigðismál. Tíminn spurði Gunnar Biering bamalækni hvort hann kynni skýringu á því af hveiju íslendingar fæðist öðmm Norðurlandabúum gerðariegri eða hvort árið 1987 hafi verið eitthvað sérstakt að þessu leyti til. „Það er staðreynd, sem við erum búin að kanna til nokkurra ára, að íslenskt börn, fædd eftir fulla meðgöngu, eru að meðaltali um 170 gr. þyngri en dönsk böm og um 100 gr. þyngri en norsk og sænsk böm. A þessu er engin ein- hlít skýring. En líklegasta skýr- ingin er sú, enda þekkt í læknis- fræði bæði dýra og manna, að stórar mæður eiga jafnan stærri böm/afkvæmi heldur en litlar mæður. Og íslendingar em að meðaltali hávaxnara fólk og stærra en hinar Norðurlandaþjóð- imar, sérstaklega þó hávaxnari en Danir. Þetta er líklega aðalástæð- an. Önnur ástæða, en þó ekki eins veigamikil, mun vera sú að fmm- burðir kvenna em að meðaltali um 150 gr. léttari heldur en 2. 3. eða 4. bam sem konur eignast. Vegna þess að íslendingar eignast fleiri böm em fmmburðir tiltölulega stærra hlutfall allra fæddra bama á hinum Norðurlöndunum. Þetta em almennt taldar tvær megin- skýringamar á því að okkar böm em stærri, bæði lengri og þyngri en böm á hinum Norðurlöndun- um“, sagði Gunnar. En jafnframt upplýsti hann að ein norræn þjóð á þó enn stærri böm en Islendingar. Metið eiga næstu grannar okkar, Færeyingar, sem í norrænu tölfræðinni em jafnan taldir með Dönum. Fæð- ingarþyngd bama var að meðaltali sem hér segir árið 1987: Fæðingarþyngd barna 1987 ísland 3.605 grömm Svíþjóð 3.489 - Noregur 3.483 - Finnland 3.431 - Danmörk 3.430 - Að Islendingar séu þessum frændum sínum hærri í loftinu er þó ekki nýtilkomið. Að minnsta kosti frá aldamótum hafa þeir ver- ið öðrum Norðurlandaþjóðum stærri, bæði við fæðingu og upp- komnir. Gunnar hefur kannað stærð bama sem fæddust í Reykjavík á ámnum 1900-1910, samkvæmt ljósmæðrabókum á Landsbókasafninu og þau reynd- ust þá stærri en önnur norræn böm. Sömuleiðis kannaði hann upp- lýsingar sem til em um stærð ís- lenskra karla frá svipuðum tíma (í þá daga var ekki verið að hafa fyr- ir því að bregða máli á konur) og bar saman við mælingar á körlum sem kvaddir vom til herþjónustu í Noregi og Danmörku. Þar kom einnig i ljós að íslendingar reynd- ust hávaxnari en þessir (herskáu) frændur þeirra. Allar þjóðirnar hafa svo hækkað töluvert síðan. Óneytanlega virðist þetta stang- ast nokkuð á við allar sögumar um drepsóttir, hungur og vesald- arlíf á Islandi öld fram af öld — jafnvel framan af þessari öld. „Staðgreyndin er eigi að síður sú að við komum út úr þessu hörm- ungatímabili hávaxnari og speng- ilegri en hinar Norðurlandaþjóð- imar“ sagði Gunnar. Sambland af tvennu telur hann líklegustu skýr- ingar á þessu. I fyrsta lagi að það vom fyrst og fremst þeir hraustu sem lifðu af en hinir veikburða dóu margir ungir að ámm. Og í öðm lagi að þegar Islendingar höfðu á annað borð í sig þá var sá matur ríkur af eggjahvítuefnum og Fitu (úr fiski, kjöti og mjólk) sem byggði upp betri bein og vöðva heldur en kornið sem jafn- an var lítið um hér á landi. Komið var hins vegar uppistaðan í mat hinná þjóðanna. - HEI Atvinnuleysisdagar í maí fleiri en nokkru sinni fyrr: 680 námsmenn atvinnulausir í Reykjavík Stuðmenn á blaðamannafundi sem haldinn var i Templarahöllinni. Stuðmenn hyggjast þó ekki boða áfeng- isbindindi heldur kváðust þeir lengi hafa boðað að vín sé mannasættir og þannig unnið gegn áfengisbölinu. Timamynd: Pjetur. Hljómsveit allra landsmanna tórir enn til trallsins: Hve glöð er vor æska Um 680 námsmenn vom á at- vinnuleysisskrá í Reykjavík í maí- lok eða hátt í fjórðungur þeirra 3.070 manns sem þá vom á at- vinnuleysisskrá á landinu öllu. Námsmönnum til hugarhægðar má hins vegar benda á að þetta er að- eins örlitlu hærri tala cnn í maílok árið áður þegar 660 námsmenn voru á atvinnuleysisskrá í Reykja- vik. Sá er hinns vcgar munurinn að atvinnuleysi í maímánuði öllum (um 2.200 manns) var nær fjórð- ungi meira en í sama mánuði í fyrra og raunar hið mesta á þessum árs- tíma frá því sambærilegar skrán- ingar hófust 1975. Er því líklegt að námsmenn þurfi nú að keppa við mun fleiri umsækjendur um hvert laust starf sem býðst en áður. Um 48 þús. atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í maímánuði. Þar af voru 22.500 á höfuðborgar- svæðinu og hafði fjölgað nokkuð frá næsta mánuði á undan en hins vegar fækkað í öðrum landshlutum. Þetta svaraði til þess að um 2.200 manns hafi verið án vinnu allan mánuðinn sem skiptist þannig eftir landshlutum (tölur frá maí 1989 innan sviga): Höfuðborgarsvæði 1.040 (810) Vesturland 180 (170) Vestfirðir 10 (40) Nl.vestra 140 (190) Nl.eystra 20 (220) Austurland 200 (150) Suðurland 220 (150) Suðumes 90 (60) Samkvæmt þessu hefur atvinnu- lausum fjölgað hlutfallslega mest milli ára á Norðausturlandi og Suð- urlandi. Fjölgun atvinnulausra nyrðra er öll á Akureyri þar sem 250 manns vantaði vinnu allan maí- mánuð. Á Suðurlandi hefur a(- vinnulausum fyrst og fremst fjölg- aö á Selfossi (73 allan maímánuð) en fáir fundust hins vegar án starfa í sjávarplássunum — t.d. aðeins eip kona á Eyrarbakka. - HEl Innan tíðar getur mörlandinn átt von á því að spánýtt hugarfóstur hljóm- sveitarinnar Stuðmenn prýði hillur hljómplötuverslana hér á landi. Skíf- an sem hér um ræðir ber nafnið „Hve glöð er vor æska“ og hefúr að geyma tólf frumsamin lög eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Stuðmenn hyggj- ast fylgja plötunni eftir með ferð um landsbyggðina og miðnæturhljóm- leikar verða haldnir á 23 stöðum vítt og breytt um landið á næstu vikum. Ferðin hefst nú um helgina en enda- hnúturinn verður rekinn á Rokkhátíð í Húnaveri næstu Verslunarmanna- helgi. Hljómplatan er afrakstur þriggja mánaða vinnu og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á verkið. Að sögn Jakobs Magnússonar Stuð- manns er tónlistin á plötunni ekki ósvipuð og sú sem síðasta skífa hljómsveitarinnar, Listin að lifa, hafði að geyma. Þó sé hér um að ræða, að sögn Jakobs, hraðari og jafnvel glaðari tónlist og fúllyrða megi að platan sé sú rokkaðasta sem Stuðmenn hafi sent frá sér. Stuðmenn hafa eins og kunnugt er lengi verið á skjön við hið opinbera um greiðslu virðisaukaskatts af þeim samkomum sem þeir hafa staðið íyr- ir. Skylt er að greiða skatt af sveita- böllum en hins vegar eru tónleikar undanþegnir skatti. Stappið hefur staðið um það hvort nefna skuli mannfagnaði Stuðmanna sveitaböll eða tónleika. Stuðmenn hyggjast nú taka af öll tvímæli og kalla samkom- ur sínar nú miðnæturhljómleika en fólki er að sjálfsögðu fijálst að dilla sér með. Að sögn Jakobs verður hér um rokktónleika að erlendri fyrir- mynd að ræða en ekki sveitaböll. „Á tónleikum Rolling Stones í Miðgarði og tónleikum Stuðmanna i Miðgarði er enginn rnunur." GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.