Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 14. júní 1990 MINNING Sigfús Þorsteinsson Fæddur 20.03.1901 Dáinn 07.06.1990 Skilaboðin bárust til mín um símann með grátklökkri röddu; „hann afi minn er dáinn.“ Það er svo einkenni- legt að þó búast hefði mátt við frá- falli hans vegna veikinda um nokkurt skeið kom fréttin alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti. Mig setti hljóðan og minningamar streymdu fram í hugann. Fúsi var alltaf svo hress og em. Það skipti ekki máli hvar Fúsi var stadd- ur, hann var alltaf hrókur alls fagnað- ar þegar hann fór með nokkrar af sín- um óteljandi vísum eða sögum frá fyrri tíð. Hann fylltist eldmóði þegar hann byrjaði að tala um hestana sína. Hestamaður fram í fingurgóma og lét ekki ljarlægðir hindra sig í að mæta á hestamótum fram á níræðisaldurinn. Fólk trúði því ekki hve gamall Fúsi var og nýlega var hann spurður um skilríki þegar hann bað um „gamal- mennaafsláttinn", eins hann kallaði það, hjá flugfélaginu. Fúsi var maður sem ávallt leit fram á veginn. Erfiðir tímar og barátta um að halda velli fyrr á tímum hafa líklega mótað hann að einhveiju leyti. Þrautseigur og aldrei hræddur við að takast á við verkefni sem aðrir töldu hann ekki valda. Mikil eftirsjá er að Fúsa og skilur hann eftir skarð í huga mér sem seint verður fyllt. Það segir nokkuð um hans sögu að hann eyddi síðustu dögunum á heim- ili sínu á Skálateigi og vann sín störf fram á síðasta dag. Það er alltaf erfitt að kveðja góðan vin, en eitt sinn verða allir að deyja. Megi guð blessa minningu hans. Með kveðju frá mér, foreldrum mín- um og ömmu. Friðrik Ingi Friðriksson Afi, viltu segja okkur sögu? Já, allt- af var afi boðinn og búinn til þess, og oft skriðum við systkinin upp í rúm og undir sængina hans og hlustuðum á Loðinkóp eða Búkollu. Hann var óþreytandi, gat sagt sögur tímunum saman af fólki eða dýrum, sérstaklega hestunum sínum sem hann þekkti jafnvel og voru jafngóð- ir vinir hans og mannfólkið. Við bamabömin undruóumst oft hvemig hann gat munað þetta allt og allar vísumar sem hann kunni utan- bókar. Við höfum sjálfsagt aldrei frá Skálanesi skilið það til fulls eða spekina sem oft fólst í þeim. Þegar hann kom hingað suður til okkar að austan stoppaði hann sjald- an lengi í bænum því hér fannst hon- um hann lítið gagn gera, hann vildi sífellt vera á hreyfingu, helst að vinna, og var alltaf ánægður ef hann gat lagt hönd á plóg. Þá stundum settist ég inn til hans og spjallaði, einstaka sinnum rétti hann líka að mér bók „æ, lestu þetta fyrir mig, gæska, þú ert svo fljót að lesa.“ Stundum rétti hann líka að mér pen- ing ef hann vissi að mig langaði í bíó eða slíkt, en þegar ég ætlaði að þakka fyrir mig var viðkvæðið jafnan „þetta er svo lítið, vertu ekki að þakka fýrir þetta.“ Og alltaf var hann ánægðastur þegar hann var búinn að gefa. Það var mikið af fólki í kringum hann afa, sérstaklega ungt fólk. Hann talaði ofl um hvað hann væri ríkur að eiga okkur öll að. „Heldurðu að það séu margir sem verða þessarar gæfú aðnjótandi?" sagði hann oft og strauk blómunum sínum, eins og hann kall- aði okkur afastúlkumar, um vangann. Siðastliðna páska fékk ég tækifæri til að fara austur og heimsækja hann í fýrsta skipti í níu ár. Þar átti ég síð- ustu stundimar með honum afa mín- um sem var eldhress og ungur í anda þrátt fyrir að vera á spítala. Þá um páskana var Bjami, bama- bam hans, fermdur. Afi treysti sér ekki í kirkjuna en starfsfólkið á spít- alanum spurði hann hvort hann vildi ekki fara í hjólastól að kirkjunni. „Nei, ég sagði þeim að ég gengi á mínum fótum meðan ég lifi,“ sagði hann, hló og hnippti í mig. „Held- urðu að þeim hafi blöskrað vitleysan í karlinum?“ svo skellihló hann. A meðan ég var fýrir austan talaði afi oft um Mörtu ömmu og engum gat dulist aðdáun hans á henni. Nú er afi minn kominn til hennar ömmu sem hann talaði svo mikið um. Við systkinin kveðjum hann með söknuði og þakklæti fýrir samveru- stundimar. Fjóla Oft er sagt við syrgjendur gamals fólks: „Það er nú gott að hann fékk að deyja, hann var orðinn svo gamall." En þessi setning er lítil huggun fýrir okkur sem söknum afa sárt því hann leit aldrei á sig sem gamalmenni og okkur systmnum fannst hann aldrei eldast neitt þau tuttugu ár sem við munum eftir honum, nema síðasta hálfa árið þegar hann varð að hafa hægar um sig vegna hjartabilunar. Fram á síðasta dag var hann hress, em og kátúr og hafði frá svo mörgu að segja og svo margt að gefa. Við áttum því láni að fagna að afi bjó hjá okkur öll okkar uppvaxtarár. Allar okkar æskuminningar tengjast honum á einhvem hátt. Hann svæfði okkur með sögum og áður en við gát- um sjálfar setið hest reiddi hann okk- ur fyrir framan sig. Hann gaf okkur báðum hest og reiðtygi þegar við vorum litlar, fór með okkur í löng hestaferðalög fýrir utan samveru við venjuleg sveitastörf. Við vorum báð- ar „blómið hans afa“ og „elsku hjart- að“ og sýna þessi viðkvæði hans best þá ástúð og umhyggju sem hann bar fýrir okkur. Afi var fæddur 20. mars 1901 á Hól- um í Norðfirði og ólst hann þar upp. 1932 hóf hann búskap á Skálateigi í sömu sveit, ásamt konu sinni Mörtu Einarsdóttur frá Bæ í Lóni. Hún lést 1953 og saknaði hann hennar alla tíð mikið. Auk búskaparins sótti afi sjó og vann verkamannavinnu á Nes- kaupstað. Foreldrar okkar tóku við búinu 1970 en áfram hélt afi að vinna öll þau verk sem til féllu. Hann var búinn óbilandi kjarki og dugnaði. Hann sagði alltaf að það væri bara að byrja á verkunum, þá kæmi þetta allt saman. Hann gat allt sem honum datt í hug, einfaldlega af því hann ætlaði sér það. Og eftir langan vinnudag eða langt hestaferðalag kom hann inn jafnhress og ákafúr því afi sagði að hann vissi ekki hvað þreyta væri. Þetta þakkaði hann því að hann tók lýsi á hverjum morgni. Tvö atriði voru órjúfanlega tengd afa: hestar og vísur. Hestamennska var honum í blóð borin. Hann var mikill áhugamaður um hrossarækt og lét sig ekki vanta á fjórðungs- og landsmót þegar þau voru haldin. Síð- ast fór hann á fjórðungsmótið á Iða- völlum í fýrra, 88 ára gamall. Engan höfúm við heyrt um sem kunni jafnmikið af vísum og kvæð- um. Fléttaði hann þeim jafnan inn í daglegar umræður. Einnig kunni hann mikið af gamansögum og var fróður um ættir manna. Minnið hans var alltaf jafngott og hann sagði okk- ur margt frá gömlum tímum. Síðustu árin var hann duglegur að skrifa nið- ur vísur og annan fróðleik sem hon- um fannst ekki mega glatast. Afi var ákaflega ljúfúr og góður en að sama skapi ákveðinn í skoðunum og mislíkaði honum eitthvað hikaði hann ekki við að láta það í Ijós. Hann var ákaflega orðheppinn og fljótur í tilsvörum og var hrókur alls fagnaðar þar sem verið var að glettast. Oft var glatt á hjalla þegar gestir komu að gömlum sveitasið. Okkur finnst vel við hæfi að láta fylgja nokkrar vísur sem ortar voru um hann. Þessar vísur eru úr brag sem sveit- ungi hans Sigfinnur Þorleifsson sendi honum sjötugum: Andsvar þitt var aldrei slappt oftar sigur hafðir þegar menn fóru að þenja kjaft við þig að fyrra hragði. Mörgum greiða gerðir þú gœfu má það veita. Annir við þitt eigið bú engu náðu að brcyta. Þessa vísu sendi mágur hans, Rík- harður Hjálmarsson, honum af sama tilefni: Þú ert ennþá œskubeinn eldfljótur i svörum. Alltaf glettin gœfusveinn með gleðibros á vörum. Þennan brag orti Tryggvi Vilmund- arson um afa áttræðan: Ekki Fúsi eldist hót, árin áfram liða. Enginn getur mœlt þvi mót að manninn kostir prýða. Þó vel hann sé úr garði ger get ég litið þar um skráð þvi hann er fremst i huga mér hestamaður af Drottins náð. Ljúfmennskan hann loðir við það Ijóst er vinum sönnum. Þó á sér sýni aðra hlið ójafnaðarmönnum. Efótal karla œttum við eitthvað lika honum. Myndi batna mannlifið og meira fara að vonum. Þessar vísur lýsa afa vel og þótt hann hafi fengið margar fleiri yrði of langt mál að birta þær allar hér. Afi var fljótur að kynnast nýju fólki og voru umræður aldrei þvingaðar þar sem hann var staddur. Oft vorum við að rifna úr stolti yfir afa okkar þegar fólk dáðist að því hversu skemmtilegur, fróður og unglegur hann væri. Hann hafði alla tíð gaman af að ferðast, ekki síst á hestum, og var mikill dýravinur. Margar ferðir vorum við systkinin búin að fara með honum í hestum á firðina í kring og upp á Hérað. Síðustu ferðina fór hann til Hellisfjarðar í íýrrasumar með 11 ára bróður okkar. Afi var vinur vina sinna og vildi allt fýrir þá gera. Þegar önnur okkar byrj- aði að byggja 1987 kom hann á hverjum morgni að hjálpa til. Asamt öðru naglhreinsaði hann tvívegis allt timbur úr húsinu og þegar farið var í kaffi var hann yfirleitt fýrstur til að standa upp og fara aftur út til að halda áfram Afi brýndi fyrir okkur nýtni og sparsemi en var alltaf ein- staklega gjafmildur og örlátur. Það er okkur ómetanlegt hvað hann hvatti okkur í námi og starfi og þótt okkur bamabömunum stundum nóg um hversu hreykinn hann sagði frá því ef ókkur tókst einhvers staðar vel upp. Síðustu 3 ár ævinnar bjó afi til skipt- is hjá bömum sínum, Signínu, hótel- stýru í Hveragerði; Ingibjörgu, hús- freyju í Reykjavík og Einari, bónda í Skálateigi. Hann dvaldi 5 mánuði af þessu ári á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað og viljum við þakka öllu starfsfólki þar hversu góða um- önnun hann fékk. Hann talaði oft um það hve sér hefði liðið vel þar. Afi var búinn að vera hálfan mánuð heima í Skálateigi þegar hann kvaddi þennan heim, sáttur við lífið og dauð- ann. Við eigum erfitt með að sætta okkur við þá staðreynd að afi sé farinn frá okkur en hann lifir áfram í hugum okkar og við emm þakklátar fýrir að hafa fengið að njóta samveru hans svona lengi. Þó að verði lúin lœrin Ijóst má að þvi sérhver ugga. Þó lendirðu yftr landamœrin leggirðu hnakk á gamla Skugga. (Sigfinnur Þorleifsson) Marta og Margrét HHI i rbvíxivoo ■ m nr Konur Suðuiiandi Vorfundur Félags framsóknarkvenna í Árnes- sýslu verður haldinn á Borg I Grímsnesi fimmtudagskvöldið 14. júní kl. 21.00. Gestur fundarins verður dr. Laufey Steingríms- dóttir, næringarefnafræðingur, og segir hún frá neyslukönnun (slendinga. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. SQómin. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. F.U.F. við Djúp Aöalfundur félagsins veröur haldinn föstudaginn 15. júni kl. 20.30 í Húsi framsóknarmanna á (safirði. Félagar fjölmennið. Stjómin. Bryndís Halldóra Stefánsdóttir Faedd 24. júlí 1972 Dáin 3. júni 1990 Enginn getur fylgt þér á göngu þinni upp himinbogann að hliðum Ijóssins. Þegar heimurinn hverfurþér eins og grein, sem fellur afsjálfu sér og timinn ogforlögin rikja ekki lengur yftr þér. Þegar þú stendur í skugga eilifðarinnar og hlustar á söng hinna djúpu vatna sem eiga sér engar strendur. Enginn getur fylgt þér, þegar þú á göngu þinni upp himinbogann hlustar á sönginn, sem kallar sál þina að hliðum Ijóssins. Nemandi okkar lést af slysforum á hvítasunnudagsmorgun. Hvarf skyndilega á brott í blóma lífsins. Hún hafði nýlega kvatt okkur í skól- anum glöð og bjartsýn. Sagðist vera ákveðin í að ná settu marki í mat- reiðslunámi og skapa sér eigið heim- ili. Bryndís hóf nám á matvælasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti síðast- liðið haust og stundaði einnig nám í Heymleysingjaskólanum. Það ríkti eftirvænting hjá okkur kennurunum og margar spumingar vöknuðu, cink- um um það hvort okkur tækist að koma leiðsögn til skila þannig að hún hefði í senn ánægju og gagn af nám- inu. Fljótlega kom í ljós að Bryndís var viljasterkur og glaðlegur nemandi, samviskusöm og vandvirk í störfum sínum. Hún aðlagaðist vel nemendahópn- um og átti auðvelt með að tileinka sér námið. Henni em færðar þakkir fýrir ánægjulega lærdómsríka daga. Við sendum foreldmm, systur, ætt- ingjum og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Kennarar Bryndísar á matvælasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.