Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 2. ágúst 1990 Kaup Stöðvar tvö á Sýn og sameining í útvarpsfélag: Fjöldauppsagnir og kurr í mönnum Tíu af þrettán starfsmönnum Sýnar hefur verið sagt upp störfum í kjölfar kaupa Stöðvar tvö á fyrirtækinu. Að sögn framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, Goða Sveinssonar, er mismunandi hvenær uppsagnimar taka gildi, þar sem samningur sumra starfsmanna felur í sér hálfs árs uppsagnarfrest en annarra eingöngu þriggja eða eins mánaðar frest. Þá eru þeir þrír sem ekki var sagt upp á samningi til enn lengri tíma, sem mun hafa haft einhver áhrif við ákvarðanatöku varðandi uppsagnir. Að sögn formanns starfsmannafé- lags Stöðvar tvö, Kristins Karlssonar, verður stöðugildum íyrirtækisins fækkað úr 130 eða 140 í 104 stöður. í því felst að 21 starfsmanni hefúr ver- ið sagt upp en fimmtán aðrir hafa hætt eða eru að hætta. Fylgja þessar uppsagnir sameiningu íslenska sjón- varpsfélagsins og íslenska útvarpsfé- lagsins. A fundi hluthafa félaganna síðastliðinn þriðjudag var samþykkt að nýtt félag skyldi bera heitið ís- lenska útvarpsfélagið hf. Eigið fé hins nýja félags verður 109 milljónir eftir hlutaQáraukningu um 310 millj- ónir. Mun hlutafé að aukningu lok- inni samtals nema um 810 milljónum króna. Þá hefur jafnframt einum starfsmanni fréttadeildar Islcnska út- varpsfélagsins verið sagt upp og ann- ar hætt störfúm. Bæði Kristni og Hjálmtý Heiðdal hjá Sýn, bar saman um að hljóðið væri þungt í mönnum vegna þessara miklu hræringa. „Við höfum þar að auki þurfl að sitja undir mjög nei- kvæðri umfjöllun undanfama mánuði þannig að starfsandinn hefúr óneitan- lega dalað mikið,“ sagði Kristinn. Allar deildir útvarps- og sjónvarpsfé- lagsins verða sameinaðar að því und- anskildu að sérstök dagskrárdeild verður rekin fyrir útvarp. Sagði Kristinn enn sem komið er lítið sem ekkert Iiggja fyrir varðandi endur- ráðningar. En samkvæmt heimildum Tímans er gert ráð fyrir að um ein- hvetjar endurráðningar verði að ræða hjá starfsmönnum Stöðvar tvö, ef til vill í hlutastörf, en ákvörðun þess efhis mun þó ekki hafa verið kynnt formlega. Kristinn sagði starfs- mannafúnd verða haldinn á næstu dögum þar sem málin verða tekin til umræðu. Hins vegar virðist allt vera á huldu með framtíðarskípulag starfsemi Sýnar innan hins nýja útvarpsfélags. Hjálmtýr sagði ástandið vera mjög óþægilegt. Kaupin hefði borið brátt að, uppsagnir fylgt strax á eftir og starfsmönnum ekki kynntar neinar áætlanir varðandi framtíðarfyrir- komulag rekstrar. „Það er hér tölu- vert af sérhæfðu starfsfólki sem eðli- lega mun fara að huga að öðrum starfsvettvangi. Eg vonast til að við fáum af því einhveijar fféttir bráð- lega hvað forráðamenn Stöðvar tvö ætla sér að gera. Starfsemin hér er miðuð við að vera tvíþætt, annars vegar er þar um að ræða útsendingar á efni og hins vegar auglýsinga- og þáttagerð. Hugmyndir hafa verið uppi um að vera með allar útsending- ar frá húsnæði stöðvarinnar en fram- leiðslu hér. En um þetta hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir, að því er ég veit. Það hlýtur þó að koma að því bráðlega þar sem Stöð tvö getur varla hafl efni á að láta starfsmenn Sýnar sitja aðgerðalausa á kaupi þar til samningstíminn rennur út,“ sagði Hjálmtýr í samtali við Tímann. I gær héldu forráðamenn Sýnar fúnd með fTamkvæmdastjóra Stöðvar tvö þar sem skipulagsmál voru til um- ræðu. Ekki var gert ráð fyrir endan- legri ákvarðanatöku á þeim fúndi. „Þetta er bara byijunin á viðræðum og þessi mál eiga eftir að taka nokk- uð lengri tíma,“ sagði Goði. jkb Axel Jónsson er skipsQóri á Haukafellinu. Tímamynd: Sverrír Aðalsteinsson Haukafell SF 111 er fyrsta nýja skipið af stærri fiskiskipum síöan ár- iö 1975, sem keypt er til Hafnar í Homafirði. Það kom til heimahafn- ar í fyrrakvöld. Timamynd: Sverrír Aðalsteinsson Hornfirðingar eignast nýjan togara: Fleyið heitir Haukafell SF „Ég held að maður þurfi ekki að vera í fýlu yfir þessu skipi,“ sagði Axel Jónsson, skipstjóri á nýjum togara sem Homfirðingar hafa nú eignast. Togarinn ei; 150 lestir, smíðaður í Portúgal og kostaði 140 milljónir. Það er Haukafell hf. á Homafirði sem kaupir togarann og hefúr hon- um verið gefið nafnið Haukafell SF. Þetta er 150 tonna togari með um 1000 hestafla vél og kom hann til landsins í fyrrakvöld. Niu manna áhöfn verður um borð. Axel sagði að ferðin frá Portúgal hefði tekist vel, þeir hefðu fengið gott veður og skipið lofi góðu. Það sem liggur fýrir núna er að fara beint á togveiðar eftir rúma viku. Hauka- fell hf. átti annað skip sem hét Haukafell og var það selt til Olafs- víkur. -hs. Skæð baktería, sem herjað hefur á laxaseiði í Evrópu, greinist á íslandi: Rauömunnaveikin komin til íslands Bakterían Yersinina ruckerii, sem veldur rauðmunnaveiki í laxaseiðum, hefúr greinst í seiðum hjá Fiskeldis- stöðinni Strönd í Hvalfirði. Þessi baktería hefúr ekki fúndist áður hér á landi en hefúr breiðst mjög hratt út í Evrópu á undanfomum ámm. Það er ekki ljóst með hvaða hætti bakterían komst í ker hjá Strönd hf. en unnið er að rannsókn málsins af Rannsóknardeild fisksjúkdóma á Keldum og dýralæknum. Að sögn Finns Garðarssonar, framkvæmda- stjóra Strandar hf., em um 40 þúsund seiði í þeim kemm sem bakterían greindist í. Kerin era einangmð frá öðmm seiðakemm í stöðinni, en ekki hefúr verið tekin enn ákvörðun um hvað gert verður við seiðin. Sjúkdómurinn greindist 26. júlí sl. að sögn yfirdýralæknis. Rauðmunna- veiki (Enteric redmouth) getur valdið dauða eldisfiska bæði í fersku vatni og söltu, en er skæðastur í seiðum öldum við hitastig á bilinu 10-18 gráður á celsíus. Bóluefni, sem hafa verið þróuð gegn veikinni, gefa nokkuð góða raun, svo vænta má að þegar til lengri tíma er litið, verði ekki um stórskaða á landsvísu að ræða. Yfirdýralæknir bendir á að ein- staka stöðvar, sem smitið berst í, gætu orðið illa úti og þess vegna sé ástæða til að hvetja fiskeldismenn til þess að gæta fýllstu varúðar í um- gengni við aðrar eldisstöðvar og starfsmenn þeirra, sem og villtan fisk og stangveiðimenn. -ÁG Olla og Stefan J. Stefanson ásamt formanni Þjóöræknisfélags (s- lendinga í Reykjavík, Jóni Ásgeirssyni. Fyrrverandi formanni Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi og konu hans veitt viðurkenning: Heiðurshjón frá Kanada heiðruð Stefan J. Stefanson, fyrrverandi við uppmna sinn. Á undanfomum formaður Þjóðræknisfélags ís- árum hafa þau átt mikinn þátt í því lendinga í Vesturheimi, og Olla að byggja upp íslcnskt minjasafn á kona hans hafa verið heiðruð sér- Gimli. staklega af stjóm Þjóðræknisfé- Þau tala íslcnsku mjög vel og lags íslendingaí Reykjavík. stutt er siðan bamabamþeirrakom Á hátiðarfúndi stjómar Þjóð- til íslands til þess að kynnast landi ræknisfélagsins, sem haldinn var í og þjóð og fór héðan talandi, skrif- Reykjavík 31. júli, var Stefani af- andi og lesandi á íslenska tungu. hent heiðursskjal ásamt minnis- Þau hjón hafa um árabíl tekið á peningi, sem sleginn hefúr verið í móti hópum íslendinga sem lagt tilefni af tvöföldu afmæli Vigdísar hafa leið sína til íslendingabyggða Finnbogadóttur, forseta Islands, í Kanada og greitt götu einstak- og félagið Þroskahjálp hefúr nú linga á margvisicgan hátt. Stefan fengið til dreifingar og sölu til hefúr tekið þátt í að skipuleggja ágóða fýrir starfsemi sina. heimsóknir þjóðhöföingja Islend- Stefan og Olla hafa tekíð virkan inga þegar þeir hafa lagt leið sfna þátt í starfsemi Þjóðræknisfélags- til Kanada. Þau hjónin halda nú ins vestan hafs um áratuga skeið. vestur um haf til þess m.a. að taka Þau hafa komið til íslands um tutt- á móti um tvö hundrað manna ugu sinnum og leggja mikla rækt hópi héðan. Þverá yfir þúsund Þverá/Kjarrá er fýrsta áin til að bijóta 1000 laxa múrinn í sumar og á hádegi í gær var búið að veiða 20 löxum betur. En þrátt fýrir að Þverá sé aflahæst yfir landið, þá hefir veið- in verið dræm og er nú mjög svipuð og á sama tíma í fýrra, sem var ekki besta laxveiðiár í manna minnum. I gærmorgun komu í kringum tíu laxar á land úr báðum ánum og holl sem hættir í dag í Þverá, eftir þriggja daga veiði, hafði fengið um 20 laxa á hádegi í gær. Að sögn Hilmars Bjömssonar er áin nú að kólna aftur, eftir að hitastig í henni hafði farið upp í 16 gráður í fýrradag. Að öðm leyti hefúr áin ver- ið í ágætu ásigkomulagi. Hins vegar hafa göngur verið litlar og mest þá um smáfiskagöngur. Laxamir hafa flestir verið 4-5 pund. Elliðaárnar Elliðaámar em nú komnar yfir 800 laxa og hafa átt ágæta daga í sumar. Fyrir hádegi í gær var veiðin prýði- leg, 19 laxar komu þá á land. Veiðin hefúr verið misjöfú, stundum hafa komið daprir dagar, en svo hafa stundum vciðst 40 laxar á dag. Að sögn Garðars Þórhallssonar hcf- ur laxinn gengiö jafnt og þétt í ámar og um 2200 laxar cru komnir upp fýrir teljara. Þetta em smálaxagöngur og nokkuð er um það að eldislax slæðist með. Ekki hefúr veiðst mikið af honum enn sem komið er, fýrir ut- an nokkuð af tittum sem ekki em taldir með veiðinni, en reynslan hefúr sýnt að mest veiðist af eldislaxi í ág- úst. Ástand ánna er ágætt, vatnshæðin er vel í meðallagi en virðist fara minnk- andi. Ámar hafa verið hlýjar undan- farið og laxinn því verið í latara lagi. Laxá í Leirársveit Veiðin hefúr lítið skánað í Laxá í Leirársveit, frekar en i flestum öðmm ám á landinu. Hún hefúr verið mjög dræm það sem af er sumri og nú em aðeins komnir í kringum 380 laxar á þurrt. Bandarískir veiðimenn hafa verið við veiðar í ánni síðan á laugar- dag og verða í viku. Þeir höfðu á há- degi á þriðjudag dregið tuttugu laxa á land. Að sögn Jóns O. Guðmundssonar, veiðivarðar í Laxá, er vatnsmagnið í ánni nú upplagt en hún er nokkuð skoluð. Þó er erfitt að kenna ánni um dræma veiði. „Þegar svona gengur segja menn stundum að vatnið sé of blautt. En þá em rnenn yfirleitt orðn- ir uppiskroppa með afsakanir og ástæður," scgir Jón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.