Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 3
Ffrfihirucfa'giJr 2. agust" 199Ó Tíminn 3 Börn á Vestfjörðum telja fram hlutfallslega 125% meiri tekjur en borgarbörnin: Um 2/3 barna 11-14 ára skattgreiðendur Flest böm á Vestfjörðum byrja greinilega að taka þátt í atvinnulífinu og þar með gjaldeyrisöflun þjóð- arinnar mjög ung að árum. Um 570 böm 15 ára og yngrí eru skattgreiðendur á Vestfjörðum. Þessi fjöldi mundi t.d. svara til um 85% af öilum 12,13,14 og 15 ára börnum á Vestfjörðum (um 680 alls), en tveim af hverjum þrem. Ef hins vegar miðað værí við fimm aldursárganga, þ.e. 11-15 ára böm sem eru um 850 á Vestfjörðum, eru tvö af hverjum þrem þeirra (67%) í hópi skattgreiðenda. Til samanburð- ar má benda á að í Reykjavík og á Reykjanesi svar- arfjöldi bama sem greiða skatttil helmings alira 11- 15 ára barna í þeim skattumdæmum. Alls erþessum vestfirsku bömum gert að greiða um 3 milljónir í skatta af tekjum síóasta árs, þ.e. um 5.235 kr.að meðaltali. Skattar barna eru 6% af heildartekjum þeirra svo þessi böm hafa aflað sér samtals um 50 milljón kr. tekna árið 1989. Það svarar til rúm- lega 87 þús. kr. meðaltekna á árinu. Svo aftur sé tekið mið af höfuðborg- inni þá er meðalskattur bama — og þar með meðaltekjur — um 70% hasrri á Vestfjörðum en í Reykjavík, þar sem meðal barnaskattur er um 3.100 kr. Miðað við heildarskatta bama í Reykjavík hafa þau talið fram um 179 m.kr. tekjur á síðasta ári. Með sama vinnuframlagi og jafhaldrar þeirra á Vestfjörðum hefðu þau hins vegar tal- ið fiam um 405 milljón kr. tekjur, eða 126% hærri upphæð. Hæstu skattgreiðendurna í þessum unga hópi er að finna á Þyngeyri. Þar eru um 152 þús. kr. skattar lagðir á 21 bam, eða um 7.230 kr. að meðaltali á hvert. Sú upphæð svarar til rúmlega 120 þús. kr. meðaltekna þessa hóps í fyrra. Böm á ísafirði, í Reykhóla- hreppi og Bolungarvík (alls 260) greiða einnig yfir 6 þús. kr. skatta að meðaltalt. Og 32 börn á Flateyri um 5 þús. kr. meðalskatt. Tekið skal fram að Tíminn heíur að- eins nákvæmlega sundurgreindar töl- ur frá 10 stærstu sveitarfélögum á Vestfjörðum, en þau eru alls 26. Á þessum 10 stöðum eru skattlögð böm alls 463 með samtals rúmlega 2,4 m.kr. af um 3 m.kr. heildarálagningu á böm í umdæminu. Hafi meðaltekjur barna í hinum sveitarfélögunum hins vegar verið lægri en á 10 stærstu stöð- unum (sem ekki er ólíklegt) þýðir það að þessi hópur ungra skattgreiðenda á Vestfjörðum getur verið ennþá stærri en þeir 570 sem miðað hefur verið við héraðframan. Skattgreiðendurl6ára og eldri eru 7.306 í ár. Heildargjöld þeirra nema um 1.286 m.kr. Þar af eru tekjuskattar um 705 m.kr. og útsvör um 494 m.kr. Gjöld á hvem skatt- greiðanda eru um 176 þús. að meðal- tali. Meðaltalsálagning er hæst á ísafírði, tæplega 210 þús.kr. I Hólmavík, Súðavík og Bolungamk eru meðal- gjöld frá 193-196 þús. kr., en undir 176 þús.kr. meðaltalinu í öðrum sveit- arfélögum. Hæstu skattgreiðendur á Vestfjörðum eru Tryggvi Tryggvason á Isafirði (3.945 þús.kr.) og Jón Friðgeir Einars- son í Bolungarvík (3.730 þús.kr.). Sá þriðji í röðinni er rúmlega milljón fyr- ir neðan þessa tvo. Um 1.145 skattgreiðendur fá greidd- ar húsnæðisbætur eða vaxtabætur samtals um 62 m.kr. Bamabótaauki nemur samtals rúmlega 38 m.kr. Heildargjöld lögaðila (félaga) nema um 318 m.kr. og hafa hækkað um tæp- lega 18% frá árinu áður. Hæstu gjald- endur em: Norðurtangi hf. á ísafirði (13,7 m.kr.), Sparisjóður Bolungar- víkur (12,1 m.kr.) og Hraðfrystihúsið í Hnifsdal (10,5 m.kr.). Egilsstaðir: Valaskjálfti í annaó sinn Valaskjálfti verður haldinn nú í annað sinn í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, auk þess sem stanslaus afþreying er í boði alla helgina á vegum Ormsteitis, en það er samheiti yfir ýmsar uppákom- ur sem staðið hefur verið fyrir á Egils- stöðum í sumar. Fernir dansleikir eru á vegum Vala- skjálfta. Þrír þeirra eru haldnir í Hótel Valaskjálf þar sem Rokkabillyband Reykjavíkur mun leika fyrir dansi, og á sunnudagskvöld er dansleikur fyrir yngri kynslóðina i félagsheimilinu Vé- garði þar sem Ýmsir flytjendur halda uppi fjörinu. Ekki er krafist sérstaks aðgangseyris nema af dansleikjunum. —só Útafakstur og of sa- keyrsla Tveir ökumenn voru sviptir ökurétt- indum á staðnum, vegna hraðaaksturs á Norðurlandi i gær. Annar ökumaðurinn var gómaður á Ólafsfjarðarvegi á 156 km hraða, og hinn á Svalbarðsstrandar- vegi á 138 km hraða. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Akureyri fá báðir ökuþóramir að hvíla bensínfæt- urnaumsinn. Þá ók bifreið útaf Vaðlaheiðarvegi, og var farþegi fluttur á sjúkrahús. Hann kvartaði undan eymslum i baki, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. hiá-akureyri. Starfsemi útibúa Hafrannsóknarstofnunar víða lömuð vegna skorts á starfsmönnum: Hafró á Húsavík hættir störfum Útibú Hafraiinsókiiarstofnunar á Húsavík hefur verið lagt niöur. Að sögn Jakobs Jakobssonar, for- stjóra stofnunarinnar, er það sök- um þess að starfsmaður útibúsins sagði upp stðrfum. í bígerð er að setja upp nýtt útibú á Akureyri og þá í tengslum við sjávarúrvegs- brautina sem starfrækt er í Há- skólanum á Akureyri. Erfiðlega hefur gengið að manna stöður í útibúum úti á landi og meðal annars liggur starfsemi útibúsins á Ólafsvík niðri vegna þess. Jakob sagði að illa hefði gengið að fá fólk til að fara til Ólafsvíkur og það fólk sem farið hafi þangað til starfa hafi haldist illa i starfi. Oft hefur verið auglýst eftir manni í stöðuna en það hefur ekki gengið vel hingað til. Starfssvið þessara útibúa er aðallega þjónusta við byggðarlagið sem felst í gagnasöfhun og upplýsingamiðlun. Til dæmis er útibúið á Isafirði mikið i þvi að safha gögnum um rækju, en safhar einnig gögnum um grálúðu og aðrar tegundir sem þar berast á land í einhverjum mæli. Utibúin eru einnig tengill milli aðalstofhunarinnar i Reykjavík og byggðarlagsins. Þar að auki stunda starfsmenn alls kyns sjálfstæðar rannsóknir tengdar sjáv- arútvegi. —SE Þriðja bindi í ritröð Guðfræðistofnunar: Trúarlíf landans Að gefnu tilefni skal það teldð fram að í frétt Tímans í fyrradag af mis- munandi kynjabundnum viðhorf- um til framhjáhalds, var við ritun fréttarinnar stuðst við þriðja bindi ritraðar Guðfræðistofnunar Há- skólans eftir þá Björn Björnsson, prófessor i guðfræðideild, og Pétur Geysir gýs um helgina Geysir i Haukadal mun gjósa laug- ardaginn 4. ágúst kl. 15, eftir að sápa hefur yerið sett í hverinn. Ferðaskrif- stofa íslands og Edduhótelin standa fyrir gosinu að þessu sinni, en um nokkurt skeið hefur sápa verið sett í hverinn um verslunarmannahelgi. Pétursson, lektor í félagsvísinda- deild. í ritinu er greint fiá umfangsmikilli spumingakönnun sem höfúndar gerðu árin 1986-1987. Auk þess vitna höf- undar i aðrar eldri kannanir um svipað efhi og bera saman við eigin niður- stöður. Aðalefhi ritsins er þó fyrmefhd könnun og niðurstöður hennar. í könnun þeirra Bjöms og Péturs er fjallað um marga þætti trúarlífs, trúar- skoðana og -athafha og komið er inn á lífsviðhorf og siðferðiskennd og svör við spurningum um þau efhi greind með tilliti til trúarafstöðu. Könnunin byggði á 1000 manna úrtaki þjóðar- innar á aldrinum 18-75 ára. Svör bár- ust frá 75% þátttakenda. Bókin er 244 síður og skiptist í sjö að- alkafla. Þeir eru: Trúarhugmyndir, trú- aráhrif og uppeldi, trúarlíf og helgi- hald, trú og siðferði, trúarlegt efhi i fjölmiðlum, afstaða til kirkju og presta, og loks trú og þjóðmál. 3k "kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má'skilatil bánka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til innheimtumanns ríkissjóðs. L fnneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skattstjóra. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann á næsta virkan dag á eftir. Til þess að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.