Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 23. ágúst 1990 Utlit fyrir metupp- skeru í Rússlandi oröiö að engu? Þegar bóndinn horfði í gegnum sólgleraugun yfirakrana sína fulla af fullþroskuðum tómötum í júlílok, vissi hann ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta. Hann gerði sér Ijóst að það sem hann hafði fyrir augunum varmesta uppskera sem hann hafði séð 120 ár. Þetta hlyti að fara langt með að fyiia tómarbúðar- hillur og maga hungr- aðra Rússa. En þetta var líka nóg til að koma út tárunum hjá Sergei Zamorayev. Það var varia byrjað að tína tómatana og hann hafði mestar áhyggjur afþví hvortþeiryrðu nokkum tíma tíndir. í ágústlok fara þeir að rotna og þá færi metuppskera forgörðum. Hrun sóunarkerfis kommúnismans hefur gert ástandið margfalt verra Hvergi annars staðar en I efna- hagslega öngþveitinu i Rússlandi gæti svona stórsigur breyst í slíkan sorgarleik. Þó að kommúnisminn hafi varla skilað árangri hefúr hrun hans breytt gifúrlegu sóunarkerfi hans i eitthvað miklu verra. Eins og endranær standa upp- skeruvélamar ónotaðar vegna þess að varahlutir eru ekki til. í gamla kerfmu var varahlutaskortur ekki óleysanlegt vandamál. á var verk- smiðjufólk einfaldlega sent út á akrana til að vinna að uppskeru með handafli. Nú aftur á móti starfa rikisverksmiðjur skv. regl- um um eigin fjárhag, sem Míkhail Gorbatsjov innleiddi i fyrra, og það þýðir einfaldlega að verk- smiðjumar geta ekki séð á eftir starfsfólkinu sinu út á akrana. Og að lána dýrmæta vörubíla til bú- anna er ekki „arðbært", svo að gripið sé til nýjasta og algengasta orðsins í orðaforðanum. Zamorayev þarf að fá 1000 manns til viðbótar ef takast á að bjarga uppskerunni. En honum hefúr ekki tekist að fá nema 150. Enn stýrir ríkisvaldið verðinu svo að hann getur ekki boðið hærri laun sem kynnu að laða að vinnu- afl. „Verksmiöju- stjórarnir ættu aö skammast sfn“ Zamorayev ræður rikjum á íburð- arlausu samyrkjubúi 350 km norður af Moskvu þar sem úir og grúir af rosknum sveitakonum i svörtum kjólum og með skuplur á höfði. Svipurinn á andliti hans er eins strekktur og á öllum öðrum sa- myrkjubústjórum allt frá Síberiu til Stavropol. Eftir margra ára matar- skort hefúr almættið loks launað Sovétmönnum fyrir að hafna kommúnismanum og gefið þeim mestu uppskeru 1 manna minnum; 300 milljón tonn af komi. Síðasta metuppskera var árið 1978, 237 milljónir tonna. En mikið af uppskerunni verður áfram á búinu og reyndar ekki upp- skorin. „Verksmiðjustjóramir ættu að skammast sín,“ hrópar Za- morayev. Jinnst þeim ekki skammarlegt að flestir starfsmenn- imir þeirra geta ekki fúndið neitt ætilegt í búðunum?" Fulltrúamir í Yaroslavl- sveitar- stjóminni hlustuðu á angistarhróp bændanna í júlílok og lýstu yfir „neyðarástandi“ til að bjarga upp- skerunni. I því fólst að reyna að fá verkamenn til að ganga gegn skip- unum yfirmanna sinna og fara út á akrana gegn því að fá í sinn hlut 10% uppskerunnar. Þegar síðast fréttist höfðu fáir svarað kallinu. „Við fáum of lítiö fyrir þaö sem viö framleióum“ Zamirayev greip til sinna ráða í örvæntingu. Hann segir gamalt orðtæki bænda segja sem svo að í hverri fjárhjörð vakni sumt féð fyrr en annað. Hann fór því á stúfana og leitaði uppi skólakrakka, hermenn og verksmiðjufólk til að reyna að telja það á að koma í vinnu til sín. „Á sumum samyrkjubúum er það enn trú manna að embættismaður Kommúnistaflokksins á staðnum standi allt i einu 1 dyrunum með bros á vör og 1000 sjálfboðaliða í eftirdragi, rétt eins og f gamla daga,“ segir hann. Skammtímahemaðaráætlun Za- morayevs er sú að hjálpa sér sjálf- ur. En til lengri tíma litið vilja hann og aðrir forystumenn á samyrkju- búum komast fyrir rætur vandans. „Við fáum of lítið fyrir það sem við framleiðum," segir hann og gerir grín að verðinu fyrir hvítkál sem er 40 kópekar á kíló. „Það ætti að vera 80 kópekar," segir hann. Aðrir bændur í nágrenninu eru þegar famir að spenna vöðvana. „Hvað lengi eigum við að sætta okkur við þetta?“ spurði yfirmaður samyrkjubús í nágrannaþorpi. „Það er ekki víst að við á ökmnum og búunum forum i verkfall. En við ráðum sjálfir hvað við ffarn- leiðum mikið magn. Það er öflugt vopn og i versta falli beitum við því.“ Fyrsti kúlakkinn í 60 ár Zamorayev hefúr hrint því óffamkvæmanlega í ffamkvæmd og afhent tveim bændum eignar- hald á meira en 700 ekram lands. Hann segir landið verða þeirra eign um alla framtíð. „Þeir mega ekki selja það út úr samyrkjubú- inu og þeir geta ekki notað tæki og tól samyrkjubúsins til að yrkja það. En þeir geta arfleitt afkom- endur sína að því og arðurinn fell- ur óskertur í þeirra hlut.“ Nær þeim aðstæðum, sem rikja í löndum utan kommúnismans, verður ekki komist i Sovétríkjun- um enda gengið mun lengra en í lögum Gorbatsjovs sem heimila bændum að taka land á leigu en ekki að eiga það. En Zamorayev stendur alveg á sama um hveraig yfirvöld bregðast við. Samtimis þvi sem hann gaf bændunum tveim landið reif hann flokksskir- teinið sitt. Hann er ekki alveg laus við að vera sáttur við sjálfan sig. Hann veit að án mikillar fyrirhafnar gæti hann fengið 80 kópeka fyrir kílóið af hvítkáli, jafnvel strax. En þá er að því að hyggja að hann er liklega fyrsti kúlakkinn, en svo vora smábændumir á eigin landi kallaðir sem Stalín reyndi að út- rýma á fjórða áratugnum og sá fyrsti sem gengur á sovéskri jörð í 60 ár. £ Náttúran hefur verið gjöful við rússneska bœndur í ár og uppskeruhorfur aldrei eins góðar. En ónothœfar vinnuvélar og ófullnœgj- andi mannskapur gerir þar strik í reikninginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.