Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 10
10 -Tíminn, Fimmtudagur 23. ágúst 1990 Kjötvörur hækkað tvöfalt meira en öll önnur rr Rennur hundra n kjötskattur (c Þótt bændur hafi afsalað sér öllum verð- hækkunum á ftamleiðsluvörum sínum hef- ur verð á kjötvörum hækkað tvöfalt meira (2,1%) en meðalverð allra annarra matvæla á sl. hálfu ári þjóðarsáttar. Þessi umfram- álagning svarar til þess að kjötkaupmenn og/eða milliliðir hafí lagt „kjötskatt" á al- menning, sem hefur skilað þeim um 45 millj. kr. sl. hálft ár. Og lækki kjötverð ekki frá því sem það er nú nær „kjötskatturinn" a.m.k. 100 milljónum króna á árinu öllu — og enn hærri upphæð haldi verð á kjötvör- um áfram að hækka frá mánuði til mánaðar eins og það hefur gert það sem af er árinu. „Varðliðum" rauða striksins má benda á að þriðjungur þess sem framfærsluvísitalan hefur farið fram yfir „strikið" er af völdum „kjötskattsins". Nælt sér í aukamánaðarlaun I júlí og ágúst var verð á kjötvörum orðið 2,1-2,2% hærra en í febrúar. Þessi hækkun hefur þá skilað um 14 milljónum kr. í kassa einhverra annarra en framleiðenda hvorn mánuð. Eigi kjötsmásalar einir heiðurinn af „kjötskattinum" hefur hann fært hverjum þeirra í kringum 55.000 kr. á mánuði að meðaltali — eða upphæð sem fer t.d. langt í að nægja þeim fyrir (lúsar)launum einnar afgreiðslustúlku í hverri búð. Þessir útreikningar eru byggðir á vísitölu framfærslukostnaðar sem reiknuð er mán- aðarlega af Hagstofunni. Kjöt og kjötvörur nema tæpum fjórðungi af matvörulið vísi- tölunnar. Verðhækkanir á kjöti hafa því veruleg áhrif á hækkun vísitölunnar. Önnur matvæli hækkaö um 1% Það virðist því óneitanlega skjóta skökku við að verð á kjöti, sem ekkert hefur hækk- að til framleiðenda, né heldur skráð heild- söluverð þess, skuli hafa hækkað rúmlega tvöfalt meira (2,1%) en öll önnur matvæli að meðaltali. Á hálfu ári „þjóðarsáttar" (febrúar/ágúst) hafa aðrar matvörur en kjötið hækkað um aðeins tæplega 1% að meðaltali. Mjólkur- vörur hafa t.d. ekkert hækkað i verði og heldur ekki ávextir og grænmeti, kartöflur um aðeins 0,4% og verð á kornvörum (mjöli, grjónum og bökuðum vörum) m.a.s. heldur lækkað að meðaltali. Verðið á kjötinu hefur á hinn bóginn smátt og smátt þokast upp á við svo til hvern ein- asta mánuð: Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst + 0,4% + 0,5% - 0,7% + 0,6% + 1,2% + 0,5% -0,1% Hækkun febr./ág. + 2,1% Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru þessar verðhækkanir ekki bundnar við neinar ákveðnnar kjöttegundir sérstaklega. Meðalverð hefur þokast upp á flestum vöruflokkum kjöts og kjötvara, unninna sem óunninna. Ný könnun Verðlagsstofnunar í 49 búðum ber lika vitni um þetta. Þær 5 kjöttegundir sem könnunin náði til hækkuðu að meðal- tali sem hér segir á tæplega 3ja mánaða tímabili (apríllok til júlímánaðar): Lærissneiðar + 0,6% Lambahryggur + 1,3% Nautahakk + 2,3% Kjúklingar + 2,5% Svínakótelettur + 5.7% Hækkun á lamba- og nautakjöti getur a.m.k. ekki stafað af öðrum orsökum en álagningu „kjötskattsins". Svínakjöt er hins vegar „frjálst" kjöt. Samkvæmt vísitölugrundvellinum voru kjötkaup meðalfjölskyldunnar (3,48 manns) 8.940 kr. miðað við verðlag í febrú- ar, en þau höfðu hækkað í 9.130 kr. miðað við verðlag í ágúst, eða um 2,1%. Óttalegt smáræði finnst kannski einhverj- um? En margt smátt gerir eitt stórt. Þessi hækk- un svarar til þess að kjötinnkaup allrar þjóðarinnar (til heimilisnota) hafi kostað samtals kringum 14 milljónum kr. meira á mánuði í júlí og ágúst heldur en í febrúar. I atvinnuvegaskýrslum 1987 eru launa- greiðendur í matvöruverslun og blandaðri verslun 252 talsins. Skipti þeir þessum 14 milljóna króna mánaðarlegum „kjötskatti" á milli sín er hlutur hvers 55-56 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir -— og hátt í hálfa milljón á árinu öllu ef kjötverð verður óbreytt til áramóta. Hefðu bændur hins vegar fengið „glaðninginn" í sinn hlut svar- ar hann um hálfu lambsverði á hvern þeirra í júlí og ágúst og væntanlega um 4 dilks- verðum á árinu öllu. Bændur voru hins veg- ar svo „bláeygir" að trúa því að kjötverð í landinu mundi haldast óbreytt eftir að þeir samþykktu að sleppa öllum verðhækkunum sér til handa frá 1. desember í fyrra. „Óeðlilegar hækkanir..." „Það er á hreinu að verð til framleiðenda hefur ekkert hækkað á þessum tíma. Það Eftir Heiði Helgadóttur sem gerist er því að milliliðirnir hafa tekið þessar hækkanir til sín, án þess að nokkrar forsendur séu fyrir því. Ég tel því að þarna sé um óeðlilegar hækkanir að ræða," sagði Ari Skúlason, hagfræðingur ASI. Að kjöt- vörur skuli að meðaltali hafa hækkað tvö- falt meira en aðrar matvörur, innlendar sem erlendar, segir Ari alveg út í hött. Frekar átt að lækka en hækka „Þetta er mjög alvarlegt mál, að á sama tíma og kjöt hækkar ekkert til framleið- enda skuli smásöluverð þess samt sem áð- ur hækka tvöfalt meira en á öðrum mat- vörum," sagði Haukur Halldórsson. for- maður Stéttarsambands bænda. Hann sagði svínakjöt einu kjötafurðina sem eitt- hvað hafí hækkað til framleiðenda á þessu tímabili. „Það er ekkert sem réttlætir hækkun.á kjötvörum á þessum tíma — frekar að það hefði átt að koma fram smávegis lækkun á smásöluverði unninna kjötvara. Og með-- alhækkun yfir 1% í einum mánuði (Júní)- er hreinlega fyrir neðan allar hellur." i ¦mmmmmwi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.