Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 20
.1 AUGLÝSINGASf MAR: 680001 — 686300 RfKlSSKIP NTJTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, ________S 28822 HNISSAN Réttur bíll á rettum stað. Ingvar Helgason hf. Sævaihöfða 2 S(mi 91-674000 HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum Hamarshófða 1 -s. 6747-44' I AXJ.X1JJ.XXX FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST1990 Reiknað með 5.500 milljóna króna töpuðum lánum og sköttum: Afskrifuð lán LIN 200% Framlag í afskriftareikning útlána var 742 milljónir kr. hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna á síöasta ári, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það var td. nær þrefalt hærri upphæð heldur framlög hjá lánasjóðum atvinnuveganna hvers um sig. Framlag í afskriftarreikning hjá LíN er td. um þrefalt hærra heldur en hjá Fiskveiðisjóði, svo dæmi sé tekið um lánasjóð áhættusamrar atvinnugreinar. Alls hefur LÍN fært um 3.400 millj.kr. á afskriftareikning á und- anfömum árum, eða sem nemur t.d. um 16% af heildar lánveitingum sjóðsins. „Framlög í afskriftareikn- ing útlána eru til að mæta þeirri áhættu og óvissu, sem er fylgjandi allri lánastarfsemi og til þess ætluð að mæta þeim útlánum sem síðar kunna að tapast", segir i skýrslunni. Ríkissjóður, rikisbankar og opin- berir sjóðir hafa samkvæmt því reiknað með rúmlega 5.500 millj- ónum glötuðum milljónum af skattaskuldum og lánveitingum siðasta árs. Enda segir Ríkisendur- skoðun að nauðsyn á framlögum í afskriftareikninga útlána hafi kom- ið betur í ljós á undanförnum ár- um. Rikissjóður er sjálfur með hæsta framlagið, 1.700 m.kr. í afskrifta- sjóð vegna hátt í 10 milljarða króna óinnheimtra skatttekna. Og auk þess um 180 m.kr. upp í afskriftir 2,2 milljarða kr. rikisábyrgða. Árið áður afskrifaði rikissjóður 1.200 milljónir óinnheimtra skatta, þann- ig að hækkun framlagsins var um 42% milli ára. Landsbanki íslands kemur næstur i röðinni með 860 m.kr. á afskrifta- reikning á siðasta ári. Upphæðin nam t.d. hlutfallslega um 1,3% af heildarútlánum bankans í árslok, en svaraði hins vegar til um 6. hluta ef miðað er við eigið fé bankans í árs- lok. Heildarútlán helstu opinberu sjóð- anna sem veita lán til atvinnuveg- anna um síðustu áramót og hins vegar framlag þeirra í afskrifta- reikning útlána á árinu 1989 var sem hér segir, samkvæmt skýrslu Rikisendurskoðunar talið i milljón- um króna: Úr afgreiðslusal LÍN. Lánin endurgreiðast þrefalt verr en í nokkum sjóða áhættuatvinnuvega. Timamynd: Aml BJama Framlag Lánasjóðs námsmanna í afskriftarreikning á síðasta ári svar- aði t.d. um 30% af nýjum lánum sjóðsins á árinu. Sem sjá má, var upphæðin rúmlega helmingur þess sem gert var ráð fyrir á afskriftar- reikningum hjá 7 helstu opinberu atvinnulánasjóðunum samanlagt. Hvað umfang námslána varðar vekur t.d. að heildarútlán til náms- manna slaga hátt upp i öll útistand- andi fjárfestingarlán sjávarútvegs- ins i lok síðasta árs Samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra LIN er reiknað framlag á afskrifta- reikning fyrst og fremst tilraun til þess að áætla hvað sjóðurinn muni Utlán Afskr.r. m.kr. m.kr. Atv.tryggingarsj. 5.570 284 Byggðastofhun 8.930 250 Framkvæmdasj. 28.100 54 Fiskveiðisjóður 21.380 255 Stofnlánadeild 6.960 276 Iðnlánsjóður 8.760 121 Iðnþróunarsjóður 4.590 155 Samtals 84.290 1.395 Samsvarandi tölur Lánasjóðs námsmanna voru þannig: Lánasj.námsm. 17.340 742 raunverulega innheimta og hvað ekki af lánum sinum. Með þessu sé gerð tilraun til þess að meta raun- verulegar eignir sjóðsins á varfær- inn hátt. Reiknireglan sé sú, að af- skrifa þurfi um 40% af veittum lán- um á árunum 1976-1982 en aðeins 10% af lánum eftir 1982. í raun viti hins vegar enginn með neinni vissu um það að hve stórum hluta þessi lán muni endurgreiðast á 40 ára lánstíma þeirra. Byggingarsjóðir rikisins virðast á hinn bóginn ekki hræddir um að tapa miklu af sínum lánum. Heild- arútlán sjóðanna voru um 72.700 milljónir kr. um siðustu áramót. Framlag þeira i afskriftareikning var þó aðeins 10 m.kr. (0,01%) I lok siðasta árs áttu ríkissjóður, rík- isbankarnir tveir og 14 opinberir sjóðir útistandandi kröfur að fjár- hæð um 278.000 milljóna kr. (1,1 milljón á hvert mannsbarn í land- inu). Eigið fé þessara sömu banka og sjóða var tæplega 45 milljarðar kr. Tæplega þriðjungur útlánanna (rúmlega 90 milljarðar) voru hjá ríkisbönkunum og rúmlega fjórð- ungur húsnæðislán einstaklinga frá byggingarsjóðum ríkisins. -HEI í HÍK í Reykjavík og nágrenní mótmælir: Login sogð valdníðsla Almeiiii ur fél agsfu n d ur Svæðis- félags liins íslcnsku kennarafélags í Reykjuvík og nágrenni (SRON), mótmælir harðlega bráðabirgða- llígum rikisstjórnaiiiiiiar seni sett voru á kjarasamnlng BHMR. Scgir í úlyktun frú félagsfundin- uni, uð niólinalt sé dæmafárri valilníftslii ríki s valdsins, en nicö bráöabirgöalöguiium eru fclugs- nicnn svip t ir sain ní ngsré t ti og öll- iiiii þeini rct tinduni scm slélturfív liíg liafa liigum samkviemt f uiiduriiin Ivsir yfir stuöiiingi viö þá ákvorðun BHMR aö letta til dómstóla, „til að hnekkjja uðfór þessari aö nianiirétlinduiii og skorar á kennara aö bcita öllum mætti síimm gcgu þviiiguuarlög- uuum" segir í ályktun fuiiduiins. Iiimfrcmur segir að bráöabirgöa- liígin hafi rofift saniniiig sern atti að tryggja vinnufriO í skólum ti) fimm ára og að kennarar g*tu cinbeitt scr að skólastarfinu. I'ess vegna lýsir fuiiduríiiu ullri ábyrgð i hcndur raðhcrruni f ríkisstjórn- inni fyrir að stcfna skftlastarfi í tvísýnu meft liígunum. í'á er þess kraristaðAlþingÍkoinisainanhið fyrsta og fjalli strax um bríða- birgöalógin, eða aður en skóla- srarf hcíst. hs. Aðalfundur Landssambands kúabænda: ALLRA HAGUR AÐ SAMNINGAR TAKIST SEM ALLRA FYRST Aðalfundur Landssambands kúabænda óskar eftir sveigjan- legri viöskiptaháttum með fullvirð- isrétt mjólkur í því skyni að auka hagkvæmni framleiðslunnar. Fundurinn telur að núverandi fyr- irkomulag á tilfærslu milli bænda hindri eðlilega þróun búgreinar- innar. Mælt er með að sá fullvirð- isréttur, sem fellur til vegna fækk- unar framleiðenda, eigi að geta gengið kaupum og sölum að viss- um skilyrðum fullnægðum. Aðalfundurinn telur að sá árangur, sem náðst hefur í að laga mjólkur- framleiðsluna að innanlandsneyslu, gæti verið unninn fýrir gýg takist ekki nýr búvörusamningur með bændasamtökunum og ríkinu bráð- lega. Því er mótmælt, að búvöru- samningur bindi hendur ríkisvaldsins til langs tíma. Með rammasamningi til 6-8 ára má tryggja að mjólkur- framleiðsla fullnægi markaðsþörf- um. Slíkur rammasamningur auð- veldar mjólkurframleiðendum að skipuleggja framleiðslu sina og er því um leið nauðsynleg forsenda þess að auka hagkvæmni og ná fram lægra vöruverði. Um nánari útfærslu rammasamningsins má siðan gera bindandi samkomulag til eins eða tveggja ára i senn. Fundarmenn telja að krafa frá ríkis- valdinu um að tengja verði fram- leiðslumagn i búvörusamningi við sveiflur í innanlandsneyslu geti því aðeins verið sanngjörn að henni fylgi fyrirheit um að markaðsstöðu afurð- anna verði ekki raskað á samnings- tímanum með aðgerðum eða að- gerðaleysi stjórnvalda. Aðalfundurinn skoraði á Stéttar- samband bænda að beita sér fyrir því að sett verði skilagjald á rúlluplast og áburðarpoka til að stuðla að því að sem mest af plasti verði endurunnið eða brennt á þann hátt að sem minnst mengun valdi. Þá telur aðalfundurinn að þar sem breytingar á lögum um innflutning búfjár hafi náð fram að ganga sé brýnt að fýlgja eftir ráðstöfunum til þess að sóttvarnarstöðin í Hrisey nýt- ist bændum sem best, svo sem að nauðsynlegri aðstöðu fyrir með- höndlun á ftjógvuðum eggjum er- lendra kynja verði komið upp sem fyrst. -EÓ Stórbruni varð á bænum Jörfa í V-Húnavatnssýslu í fýrrinótt: Hlaða og fjós stórskemmdust Stórbruni varð á bænum Jörfa í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu í fýrradag, þegar eldur komst upp í hlöðu og fjósi fyrir 30 kýr. Að sögn Jóhannesar Ragnarssonar, bónda á Jörfa, er tjónið mikið og lítið af nothæft af því, sem eftír stendur, hlaðan er fallin og fjósið illa farið. Það var um tvö leytið aðfaranótt miðvikudags að nágranni gerði fólk- inu á Jörfa viðvart. Slökkvilið komu bæði frá Hvammstanga og Blöndu- ósi, og var unnið að slökkvistarfi fram undir morgun. Hlaðan var nærri full af lausu heyi og taldi Ragnar sennilegt, að heyið hafi ofhitnað eins og oft kemur fyrir. Heyskapur er langt kominn á Jörfa, en það á eftir að binda í rúllur. Ragnar sagði, að ibúar á næsta bæ ætluðu að hlaupa undir bagga á með- an unnið væri að viðgerðurn, og fóru mjaltir þar fram í gær. „Ég reikna með að drifa fjósið upp strax svo hægt verði að mjólka kýrnar." Fjórir smákálfar voru í fjósinu, en segist Ragnar nýlega hafa fækkað þeim hópi. Hann segist vera vanur að láta kýrn- ar liggja úti á sumrin og erfitt væri að spáð um hvernig hefði farið, ef svo hefði ekki verið. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.