Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 23. ágúst 1990 Ingólfur Benediktsson málarameistari frá Dal Fæddur 25. september 1908 Dáinn 6. maf 1990 TílafaíDal. íhúsi sem að nú er orðið hljótt við háa brekku og lœk meðfagran söng bjóst þu, og vegna þin var ekkert Ijótt {lífinu sem hlóþar dœgrin löng. Og hvttdin þar var hverjum manni náð sem hvarfþar inn í litla konungshöll. Þar alltáffengu afadrengir gáð l œvintýrahéim við álfa og tróll. Ogpottormum sem geystustþar um gólf var gefið meira en nokkur maður veit. Þœr gjafir fylla hjarta og sálarhólf afhlátri sem að bjó þar uppi i sveit. Svoþó að hlátur hljóðni nú um sinn og húsið gráti þegar enginn sér þá býrþín gjöfhjá okkur, qfi minn, og ölluni þeim semfengu að kynnastþér. Siguröur og Benedikt Ingólfssynir. Til sölu fjölhnífavagn DEUTZ FAHR K550 árg. 1985. Upplýsingar I síma 93-41475. Fiat Uno 45 árg. '84 tii sölu, í góðu standi. Selst gegn staðgreiðslu á 110 þúsund. Upplýsingar í síma 91 -41224 eftir kl. 18. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar ÍMJj Miklubraut 68 S13630 Sjáum um erfidrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Páls Þorsteinssonar é Hnappavöllum Guðrún og Slgurður, Ásdis, Gunnþóra og fjölskyldur. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðjón Jónsson Kirkjuhvoli, Hvolsvelll verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju f Fljótshlið laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00. Rúnar Guðjónsson Auður Svala Guðjónsdóttir Ingi Guðjónsson Erna Hanna Guðjónsdóttir Margrét Guðjónsdóttir Kjartan Óskarsson og barnabörn DAGBOK Söngtónleikar Kári Friðriksson og Úlrik Ólafsson halda söngtónleika á Húsavík 1. september nk. f samkomusal Barnaskóla Húsavfkur kl. 15 og á Akureyri 2. sept nk. i sal Tónlistar- skóla Akureyrar kl. 15. Á efnisskrá eru meðal annars lög eftir Árna Thorsteinsson, Sigfús Haildórsson og Sigvalda Kaldalóns. Einnig eru lög eftir ítölsku tónskáldin Francesko Cilea og Giacomo Puccini. Úlrif Ólafsson er 37 ára gamall. Hann hlaut menntun á Akranesi og í Reykjavík og framhaldsnámi lauk hann i Reginsburg i Vestur-Þýskalandi. Aðalnámsgreinar voru orgelleikur, kór- og hljómsveitar- stjórn með sérstakri áherslu á kirkjulegar tónbókmenntir. Að námi loknu starfaði á Akranesi i 1 ár og á Húsavík í 6 ár, þar sem hann var org- anisti við Húsavíkurkirkju, skólastjóri tónlistarskólans og stjórnandi blandaðs kórs á Húsavfk og Karlakórsins Hreims i Aðaldai. Úlrik er organisti við Krists- kirkju í Landakoti síðan 1987, kennir org- elleik og kórstjórn við Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar i Reykjavík og er stjóm- andi söngsveitarinnar Fílharmóniu síðan haustið 1988. Hann hefur spilað undir hjá íjölda einleikara. Kári Friðriksson er 29 ára gamall. Hann hefur stundað söngnám um margra ára skeið, meðal kennara hans voru Magnús Jónsson og Sigurður Demetz. Kári út- skrifaðist sem tónmenntakennari frá Tón- listarskólanum i Reykjavik 1988 og tók einnig 8. stigs söngpróf þaðan ári síðar. Var söngkennari hans þar Halldór Vil- helmsson. Veturinn 1989-90 var Kári á ítalíu hjá Pi- er Miranda Ferraro i Milano í frekara framhaldsnámi i sðng. Þetta eru'fyrstu einsöngstónleikar Kára. Þriðjudagstónleikar k þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar nk. þriðjudag, 28. ág- úst, kl. 20.30 mun Jónas Ingimundarson pianisti leika verk eftir Chopin. Jónas er tónleikagestum Listasafhs Sigurjóns Ól- afssonar vel kunnur, þvi í fyrrasumar hélt hann einleikstónleika og f'yrr í sumar lék hann undir söng Sólrúnar Bragadóttur í sal safhsins. Er skemmst frá þvi að segja að endurtaka þurfti báða tónleikana vegna mikillar aðsóknar og urðu samt margir frá að hverfa. Jónas er nýkominn frá Eng- Iandi þar sem hann hélt tónleika með Kristni Sigmundssyni á Listahátfð í Strat- ford upon Avon. Að venju munu tónleikarnir standa í um það bil klukkustund og verður kaffistofa safhsins opin að þeim loknum. Nessöfnuður Síðsumarferð um Borgarfjörð nk. laug- ardag. Lagt af stað kl. 10 frá Neskirkju. Veitingar í Reykholti. Berjasprettan könn- uð. Nánari upplýsingar hjá kirkjuverði i síma 16783. Guðmundur Óskar Ólafsson Félag eldri borgara Gönguhrólfarhittastnk. laugardagkl. 10 að Nóatúni 17. Þingvallaferð 1. septem- ber. Nánari upplýsingar i síma 28812. Félag eldri borgara Nokkur sæti laus i ferð 28.8 um Fjalla- bak syðra, Lakagigar, Skaftafell og Breið- amerkurlón. Til baka verður farið um Fjallabak nyrðra, Eldgjá og Landmanna- laugar. Lagt verður af stað þriðjudaginn 28. ágúst kl. 9.00 frá B.S.Í. Fararstjóri er Pétur Ólafsson. Frekari upplýsingar má fá fsímum 28812 og 623320. Pennavinir óskast Timanum hefur borist bréf frá 23 ára gamalli sænskri stúlku sem vill skrifast á við íslendinga á aldrinum 23-26 ár, karla eða konur. Ahugamál hennar eru tónlist, íþróttir og íslenskir hestar o.fl. Hún segir að þeim sem svara sé i sjálfsvald sett hvort þeir senda mynd eða ekki. Hún skrifar bæði sænsku og ensku og heimilis- fangið er: Kicki Mikaelsson Lundavagen 8a S 90249 Umea Svíþjóð Septem á Kjarvalsstööum Laugardaginn 25. ágúst verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýningin „September — Septem". Sýnd eru verk félaga úr Sept- emberhópnum frá árunum 1948 til 1952 og félaga úr Septemhópnum frá árinu 1974. Sýningin verður í öllu húsinu og lýkur 9. september. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00-18.00 og er veitingabúðin opin á samatíma. Sumarsýning í Hafnarborg Laugardaginn 28. júli sl. var opnaður nýr sýningarsalur i húsakynnum Hafharborg- ar. Salurinn hefur hlotið nafnið Sverris- salur f virðingarskyni við dr. Sverri Magnússon, lyfsala f Hafnarfirði, en hann lést 22. júní s.l. Sverrir var, ásamt konu sinni Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, er lést 1986, frumkvöðull að stofhun Hafhar- borgar, menningar- og listastofnunar Hafharfjarðar. Af þessu tilefni hefur nú verið sett upp sýning í sýningarsölum Hafnarborgar á hluta listasafns þeirra hjóna sem þau af- hentu stofnuninni með gjafabréfi hinn 1. júni 1983 í tilefhi af 75 ára afmæli Hafh- arfjarðarbæjar. f Sverrissal eru sýnd um þrjátíu listaverk cr Sverrir Magnússon afhenti stofnuninni til eignar í nóvember á sfðasta ári. SÍÐASTA SÝNTNGARHELGI Sýningarsalir eru opnir alla daga nema þriðjudaga frákl. 14:00-19:00. Kaffistofa Hafnarborgar er opin alla dagafrákl. 11:00-19:00. Ertu hættuíegur I UMFERÐINNl ° án þess að vita það? Mörg lyf hala svipuö áhril ogálengi Kynntu þér vel lyfið sem þú notar. tí® Vetrarstarf Langholtskórsins aö hefjast Kór Langholtskirkju hefur vetrarstarfið nú í byrjun september. Fyrsta verkefhi vetrarins verður að æfa fyrir Finnlandsför kórsins i október nk., en kórnum var boð- ið að taka þátt i íslandsviku sem haldin er i tilefhi vfgslu nýrrar tónleikahallar í Tampere. Kórinn syngur við biskups- messu i Dómkirkjunni i Tampere, þar sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, messar ásamt finnskum starfsbróður sín- um. Auk þess heldur kórinn sjálfstæða tónleika i Tampere, Helsinki og Borga. Á efnisskránni verða islensk verk, gömul og ný, en höfuðáherslan lögð á kirkjutónlist. Þá mun kórinn koma fram við athöfn er forseti íslands, frú Vigdis Finnbogadóttír, verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót. Jólasöngvar kórsins verða að vanda sein- asta föstudag fyrir jól, hinn 21. desember. Á þeim tónleikum verða flutt lög og verk tengd jólum og aðventu. Þessir tónleikar eru árlegur viðburður og jafnan húsfyllir. Um jólin verður flutt JÓLAÓRATOR- ÍAN eftir J.S. Bach, en flutningur þessa stórvirkis hefur verið fastur liður annað hvert ár frá 1981, en féll niður s.l. ár vegna flutnings kórsins á Sköpuninni eft- ir Haydn með Sinfónfuhljómsveit Íslands. Eftir jól verður tekið til við æfingar á JÓ- HA^ÍNESARPASSÍUNNI eftir J.S. Bach, sem flutt verður i vor. Hugmyndin er að sviðserja verkið, en Jóhannesarpassfan er sérlega leikrænt verk með hraðri atburða- rás sem nálgast mjög óperuformið. Þetta er þó háð þvi að fjármagn fáist, þvi slík uppfærsla yrði afar dýr. Raddþjálfari verður eins og undanfarin ár Ólöf Kolbrún Harðardóttir og stjórn- andi kórsins er Jón Stefánsson. Hægt er að bæta við nokkrum fcloguin i allar raddir. Þeir sem áhuga hafa, þurfa að hafa góðar raddir og einhver tónlistar- þekking er æskileg, en ekki skilyrði. Sækja þarf um fyrir 26. ágúst i síma 71089 (Sigrún Stefánsdóttir) eða 84523 (Ema Þórarinsdóttir).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.