Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 2
£ ',2i,-Tíminn ^>:Fimmtúdagur23liágúst;,l990 Frá blaöamannafundi stjómar Prestafélags fslands þar sem hækkun á húsaleigu á prestssetrum var mótmælt Á my ndinni eru frá vinstri vlgfús Þór Ámason varaformaður, Jón Dalbú Hróbjarisson formaður, Agnes M. Sigurðardóttir ritari, Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsrítari og Flóki Kristins- SOn. Timamynd: Ami Bjama Hækkunin ekki á vegum kirkjumálaráðuneytisins Óli Þ. Guöbjartsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði að það væri rangt að leigan á prestssetrunum hefði verið hækkuð fýrir atbeina kirkjumálaráðherra, eins og kom fram á blaða- mannafundi Prestafélagsins þar sem mótmælt var hækkun á leigu á prestssetrum. Hann sagði að reglugerðin væri á vegum fjármálaráðuneytisins og þessi reglugerð hafi verið grundvölluð á lögum nr. 27 frá 1968 sem fjármálaráðherra gaf út á sínum tíma. Þessi reglugerð á við um alla emb- ættisbústaði í eigu rikisins, ekki bara prestssetur, og samkvæmt reglugerð- inni er ný leiga alltaf reiknuð út 1. ágúst ár hvert á vegum launadeildar fjármálaráðuneytisins. I fyrra var send beiðni úr fjármálaráðuneytinu til þeirra um að reikna út hækkun á leigu samkvæmt reglugerðinni, sem þeir gerðu. Þannig að það er mesti misskilningur að þessi reglugerð sé komin frá kirkjumálaráðuneytinu. í bréfi, dagsettu 8. ágúst siðastliðinn, sem Prestafélag íslands sendi kirkju- málaráðherra til að mótmæla þessari hækkun segir: „Stjórn Prestafélags íslands hefur oft mótmæít og mót- mælir enn þeirri skoðun kirkjumála- ráðuneytisins að prestssetur falli undir ákvæði reglugerðar nr. 334 frá 1982 um íbúðarhúsnæði í eigu rikis- ins. Óli Þ. Guðbjartsson segir að ekki sé um neina sérstaka skoðun að ræða hjá kirkjumálaráðherra á þessari reglugerð. Hún er grundvölluð á lög- um nr. 27 frá 1968 sem fjármálaráðu- neytið gaf út og í 12. grein þessara laga segir að lögin öðlist gildi 1. júlí 1968 og jafhframt falli úr gildi lög nr. 38 frá 1947 um skipulag og hýsingu prestssetra. Þannig er það ákveðið i einni grein þessara laga að þau taki við af eldri lögum um skipulag og hýsingu prestssetra og þar komi ekki málinu við skoðun eða skoðanaleysi kirkjumálaráðherra á hverjum tíma. Þetta er svona. Óli sagði að það væri ekkert óeðli- legt við að húsaleiga á prestssetrum hækki eins og á öðrum embættisbú- stöðum, það væri i raun mjög eðli- legur hlutur. Húsaleigan hafði ekki verið hreyfð í nokkur ár vegna þess að fjármála- ráðuneytið hafði ekki sinnt sinni vinnu en nú væri það gert. Reglu- gerðin gerir ráð fyrir hámarki og lág- marki og sem dæmi er hámarksleiga á einum stað um 19.000 kr. en lág- markið er rétt rúmar 17.000 kr. Raun- in er hins vegar sú að greiddar eru 12.808 kr. og ástæðan fyrir því er sú að þetta hús er ekki í góðu ástandi. Upphæðirnar sem um er að ræða núna eru svo miklu lægri en reglu- gerðarhámarkið segir til um. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Presta- félaginu að leigan sé á bilinu 10.000 kr. til 18.000 kr. Sannleikurinn er sá að hæsta leigan er 17.416 kr. og lægsta leigan er 2.575 kr., meðaltalið yfir landið er 9.563 kr. Þannig að það er enginn sannleikur að segja að leig- an sé 10 til 18 þúsund krónur. Þar fyr- ir utan er engin leiga eða nánast eng- in á 15 prestssetrum en þar sitja prestar sem hafa verið þar síðan fyrir 1968. Vegna þessara mistaka var engin leiga á 29 prestssetrum til við- bótar en nú er farið að innheimta leigu fyrir þau. Þannig í raun hækk- aði leigan aðeins á 21 prestssetri, og farið var að innheimta leigu á hinum 29. Á fjórum prestssetrum þótti ekki fært að innheimta leigu vegna ástands húsanna. Óli sagði að hann kannaðist ekki við það að hafa neitað Prestafélaginu um lækkun á leigunni eins og komið hef- ur fram í fjölmiðlum, því það væri ekki á hans færi. Reglugerðin er ekki bara um prestssetur heldur um alla embættisbústaði og það væri skylda að fara eftir lögum og reglugerðum, hann hafi ekkert vald í því efhi. Auð- vitað væri það frekar undarleg tíma- setning að gera þetta nú á tímum þjóðarsáttar, en samkvæmt reglu- gerðinni má aðeins framkvæma þessa hækkun 1. ágúst ár hvert. Á næsta ári væri þjóðarsáttin væntan- lega í gildi og því væri ekki hægt að framkvæma hækkunina fyrr en árið 1992 og þá hefði leiga á embættisbú- stöðum í eigu ríkisins verið óhreyfð um árabil. Prestarnir hefðu ekkert kvartað þegar gleymdist að hækka leiguna og ekki hefði hann heyrt einn einasta prest minnast á það í fjölmiðlum að í hans embættistíð og þessa fjármála- Óli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráðherra. ráðherra hefði það tekist í fyrsta sinn að fá viðurkennda yfirvinnu fyrir presta. 10-15% rýrnun segja prestar Á blaðamannafundi, sem Prestafé- lag íslands hélt sl. mánudag, kom fram að hækkunin á húsaleigunni þýði 10 til 15 prósent kjararýrnun hjá þeim prestum sem greiða húsaleigu. Það skyti nokkuð skökku við að skerða kjör presta á þennan hátt ein- mitt á þeim tíma sem stjórnvöld skír- skota mjög til svonefndrar þjóðar- sáttar. A fundinum kom fram að húsaleiga verður nú frá 10.000 kr. og upp í 18.000 kr. Ofan á það bætist hitunarkostnaður og því greiði prest- ar almennt frá 18.000 kr. til 30.000 kr. í húsnæðiskostnað og er það ansi hátt hlutfall af 80.000 kr. grunnlaun- um. Þessi hækkun hefur hins vegar ekki verið framkvæmd um nokkurt skeið og er tímasetningin á henni nú einstaklega óhagstæð fyrir presta sem hyggjast mótmæla henni kröft- uglega. Hér sé greinilega um hand- vömm að ræða í stjórnkerfinu sem eigi að leiðrétta núna á kostnað prestastéttarinnar. Þá eru deildar meiningar um það hvort ríkið eigi prestssetrin og hafi þar með einhvern rétt til að inn- heimta leigu af þeim. Kirkjueigna- nefhd, sem skilaði fyrri hluta álits 1984, álítur að prestssetrin séu kirkjueign en ekki rikiseign og megi því deila um það hvort ríkið hafi ein- hvern rétt til að krefja prestana um leigu á eign sem er í raun kirkjueign. Kirkjuyfirvöld hafa ítrekað mótmælt því að lögin og reglugerðin nái yfir prestssetur á þessum forsendum. Prestafélagið bendir á að prestarnir nýta húsnæðið í þágu embættisins sem þeir þjóna, því í mörgum tilfell- um séu prestssetrin þess eðlis að þau eru nánast félagsheimili fyrir sókn- ina. Prestssetrið sé jafhvel kvennaat- hvarf og svona mætti lengi halda áfram. í vor var stofhuð nefhd að kröfu Prestafélagsins sem átti að rannsaka kjör presta og fóru prestamir fram á það við kirkjumálaráðuneytið að ekkert yrði gert í kjaramálum þeirra í þá veru sem nú er gert fyrr en nefhd- in hefði skilað áliti. Því kæmi þessi hækkun nú mjög á óvart. Þeir álitu að þegar kirkjumálaráðherra hafi skipað þessa nefhd, hefði hann verið að við- urkenna að kjör prestanna væru slæm. Þetta stökk, að hækka leigu á prestssetrum um 150 til 200 prósent, væri ekki hægt að framkvæma með góðri samvisku í miðri þjóðarsátt. Þar að auki væri nýbúið að taka 4,5 prósent launahækkun af BHMR mönnum með bráðabirgðalögum og nú ætti að skerða laun presta um 10 til 15 af hundraði. Þeir héldu jafnvel að næsta skref ráðuneytisins yrði að fella alveg niður leigu á prestssetrun- um en í stað þess var hún hækkuð. Prestarnir þurfi að taka við prests- setrinu eins og það er og oft væri kyndingar- og rafmagnskostnaður mun meiri vegna þess hve húsin eru stór. Þá eru þau mjög mörg i slæmu ásigkomulagi og sum vart íbúðarhæf. Fram kom á fundinum að þetta væri ekki bara einfalt kjaramál prestanna heldur væri þetta spurning um kirkju- lega þjónustu á stórum svæðum úti á landi og hver afdrif hennar verði, hvernig búið er að þessari þjónustu og nú væri verið að skerða kjör presta sem kirkjumálaráðherra hefði viður- kennt að væru lök fyrir og því horfi illa fyrir kirkjulegri þjónustu á stór- um svæðum úti á landi. Hér er um of- ríkisaðgerð að ræða og því hlýtur þetta að knýja á um það að samskipti ríkis og kirkju yrðu endurskoðuð. —SE Bæjarráð Njarðvíkur: Áhyggjur af flug- umferð Bæjarráð Njarðvíkur hefur lagt fyrir samgönguráðherra ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna mikillar flugum- ferðar yfir íbúðabyggð í Njarðvík. Tilefhið er nauðlending ferjuflug- vélar á Reykjanesbraut ofan Njarðvikur sunnudaginn 5. ágúst sl. I ályktuninni er spurt hvers vegna umræddri flugvél, „sem augljóslega var í miklum vand- ræðum, var beint í aðflugi yfir íbúðabyggð í Njarðvíkurbæ." í framhaldi af því er spurt hvort reglur séu til um það hvernig stjórna skuli aðflugi flugvéla í neyð, þegar aðflugsstefha flug- brautar er yfir íbúðabyggð. „Ef þessar reglur eru til, hverjar eru þær og hefur þeim verið fylgt?" Bæjarráðið krefst þess, engar slíkar reglur eru til, að þær verði settar og sveitarfélög við flugvelli verði höfð með í ráðum við að semja þær. Að lokum segir í ályktuninni: ,3æjarráð Njarðvíkur lítur flug- slysið á Reykjanesbraut mjög al- varlegum augum og krefst svara. Að sögn sjónarvotta að þessu at- viki, þá rétt slapp vélin hikstandi yfir húsþök ibúðarblokka í Ytri- Njarðvik." GS. íslandsmótið í atskák: Riðlakeppni fór fram um helgina Undankeppni íslandsmótsins í atskák fór fram nú um helgina. Teflt var í þremur riðlum, á Akur- eyri, ísafirði og Reykjavík. Rúnar Sigurpálsson stóð efstur á Akur- eyri, og Ágúst Sindri Karlsson á ísafirði. Þessir tveir hafa unnið sér rétt til þátttöku i Úrslitakeppn- inni sem fram fer í Reykjavík í byrjun janúar. Þá munu sjö efstu menn úr Reykjavikurriðlinum tefla í úrslitakeppninni, auk þess sem sjö stigahæstu skákmenn landsins hafa þátttökurétt í úr- slitakeppninni. Þetta er í þriðja sinn sem Islandsmót í atskák er haldið. Að sögn Gylfa Þórhallssonar hjá Skákfélagi Akureyrar kepptu 11 skákmenn i riðlinum á Akureyri, og er það nokkuð minni þátttaka en búist var við. Gylfi sagði að ástæðurnar væru þær að margir væru í sumarfríi núna, og þetta væri sá árstími sem menn hvildu sig frá taflborðunum. Sem áður sagði sigraði Rúnar Sigurpálsson, hlaut 9 vinninga af 10 möguleg- um, í 2-3. sæti urðu Gylfi Þór- hallsson og Halldór Grétar Ein- arsson með 7 vinninga. Jón Árni Jónsson varð i 4. sæti með 6.5 vinninga og i 5.-6. sæti urðu Ólaf- ur Kristjánsson og Bogi Pálsson með 6 vinninga. Peningaverðlaun voru veitt fyrir tvö fyrstu sætin, og hlaut Rúnar 10 þúsund krónur, og Gylfi sem var hærri Halldóri að stigum, hlaut 5 þúsund krónur. Atskákin er ung keppnisíþrótt á íslandi, en nýtur jafnframt vax- andi vinsælda. Atskákin er eins konar millivegur í skákkeppni, og hafa keppendur hálfa klukku- stund til umhugsunar. Gylfi sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem Is- landsmótinu í atskák væri skipt í undankeppni og úrslit, og væri það liður í að gera mótið veg- legra, og einnig að gefa fleirum tækifæri á að spreyta sig. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.