Tíminn - 27.09.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 27.09.1990, Qupperneq 5
Fimmtudagur 27. september 1990 Tíminn 5 Guðmundur J. vill að ríkisstjórnin auki ekki skattheimtu vegna hækkandi olíuverðs: „Ríkið verður að róa verðbólguvillidýrin“ „Ef þetta springur í Ioft upp, en sú hœtta er alltaf tll staðar meðan þetta ástand varir, þá kemur hér æðandi djöfulsins verðbólga. Það eru hér blóðþyrst yillidýr með bankana í far- arbroddi sem eru óð í hækkanir. Ég held að það myndi virka ákaflega róandi á þessa aðila ef ríkið afsalaði sér þessari ol- íuverðhækkun.“ Þetta sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar í samtali við Tímann, en stjórn Dags- brúnar hefur sent frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til þess að auka ekki skattlagningu á olíu og bensín í tengslum við veentanlega hækkun á þessum vörum. Stjórn Dagsbrúnar leggur til að sú krónu- tala, sem nú er tekin af þessum vör- um, verði látin haldast óbreytt. Guðmundur J. óttast mjög afdrif þjóðarsáttarinnar verði olíuverð- hækkun látin bitna á landsmönnum af fullum þunga. Hann segir að Dagsbrún sé ekki að tala um að rík- isstjórnin eigi að greiða niður af- leiðingar styrjaldarástandsins við Persaflóann. Aðeins sé verið að fara fram á að ríkið haldi óbreyttum skatttekjum af olíu en auki þær ekki. Guðmundur sagði menn hafa skilning á því að ríkissjóður hefði þörf fyrir auknar tekjur. Hann minnti á að hér væri um svo mikla hagsmuni að ræða að ríkisstjórnin hlyti að taka tilmæli Dagsbrúnar til alvarlegrar íhugunar. „Það töluðu margir um að þessi rauðu strik væru óraunhæf. Nú hef- ur verið sýnt fram á að þau eru raunhæf. Ef bankarnir hefðu staðið sig hefðu þessi 0,27% aldrei komið til. Ég held að það sé fyllilega einnar messu virði að ríkisstjórnin fresti þessum hækkunum, a.m.k. til ára- móta,“ sagði Guðmundur. Hann Iagði jafnframt áherslu á að ef ríkis- stjórnin færi þessa leið myndi það virka mjög hvetjandi á aðila vinnu- markaðarins. Þeir myndu þá leggja sig fram um að viðhalda þeim ár- angri, sem þegar hefúr náðst, og vera frekar tilbúnir til að taka á sig hluta af hækkuninni. í þessu sam- bandi benti Guðmundur á að betri hagur útgerðarinnar þýddi að hún gæti vel tekið á sig aukinn kostnað vegna olíuverðhækkunarinnar. Verðlagsráð fjallar um hækkana- beiðni olíufélaganna á fundi á morg- un. Olíufélögin leggja mikla áherslu á að málið verði afgreitt á fundin- um, en verð á gasolíu getur lögum samkvæmt aðeins hækkað um mán- aðamót. Forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni vilja að ríkisstjórnin taki afstöðu til tilmæla hennar fyrir fundinn eða að Verðlagsráð fresti ákvörðunum. Óvíst er hvort ríkis- stjórnin getur tekið ákvörðun í mál- inu fyrir helgi vegna þess að forsæt- isráðherra, fjármálaráðherra, utan- ríkisráðherra og viðskiptaráðherra eru ekki á landinu. -EÓ Iðnaðarráðherra heldur fund með forstjórum Atlantal fyrirtækjanna í New York á morgun: Álsamningarnir verða undirritaðir 5. október Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra heldur á morgun fund í New York með aðalforstjórum álfyrirtækjanna þriggja í Atlantal hópnum. Ráð- herra áætlaði að undirrita á fundin- um samning við fyrirtækin um byggingu nýs álvers á íslandi. Ólík- legt er talið að til þess komi. Búist er við að samningar verði undirrit- aðir í Reykjavík 5. október næst- komandi. Álmálið var síðast rætt í ríkisstjóm- inni 18. september síðastliðinn. Þá lagði Jón Sigurðsson hart að ríkis- stjóminni að veita sér umboð til að undirrita samning við Atlantal fyrir- tækin á fundinum, sem halda á á morgun. Félagar Jóns í ríkisstjóm- inni voru ekki tilbúnir til þess og niðurstaða fundarins varð að ræða málið áfram á fundi 1. október. Tím- inn spurðist fyrir um það í iðnaðar- ráðuneytinu í gær hvort ráðherra ætlaði að undirrita eitthvað á fund- inum á morgun. Engin svör fengust þar. Tíminn reyndi þá að ná tali af iðnaðarráðherra, en hann er nú staddur á aðalfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash- ington. Það tókst ekki, en Tíminn náði tali af Jóhannesi Nordal, for- manni álviðræðunefndar iðnaðar- ráðuneytisins, en hann er staddur á sama fundi. Jóhannes sagðist ekkert geta sagt um hvað myndi gerast á fundinum á morgun. Það væri ráð- herrans að taka ákvörðun um hvem- ig skyldi haldið á málum. Ekki eru taldar miklar líkur á því að iðnaðarráðherra undirriti eitt eða neitt á fundinum á morgun. Til þess hefur hann ekkert umboð frá ríkis- stjóminni. Reyndar má fullyrða að ef ráðherra kemur heim með undir- skrifaðan samning eftir helgina verði sprenging í ríkisstjórninni, hugsanlega stjórnarslit ef eitthvað er að marka yfirlýsingar ráðherra Al- þýðubandalagsins. Tíminn hefur heimildir fyrir því að samningar verði undirritaðir í Reykjavík 5. október. Þá vonast menn til að búið verði að jafna ágreining í ríkisstjóminni um málið og ganga frá tæknilegum atriðum í sambandi við sjálfa samningana. Lögfræðingar frá samningsaðilum hafa verið að vinna að þeim í þessari viku. Reyndar er ekki rétt að tala um að álsamningamir verði undirritaðir nú um mánaðamótin eins og iðnað- arráðherra hefur talað um. Það plagg sem væntanlega verður undir- ritað 5. október er aðeins minnis- blað sem hefur að geyma viljayfirlýs- ingu um að ganga frá samningum. Þar verður einnig tekið fram að fyrir liggi samningsdrög og greint frá efni þeirra. Minnisblaðið bindur ekki hendur samningsaðila. Þeir geta eft- ir sem áður hætt við allt saman. Eftir að iðnaðarráðherra hefur und- irritað minnisblaðið mun hann leggja fram á Alþingj frumvarp um byggingu álvers á íslandi. Frum- varpið hefur þegar verið samið. Þá hefjast að öllum lfkindum pólitískar skylmingar sem vonast er eftir að leiði til niðurstöðu fljótlega eftir ára- mót. Það verður síðan einhvem tím- ann í vetur, hugsanlega í desember, sem hinir eiginlegu álsamningar verða undirritaðir. Talið er mjög mikilvægt fyrir fram- gang málsins að minnisblaðið verði undirritað 5. október. Hinn 3. sama mánaðar koma aðalsamningamenn Atlantal fyrirtækjanna til íslands. Það eru þeir, sem munu skrifa undir 5. október, en ekki aðalforstjóramir sem Jón Sigurðsson hittir á morg- un. -EO Akureyri: Norðurland kemur út að nýju í nóvembermánuði hefst á ný útgáfa á blaðinu Norðurlandi, málgagni Alþýðubandalags- manna á Norðuriandi eystra. Ritstjóri hefur verið ráðinn Heimir Már Pétursson, blaða- maður á Þjóðviljanum, og mun hann hefja störf í byrjun nóvem- ber. Stefnt er að því að Norðuriand verðl gefið út hálfsmánaðariega til að byija með og verður blað- inu dreift ókeypis, en augiýslng- ar standi undir útgáfukostnaði. Útgáfa Norðuriands hefur legið niðri um tveggja ára skeið. Endanleg uppbygging blaðsins er ekki frágengin. Þó er ákveðið að blaðið flytji fréttir víðs vegar að af Norðuriandi, auk þess sem það mun verða vettvangur fyrir pólitíska umfjöllun Alþýðu- bandalagsmanna. hiá-akureyri. Hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa: Eftirspum þrefalt meiri en framboðið Nýir hluthafar í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa fá í sinn hlut um 38% af nýútgefnum hlutabréfum í félaginu. Þegar frestur til áskriftar að nýjum hlutabréfum rann út, höfðu borist óskir um kaup á bréfum að nafnvirði rösklega 64 milljónir króna eða tæp- lega þreföld eftirspurn. Boðin voru út bréf að nafnvirði 24.3 milljónir króna, og verða þau seld á genginu 3.0, eða á um 73 milljónir króna. Óskir kaupenda námu hins vegar um 193 milljónum. Samkvæmt ákvörðun stjórnar Útgerðarfélagsins var hámark hlutafjár, sem einstakir kaupendur gátu skráð sig fyrir, 300 þúsund krónur. Á aðalfundi Útgerðarfélags Akur- eyringa var samþykkt að auka hluta- fé félagsins um 100 milljónir, í 430 milljónir. Að þessu sinni voru boðin út hlutabréf að nafnvirði 50 milljón- ir. Núverandi hluthafar nýttu sér forkaupsrétt að ríflega helmingi hlutabréfanna, en það sem eftir var, 24.269.250 kr.- var boðið út á al- mennum markaði. Fyrirfram gerðu forsvarsmenn Útgerðarfélagsins sér vonir um góðar undirtektir, en eng- an óraði þó fyrir jafn sterkum við- brögðum og raunin varð. Því má bú- ast við að það verði handagangur í öskjunni síðar á árinu, því stefnt er að því að bjóða út þær 50 milljónir, sem eftir eru, fyrir næstu áramót. Hátt á fimmta hundrað einstak- lingar, fyrirtæki, lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir keyptu hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa að þessu sinni. Þar af nýttu 120 sér hámarks- tilboðið. Kaupendur eru alls staðar að af landinu, þar af um 40% úr Reykjavík. Söluaðilar bréfanna voru Kaupþing Norðurlands hf. og Kaupþing hf. hiá-Akureyri. Hinn fiórða október verður frumsýnt á Lrtia Sviði Borgarleikhússins verk eftir Hrafnhildi Hagalín Guð- mundsdóttur, „Ég er meistarinn". Hrafríhildur hætti fyrirvaralaust í grtamámi, sem hún haföl stundað í mörg ár, og snéri sér að bókmenntum og er þetta frumsmíð hinnar ungu skáldkonu fyrir svið. Leikritið ger- ist á stuttum tíma í lífi þriggja gítarieikara, ungs pars og meistara þeirra. Kjartan Ragnarsson leikstýrir verkinu en Pétur Jónasson gítaríeikari flytur tónlist Elva Ósk Ólafsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Þor- steinn Gunnarsson leika og er myndin tekin ffá æfingu á veridnu. Hlín Gunnarsdóttir gerir leikmynd og búninga. Tfmamynd:Ámi Bjama

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.