Tíminn - 11.10.1990, Síða 11

Tíminn - 11.10.1990, Síða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 11. október 1990 Fimmtudagur 11. október 1990 Tíminnl í síðustu viku kom hingað til lands borgarstjórinn í Palma á Mallorca, Francesc Obrador Moratinos, og dvaldi hér í nokkra daga ásamt aðstoðarmönn- um sínum. Hann hefur verið borgarstjóri í rúm sjö ár og nýtur mikilla vinsælda og var kosinn borgarstjóri í síðustu kosn- ingum með hreinum meirihluta at- kvæða. Hann er ekki einungis borgar- stjóri í Palma heldur öllum ferðamanna- stöðunum þar í kring, s.s. Palma Nova, Magalluf og Santa Ponsa. Strandlengjan er 52 kflómetrar og þar eru 25 baðstrend- ur. Á þessu svæði gæti öll íslenska þjóðin gist í einu á hótelum. Guðni Þórðarson ferðamálafrömuður sá um komu borgarstjórans til landsins og sagði hann að Francesc Obrador væri mjög vaxandi stjórnmálamaður á Spáni og hefur hann beitt sér fyrir að koma upp íþróttaaðstöðu og fyrir málefnum eldri borgara. Hann er einn af höfundum nýs kerfis á Spáni sem veitir öllum eldri borgurum Spánar vetrarorlof þar sem ríkið borgar fyrir þá helminginn af kostnaðinum við vetrarorlofsferðir. Um 300 þúsund eldri Spánverjar koma til Mallorca einmitt með tilstuðlan þessa kerfis. Blaðamanni Tímans gafst kostur á að ræða við borgarstjórann meðan á dvöl hans stóð. Aðspurður hvað hann væri að gera hér, sagði hann að hann væri hingað kominn til að kynnast aðstæðum hér á landi og sérstaklega í sambandi við þjón- ustu við eldri borgara. Meðal annars hefði hann talað við eldri borgara í Hafn- arfirði og skoðað endurhæfingarstöðina að Reykjalundi. Ástæðan fyrir því að þeir skoðuðu Reykjalund sé sú að til standi að byggja upp endurhæfingarstöðvar á Mallorca fyrir ferðafólk, t.d. fyrir hjartasjúklinga og aðra sem þurfa á endurhæfingu að halda. Þá gæti fólk bæði notið veðrátt- unnar og verið í endurhæfingu um leið. Nú sé t.d. 100 manna gigtarhópur frá ís- landi sem á hverjum degi er í sérstaklega upphitaðri innisundlaug. Hann sagði að þeir þyrftu að kynnast þörfum íslend- inga til að hafa eitthvað til að bjóða þeim upp á. Til þess hefði hann mætt á sam- komur eldri borgara í Hafnarfirði og í Reykjavík og sagði hann að fólkið þar hefði tekið mjög vel á móti honum. Eftir kynni sín af íslenskum eldri borgurum sé hann staðráðinn í því að reyna með einhverjum hætti að styrkja ferðir þeirra til Mallorca. Grænt gras, blóm og 17 gráöu meöalhiti á vetuma Ferðir fyrir eldri borgara eru aðallega hugsaðar sem vetrarferðir enda er hitinn ekki eins mikill á veturna og hentar þeim því betur. Upphaflega hafi ferða- mannaiðnaðurinn á Mallorca verið tengdur vetrinum vegna þess að veðrátt- an á þeim árstfma þar er sérstaklega mild og góð. Meðalhitinn er 16-17 gráð- ur og grasið er grænt, blómin í fullum Á myndinni oru lirá vinstri Pedro Prats, aðstoðarmaður borgarstjórans, Francesco Obradc Moratinos, borgarstjórí í Palma, og Guðni Þóröarson ferðamálafrömuður, en hann sá um térð borgarstjórans hingað. og hvaða þarfir þeir hafi. Þeir viti hvað yngri ferðamennirnir sem koma aðallega á sumrin vilja, þeir vilja fara á diskótek, baða sig í sólinni, hitta annað fólk og jafnvel fara í skoðunarferðir og á söfn. Hins vegar væri fólkið sem kemur á vet- urna öðruvísi. Það væri eldra og væri að leita að öðrum hlutum. Margir vilji kom- ast í líkamsrækt, bæði með skipulögðum æfingum og daglegum gönguferðum, sumir vilja hjóla o.s.frv. Krafan um heil- brigðisþjónustu hefur aukist meðal ferðamanna og er talsvert um það að læknar og hjúkrunarfólk fari með hóp- um og búast má við því að fólk fari í meira mæli að koma til Mallorca á vet- urna í endurhæfingu eftir veikindi eða annað slíkt. Margt frægt fólk kemur til að fá ró og næði Aðspurður hvort Mallorca hefði eitthvað að bjóða sem aðrir staðir gætu ekki boðið upp á, sagði Pedro Prats að Mallorca biði upp á vissa hefð í ferðamannaiðnaði. Þeir hafi starfað við þetta í fjölmörg ár og hafi því talsverða reynslu í að taka á móti ferða- mönnum. í öðru lagi væri Mallorca eyja og það heillaði marga. Þá gætu þeir boðið upp á öryggi þar sem löggæslan væri mjög góð og alvarleg vandamál væru mjög fátíð á Mallorca. Þá væri þar að finna leifar frá gamalli Miðjarðarhafsmenningu, s.s. frá Rómverjum, Grikkjum og aröbum. Margir heimsfrægir listamenn og rithöf- undar búa á Mallorca eða hafa búið þar, m.a. Robert Graves, Camilo José Cela, nóbelsskáldið sem m.a. skrifaði bókina Paskval Dvarte og hyski hans, hefur búið þar í mörg ár, og Mall- orca er annað heimili Brunos Kreisky, fyrrum kanslara Austurríkis. Kreisky er persónulegur vinur Juan Carlos Spánar- konungs en spænska konungsfjölskyldan dvelst mikið í höll sinni á Mallorca. Með- limir úr bresku konungsfiölskyldunni koma á hverju ári og svo mætti lengi telja. Pedro Prats sagði að ástæðan fyrir því að svo mikið af frægu fólki dveldi um lengri tíma á eyjunni væri sú staðreynd að íbúar Mallorca virði einkalíf þess og séu ekki sí- fellt að angra þetta fólk. Frægt fólk geti því mikið til gengið um óáreitt án þess að vera umkringt fólki. Þá væri þar mikið af menningarlegum viðburðum í hverri viku, málverkasýningar, hljómleikar, ballettsýningar og margt fleira. Mikið af málurum sækir til eyjunnar því hún er sannkölluð paradís fyrir málara, bæði fyr- ir litina í landslaginu og landslagið sjáíft. íslenskum listamönnum boðið að sýna í Palma Borgarstjórinn hefur ákveðið að bjóða íslenskum myndlistarmönnum að koma og sýna verk sín í ráðhúsinu sem nýlokið er við að byggja. Pedro Prats sagði að þar væri mjög fallegt gallerí, sem væri svipað á stærð og Kjarvalsstaðir, þar sem verkin myndu njóta sín vel. Þeir hefðu séð verk nokkurra íslenskra listamanna og þau væru mjög áhugaverð og sérstök, m.a. hefðu þeir séð verk eftir Eirík Smith í Hafnarfirði. Það ætti eftir að vinna að ýmsum formsatriðum og ná samningum við eitthvert flugfélag en vonandi væri hægt að láta af þessu verða einhvern tím- ann á næsta ári. Aðspurður hvort ferðamannastraumur- inn væri að minnka eða aukast, sagði Tfmamynd: Ami Bjama Francesc Obrador að fiöldi ferðamanna væri mjög stöðugur og síðustu ár hefðu komið um 6 milljónir ferðamanna til eyjunnar, þar af 25% þeirra til Palma eða þar í kring. Borgarstjórinn sagði að lokum að þeir væru mjög ánægðir yfir þeirri gestrisni og vinsemd sem íslendingar hefðu sýnt þeim. Landið hefði einnig heillað þá og hann myndi örugglega koma hér aftur ásamt vinum og fiölskyldu og skoða landið nánar því gönguferðir og útilegur væru eitt af hans aðaláhugamálum. —SE skrúða og möndlutrén blómstra frá því í janúar og fram í mars. Hann sagði að ferðamennirnir geri sér oft ekki grein fyrir því hvað landslagið á Mallorca sé fallegt þar sem þeir haldi sig mikið við ströndina og hótelin. Rétt fyrir utan Palma og ferðamannastaðina eru mörg Iítil þorp og þegar komið er inn i þau eru þau eins og annar heimur. Húsin eru 500 ára gömul, ólívutrén ennþá eldri, en þetta skoði mjög fáir ferðamenn. Þó gera sumir það en þá aðallega þeir sem koma á veturna. Þjóðverjar hafa t.d. mjög gam- an af því að ganga um dali og fiöll og fyr- ir þá sem gaman hafa af því að ganga er hægt að fá bók um gönguleiðir á Mall- orca. Þá er hægt að spila golf á þessu svæði á fiórum golfvöllum og venjulega er hægt að spila golf á skyrtunni þar sem hitinn er mjög gjarnan í kringum 20 gráður en geti þó auðveldlega farið upp í 25 gráður í sól yfir vetrartímann. Ferðamenn sem koma á sumrin ólíkir þeim sem koma á vetuma Aðspurður um það hvað gert væri til að byggja upp ferðamannaiðnaðinn sagði Pedro Prats, aðstoðarmaður borgarstjór- ans, að uppbyggingu væri nú að mestu lokið þó svo sífellt væri verið að leita leiða til að mæta kröfum ferðamanna. Nú væri mikið lagt í að viðhalda því sem byggt hafi verið upp. Borgarstjórinn hefði einnig staðið fyrir því að komið var á fót fiölnota íþróttasvæði með fótbolta- velli, tennisvöllum, sundlaugum, frjáls- íþróttavöllum o.s.frv. Þá væri verið að ljúka við annað slíkt svæði í Magalluf og Eftir Stefán Eiríksson yrði íslendingum boðið að notfæra sér það í framtíðinni. Þá hafa verið opnaðar skrifstofur um allt svæðið þar sem ferða- menn geta fengið upplýsingar um hvað- eina sem þá fysir að vita og núna geti þeir því boðið mun meira heldur en áður hafi verið og auðveldara sé fyrir fólk að nálgast upplýsingar. Borgarstjórinn sagði að aðalatvinnu- vegur þeirra á þessu svæði væri ferða- mannaiðnaður. Þar væru engar verk- smiðjur, landbúnaður mjög lítill og því væru ferðamenn þeirra lifibrauð. Þess vegna væri mikilvægt að heimsækja heimalönd ferðamannanna þó svo að þau séu eins lítil og ísland, þar sem þeir þurfi að vita hvaða kröfur ferðamennirnir gera lenskra eldri borgara til Mallorca Borgarstjórinn í Palma á Mallorca kannar þjónustu við eldri borgara hér á landi: Staðráðinn í að styrkja ferðir ís

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.