Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 18. október 1990 AÐ UTAN Konur í bandaríska hernum sjá hermönnun- um í víglín- unni fyrir birgöum og veröa þess vegna að fylgja þeim fast eftir ef þeir sækja inn á óvinasvæöi. Konur í bandaríska hernum í Saúdi- Arabíu gegna sömu störfum og karlar í bandarísku hersveitunum, sem eru í viðbragðsstöðu í Saúdi- Arabíu eru fjölmargar konur, margar þeirra ungar mæður. Þetta er í fyrsta sinn sem konum í bandaríska hernum eru falin störf í fremstu víglínu í stríðsátökum og sýnist sitt hverjum um þá þró- un mála. Bandaríski herínn er nú eingöngu skipaður sjálfboða- liðum og eftir 1973 hafa konur flykkst þar til starfa. Nú eru 230.000 konur þar undir vopnum og þær hljóta að gegna sömu skyldum, og njóta sömu réttinda, og starfsbræður þeirra. „Bandaríski herínn er eldd karíastofnun lengur“ Steve Carney, liðsforingi, hefur verið 23 ár í bandaríska hernum og barðist í Víetnam. Hann lítur vel út, er þægilegur í tali og kann auðsjáanlega vel að meta félags- skap kvenna. Ef svo væri ekki ætti hann við vandamál að stríða. Af 380 manna hersveit hans í Saúdi-Arabíu er næstum fjórðungurinn vopnaðar konur. Margar þeirra eru ungar mæður sem skildu börnin sín eft- ir heima þegar þær voru sendar til Mið- Austurlanda. „Bandaríski herinn er ekki karlastofnun lengur," segir Carney. „Ekki nema í víglín- unni.“ Hann gengur inn í tjald þar sem eru þrjár konur í her- mannabúningum, með hjálma á höfði. Þær deila tjaldinu með átta körlum, sofa á herbeddum í aðeins nokkurra sentimetra fjar- lægð frá beddum félaga þeirra og nota sömu hreinlætisað- stöðu. „Ég skal segja ykkur að það eru ekki nokkur vandræði," segir Carney aðspurður hvort ekki væri líklegt að stofnað yrði til ástarsambanda í eyðimörk Arab- íuskaga. „Karl- og kvenhermenn- irnir hegða sér eins og til er ætl- ast. Þetta er atvinnufólk í sam- skiptum og gerir sér grein fyrir hvar mörkin eru. Allan þann tíma sem ég hef gegnt herþjón- ustu hefur ekkert slíkt komið upp á nema einu sinni til tvisv- ar.“ Reglur hersins leyfa stefnumót kynjanna, en aðeins með karli og konu af sömu tign og frá mis- munandi deildum. „Herinn eins og ein stór og hamingjusöm fjölskylda“ „Herinn er eins og ein stór og hamingjusöm fjölskylda," segir óbreyttur hermaður, kona frá Missouri. Engu að síður er nýbúið að senda tvær komur heim á leið eftir að upp komst að þær hefðu fengið 1000 dollara fyrir að selja blíðu sína. í afskekktum búðum í eyðimörkinni nota karlarnir næt- ursjónauka til að njósna um kon- ur í steypibaði eftir að dimmir. Eyðimörkin, þar sem konurnar eru niðurkomnar, er hér um bil eins fráhrindandi og hugsast get- ur. Að deginum er vítishiti. En á næturnar er svo kalt að svefnpok- arnir verða þvalir af kuldanum. Tuttugu manns hafa orðið fyrir snáka- eða sporðdrekabiti á örfá- um vikum. Flytja varð einn hermann til Þýskalands með flugi eftir að hann hafði orðið fyrir höggorms- biti. En Carney liðsforingi hefur það fyrir tómstundagaman að safna snákum og lætur nærveru þeirra ekki hræða sig. Aðrir segj- ast einfaldlega kremja þá undir fótum sér. Hins vegar Svarar Michelle Thompson, liðþjálfi frá Michigan, því til þegar hún er spurð hvort hún sé hræddari við snáka, sporðdreka eða köngulær, að hún sé jafnhrædd við öll þessi kvikindi. Konurnar reyna að líta sem hermannlegast út Michelle notar engan andlits- farða og hefur látið snoðklippa sig til að gera tilraun til að líta sem hermannlegast út. Hún seg- ist vera góð skytta, svo framar- lega sem hún er með gleraugun á nefinu. En eftir að hún er búin að dveljast í heilan mánuð í eyði- mörkinni hafa óblíðar aðstæð- urnar slegið á hrifningu hennar af að hafa verið send til Saúdi-Ar- abíu. Umfram allt hefur hún áhyggjur af Shanel, þriggja ára dóttur frá fyrra hjónabandi, sem hún varð að skilja eftir heima, og kærastan- um sínum í hernum, ef stríð brýst út. Michelle gekk í herinn fyrir sex árum, þegar hún var tvítug, „til að gera eitthvað annað", eins og hún orðar það. Fram að þeim tíma hafði hún unnið í fatahreins- un. En nú fær hún tár í augun þegar hún virðir af sér mynd af Shanel og veltir fyrir sér hvort hún hafi valið rétt lífsstarf. Konumar gegna sömu skyldum og karlamir Konurnar í bandaríska hernum í Saúdi-Arabíu gegna sömu skyld- um og karlarnir. Þær bregða hnífi á barka óvinarins, bera hlaðna M- 16 riffla, hafa hjálma á höfði, fylla sandpoka, aka trukkum, flytja vatn og starfa við fjarskipti. Her- deildin hennar Michelle er á norð- lægasta svæðinu þar sem banda- rískar hersveitir er að finna í Saúdi-Arabíu, í 100 mílna fjar- lægð frá kúvæsku landamærun- um, og skriðdrekar á hennar veg- um verða í fararbroddi ef ráðist verður til atlögu gegn hernáms- liði íraka í Kúvæt. Konur hafa að vísu gegnt her- þjónustu í öllum meiriháttar átökum sem Bandaríkjamenn hafa átt þátt í á þessari öld, en aldrei fyrr hefur þátttaka þeirra verið ámóta áberandi eða eins áhættusöm og nú í „Operation Desert Shield". Bandarísk lög banna þátttöku kvenna í beinum bardögum, en í nýtísku hernaði er línan milli þjónustu í bardaga og ekki bardaga ákaflega óljós. Ef kemur til átaka verða stuðn- ingssveitirnar að baki framsveit- anna skotmark loft- og eldflauga- árása íraka, og þá fer ekki hjá því að konur falli í valinn. Verkefni herdeildar Michelle er að flytja birgðir til bardagasveitanna í víg- línunni og konurnar verða óhjá- kvæmilega að fylgja hersveitum eftir í sókn inn á óvinasvæði. 5% fallinna konur? Sumir álíta að konur verði 5% fallinna. Vissulega hafa konur í bandaríska hernum áður látið líf- ið í stríðsátökum, aðallega hjúkr- unarkonur, en aðeins í litlum mæli. Líkurnar til þess að mann- fall verði mikið komi til styrjaldar við Persaflóa leiðir til þess að spurning vaknar um hvort banda- rískur almenningur sé undir það búinn að fá lík ungra mæðra, í þjónustu hersins, send heim í plastpokum. Skoðanir virðast skiptar meðal hermannanna í eyðimörkinni, af báðum kynjum. Carney liðsfor- ingi segir erfitt að svara henni. Hann hikar líka þegar spurningin berst að því hvort hann vilji hafa konur nærri í orrustu. „Ég er al- veg viss um að þær eru færar um að gera það sem þær hafa verið þjálfaðar til. En auðvitað hef ég aldrei áður verið í bardaga með stúlkum." Fjölmargar kvennanna viður- kenna að þær hafi áhyggjur af því að þegar út í bardagann komi kunni þær að verða frekar til þess að halda aftur af körlunum en þeim til hvatningar. Sumir karl- arnir segja að sú eðlisávísun karl- mannsins að halda verndarhendi yfir konunum í hersveitinni gæti dregið úr styrk hans sem bardaga- manns. „Þar sem við erum öll í hernum erum við álitin jafningj- ar, en ég er ekki viss um að við ættum að vera hérna,“ segir óbreyttur hermaður, kona frá Al- abama. „Ég lofaði foreldram hennar að passa hana hérna“ Michelle Komo er tvítug, frá Missouri. Hún er óbreyttur her- maður. Það er líka Saul Urdiales, sem vinnur með henni á viðgerð- arverkstæði fyrir skriðdreka. Hann fer ekkert í felur með að hann líti á það skyldu sína að vernda hana. „Þegar við tökum okkur eitthvað fyrir hendur, ger- um við það saman. Ég verð að halda henni á lífi. Ég lofaði for- eldrum hennar að ég myndi passa hana hérna,“ segir hann. Hins vegar segir hann litlar líkur á ást- arævintýrum í eyðimörkinni. „Við getum ekki farið á neinn róman- tískan stað,“ segir hann. Það var á árinu 1973 sem konur fóru að streyma í bandaríska her- inn, en þá var hætt að kalla menn til herþjónustu eftir að farið var að draga saman seglin í Víetnam. Síðan er bandaríski herinn skip- aður sjálfboðaliðum. Hershöfð- ingjarnir brugðust við þrýstingi frá stjórnmálamönnum um að fara með herinn sem fyrirtæki sem byði öllum jöfn tækifæri, og stofnuðu til æ fleiri starfa í her- þjónustu fyrir konur. Nú eru næstum 230.000 konur undir vopnum, eða 11% heraflans. Þátttaka í bardaga gerír konur að algerum jafn- ingjum karlanna í hemum Hins vegar hafa Bandaríkjamenn ekki gengið eins langt og Hol- lendingar, Kanadamenn, Belgir og Norðmenn, sem einir vest- rænna þjóða stilla konum fram í víglínuna ekkert síður en bræðr- um þeirra. Bandaríkjamenn full- yrða að þeir fari ekki að því for- dæmi. Hvernig sem það má vera gegna konur þegar svo mörgum hættulegum störfum í hernum að það er ómö^ulegt að leggja í stór- sókn gegn Irak án þeirra. Þátttaka í bardaga er eini þrösk- uldurinn sem konur í bandaríska hernum eiga eftir að stíga yfir, og hvort sem almenningi líkar það betur eða verr, er ekki annað að sjá en að Persaflóadeilan veiti þeim tækifæri til að komast yfir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.