Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 18. október 1990 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, um húsnæðismálin: Alveg Ijóst að auka þarf framlag rfldsins Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa verið harðorðir um niður- stöðu flokksþings Alþýðuflokksins í húsnæðismálum þar sem gert er ráð fyrir að auka þurfi framlög til húsnæðiskerfísins. Ólaf- ur Ragnar Grímsson hefur sagt að sættir Jóhönnu Sigurðardótt- ur og Jóns Baldvins Hannibalssonar væru dýrasti koss íslands- sögunnar. Jón Baldvin Hannibalsson vildi ekki tjá sig um neinar upphæðir í þessu sambandi en sagði að málið værí nú í höndum forsætisráðherra. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Tímann að þetta mál væri nú á hans borði og hann hefði rætt þetta við fjármálaráðherra og formann Alþýðuflokksins. Hins vegar væri ýmislegt í þessu máli sem ekki væri alveg Ijóst. Hann vilji t.d. fá að sjá frá Húsnæðisstofnun nokkuð ítarlega úttekt á fram- kvæmdunum í félagslegu íbúðun- um. Að vísu liggi fyrir álit nefndar þar sem talað er um að þörfin sé 1000 íbúðir á ári. Nú væri verið að byggja töluvert mikið og hann vilji fá að sjá mat þeirra á því hver þörf- in væri. í öðru lagi sé gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir leggi eitt- hvað til þessara mála og það sé afar eðlilegt því þetta væru nú lífeyris- sjóðir þess fólks sem ekki síst hefur þörf fyrir félagslegar íbúðir. Það þurfi að athuga og kanna hvort ekki sé hægt að fá eitthvað meira úr líf- eyrissjóðunum. „Ég held að það sé aíveg ljóst að það þarf að auka fram- lag úr ríkissjóði, sérstaklega í bygg- ingarsjóð verkamanna," sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að framlög til húsnæðismála kæmu til með að breytast í meðferð þingsins en hann væri ekki tilbúinn til að nefna neina upphæð í því sambandi. Aðspurður sagði Steingrímur að það væri vitanlega slæmt að upp kæmu svona deilur þegar búið væri að ganga frá fjárlagafrumvarpinu og þær beri að forðast. Hins vegar hafi húsnæðismálin síðan hann muni eftir sér verið einhver erfið- ustu málin í undirbúningi fjárlaga- frumvarpsins þó að það hafi nú aldrei gengið eins langt og nú. Svavar Gestsson hefur látið að því liggja að nauðsynlegt væri að taka fjárlögin upp í heild sinni ef um miklar breytingar á framlögum til húsnæðismála væri að ræða. Stein- Steingrímur Hermannsson forsætísráðherra. grímur Hermannsson sagði að allir ráðherrar hefðu orðið að sætta sig við miklu minna fé en þeir báðu um, m.a. Svavar Gestsson í sam- bandi við LÍN og menntakerfið í heild sinni og ekki síður Guðmund- ur Bjarnason heilbrigðisráðherra í sambandi við hið risavaxna heil- brigðiskerfi. Svo það væri von að Svavar út af fyrir sig kvarti. Stein- grímur sagðist halda að málin muni leysast án þess að fjárlögin öll verði tekin upp. Aðspurður hvort hann væri ósátt- ur við fjárlagafrumvarpið, sagði Steingrímur að svo væri alls ekki. Hann hefði samþykkt það en hann hefði viljað fá meira í byggðastofn- un og atvinnutryggingarsjóð en hann verði vitanlega eins og aðrir að sætta sig við heildarniðurstöð- una. —SE Leikfélag Akureyrar: Benni, Gúddi og Manni á fjalirnar Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að framundan sé þriðja stóra skattkerfisbreytingin: ÓBREYTTAR SKATTTEKJUR Leikstjórí, leikendur og starfsmenn sem þátt taka í sýningu ungmennafélagsins íslendings á Síldin kemur og síldin fer. Leiksýning að Brún í Bæjarsveit: Sfldin kemur og síldin fer Ungmennafélagið íslendingur í Andakíl og Skorradal æfir þessa dagana stíft í félagsheimilinu að Brún í Bæj- arsveit söngleikinn Sfidin kemur og sfidin fer, undir leikstjóm Ingunnar Jensdóttur. Söngleikurinn er eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur. Frumsýning verður föstudaginn 26. október nk. í Brún. Sfidin kemur og sfidin fer er gamansöngleikur og sögusviðið er sjávarþorpið Fagrifjörður þegar sfidaræv- intýrið stóð sem hæst. Fjallað er á gamansaman hátt um lífið á sfldarplaninu og fólkið sem þar vinnur. f sýningunni taka þátt 23 leikendur og þrír hljóðfæra- leikarar. Auk þeirra vinna um 15 manns við sýninguna, sem er ein sú viðamesta sem ungmennafélagið íslend- ingur hefur hleypt af stokkunum. „Leikrítið um Benna, Gúdda og Manna“ heitir nýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar föstudaginn 19. október. Leikrítið er eftir Akureyrínginn Jó- hann Ævar Jakobsson, og er þetta fyrsta leikrit höfundar. Leikritið er létt og spennandi, en með alvarlegum undirtóni, og fjallar um þrjá góða karla sem reynt hafa sárar raunir og lent utangarðs í þjóð- félaginu. Benni og Gúddi eru vinir sem búa í skúr á öskuhaugunum, Heimsmeistara- einvígið í skák: Mikill hasar í 3.skákinni Þriðju einvígisskák Kasparovs og Karpovs lauk á þríðjudags- kvöld með jafntefli. Skákin var mjög fjörug. Hér á eftir verður 3. einvígisskák- in rakin mönnum til skemmtunar. Karpov stýrði hvítu mönnunum en Kasparov þeim svörtu: 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. RÍ3 - 0-0 6. Be2 - e5 7. Be3 - De7 8. dxe5 - dxe5 9. Rd5 - Dd8 10. Bc5 - Rxe4 11. Be7 - Dd7 12. BxiB - Kxf8 13. Dc2 - Rc5 14. Hdl - Rc6 15. 0-0 - Re6 16. Rb6 - axb4 17. Hxd7- Bxd7 18. Dd2 - Be8 19. b3 - e4 20. Rel - f5 21. Bdl - Re5 22. Rc2 - Hxa2 23. Dd5 - Ke7 24. Rb4 - c6 25. Dxe7+ - Kxe6 26. Rxa2 - Rf7 27. Be2 - Rd6 28. Rb4 - Bc3 29. Rc2 - f4 30. Hdl - h5 31. f3 - e3 32. g3 - g5 33. Bd3 - h4 34. Khl - c5 35. Ke2 - b5 36. cxb5 -Rxb5 37. Bc4+ - Ke7 38. Hd5 - Bf6 39. Hxc5 - Rc3+ 40. Kfl - Bg6 41. Rel f þessari stöðu fór skákin í bið. Framhaldið varð hins vegar þannig: 41. - Kd6 42. Ha5 - fxg3 43. hxg3 - hxg3 44. Rg2- b5 45. Ha6+ - Ke7 46. Ha7+ - Ke8 47. Ha8+ - Bd8 48. Rx3 - bxc4 49. Rxc4 - g4 50. Kg2 - Re2 51. Re5 - gxf3+ 52. Kxf3 - g2 53. Hxd8+ og hér var samið jafnt- efli. Kasparov hefur forystu í einvíginu þegar tefidar hafa verið þrjár skákir. Kasparov sigraöi i 2. einvfgisskák- inni en sú 1. endaði með jafntefii. Fjórða elnvígisskákln hófst í gær- kvöldi en þar stýrir Kasparov hvitu mönnunum. khg. harðir karlar, breyskir en skemmti- legir, og lögmál þeirra eru mjög mis- kunnariaus. Þeir hafa báðir hrasað á vegi dyggðarinnar og búa við sér- kennilegt böl. Benni er með skeifu undan hesti á floti í hausnum, og Gúddi fláði af sér hálft andlitið í nautshúðarsköfu í verksmiðju á Ak- ureyri. í byrjun leiks kemur óvænt til þeirra þriðji ógæfumaðurinn sem á ekki síður skrautlega fortíð. Sá heitir Manni og flyst hann til þeirra í skúr- inn. Þá gerast óvæntir atburðir sem enginn fær neitt við ráðið. Þeir þre- menningar drekka talsvert og kannski má segja að enginn þeirra sé alveg heill á geðsmunum. Leikritið lýsir lífi þeirra þremenninganna í nokkurn tíma. Allir eru þeir að leita að ákveðnum hlutum, og líf þeirra beinist að því. Leikstjóri er Sunna Borg, leikmynd gerir Hailmundur Kristinsson og lýs- ingu hannar Ingvar Björnsson. Leik- endur eru fjórir. Utangarðsmennina þrjá leika þeir Þráinn Karlsson, Gest- ur Einar Jónasson og Hannes Örn Blandon, en einnig fer Jón Stefán Kristjánsson með hlutverk í sýning- unni. Sem áður sagði er þetta fyrsta leik- rit Jóns Ævars Jakobssonar, en áður hefur hann sent frá sér barnabókina ,Afi sjóari", árið 1986. hiá-akureyri. .jviarkmið þessa fjárlagafrumvarps er að skatttekjur ríkisins verði óbreyttar. Það er hins vegar verið að breyta samsetningu þeirra og sú breytta samsetning getur þýtt að á einum stað komi fram aukning, en á öðrum komi fram minnkun,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra en frumvarpið hefur verið gagnrýnt fyrir að í því séu lagðir á auknir skattar á fyrirtæki. Ólafur sagði framundan vera þriðju stóru skattkerfisbreytinguna. Mjög vel hafi gengið að koma á fyrstu tveimur áföngunum, þ.e. stað- greiðslukerfi skatta og virðisauka- skattinum. „Um þetta leyti í fyrra stóðu á mér öll spjót að fresta upp- töku virðisaukaskattsins. Sjálfstæðis- flokkurinn og margir hagsmunaaðil- ar öskruðu á mig og kröfðust að upp- töku virðisaukaskattsins yrði frestað vegna þess að málið væri svo illa und- irbúið. Nú blasir reynslan við, þessi breyting hefur gengið ótrúlega vel fyrir sig. í þriðja áfanganum er stefnt að því að umbreyta skattlagningu atvinnu- lífs og fyrirtækja á íslandi til að styrkja alþjóðlega samkeppnisstöðu íslenskra atvinnuvega og bæta þar með hagsæld í landinu og auka hag- vöxt. í þessu sambandi er nauðsyn- legt að taka mið af þeim megin- straumum í skattlagningu atvinnu- lífsins í okkar helstu samkeppnis- löndum. Jafnhliða þarf að eyða mis- mun sem hefur verið í skattlagningu milli atvinnugreina hér innanlands.“ í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tekið verði upp eitt tryggingaiðgjald í tveimur þrepum, sem komi í stað margra launatengdra gjalda, mis- hárra milli atvinnugreina. Ólafur sagði að eftir að búið væri að sam- þykkja þessa breytingu yrði hafist handa við að breyta skattlagningu ríkis og fyrirtækja í takt við það sem gerist í öðrum löndum. Óhjákvæmi- legt væri t.d. að fella niður aðstöðu- gjaldið. Þá sagði Ólafur að taka yrði tekjuskattskerfi fyrirtækjanna til endurskoðunar með það að mark- miði að fækka undanþágum og frá- dráttarliðum. Hugsanlega yrði skatt- prósentan lægri, en jafnframt sam- ræmd yfir alltkerfið. Ólafur Ragnar sagði að á næstunni yrðu þessi frumvörp um breytingar á skattlagningu fyrirtækja lögð fram. Hann sagði að menn yrðu að skoða þessar breytingar í heild áður en menn færu að kveða upp dóm um þær. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.