Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 20
SA L ÍBY SAMVINNUBANKINN I BYGGÐUM LANDSINS íliÆNDATKYGGING! íípl' _*• sjó\á' W WÉMm, ALMENNAR AIIGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarfiusinu v Tryggvagotu. S 28822 Tíniinn FIMMTUDAGUR18. OKTÓBER1990 Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sfml 91-674000 Formenn þingflokkanna hafa skipað nefnd, sem kanna möguleika á róttækri breytingu á Alþingi. Guðrún Helgadóttir þingforseti: Ein málstofa myndi mjög efla Alþingi Forsetar Alþingis hafa farið þess á leit við formenn þingflokk- anna, að kannaðir verði möguleikar á því að afnema skiptingu þingsins í efri og neðri deild, og sameina þær í eina málstofu. Þetta kom fram hjá Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs Al- þingis, í umræðum á Alþingi í vikunni. Formenn þingflokkanna hafa þegar komið saman og skipað nefnd til að fjalla um þessi mál og er Ólafur G. Einarsson, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, formaður hennar. uðu þingi og nægir þar að nefna, að þar er þriðja félagsmálanefnd- „Þetta er ekki ný hugmynd," sagði Guðrún Helgadóttir í samtali við Tímann í gær. „Ég held að flestum sé orðið Ijóst, að það myndi styrkja þingið mjög. Nefndum myndi fækka, en þær yrðu jafnframt virk- ari." í hvorri deild eru 9 máiefna- deildir og með breyttri skipan yrðu þær jafn margar í einni málstofú. „Síðan eru fimm nefndir í Samein- in. Guðrún var spurð um hvort hætta væri á, með þessum breytingum, að þingleg meðferð mála yrði ekki eins vandvirk og áður. „Ég vil bara minna á að í flestum þjóðþingum er um eina deild að ræða. Ég held að mál myndu ekkert síður fá vandaða meðferð í þremur umræð- um eins og í sex.“ Hún benti enn- fremur á, að sú hætta væri nú þeg- ar fyrir hendi, að komið gæti fyrir að síðari nefnd gefist ekki tími til að vinna málið eins og skyldi, þannig að vinnan komi hvort sem er að mestu leyti í hlut fyrri deild- ar. „Ég held reyndar að það gæti orðið miklu markvissari vinna, ef málið væri afgreitt í einni nefnd í stað tveggja." Guðrún taldi þessa breytingu ekki síður skipta starfsmenn máli en þingmenn og að meirihluti þing- manna teldi tíma til kominn að sameina þingið í eina deild. „Ég minni á, að um þetta mál hefur for- maður Sjálfstæðisflokksins ritað blaðagrein og Páll Pétursson, for- maður þingflokks framsóknar- manna, flutt frumvarp, sem ég og Árni Gunnarsson, forseti Neðri deildar, vorum meðflutningsmenn að. Þá héldum við forsetar þingsins fund með formönnum þingflokka og menn voru almennt þeirrar skoðunar, að það væri svo sannar- lega ástæða til að kanna hvort meirihluti gæti reynst fyrir þessu." Guðrún vildi leggja áherslu á, að slík breyting yrði ekki gerð nema með samþykki mikils meirihluta Alþingis, enda væri ekki um neitt flokkspólitískt mál að ræða. Guð- rún sagði slíkar hugmyndir hafa skotið upp kollinum allar götur frá því að hún settist á þing. „Ég held hins vegar að þessari skoðun hafi vaxið fylgi á síðustu árum. Ég hefði t.d. verið á móti þessu fyrir 10 ár- um, en ég hef einfaldlega skipt um skoðun. Þetta yrði einungis til að treysta þingið." Til að slíkar breytingar nái fram að ganga, þarf að gera breytingar á stjómarskránni. Það þýðir að tvö þing verða að samþykkja breyting- una og kosningar vera í milli. Þess vegna telur Guðrún tímabært að vinna að breytingunum núna, þar sem kosningar eru í vor. „Það myndi því vera hentugt ef sam- komulag næðist á þessu þingi og það er von okkar forseta þingsins að niðurstaða fáist fyrir þinglok." -hs. Sinfóníuhljómsveit Islands: Fyrstu tónleikar á nýju starfsári Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í vetur í rauðri tón- leikaröð verða í Háskólabíó í kvöld og hefjast klukkan 20.00. Einleik- ari verður Erling Blöndal Bengts- son sellóleikari og hljómsveitar- stjóri Petri Sakari, aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Á efnisskránni verða þrjú verk: Tri- fónía eftir Þorkel Sigurbjörnsson og er þetta frumflutningur verksins, Sellókonsert eftir Camille Saint- Saéns og að lokum Sinfónía nr. 2 eftir Sergei Rachmaninov. Þorkell lauk við samningu Trifóníu í sumar, en verkið hefur verið í smíðum meira og minna í 5-6 ár. Það tekur 20 mínútur í flutningi í einum þætti. Sellókonsert Saint- Saéns nr. 1 í a-moll er næstum 120 ára gömul tónsmíð, en alltaf jafn- vinsæl. Rachmaninov samdi Sinfón- íu nr. 2 í Dresden í Þýskalandi 1908, þar sem hann bjó um skeið, eftir að hafa horfið frá störfum sem hljóm- sveitarstjóri Keisaralega stórleik- hússins í Pétursborg. Erling Blöndal Bengtsson sellóleik- ari er íslenskum tónlistaráhuga- mönnum vel kunnur. Hann er af ís- lensku og dönsku bergi brotinn, fæddur í Kaupmannahöfn 1932. Hann hóf barnungur að læra á selló og stundaði nám í Curtis Institute of Music í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og hefur starfað sem kennari við þá stofnun og svo við konunglega tón- listarskólann í Kaupmannahöfn, Tónlistarskóla sænska útvarpsins og Tónlistarskólann í Köln. Hann er nú prófessor við Tónlistarskóla Michig- anháskóla í Bandaríkjunum. Um leið er hann eftirsóttur einleikari víða um lönd og nýtur um þessar mundir meiri frægðar en aðrir nor- rænir tónlistarmenn. khg Árekstur yfirLaxá Tveir bflar lentu í árekstri á brúnni yfir Laxá í Aðaldal við Hólmavað um þrjúleytið í gær. Ekki urðu slys á fólki, en bflamir eru báðir taldir ónýtir. Að sögn lögreglunnar á Húsavík ábrúnni í Aðaldal myndar þessi brú blindhæð, þar sem brekka er uppá hana báðum megin, og virtust bílstjórar bílanna ekki hafa séð hvorn annan fyrr en um seinan og lent í árekstri á miðri brúnni. —SE Norræn ráðstefna um umhverfismenntun haldin á íslandi næsta sumar: Sérstök umhverfis- kennsla að hefjast Þau undírbúa fyrirhugaða umhverflsráðstefnu á Islandi fýrír hönd fjögurra ráðuneyta: Frá vinstrí Síguriín Sveinbjamardóttir verkefnis- stjóri, Elín Pálmadóttirtilnefnd af félagsmálaráðuneyti, ÞorvatdurÖm Ámason menntamálaráðuneyti, formaður undirfoúningsnefndar, Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Gestur Ólafsson tilnefndur af umhverfisráðuneyti og Júlíus Sólnes umhverfisráðherra. Norræn ráðstefna um umhverfls- menntun verður haldin í Reykja- vík dagana 12.-14. júní 1991. Að- almarkmið ráðstefnunnar er efla umhverfísmenntun á Norðurlönd- um, þannig að auðllndir og um- hverfi jarðar verði nýtt á skynsam- legan hátt og að fólk lærí að njóta óspilltrar náttúru og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Slík kennsia er raunar þegar hafln hér á landi í nokkrum grunnskólanna. Á áttunda áratugnum stóðu Norðurlöndln fyrir sameiginlegu átaki ti! efla umhverfisfræðslu. í framhaldi af því var ákveðið að efna til ráðstefnu annað hvert ár tii skiptis á Norðuriöndum. Rflds- stjóm íslands hefur ákveðið að flmmta ráðstefnan verði á íslandi nú næsta ár. Gert er ráð iyrir að a.m.k. 700 ráðstefnugestir, þar af 500 erlend- ir, sæki ráðstefnuna. Að auki verða á að giska 100 manns, flest- ir íslendingar, sem hafa sérstöku hlutverki að gegna sem fyrírlesar- ar, hópstjórar, listflytjendur, starfsmenn sýningar o.fl. Stefnt er að því að tengja ráðstefnuna endurmenntun kennara og e.t.v. fieirí starfsstétta á íslandi, í sam- vinnu við Kennaraháskólann og Háskóla ísiands. Til greina kemur að meta ráðstefnuna sjálfa sem fullgiida endurmenntun og e.t.v. yrði boðið upp á 1-2 daga nám- skeið til viðbótar í tengslum við ráðstefnuna. Timamynd; Ámi Bjama. Sýning í tengsium við ráðstefn- una verður öllum opin, en þátt- töku í ráðstefnunni þarf að skrá með íyrirvara og greiða þátttöku- gjald. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.