Tíminn - 08.12.1990, Page 16

Tíminn - 08.12.1990, Page 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnartiusinu v Tryggvogotu, _____S 28822 riNISSAN Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sœvartiöfða 2 Sími 91-674000 I iniinn LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1990 Fyrra bindi ævisögu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, „Fram fyrir skjöldu“ kom út í gær: HRAUSTUR FORINGIOG TRÚR TIL GÓDRA VERKA í gær kom út bókin „Fram fyrir skjöldu“, ævisaga Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, og var hún kynnt blaða og frétta- mönnum á heimili sonar Hermanns, Steingríms Hermannsonar forsætisráðherra. Bókin er rituð af Indriða G. Þorsteinssyni rit- höfundi og ritstjóra. Steingrímur Hermannsson og Pálína Hermannsdóttir, böm Hermanns Jónassonar ásamt Indríöa G. Þorsteinssyni, höfúndi bókarínnar „Fram fýrir skjöldu". Tfmamynd: Pjetur „Fram fyrir skjöldu" er fyrra bindi ævisögu Hermanns og nær frá 1896-1939. Árið 1939 urðu þáttaskil í stjórnmálalífi þessa for- ingja Framsóknarflokksins, en þá var Þjóðstjórnin mynduð. Sú stjórn sat að völdum undir forustu hans þegar Þjóðverjar leituðu eftir aðstöðu hér á landi og Bretar her- námu ísland. Hermann var lög- reglustjóri í Reykjavík þegar lá nærri að byltingarástand ríkti í bænum. Síðan var hann kosinn í bæjarstjórn, þar sem hann lét sér annt um hag verkamanna. í kosn- ingunum 1934 vann hann sigur í Strandasýslu á fyrrum formanni framsóknarmanna, og varð for- sætisráðherra í „stjórn hinna vinnandi stétta“. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir að í þessari bók segi frá vandamálum, sem Hermann varð að fást við bæði sem lögreglustjóri og forsætisráðherra. Á langri stjórnartíð brást honum aldrei þrek eða drengskapur til að halda fram málum sem hann vissi að þjóðinni voru til góðs. Hann gekk fram fyrir skjöldu á erfiðum tím- um og vann sér ástsæld þjóðar sem var að byrja að rétta úr kútn- um. Hún sá í honum hinn hrausta foringja og trúði honum til góðra verka. Steingrímur Hermannsson, son- ur Hermanns, sagði að faðir sinn hefði meðan hann lifði hvorki vilj- að sjálfur skrifa ævisögu sína né láta skrifa hana sjálfur. „Hann sagði nú stundum að úr því yrði lítið annað en karlagrobb. Þessi tími, sem þarna er fjallað um, er mjög viðburðaríkur í okkar sögu og illt ef ýmislegt gleymist og því var það okkar mat að tímabært væri að skrifa ævisögu hans. Hann átti stóran þátt í mótun þessa þjóðfélags á sínum starfsárum og það væri leiðinlegt ef hans þáttur myndi gleymast." Áðspurður hvort Hermann væri frábrugðin stjórnmálamönnum eins og þeir eru í dag sagði Stein- grímur að erfitt væri að gera slík- an samanburð en tvímælalaust væri tíminn annar. „Hann er vit- anlega, eins og stundum er sagt, barn síns tíma og tekur á málun- um eins og þau blöstu þá við. Það hefur orðið svo mikil bylting í þjóðlífinu öllu að það verður varia borið saman. Þarna er barist við hungur, þarna er fátæk þjóð að berjast upp úr fátæktinni. Þetta er á þeim árum þegar atvinnuleysi var mjög mikið. Á þeim árum, sem hann kemur fyrst inn í stjórnmál, er varla til akfær vegur um Iandið. Það er ótrúlegt að sjá þegar menn bera þennan tíma saman við nú- tíðina hvað mikið hefur unnist og vonandi til góðs.“ Aðspurður hvort það væru aðrar manngerðir, sem færu út í stjórn- mál í dag heldur en á fyrri hluta aldarinnar, sagði Steingrímur að svo væri að sumu leyti. Meira væri um það nú sem mætti kalla at- vinnustjórnmálamenn, þ.e. menn sem hefðu margir hverjir mennt- að sig m.a. í þeim tilgangi að gera stjórnmál að sínu ævistarfi. „Fyrr á öldinni voru mun færri sem gengu menntaveginn og átökin voru miklu harðari heldur en þau eru nú. Línurnar voru skarpari, en ég held þó að bæði þá og nú fari flestir í stjórnmál vegna lifandi áhuga á þjóðmálum og þróun þessa þjóðfélags", sagði Stein- grímur. Indriði G. Þorsteinsson höfundur bókarinnar sagði að hann hefði verið ungur og nýbyrjaður í blaða- mennsku þegar hann kynntist Hermanni persónulega. „Ég er fæddur og uppalinn Skagfirðingur og þekkti til hans úr héraði af frá- sögnum manna. Mér hefúr alltaf fundist Hermann Jónasson vera einn af þeim fáu mönnum sem að þorðu að vera til og taka á hlutun- um. Hann var ungur þekktur fyrir að taka á hlutum og sigrast á erfið- leikum margvíslegum. Heimilið á Syðri-Brekkum ól þetta kannski upp í systkinunum, og seinna meir koma veganestið þaðan hon- um mjög til góða, þegar hann varð að glíma við stórfelld vandamál í þjóðfélaginu. Þegar ég kynntist honum þá var hann farinn að eld- ast en alltaf þessi sama drengilega karlmennska sem skein af honum og sem maður kannaðist svo vel við af sögusögnum af honum. Ég féllst á það á sínum tíma að skrifa ævisögu hans. Það hefur verið nokkrum erfiðleikum bundið vegna þess að bæði er ekki mikið persónulegt sem liggur eftir Her- mann og þar að auki hefur mikið verið skrifað um þetta tímabil. Mitt vandamál snerist því mest um það að finna hina persónulegu línu Hermanns og skrifað ævi- sögu, sem ekki byggir nema að sáralitlu leyti á því sem áður hefur verið sagt í því ritmáli sem þegar er komið út, m.a. í sögu flokksins og sögu Eysteins Jónssonar. Ég vona að það hafi tekist að finna þessa línu enda á Hermann það skilið, hann er það sérstæður og einstæður persónuleiki í íslenskri pólitík á miklum erfiðleikatímum í þjóðfélaginu að það lá í hlutarins eðli að það yrði að skrifa ævisögu hans út frá honum sjálfum fyrst og fremst án mikils stuðnings við það sem áður hefur verið skrifað". —SE 15 dagar til jóla Jólasveinarnir fara senn að tínast til byggða og í tilefni þess efnir Landsbókasafnið til sýningar á frummyndum Tryggva Magnús- sonar við kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Sýningin verður í anddyri Safna- hússins við Hverfisgötu á opnunar- tíma safnsins og stendur fram á þrettándann. —sá Jólatré borga kvikmynd Jólin nálgast óðfiuga. Eitt af því sem er ómissandi yflr jólin eru jólatré sem sett eru upp á næstum hverju einasta heimili í landinu og skreytt mynduglega. Magnús Guðmundsson kvikmyndagerða- maður er einn af þeim, sem býður landsmönnum jólatré til sölu, en hann hefur flutt inn jólatré frá Danmörku í mörg ár. Magnús var einmitt að taka á móti jólatijám niðri á höfn í gær en hann byrjar að selja jólatré í dag fyrir utan Miklagarð. Hægt verður að fá jólatré hjá Magnúsi af öllum stærðum og gerðum en hann fer út á hverju sumri til að velja úr tré sem honum lýst best á og eru fallegust. Þau eru því þétt og góð en ekki gisin eins og stundum vill brenna við. Trén eru síðan send Magnúsi hingað heim í desember. Jólatrén, sem Magnús býður upp á, eru af gerðinni Nor- mansþynur, en þau tré eru barr- heldin. Magnús Guðmundsson er í raun- inni þekktari fyrir kvikmyndagerð en jólatrésölu en hann gerði á sín- um tíma myndina „Lífsbjörg í noróurhöfum". Magnús hefur notið hagnaðinn af jólatrésölunni undanfarin ár til að standa straum af kostnaðl við gerð þeirrar mynd- ar. Auk þess mun hagnaðurinn i ár fara í að fjármagna málaferli við Greenpeace samtökin, sem Magn- ús stendur í, út af myndinni „Lífsbjörg í norðurhöfum“. Að sögn Magnúsar er einnig í undir- búningi hjá honum að gera nýja mynd sem yrði einhverskonar framhald af myndinni „Lífsbjörg í noröurhöfum". TVé Magnúsar verða til sölu fyrir framan innganginn f Miklagarði fram að jólum og þar getur fólk kippt trjánum með sér um leið og verslað er í matinn eða önnur inn- kaup gerð. 49% hluta- bréfaseld í gær var gengið frá sölu hluta- bréfa Hlutafjársjóðs Byggðastofn- unar í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. Kaupandi var Sæberg hf. á Ól- afsfirði sem gerir út togarana Mánaberg og Sólberg. Kaupverð var 29 milljónir króna og hefur þegar verið greitt. Nafnverð bréf- anna var 96 milljónir króna sem er um 49% af hlutafé í félaginu. Jafnframt var gert samkomulag um að Sæberg hf. auki hlutafé í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. um 50 milljónir króna á næstu tveim- ur árum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.