Tíminn - 18.12.1990, Síða 5

Tíminn - 18.12.1990, Síða 5
Þriðjudagur 18. desember 1990 Tíminn 5 Páll Arnór Pálsson hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi undirréttar ________gagnvart fjórum af sautján sem ákærðir voru: Fjórir Hafskipsmenn sendir í Hæstarétt Páll Arnór Pálsson, sérstakur saksóknari í Hafskipsmálinu svo- nefnda, hefur áfrýjað dómi Sakadóms Reykjavíkur, gagnvart fjórum mönnum af þeim sautján sem upphaflega voru ákærðir, til Hæsta- réttar. Þrír af þessum mönnum, Björgúlfur Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóri Hafskips, Páll Bragi Kristjónsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs, og Helgi Magnússon endurskoðandi voru sakfelldir í undirrétti, en auk þess var máli Ragnars Kjartans- sonar, sem var sýknaður í undirrétti, skotið til Hæstaréttar. Þrettán aðrir voru sýknaðir, þeirra á meðal voru bankastjórar Útvegsbank- ans, og var þeirra málum ekki áfiýjað til Hæstaréttar. Ragnar Kjartansson, einn fjór- telja hana tekna gegn betri vitund menninganna og fyrrum stjórnar- hans sjálfs. „Þetta er ekki sakamál formaður Hafskips, sagði aðspurður og hrundi til grunna í Sakadómi. að honum litist mjög illa á þessa Menn geta velt því fyrir sér hverjir ákvörðun saksóknara og sagðist hafa rétt fyrir sér, sakadómararnir Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað fiskverð í gær: 2,83% hækk- un á fiskverði Yfimefnd Verðlagsráðs tók í gær ákvörðun um að lágmarksfiskverð verði áfram ákveðið og það hældd frá 1. desember sl. um rúmlega 2,8%. Fulltrúar sjómanna í Verðlagsráði tóku ekki þátt í störfum yfimefndar í mótmælaskyni, en þeir vilja að fisk- verð verði gefið frjálst. Á fundi yfimefndar Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins í gær var ákveðið almennt lágmarksfiskverð, sem gildir frá 1. desember sl. til 15. september 1991. Nefhdin ákvað jafnframt að fiskverð hækki um 2,83% frá 1. desember sl. til loka febrúar, frá 1. mars hækkar fiskverð um 2,5% og gildir hækkunin til 1. júní. Frá þeim tíma hækkar fisk- verð um 2%, með þeim fyrirvara að hækki laun almennt um meira en 2% þann 1. júní áskilur yfirnefndin sér rétt til að endurskoða fiskverðshækk- unina. Um þessa verðákvörðun varð sam- komulag milli tveggja fulltrúa fisk- kaupenda og fúlltrúa útgerðarmanna, en oddamaður yfimefndar, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofti- unar, sat hjá. Fulltrúar sjómanna í Verðlagsráði sátu ekki fund nefndar- innar, en þeir höfðu lýst því yfir þegar fiskverðsákvörðun var vísað til yfir- nefndar að þeir myndu ekki taka þátt í störfúm hennar. Fulltrúar sjómanna höfðu lagt fram þá tillögu í Verðlagsráði að fiskverð yrði gefið ftjálst, en því var hafnað og ákvörðun um fiskverð var, eins og áð- ur sagði, vísað til yfimeftidar. Oskar Vigfússon, annar fúlltrúa sjómanna í Verðlagsráði, sagði í samtali við Tím- ann að verðlagning samkvæmt gömlu reglunni væri ekki lengur tímabær vegna þess að fiskverð væri mjög mis- munandi um allt land. „Við teljum okkur óbundna af ákvörðun yfir- nefndar," sagði Óskar. Hann var spurður um hvort sjómenn hygðust grípa til einhverra aðgerða til að knýja á um kröfúr sínar. „Eg bendi bara á það að við eigum óafgreidda samninga við okkar viðsemjendur og þessi uppákoma veldur okkur vissum erfiðleikum í þeim efnum. Nú liggur fiskverð fyrir og þeir sem þá ákvörðun tóku hljóta að hafa haft það í huga hvað það getur leitt af sér.“ -hs. Tímamót urðu sl. föstudag hjá fýrírtækinu Marel hf. sem hefúr sérhæft sig í gerð alls kyns voga til nota í sjávarútvegi. Skipavog númer 1000 var þá af- hent sovéskum kaupendum en Marel hefúr í gegnum tíðina átt mjög góð viðskipti við Sovétmenn. Vogirfrá Marel er að finna í um 400 skipum frá um 20 löndum. Jón Sigurðsson iðnaðarráöherra varfenginn til að prófa vogina góðu í síðasta sinn áður en hún var afhent kaupandanum. Geir Gunnlaugs- son, forstíóri Marel, aðstoðaði hann við prófunina Tímamynd: Ámi Bjama þrír sem unnu í málinu misserum saman og fóru ofan í alla grasrót málsins og kváðu síðan upp meiri- háttar sýknudóm, eða Páll Arnór Pálsson, sem unnið hefur með ákværuvaldinu í tvö ár í þessu sér- staka máli, og hefur alls ekki hlut- lausa afstöðu til þess. Hann er að verja eigin heiður og þeirra sem sátu ákæruvaldsmegin í þessu rnáli," sagði Ragnar. Aðspurður hvernig stæði á því að einungis hans máli, af þeim fjórtán sem voru sýkn- aðir, var skotið til Hæstaréttar, sagði Ragnar að hann væri ekki búinn að fá upplýsingar um það hverju væri áfrýjað. „Það er áfrýjað gagnvart okkur fjórum þannig að það hlýtur að tengjast þeim hluta upphaflegu ákæru Jónatans Þórmundssonar sem snertir okkur fjóra. Páll Arnór er ekki að segja annað með þessari ákvörðun en að sakadómararnir þrír höfðu rangt fyrir sér, en það vil ég meina að hann segi gegn betri vit- und, því hann veit af mörgum ein- stökum málsþáttum sem gjörsam- lega hrundu til grunna og mér er því alveg óskiljanlegt hvað drengurinn er að fara,“ sagði Ragnar. —SE ELSTS-MARIE TllOKR FÓRTMFÚS mÓUXK í WftyriíMaro kkc FÓRNFÚS MÓÐIR ELSE-MARIE NOHR Hún hefur aldrei verjð mikið fyrir börn, en f fríi sfnu verður hún ástfangin af manni nokkrum og kynnist lítilli dóttur hans, sem er hjartveik og bíður eftir því að komast undir læknishendur. í DAG HEFST LÍFIÐ ERIK NERLÖE Aðeins sautján ára gömul er hún að verða fræg og rík. Og rnargt er að gerast í lífi henn- ar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún verður ástfangin; hún hittir móður sina, sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo oft dreymt um. HAMIN G JU HJARTAÐ EVA STEEN Hún er rekin úr ballettskólanum og fer því til London, þar sem hún gerist þjónustu- stúlka hjá fjölskyldu einni, og gætir lítillar stúlku. Á leiðinni til London kynnist hún ungum manni, sem sýnir henni mikinn á- huga. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF ÆVINTÝRI í MAROKKÓ BARBARA CARTLAND Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna. Tyrone Strome varð æva- reiður, þegar hann komst að raun um, hvernig hún fór með aðdáendur sfna, og hve laus hún var við alla tillitssemi og hjartahlýju. í SKUGGA FORTÍÐAR THERESA CHARLES Ilona var dularfuíl f augum samstarfsfólks sfns. Engu þeirra datt í hug, að hún skrifaði spennusögur í frftfma sínum, eða að þessi ,,Nikulás" sem hún átti að vera trúlofuð, væri aðeins til í hugarheimi hennar. ASTARSOGURNAR VINSÆLU

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.