Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Saga Borgaraflokksins Fróði hf. hefur gefið út bókina Ein með öllu — áfangaskýrsla áhorfanda eftir Ásgeir Hannes Eiríksson alþingismann. í bók- inni rekur Ásgeir Hannes ein- staka og stormasama sögu Borg- araflokksins frá stofnun flokksins fram á þennan dag. Ásgeir Hannes hefur verið þátt- takandi í starfi Borgaraflokksins frá byrjun og margir segja raunar að hann hafi átt stærstan þátt í tilurð flokksins. í bókinni lýsir Ásgeir Hannes reyfarakenndri atburðarás er verið var að stofna flokkinn og undirbúa framboð, hann segir frá innri átökum í flokknum allt fram á líðandi stund og bregður skýru og skemmtilegu ljósi á samflokks- fólk sitt og starfsháttu þess. Lík- lega er það einsdæmi að þing- maður fjalli svo opinskátt um eigin flokk og flokksmenn eins og Ásgeir Hannes gerir í þessari bók. Útgáfubækur Skjaldborgar 1990 Skjaldborg hf. gefur út á þessu ári yfir 30 bókatitla. Þeir helstu eru: Forsetar íslenska lýðveldisins eftir þá Bjama Guðmarsson og Hrafn Jökulsson. Hreinskilin og fræðandi bók um forsetana fjóra, þá Svein Bjömsson, Ásgeir Ás- geirsson, Kristján Eldjám og Vig- dísi Finnbogadóttur. Kveðja frá Sankti-Bemharðs- hundinum Halldóri, um íslend- inga í þjónustu þriðja ríkisins. Bókin lýsir atburðum í heims- styrjöldinni síðari frá öðmm sjónarhóli en hingað til, og þátt- töku íslendinga í þeim hildarleik. Margir vildu hann feigann. Kristján Pétursson löggæslumað- ur segir frá lögreglustörfum sín- um, sérstaklega rannsóknarstörf- um á helstu sakamálum síðari tíma. Einnig frá baráttu sinni við háttsetta embættismenn og mis- rétti manna fyrir íslenskum lög- um. „Þurrt og blautt að vestan". Bjössi Bomm, Bjöm Jónsson læknir í Kanada, rekur endur- minningar sínar austan hafs og vestan, af drykkjuskap og daðri við fallegar konur og læknisstörf- um á meðal indíána. Hestar og menn 1990, eftir Guð- mund Jónsson og Þorgeir Guð- laugsson. Allt um hesta og menn í máli og myndum frá þessu ári og fyrr. íslensk knattspyrna 1990, eftir Víði Sigurðsson. Tíunda árbókin um íslenska knattspymu, ítar- legri en nokkru sinni fyrr. Myrkraverk í Miðbænum eftir Birgittu H. Halldórsdóttur, bónda á Syðri- Löngumýri. Þetta er áttunda bók höfundar. Betri helmingurinn kemur nú út í annað sinn og er rætt við eigin- konur fimm landskunnra manna í þjóðfélagi okkar tíma. Konumar lýsa lífi sínu og starfi á fróðlegan hátt, en umfram allt tala þær af hreinskilni og einlægni. Fram- setning viðtalanna er unnin af al- úð og frágangur þeirra vandað- ur. Þessar konur eru: Helga Jó- hannsdóttir, eiginkona Ómars Ragnarssonar sjónvarpsfrétta- manns og skemmtikrafts. Skrá- setjari er Ami Gunnarsson. Unn- ur Ólafsdóttir, eiginkona Pálma Matthíassonar sóknarprests Bú- staðakirkju í Reykjavík. Skrásetj- ari er Kristján Bjömsson. Gunn- þómnn Jónsdóttir, eiginkona Óla Kr. Sigurðssonar forstjóra Olíu- verslunar íslands hf. Skrásetjari er Hermann Sveinbjömsson. Ól- afía Ragnarsdóttir, eiginkona Sig- urðar Geirdal bæjarstjóra Kópa- vogskaupstaðar. Skrásetjari er Óm Bjamason. Sigríður Hafstað, eiginkona Hjartar Þórarinssonar formanns Búnaðarfélags íslands og bónda á Tjöm. Skrásetjari er Jón Daníelsson. Þýddar bækur em: Pelli sigurvegari - unglingsár eftir Martin Andersen Nexö. Þetta er önnur bókin í ritverkinu um Pella sigurvegara í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Nú heldur Pelli út í heiminn og í bamslegri einfeldni heldur hann að allir vegir séu færir, en svo reynist ekki vera. Konuhjarta, fjórða bók Mayu Angelou. Ný bók eftir Mciry Higgins Clark, Vökult er vargs- augað. Dauðinn á prestssetrinu eftir Agöthu Christie og Hersveit hinna fordæmdu eftir Sven Has- sel. Þótt ótrúlegt sé, bók um furðuleg uppátæki og skopleg at- vik. Fjölfræðibókin um Spádóma og spásagnalist. Útskýrðar em flestar aðferðir spásagnalistar, svo sem Tarot, kristalspár, Ai Ching, talnaspá, vestræn stjömu- speki, kínversk stjömuspeki o.fl. Allt um nudd, ný bók um nudd sem inniheldur skýrar leiðbein- ingar sem koma öllum að notum. Megmn í áföngum, bók sem hef- ur farið sigurför um heiminn og kemur öllum að gagni. Matreiðslubækur: Kínversk mat- reiðsla, ítölsk matreiðsla, Ind- versk matreiðsla og Frönsk mat- reiðsla. Handhægar, litprentaðar og ódýrar matreiðslubækur. Af bama- og unglingabókum gefur Skjaldborg út þessar: Öfrísk af hans völdum, ung- lingasaga sem kemur beint úr ís- lensku umhverfi. Höfundurinn starfar á meðal unglinga, en kýs að skrifa undir dulnefni. Pétur Pan og Vanda í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur rithöf- undar. Hænsnin á Hóli eftir Atla Vigfússon frá Laxamýri, teikn- ingar eftir Hólmfríði Bjartmars- dóttur kennara. Ævintýrið um hina undursamlegu kartöflu, saga kartöflunnar í máli og myndum í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur. Þrjár bækur um Fríðu framhleypnu: Fríða fram- hleypna, Svei... Fríða fram- hleypna og Fríða framhleypna í fríi, bækur um einstaklega hressa stelpu. Sögur úr sveitinni, þijú ævintýri úr sveitinni. Skó- fólkið, fjórar bækur fyrir smá- fólkið sem heita: Þrammi - Kalli - Margot - Dáti, öll þekkt úr bamaþáttum Stöðvar tvö, í þýð- ingu Vilborgar Dagbjartsdóttur. Sumar þessara bóka em þegar komnar í verslanir. Siðaskiptin II Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út annað bindi af ritinu um siðaskiptin - tímabilið 1300- 1517 - eftir bandaríska sagnfræð- ingirtn og heimspekinginn Will Durant, en það er hluti hins mikla ritverks höfundar um sögu siðmenningarinnar er út kom á frummálinu í tiu bindum árin 1935-75. Útgefandi kynnir ritverk þetta svo á kápu: „Bandaríkjamaðurinn Will Dur- ant (1885-1985), höfundur þess- arar bókar, hóf árið 1927 að semja risavaxið verk um sögu mann- kynsins undir heitinu „The Story of Civilization". Til að kynnast söguslóðum af eigin raun ferðað- ist hann m.a. tvívegis kringum hnöttinn. Fyrsta bindið, um fmmsögu austrænna þjóða, birt- ist árið 1935, en ellefta og síðasta bindi, um frönsku byltinguna og Napoleon, kom út 1975. Annað bindi, Grikkland hið foma, var gefið út hjá Menning- arsjóði í íslenskri þýðingu Jónas- ar Kristjánssonar í tveimur hlut- um, 1963-64. Auk þess gaf Menn- ingarsjóður 1985 út bókina í ljósi sögunnar eftir Durant og konu hans, Ariel, sem vann með manni sínum að þessum um- fangsmiklu ritstörfum. Árið 1989 kom út í íslenskri þýð- ingu Bjöms Jónssonar skólastjóra upphaf sjötta bindis verksins, sem fjallar um siðaskiptin. Nú birtist annar hluti í þýðingu hans, þar sem áfram er greint frá tímabilinu 1300-1517, frá John Wyclif til Marteins Lúthers. Á þessu tímabili „urðu straum- hvörf sem settu svip á vestræna siðmenningu og áttu þátt í mót- un þeirrar heimsmyndar sem blasir við okkur á líðandi stund", eins og þýðandinn komst að orði í formála fyrra bindis." Siðaskiptin II er 213 bls. að stærð og prýdd myndum. Á kápu er mynd af hollenska siðbótar- manninum og menntafrömuðin- um Erasmusi frá Rotterdam. Bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. ÞETTA ERU SOLUSTAÐIR OKKAR: & REYKJAVIK Skátahúsiö, Snorrabraut 60, Stilling, Skeifunni, Hekla v/ Laugaveg, við Kaupstaö, Mjódd, Seglageröin Ægir, Eyrargðtu 7, Örfirisey, Bilaborgarhúsið, Fosshálsi 1, söluskúr viö Miklagarð, á efra bílaplani v/ Kringluna, Bílabúö Benna, Vagnhöfða. OBARÐASTRÖND Hjálparsveitin Lómfell. OíSAFJÖRÐUR Skátaheimilið. Oblönduós Hjálparsveitarhúsiö Efstubraut 3. O DALVÍK Flugeldamarkaöur í söluskúr neöan við Hafnarbraut. * AKUREYRI Stór-flugeldamarkaöir í Lundi, söluskúr við Hagkaup, Noröurgötu 2, söluskúr viö verslunina Siðu, söluskúr viö Verslunarmiðstöðina Sunnuhlið, Glerárgata28. •0- AÐALDALUR Hjálparsveit skáta Aðaldal. ^EGILSSTAÐIR Stór-flugeldamarkaður í nýja áhaldahúsinu við Tjarnarás. VESTMANN AEYJAR Skátaheimilið við Faxastíg 38. Oflúðir Hjálparsveitin Snækollur. ^fSELFOSS Við Tryggingu hf., Austurvegi 22, við Fjölbrautarskólann Tryggvagötu 25, Hrísmýri 5. NJARÐVÍK- KEFLAVÍK Hjálparsveitarhúsið við Holtsgötu 51, íþróttavallarhúsið, söluskúr v/ Hitaveituplanið, Stakkshúsið, Skátahúsiö, Keflavík, söluskúr v/ Skrúðgarðinn. & O SAURBÆJAR- HREPPURí EYJAFIRÐI Hjálparsveitin Dalbjörg. GARÐABÆR Hjálparsveitarhúsiö v/ Bæjarbraut, við Lyngás, á Garðstorgi, á Álftanesi. OkÓPAVOGUR Toyota, Nýbýlavegi 8, Skátaheimiliö, Borgarholtsbraut 7, viö Sparisjóð Kópavogs, Dalvegur 14 (við Reykjanesbraut). A FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.