Tíminn - 18.01.1991, Qupperneq 3
Föstudagur 18. janúar 1991
Tíminn 3
í fyrsta sinn um árabil:
FLEIRI KARLAR EN
KONUR VINNULAUSIR
í fyrsta sinn um langt árabil voru atvinnulausir karlar fleiri
heldur en konur án vinnu í desember s.l., eöa um 1.180 á móti
810 konum, miðað við allan mánuðinn. Atvinnulausum körlum
hafði þá fjölgað um 400 frá næsta mánuði á undan en konum
um 200 á sama tíma.
Miðað við desembermánuð árið
áður voru atvinnulausar konur nú
390 færri en þá, en atvinnulausum
körlum fækkaði aðeins um 60 á
sama tíma.
Allt árið 1990 var skráð atvinnu-
leysi meira en dæmi eru um síðan
skráning hófst fyrir 15 árum. Það
svaraði til þess að um 2.300
manns hafi að jafnaði verið án
vinnu allt árið, eða um 1,7% af
áætluðum mannafla á vinnumark-
aði. Hæst var hlutfall atvinnuleys-
is meðal kvenna á Vesturlandi og
Austurlandi, um 5,1% að meðal-
tali allt árið. Atvinnuleysi meðal
kvenna var allstaðar meira en 3%
yfir árið, nema á höfuðborgar-
svæðinu og á Vestfjörðum. At-
vinnuleysi karla var mest á Norð-
urlandi eystra, nær 3% að meðal-
tali yfir árið, og sömuleiðis yfir
2% á Austurlandi.
í desember svaraði skráð at-
vinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu
til þess að 420 karlar hafi gengið
íslenskir námsmenn taka í fyrsta skipti
þátt í „Norrænu dagsverki":
íslenskir námsmenn
ætla að aðstoða
námsmenn í Brasilíu
Horfur eru á að í ár taki íslenskir námsmenn í fyrsta skipti þátt í
samnorrænu verkefni sem kallað er Norrænt dagsverk. Verkefnið
felst í því að námsmenn gefa eins dags vinnu til hjálparstarfs í
þriðja heiminum. Stefnt er að því að framlag Norðurlandanna í ár
verði um 600 milljónir íslenskra króna. Ríkisstjómin fjallaði um
málið í gær og tók vel í hugmyndir námsmannasamtakanna. Stefnt
er að því að söfnunardagurinn verði 10. október.
t.d. verið fólgin í að mála, þvo glugga,
taka til o.fl. Óvíst er í hvaða formi
vinnan verður unnin hér á landi, en
námsmannasamtökin hyggjast þróa
þetta á næstu mánuðum og kynna í
skólum landsins. Ríkisstjómin hefur
gefið vilyrði fyrir því að taka þátt í
kostnaði við að undirbúa verkefnið.
Fjármunirnir sem safnast hér á landi
verða að öllum líkindum notaðir til
að aðstoða námsmenn í Brasilíu.
Þessi aðstoð Norðurlandanna þykir
hafa tekist mjög vel og fengið hrós
víða um heim. „Með þessu átaki verð-
ur einnig reynt að skapa áhuga og
skilning á stöðu þróunarlandanna, en
á það hefur mikið skort hér á landi.
Ég lít á að þetta sé annað af aðalmark-
miðum „Norræns dagsverks".
Fræðsla um þessi mál á hinum Norð-
urlöndunum er komin miklu lengra
en hér,“ sagði Jónas Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar. -EÓ
Námsmenn á Norðurlöndunum hafa
í mörg ár safnað fé til stuðnings
námsmönnum í þróunarlöndunum.
Fyrir fáeinum árum kom til tals að ís-
lendingar yrðu með í þessu verkefni,
en ekkert varð af því vegna þess að þá-
verandi menntamálaráðherra taldi
ekki fært að gefa nemendum frí, en
þetta ár höfðu kennarar staðið í
langri verkfallsbaráttu. Núverandi
menntamálaráðherra hefur tekið vel í
að framhaldsskólanemendur fá frí 10.
október til að safna fé í þróunarhjálp.
Það eru samtök framhaldsskólanema
á íslandi, Bandalag íslenskra sér-
skólanema og Iðnnemasamband ís-
lands sem hafa haft frumkvæði að
þessu verkefni hér á landi í samvinnu
við Hjálparstofnun kirkjunnar.
Á hinum Norðurlöndunum hafa
nemendur farið í fyrirtæki og til ein-
staklinga og unnið í einn dag. Af-
rakstur vinnunnar hefur síðan runn-
ið til þróunarhjálpar. Vinnan hefúr
Ný staða og nýr
bankastarfsmaður
án starfa allan mánuðinn. Þar af
voru 290 í Reykjavík einni, þar
sem karlar án starfa voru yfir tvö-
falt fleiri en konur (140). Körlum
án starfa fjölgaði á þessu svæði
um nokkra tugi frá næsta mánuði
á undan, á sama tíma og konunum
fækkaði svo tugum skipti.
Svipað var uppi á teningnum á
Akureyri þar sem atvinnulausir
karlar voru 130, borið saman við
90 konur. Svipað var um að ræða á
nokkrum öðrum stöðum. T.d.
voru atvinnulausir karlar í Vest-
mannaeyjum þrisvar sinnum fleiri
en konur (35 á móti 11).
Hlutfallslega mest atvinnuleysi í
desember var þó meðal kvenna á
Austurlandi, 6,6%. Nær 20. hver
maður á Austurlandi var án vinnu
allan mánuðinn, eða nær 280
manns sem var meira en þreföld-
un frá nóvember. Um fjórðungur
þeirra voru á Vopnafirði, þar sem
einhver hefur gengið án vinnu á
meira en fjórða hverju heimili.
Atvinnuleysi var einnig verulegt
að vanda á Norðurlandi eystra, eða
4% allra karla og kvenna. Yfir 100
atvinnulausir á Húsavík er mjög
hátt hlutfall miðað við íbúafjölda.
Það sama má segja við um 70 án
starfa á Ólafsfirði og rúmlega 50 á
Dalvík.
- HEI
Ríftunarmál þrotabús Kjötmiðstöðvarinnar
gegn Sláturfélaginu:
Buist vio ao
____■_ mm ■ ■ _
enaurtiytja
■ -ÉtZ_______rT 15 X
purTi mano
Búist er við að taka þurfl upp
riftunarmál sem þrotabú Kjöt-
mlðstöðvarinnar höfðaði á hend-
ur Sláturfélagi Suðurlands. Mál-
ið var flutt fyrir borgardómi í
október sl. og Uggur dómur ekki
enn fyrir. Eggert Óskarsson
borgardómari sagðist í samtali
við Tímann í gær búast við því að
Endurgreiðslukrafa þrotabúsins
á hendur SS nemur 12,5 milijón-
um króna. Ástæða þess að farið
er fram á riftun og endurgreiðslu
er sú að skömmu áður og eftir að
greiðslustöðvun var sett á Kjöt-
miðstöðina haustið 1988, áttu
sér stað viðsidpti milli hennar og
SS með greiðslukortanótur. I
september 1988 var gert sam-
komulag milli SS og Kjötmið-
stöðvarinnar um það að SS fengi
afhentar allar greiðslukortanótur
vegna verslunar út á Eurocard-
kreditkort í Kjötmiðstöðinni.
Samkomulagið gekk út á það að
helmingurinn af því fé yrði not-
aður til að borga eldri skuldir
Kjötmiðstöðvarinnar og hinn
helmingurinn notaður til að
versia út á hjá SS. Viðskiptin
héldu áfram eftir að greiðslu-
stöðvunin var sett á rúmlega
tveimur vikum seinna og fram að
gjaldþrotinu 10. nóvember 1988.
„Riftunarmállð snýst um það að
þarna hafl öðrum þræðl verið um
að ræða tryggingaráðstöfun með
samkomulagi og öðrum
greiðslu eldri skulda,“
sagði Hlöðver Kjartansson, bú-
stjóri þrotabús Kjötmiðstöðvar-
innar. Hann sagði að endur-
greiðslukrafan, sem þrotabúið
settl fram, væri með þeim hætti
að þeir færu fram á að allir þeir
peningar og annað, sem greitt var
inn á þessum tíma, verði iyrst
dregið frá öilum vörukaupum,
síðan yerði kortaseðlunum ráð-
stafað eins og til þurfi til að
borga viðskiptin sem áttu sér
stað á greiðslustöðvunartíman-
um og mismunurinn verði síðan
endurgreiddur. Hlöðver sagði að
aðalkrafa þrotabúsins væri end-
urgreiðsla upp á 12,5 milljónir,
—SE
Launamiðum ber að skila
í síðasta lagi 21. janúar
Allir sem greitt hafa laun á árinu 1990
eiga nú að skila launamiðum
á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra.
Skilafrestur rennur út 21. janúar.
Þór Þoriáksson, forstöðumaður
útlánastýringar Landsbankans.
Þór Þorláksson hefur verið ráð-
inn forstöðumaður útlánastýr-
ingar Landsbanka íslands, sem er
ný deild innan bankans.
Þór er viðskiptafræðingur og
stundaði framhaldsnám við há-
skólann í Freiburg í Þýskalandi.
Hann hóf störf við hagdeild lána-
sviðs Landsbankans 1985 og hefur
starfað þar hingað til. Hann er 32
ára gamall, giftur Áslaugu Gunn-
arsdóttur píanókennara og eiga
þau tyær dætur.
Útlánastýring Landsbankans
mun semja nýjar útlánareglur fyr-
ir bankann, meta og hafa eftirlit
með útlánum hans til fyrirtækja,
athuga lánsbeiðnir sem leggja á
fyrir lánanefnd bankastjóra og
hafa eftirlit með vafasömum út-
lánum og stjórna vanskilainn-
heimtu.
—sá
/slX. " *' ' 1
irrniMi ---- -
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
'HVÍTA HÚSIO / SÍA