Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Föstudagur 18. janúar 1991
MINNING
Sigfús Jónsson T ryggvason
Fæddur 28. maí 1923
Dáinn 14. janúar 1991
Hann andaðist eftir langvarandi
veikindi á Landspítalanum 14.
janúar og verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju föstudaginn 18.1.
kl. 3.00.
Faðir: Tryggvi, f. 2.11.1892, d. í
des. 1984, frá Þórshöfn á Langa-
nesi, útvegsbóndi þar en síðar
verkamaður í Reykjavík. Sonur Sig-
fúsar, f. 16.6. 1865 að Hermundar-
felli í Þistilfirði, Jónssonar bónda
þar Gíslasonar er bjó á Hermundar-
felli 1855 með konu sinni Lilju Pét-
ursdóttur.
Móðir: Stefanía Sigurbjörg Krist-
jánsdóttir, f. 16.11.1893, d. 1.11.
1981, frá Leifsstöðum í Vopnafirði.
Móðir hennar var Signý Sigurlaug
Davíðsdóttir frá Höfn á Strönd Sig-
mundssonar af Tjörnesi og Guð-
rúnar Jónsdóttur. Faðir hennar var
af Fjallabræðraætt, Gunnar Krist-
ján Jakobsson, Sveinssonar á
Djúpalæk og konu hans Hólmfríðar
Guðmundsdóttur.
Stefanía og TVyggvi gengu í hjóna-
band 19.9.1919. Tryggvi vann
áfram við útgerð föður síns, hann
var góður verkmaður og afbragðs
skytta og sjósóknari.
Að vera virtur útvegsbóndi í sjáv-
arþorpi var líkt og að vera konung-
ur í ríki sínu á þessum árum. Út-
gerðin á Skálum stóð þá með mikl-
um blóma og Þórshöfn var upp-
gangspláss og nokkurs konar
höfuðstaður Langaness.
Það var það líkt og nú, sjávarútveg-
urinn réð mestu um afkomu íbú-
anna. Á fyrri hluta aldarinnar fisk-
aðist vel þarna norður frá, ef gaf á
sjó, og það rétt upp við landsteina.
Á þessum árum voru gerðir út 2
bátar frá heimili þeirra, og mann-
aðir að nokkru með Færeyingum
sem þáðu kost og aðsetur á heimili
þeirra. Það segir sig sjálft að á
æskuheimili Sigfúsar var alltaf
mannmargt og oft glatt á hjalla.
Það var spilað á hljóðfæri og sungið
og þegar slegið var í Lomber, þá var
nú líf í tuskunum. Menn þurftu að
leggja hart að sér við vinnuna, en
hvað var það, þeir voru frjálsir.
Þessi stóru útvegheimili kröfðust
líka mikillar vinnu af öllum sem
vettlingi gátu valdið. Sigfús var vart
kominn af barnsaldri þegar hann
var farinn að standa við beitningu.
Þegar heimsstyrjöldin síðari barst
hingað upp að landsteinum í kjölfar
kreppunnar miklu herti enn að
litlu sjávarþorpunum. Tundurdufl-
in flutu rétt fyrir utan flæðarmálið,
svo illt var að elta þann gula og
sjórinn nær uppurinn af fiski vegna
erlendra fiskiskipa.
En þó að Sigfús væri ungur að ár-
um, varla tvítugur, var hann farinn
að gera út eigin bát. Hann hafði
lært það af föður sínum, að til þess
að stunda sjó á opnum bátum, var
það eftirtektin sem sagði allt. Sjó-
lagið þurfti að þekkja og vita hvern-
ig bregðast ætti við hverjum vanda.
Þá voru ekki talstöðvar eða önnur
öryggistæki í litlum trillum.
Stefanía og Tryggvi höfðu eignast
þrettán börn og þó að þau kæmust
ekki öll til manns var það fyrir séð
að þeirra biðu fá atvinnutækifæri á
Þórshöfn.
Haustið 1944 flutti öll fjölskyldan
að norðan og settist að í Kópavogi,
þeim tókst með samstilltu átaki að
koma sér upp þaki yfir höfuðið, þá
voru ekki lyftarar eða önnur stór-
virk tæki komin til sögunnar. En
það var Sigfús sem lyfti Grettistak-
inu sem allri aðrir höfðu gengið
frá. Sigfús hafði komið suður ári
fyrr og stundað sjóróðra á Suður-
nesjum. Þar fannst honum dapur-
leg vistin, sofið var í óupphitaðri
verbúð og viðurværið eftir því.
Næstu árin var hann svo við sjó-
róðra á ýmsum bátum.
Systkini Sigfúsar urðu 13 talsins.
5 þeirra dóu í bernsku en þau sem
upp komust voru:
Guðrún, f. 22.4.1920, húsfreyja á
Þurrstöðum í Borgarhreppi, m.
Helgi Helgason, hann er látinn,
börn 3. Helga, f. 1.6. 1924, hús-
móðir, m. Pétur Hraunfjörð, skilin,
börn 10. Jakob Sveinbjörn, f.
11.10.1926, m. Guðlaug Ingvars-
dóttir, hún látin, börn 3. Ólafur, f.
19.3.1929, m. Halldóra Jóhannes-
dóttir, börn 2. Sverrir, f. 25.3.1930,
m. Sigríður Þorsteinsdóttir, börn 3.
Ingólfur, f. 7.5. 1934, m. Ágústa
Waage. Signý Sigurlaug, f.
8.10.1936, m. Haukur Þórðarson,
börn 6. Alfreð Björnsson, f.
15.7.1915, m. Hulda Pétursdóttir,
börn 4.
Þann 26.11. 1955 gekk Sigfús að
eiga Guðlaugu Pétursdóttur, f.
20.4.1930 í Reykjavík, Hraunfjörð,
f. 14.5. 1885 að Valbjörgum í
Helgafellssveit, og Ásta Kristjáns-
dóttir, f. 6.6.1891 í Stekkjartröð í
Eyrarsveit.
Ungu hjónin bjuggu fyrst á heim-
ili foreldra Guðlaugar að Sogabletti
17 í Sogamýri, en fluttu í Kópavog
árið 1960 og hafa búið þar síðan.
Sigfús var góður heimilisfaðir.
Honum fannst ekkert of gott fyrir
börnin og heimilið.
Börn þeirra eru: Tryggvi, f.
21.3.1956, strætisvagnastjóri, m.
Helga Jónsdóttir. Sturla, f.
20.6.1958, vélstjóri, m. Anna Guð-
mundsdóttir hjúkrunarfræðingu,
börn 3, Örvar, f. 21.1.1960, stúdent.
Álfheiður, f. 15.11.1961, verslunar-
og tölvumenntuð, m. Erlingur Er-
lingsson bakari, börn 2. Asta, f.
27.10.1963, húsmæðraskólageng-
in, m. Jökull Gunnarsson, nemur
tæknifræði. Ómar Hafsteinsson
stjúpsonur, f. 2.8.1953, rafvirki.
Meðan börnin voru enn í æsku
veiktist Sigfús og varð að dvelja á
Vífilstöðum í einangrun frá heimili
sínu. Það voru erfiðir tímar og lítið
gert fyrir barnmörg heimili. Hon-
um var það mikið áfall að geta ekki
séð heimili sínu farborða og eflaust
hefði batinn komið fyrr ef hann
hefði ekki verið svona áhyggjufull-
ur vegna barnanna. En Guðlaug
kona hans studdi hann eftir mætti
á þessum erfiðu tímum, hún útveg-
aði sér vinnu á Kópavogshæli í eld-
húsinu og þó hún hafi verið búin að
vera 9 mánuði í húsmæðraskóla og
húsmóðir í 15 ár varð hún að byrja
á byrjandakaupi.
Sigfús var starfsmaður hjá Kópa-
vogskaupstað sl. 10 ár. Hann var
vinur vina sinna og alltaf boðinn og
búinn til þess að gera öðrum greiða
og hirti lítt um þótt ekki kæmi
borgun fyrir. Hann vann alla tíð
hörðum höndum, bæði til sjós og
lands, og var vel látinn í hverju
starfi.
Ég hef þekkt Sigfús frá því að ég
kom inn í þessa fjölskyldu og ekki
hef ég kynnst traustari manni. Það
er óhætt að gefa honum sömu um-
mæli og höfð voru um afa hans Sig-
fús. „Hann var rammur að afli og
fylginn sér við hvaðeina, nærgæt-
inn og hjálpsamur."
Þeir sem bágt áttu á einn eða ann-
an hátt voru alla tíð velkomnir á
heimili þeirra. Margur bitinn og
sopinn hefur farið í gesti og gang-
andi. Mörg börnin eru það sem þau
hafa tekið upp á arma sína um
lengri eða skemmri tíma.
Þegar bróðir Guðlaugar missti
konuna á besta aldri frá 10 börnum,
sumum enn í æsku, var ekkert
sjálfsagðara en þau kæmu inn á
heimili þeirra og nytu þess sama og
þeirra eigin börn.
Fyrir 5 árum veiktist Sigfús af
krabbameini og fór í aðgerð. Allt
virtist hafa farið á betri veg og hann
komst til starfa aftur en var ósköp
þróttlaus. Á síðasta ári tók mein-
semdin sig aftur upp. Hann hafði
lengi þráð að geta veitt sér tóm-
stundir. Siglt út á flóann á báti sín-
um, veitt fisk og notið samveru-
stunda með barnabörnunum er
ellilífeyrisaldrinum væri náð, en
margt fer öðruvísi en ætlað er.
Við hjónin vottum eiginkonu og
börnum innilega samúð.
Friður guðs veri með honum.
Hulda Pétursdóttir, Útkoti
Jón Helgason
Reykvíkingar
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulitrúi veröur til viötals
mánudagana 21. janúar, 28. janúar og 4. febrúar
nk. á skrifstofu Framsóknarflokksins aö Hafnar-
stræti 20, kl. 15:00 til 18:00.
Allir velkomnir.
Borgarmálaráð.
Skjrún Magnúsdóttir
Sunnlendingar
Arlegir stjórnmálafundir og viötalstimar þingmanna Framsóknarflokksins
veröa haldnir á eftirtöldum stööum:
Brautarholti f Skeiðahreppi, mánudaginn 21. jan. kl. 21.
Aratungu f Biskupstungum, þrfðjudaginn 22. jan. kl. 21.
Þorlákshöfn f Duggunni, flmmtudaginn 24. jan. kl. 20.30.
Kópavogur
Skrifstofa Framsóknarfélaganna i Kópavogi eropin á mánudags- og miö-
vikudagsmorgnum kl. 9-12. Sími 41590.
Stjóm fulltrúaráðs
Norðurland vestra
Skrífstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur veriðfluttfrá
Sauöárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum i Fljótum. Hægt er að ná i ritstjóra
alla daga I síma 96-71060 og 96-71054.
K.F.N.V.
Skagfirðingar
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guömundsson og varaþing-
maöurinn Elin Llndal verða í morgunkaffi á Sauðárkróki laugardaginn 19.
janúar kl. 10:00-12:00.
Allir velkomnir.
Siglfírðingar
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guömundsson og varaþing-
maöurinn Elín Líndal veröa til viðtals I Suðurgötu 4, 3ju hæö, föstudaginn
18. janúar kl. 15:00- 18:00.
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á
þriöjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547.
Félagar eru hvattir til aö llta inn.
K.S.F.S.
Borgnesingar - Bæjarmálefni
I vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu
Framsóknarflokksins aö Brákarbraut 1.
Bæjarfulltrúar flokksins f Borgarnesi veröa á staönum og heitt á könn-
unni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnes-
bæjar eru velkomnir.
___________________________Framsóknarfélag Borgarness.
Austur-Húnvetningar
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guömundsson og varaþing-
maöurinn Elín Lindal verða til viðtals á Hótel Blönduósi sunnudaginn 20.
janúar nk. kl. 15:00-17:00.
Framsóknarvist
Framsóknarvist verður spiluð nk. sunnudag þann
20. janúar ( Danshöllinni (Þórskaffi), kl. 14.
Veitt veröa þrenn verðlaun karia og kvenna.
Stutt ávarp i kaffihléi flytur Sigrún Magnús-
dóttir borgarfulltrúi.
Framsóknarfélag Reykjavikur.
Sigrún Magnúsdóttlr
Keflavík - Opin skrifstofa
Félagsheimili framsóknarmanna aö Hafnargötu 62 er opiö alla virka daga
milli kl. 17 og 18.
Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guöbjörg, veröur á staðnum.
Sími 92-11070.
Framsóknarfélögin.
Akumesingar- nærsveitir
Þorrablót verður haldiö föstudaginn 8. febrúar nk. i Kiwanishúsinu við
Vesturgötu.
Nánar auglýst síöar.
Undirbúningsnefndin
Þorrablót- Reykjavík
Laugardaginn 9. febrúar verður hið landskunna þorrablót Framsóknarfé-
laganna I Reykjavlk haldiö I Norðurijósasal I Þorskaffi. Verö miða er kr.
3500. Upplýsingar og miöapantanir fást hjá Þórunni eöa Önnu I sima
624480.
SUF-arar athugið
Fundur um Island og EB og EFTA veröur haldinn laugardaginn 19. janúar
nk. aö Hafnarstræti 20, 3. hæð, kl. 10.00 árdegis.
Gestur fundarins veröur Steingrlmur Gunnarsson, M.A. I alþjóöatengslum.
Utanrikis- og þjóðmálanefnd SUF.
Framkvæmdastjórnar-
fundurSUF
Fundur veröur haldinn I framkvæmdastjórn SUF mánudaginn 21. janúar
nk. að Hafnarstræti 20, 3. hæö, kl. 19.00.
Formaöur
Kópavogur
Opiö hús aö Hamraborg 5 alla laugardaga kl. 10-12. Heitt á könnunni.
Fulltrúaráðið
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmasambandsins aö Hamraborg 5, Kópavogi, er opin
mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222.
K.F.R.
Framsóknarfólk
Húsavík
Framvegis verður skrifstofan I Garöari opin á laugardagsmorgnum kl. 11-
12. Létt spjall og heitt á könnunni.
Framsóknarfélag Húsavikur