Tíminn - 23.01.1991, Page 9

Tíminn - 23.01.1991, Page 9
8 Tíminn Miðvikudagur 23. janúar 1991 Miðvikudagur 23. janúar 1991 Tíminn 9 Útgjöld vegna umferöarslysa nema um 100 þúsund krónum á meðalfjölskyldu á ári. Um eins milljarðs tap á tryggingu ökumanns og eigenda fyrstu 3 árin: MIKILIÐG J ALDAHÆKKU N 1. MARS NY OGNUN VIÐ ÞJODARSATTIN A? r Búast má við að ný og enn stærri „sprengja" (en húseigendatryggingarnar) hitti þjóðarsáttina þegar hækkun á ið- gjöldum skyldutrygginga á bflum þann 1. mars lítur dagsins ljós. Gífurlegt tap á á slysatryggingu ökumanns hélt áfram á sl. ári, f kjölfar nær 500 milljóna taps á þess- ari tryggingu fyrstu tvö árin sem hún var lögboðin, 1988 og 1989, samkvæmt skýrslum Tryggingaeftirlitsins. Nærri læt- ur að á móti hverjum 100 kr. í iðgjöld kæmu 160 kr. tjón þessi tvö ár. Eftir kring- um 50% tap á þessari tryggingu 1989 og enn meira 1990, að því er ráða má af upp- lýsingum Tryggingaeftirlitsins, sýnist ljóst að menn mega búa sig undir tuga pró- senta iðgjaldahækkun (40-60%?), eða a.m.k. langt yfir allar „þjóðarsáttarpró- sentur“. Lítur mjög illa út... „Ég get bara sagt það, að tölurnar fyrir 1990 líta mjög illa út. Og þær benda líka að ýmsu leyti til þess að tölur hafi verið vanáætlaðar árin á undan,“ sagði Ragnar Ragnarsson hjá Tryggingaeftirlitinu. Ákveðnar prósentur um hækkun iðgjalda vildi hann ekki nefna að svo komnu máli. „Ég get sagt svo mikið, að það verður núna gert eitthvað við slysatryggingar öku- manns og eigenda. Enda benda þær tölur sem við höfum séð fyrir 1990 ekki til þess að þetta hafi þá gengið í rétta átt, þrátt fyr- ir nokkra hækkun iðgjalda á því ári.“ Með hækkun er hér átt við hækkun um- fram launavísitölu. Því Ragnar segir Tryggingaeftirlitið líta á iðgjöld sem óbreytt ef þau hækka aðeins í takt við launavísitölu. Fyrir ári sagði hann að reiknað hefði verið út að þurft hefði um 38% hækkun iðgjalda. Menn lögðu þó ekki í nema um 16-18% hækkun í það sinn. Ragnar bendir á að sú sé ávallt megin- stefnan í allri tryggingastarfsemi að hver tryggingagrein standi undir sér. Og það sé alveg ljóst að slysatrygging ökumanns og eigenda geri það ekki, og hafi ekki gert það, þrátt fyrir iðgjaldahækkun á hverju ári frá því hún var tekin upp. Raunar hafi síðar komið í ljós að þurft hefði að ákveða upphafsiðgjaldið 1988 miklu hærra en gert var. Bætur nú fyrst að koma í ljós... Slysatjón segir hann þess eðlis að bætur vegna þeirra sé aðeins að sáralitlu leyti (8-11%) unnt að gera upp á fyrsta ári. Það sé t.d. fyrst á þessu ári og því næsta (1991/92) sem greiðslur muni standa sem hæst vegna tjóna sem urðu árið 1988, þ.e. elstu tjónanna í þessari grein. Langt sé því í að hægt verði að reikna út endanlegar tjónatölur vegna tjóna 1990. Þetta má m.a. lesa úr skýrslum Trygg- ingaeftirlitsins. Fyrsta árið (1988) námu greiddar bætur ökumannstryggingar að- eins um 40 milljónum, árið eftir rúmlega 230 millj. og í fyrra hækkaði upphæðin í um 600 millj.kr. Enn ógreidd tjón vegna þessara þriggja ára voru áætluð um 980 millj. í lok síðasta árs. í þessu segir Ragnar einmitt felast eina skýringuna á vanda þessarar greinar. í byrjun hafi menn sáralítið vitað um þessi tjón. Og ári seinna hafi menn enn vitað harla lítið, þó þá þegar hafi farið að koma í ljós að iðgjöld voru of lág í byrjun, sem síðan hafi komið enn betur í ljós með hverju ári. „Það verður fyrst eftir ár héðan í frá sem við getum farið að áætla af alvöru um hver tjónin 1988 voru raunverulega. Og ekki fyrr en eftir tvö ár sem við getum farið að tala um tjón í þessari grein af verulegri reynslu og skynsemi," sagði Ragnar. Hundraða milljóna tjón áður óbætt Ragnar bendir á að með ökumannstrygg- ingunni var farið út bætur á nýju sviði sem aldrei hafði verið bætt áður. Þau tjón sem fólk fær nú bætt úr þessari tryggingu (tjón ársins 1989 t.d. áætluð 770 milljón- ir) hafi fólk áður setið uppi með óbætt. Ið- gjöldin hafi því upphaflega orðið að byggja á ýmiss konar ágiskunum. Síðan hafi kom- ið í ljós að þar var of vægt áætlað. Hvað varðar hlutverk Tryggingaeftirlits- ins segir Ragnar það ekki verðlagseftirlit eins og það er tíðast skilgreint. En Trygg- ingaeftirlitið þurfi að samþykkja allar ið- gjaldaskrár og eigi að hafa eftirlit með því að tryggingafélögin starfi innan ramma laganna. Og í þeim lögum segi m.a. að ið- gjöld eigi að vera í samræmi við áhættu. Geti tryggingafélögin bent á að einhver ið- gjöld þurfi að hækka, t.d. um 60%, til að vera í samræmi við áhættu, þá væri það í and- stöðu við lögin ef Tryggingaeftirlitið bannaði hækkanir umfram t.d. 25%. Ragnar segir ið- gjaldahækkun þó ekki alltaf ráðast af því hvað Tryggingaeftirlitið reiknar út og/eða heimilar. Þar komi einnig til hvaða hækkun tryggingafélögin treysta sér í hverju sinni. Eiga kaupendur heimilis- trygginga að borga bílslysin? En sé tap tryggingafélaganna á þessari tryggingu nú farið að nálgast milljarð á þrem árum segir Ragnar líka eðlilegt að spurt sé: Er það sanngjarnt gagnvart öð- urm vátryggingatökum að þeir greiði einn milljarð af þessum slysatjónum? Standi iðgjöld ekki undir þessum tjónum séu það ekki félögin sem greiða það, heldur það fólk sem kaupir aðrar tryggingar hjá félög- unum. Því megi spyrja: Er það sanngjarnt gagnvart því fóki að iðgjöldum ökumanns- trygginga sé haldið niðri og iðgjöldum annarra greina; t.d. heimilis- eða farm- trygginga, þá á móti haldið hærri en ella? Nokkurt tap hefur einnig verið á lög- bundinni ábyrgðartryggingu ökutækja, t.d. rúmlega 100 milljónir (5%) árið 1989. Það eru þó nánast hreinir smámunir bor- ið saman við ökumannstrygginguna. Rústaðir bílar og brotin bein Ársskýrsla Tryggingaeftirlitsins fyrir árið 1989, sem nýlega kom út, sýnir hve gífur- legu tjóni menn valda með/á bílunum sín- um ár hvert. Samkvæmt skýrslunni voru tjón ársins 1989 í hinum einstöku grein- um bifreiðatrygginganna sem hér segir: Ábyrgðartryggingar 2.030 millj. Ökumannstrygging 770 millj. Húftryggingar 460 millj. Framrúðutryggingar 170 millj. Aðrar ökut.tr. 16 millj. Tjón 1989 alls: 3.440 millj. Lögboðnu tryggingarnar eru því kring- um 3/4 hluti bifreiðatrygginganna. Og það er hækkun á iðgjöldum þeirra sem veldur nær árvissum hvelli í „þjóðarsálinni", þótt nokkur áramunur sé þar á. Miðað við tjón af þeim fjórðungi bílaflot- ans sem er kaskótryggður mun ekki ólík- legt að bæta megi a.m.k. milljarði við framangreindar tölur vegna tjóna sem bíl- eigendur urðu sjálfir að borga vegna óka- skótryggðra bíla sinna. „Umferðarstyijöldin“ 100.000 kr. á meðalfjölskylduna í ár? Kostnaður landsmanna vegna meira og minna brotinna og eyðilagðra bíla og bæt- ur tryggingafélaganna vegna slasaðra og látinna í umferðinni geta samkvæmt því hafa numið hátt á 5. milljarð króna á ár- inu. Það þýðir þá 70-75 þús. kr. „bflastyrj- aldarskatt" að meðaltali á hina marg- nefndu 4ra manna fjölskyldu - eða um tvennum mánaðarlaunum láglauna- mannsins árið 1989. Miðað við verðlagshækkanir síðan og óbreytt aksturslag mun þessi „umferðar- styrjaldarskattur" íslendinga vart verða undir 6 milljörðum, eða 90-100 þús. krón- um á 4ra manna fjölskylduna á þessu ári. Um 6 milljarða tjón svarar til kringum 45 þús. kr. að meðaltali á hvern bíl á ári. Ung- ur „meðal/Jón“ sem nú er að kaupa fyrsta bflinn má því reikna með því að fyrir sjö- tugt verði hann búinn að borga um 2,4 milljónir kr. annars vegar í tryggingarið- gjöld og hins vegar tjón sem hann situr uppi með óbætt - þ.e.a.s. verðmæti fjög- urra smábfla eða eins lúxusjeppa. Bílatjónin meiri en öll önnur eigna- og sjótjón Er það líka ekki umhugsunarvert að þjóð- in skuli valda meira tjóni með bflaflotanum einum heldur en nemur tjónum á öllum öðrum eignum landsmanna á landi og sjó. Greidd tjón húseigendatrygginga (hverra iðgjaldahækkanir um áramótin ollu nokkr- um hvelli) voru t.d. litlar 220 millj.kr., eða aðeins 6% af tjónum í bifreiðatryggingun- um (og raunar litlu hærri en framrúðu- tjónin ein). Og öll brunatjón á fasteignum voru um 470 m.kr., eða sem nemur 14% af tjónum bifreiðatrygginganna. Margir bíleigendur bölva yfir háum tryggingariðgjöldun. Sú er hins vegar raunin, að tjónabætur tryggingafélaganna vegna ökutrygginga árið 1989 voru hátt í 200 milljónum króna hærri heldur en ið- gjöldin. í heild voru ökutækjatrygging- arnar reknar með um 5% tapi. Eina færa leiðin til að lækka iðgjöldin virðist því sú að fækka umferðarslysunum. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.